Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 60
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 338. DAGUR ÁRSINS 2010
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. 60 þúsund heimili njóta góðs af
2. Skuldir færðar niður í 110%
3. Vaxtakostnaður lækkar um 10%
4. Kitlar að fara úr
Heimildarmynd Ara Alexanders um
Yoko Ono og Friðarsúluna verður
sýnd í Bíó Paradís þessa einu helgi.
Sýningar fara fram kl. 18.20 og 19.20
laugardag og sunnudag.
Imagine Peace þessa
helgi í Bíó Paradís
Karlakór
Reykjavíkur held-
ur ferna aðventu-
tónleika í Hall-
grímskirkju um
helgina, tvenna
hvorn daginn, kl.
17 og 20. Sveinn
Dúa Hjörleifsson
tenór syngur ein-
söng og félagar úr Drengjakór
Reykjavíkur syngja með kórnum en
stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson.
Miðasala fer fram á vef kórsins, kkor.-
is, og fyrir tónleika í Hallgrímskirkju.
Karlakór Reykjavík-
ur í Hallgrímskirkju
Hugbúnaðarhúsið Fancy Pants
Global hefur gefið út tölvuleikinn
Maximus Musicus fyrir iPhone,
iPad og iPod Touch. Leikurinn er
byggður á vinsælum barnabókum
Hallfríðar Ólafsdóttur og Þórarins
Más Baldurssonar
um forvitnu og tón-
elsku músina Max-
ímús Músíkús
þar sem hún
fræðist um
heim tónlistar-
innar og hljóð-
færanna.
Leikjavænn Maxímús
Músíkús fer víða
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Úrkomulítið og fer hægt hlýnandi. Norðaustan 3-8 og él nyrðra
seinni partinn.
Á sunnudag og mánudag Norðlæg átt, 3-10 m/s, hvassast austast. Skýjað með köflum
og dálítil él norðaustanlands, en yfirleitt bjart syðra. Hiti 0 til 5 stig á annesjum vest-
anlands, en annars 0 til 12 stiga frost, kaldast inn til landsins.
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylf-
ingur úr GKG, verður í eldlínunni á
lokastigi úrtökumótsins fyrir Evr-
ópumótaröðina næstu daga. Birgir á
teig klukkan 10:25 í dag en leikið
verður á tveimur völlum í Katalóníu
þar sem 157 kylfingar berjast um 30
sæti á mótaröðinni. Morgunblaðið er
með fréttaskýringu um hvað felst í
þátttöku á úrtökumótinu. »2
Lokastig úrtökumótsins
hefst hjá Birgi í dag
Úrvalsdeildarliðin Haukar,
Fjölnir og Grindavík tryggðu
sér í gærkvöldi sæti í 8 liða
úrslitum Powerade-bikar-
keppninnar í körfuknattleik
karla. Hamar og KR gerðu
slíkt hið sama í kvenna-
flokki. Auk þess verður 1.
deildarliðið Laugdælir í
pottinum þegar dregið
verður en liðið vann Ármann
í 16 liða úrslitunum í gær-
kvöldi, 102:82. » 1
Fjölnir sló ÍR út úr
bikarkeppninni
Aron Pálmarsson hefur ekki áhyggjur
af stöðu mála hjá liði sínu í
þýska handboltanum, Kiel,
þó að það hafi tapað
þremur leikjum und-
anfarið. „Ég hef
engar áhyggjur
af okkar stöðu
og ég reikna
með því við
verðum
komnir á
toppinn fljót-
lega eftir
áramót,“
sagði Aron í
viðtali við
Morgunblaðið.
»3
Verðum komnir á topp-
inn fljótt eftir áramót
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Ef kettir væru trúaðir myndu þeir
minnast Kattavinafélags Íslands í
bænum sínum. Þeir eru ótaldir, bæði
rosknir og ráðsettir en ekki síst
kettlingar sem fengið hafa húsaskjól
í Kattholti þau 19 ár sem heimilið
fyrir yfirgefna eða týnda ketti hefur
starfað í Reykjavík. Einnig er þar
starfrækt gæsla á heimilisköttum
sem fá trausta en ódýra hótelvist á
meðan eigandinn er í burtu.
Jólabasar Kattholts verður um
helgina í Stangarhyl 2 á milli kl. 11
og 16 í dag og á morgun verður bas-
arinn opinn kl. 13-17. Í dag verður
auk þess „opið hús fyrir fólk sem vill
ættleiða yndislegar kisur“, eins og
segir á heimasíðu heimilisins. Kaffi
og vöfflur verða seldar á staðnum og
allur ágóði rennur til Kattholts. Sig-
ríður Heiðberg, formaður Katta-
vinafélagsins, segist vona að margir
mæti enda hægt að gera góð kaup á
hvers kyns varningi sem velunnarar
hafa gefið, merkispjöldum, skrauti,
kertum, styttum, úrum og geisla-
diskum svo að eitthvað sé nefnt.
Hreinlæti og mikið kjass
Oft eru um 100 kettir á staðnum
og mikið verk að halda öllu hreinu,
fóðra, kjassa og hugga. Elín Krist-
jánsdóttir er eini starfsmaðurinn í
fullu starfi, en fyrir hádegi koma
tvær konur sem gera hreint og
fóðra. Ein kemur auk þess eftir há-
degið svo að ávallt er snyrtilegt á
staðnum.
Nokkrir áhuga-
samir gestir eru í
heimsókn þegar blaða-
mann ber að garði, þeir
velta fyrir sér hver sé
heppilegastur til að
verða sáttur og
malandi fjölskyldu-
köttur. En hvað þarf að
borga?
„Ekkert en fólk verður hins vegar
að greiða fyrir örmerkingu og orma-
hreinsun og högnar eru geltir, þetta
kostar alls 13 þúsund krónur,“ segir
Elín.
Mikið er hringt í Kattholt og
þangað berst líka fjöldi tölvupósta.
Nýlega sendi þakklátur við-
skiptavinur, Ugla, póst með mynd-
um af sér og lýsti reynslu sinni af því
að ættleiða unga konu.
„Um leið og hún steig inn í her-
bergið vissi ég að þarna var góð
manneskja á ferð og linnti ég ekki
látum fyrr en hún var komin að
búrinu mínu og gaf henni stórt knús
þegar búrið var opnað. Ég var sko
búin að ákveða að ég vildi eiga heima
hjá þessari, hún fékk engu um það
ráðið!“
En má kisa ættleiða konu?
Kattholt er fyr-
ir þá sem hvergi
eiga höfði að halla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Krýnd Elín Kristjánsdóttir, starfsmaður Kattholts í Stangarhyl, með nafnlausa læðu sem fékk heiðurstitilinn Kisa
desembermánaðar. Til greina kom að hún fengi nafnið Bangsa sem gæti gert Bangsímon gamla dálítið hissa.
Silfraði skógarkötturinn Silfri átti
erfiða ævi hjá eigendum sínum áð-
ur en hann fékk hæli í Kattholti.
Hann fékk aldrei að vera inni, í tvö
ár var hann látinn vera úti, dag og
nótt, oft í frosti og kulda en
hafði búr til að liggja í.
Eldri kona í grenndinni
gaf honum að vísu að
éta en eigendurnir
sinntu ekkert gælu-
dýrinu sínu.
Silfri er sjálfstæður en ósköp
blíður og mjög hreinlátur. En hann
var subbulegur þegar Elín fékk
hann í hendurnar, raka varð allt
hár af skottinu til að fjarlægja
klepra. Hann var einu sinni sendur
á heimili manns sem fékk hann til
reynslu. En Silfri var fljótur að sjá
að þarna yrði hann aldrei ánægður
og tjáði þá skoðun sína með skýr-
um hætti: Hann gerði stykki sín í
rúm húsbóndans! Silfra var skilað.
Skilaboð á sængina
SKÓGARKÖTTURINN SILFRI VEIT ALLTAF HVAÐ HANN VILL