Morgunblaðið - 13.12.2010, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Vegna endurnýjunar á búnaði skjávélahapp-
drættis Gullnámunnar er hætt að greiða út
vinninga í hundraðkrónupeningum. Happ-
drætti Háskóla Íslands skilar þess vegna 30 til
40 milljónum króna í mynt til Landsbankans.
Happdrætti Háskóla Íslands er að endurnýja
happdrættisvélar Gullnámunnar sem eru í
spilasölum og á vínveitingastöðum víðsvegar
um landið. Búið er að skipta út 190 elstu vél-
unum en alls er Gullnáman með 470 vélar.
Bryndís Hrafnkelsdóttir forstjóri segir að leigð
hafi verið ný kynslóð happdrættisvéla. Hægt sé
að velja um 5-6 leiki á hverri vél, suma í þrí-
vídd. Vélarnar bjóða upp á lausnir sem stuðla
að ábyrgri spilahegðun en Bryndís segir að
ekki hafi verið ákveðið hvenær þær verði inn-
leiddar. Nýtt tölukerfi hefur verið tekið í notk-
un fyrir allar vélarnar, gamlar sem nýjar.
Mesta breytingin fyrir þá sem sjá um spila-
kassana er að losna við myntina. Nú er öllum
vinningum úthlutað á miðum sem kassinn
prentar út. Notandinn getur notað vinninginn
til að halda áfram að spila eða fengið hann
greiddan út hjá gjaldkera staðarins eða á skrif-
stofu Happdrættisins.
Áður skiluðu spilakassarnir stórum hluta
vinninga í hundraðkrónapeningum með til-
heyrandi hljóðum. Notendurnir þurftu að bera
þá út í úttroðnum vösum eða plastpokum og
nota í viðskiptum eða leggja inn í banka.
Starfsmenn Happdrættisins voru í stöðugum
förum með fötur fullar af mynt til að fylla á
vélarnar. „Þetta er hagkvæmara fyrir okkur
og rekstraraðila spilasala og þægilegra fyrir
spilarana,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, for-
stjóri HHÍ. helgi@mbl.is
Allri myntinni skilað í banka
Nýjar happdrættisvélar Gullnámunnar greiða út vinninga í miðum
30 til 40 milljónir af hundraðkrónupeningum teknar úr umferð og skilað
Morgunblaðið/Kristinn
Happdrætti Nýir spilakassar Gullnámunnar
bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari leiki.
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Ákveðið hefur verið að hið nýja innan-
ríkisráðuneyti verði til húsa við Sölv-
hólsgötu og að velferðarráðuneytið
verði í Hafnarhúsinu. Þessi ráðuneyti
taka formlega til starfa um áramót en
reiknað er með að það taki nokkra
mánuði að ljúka öllum flutningum
sem af sameiningunni hljótast. Stefnt
er að því að kostnaður við flutningana
rúmist innan fjárheimilda ráðuneyt-
anna og að ekki þurfi að sækja um
aukafjárveitingu vegna flutninganna.
Ein af forsendum þess að hægt
verði að sameina ráðuneytin er að
starfsmenn þessara nýju ráðuneyta
starfi undir sama þaki.
Innanríkisráðuneytið verður til
með sameiningu samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðuneytis, sem nú er í
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, og
dóms- og mannréttindaráðuneytis,
sem er til húsa í Skuggasundi.
Gert er ráð fyrir að innanríkisráðu-
neytið verði til húsa við Sölvhólsgötu
7 þar sem nú er Fjársýsla ríkisins í
meginhluta hússins og efnahags- og
viðskiptaráðuneytið í hluta. Þetta
húsnæði er talið henta þeim fjölda
starfsmanna sem verða í innanríkis-
ráðuneytinu.
Velferðarráðuneytið verður til með
sameiningu félags- og tryggingaráðu-
neytisins, sem er í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu, og heilbrigðisráðuneyt-
isins, sem flutti í húsnæði við Veg-
múla fyrir sex árum. Hið nýja velferð-
arráðuneyti verður í Hafnarhúsinu
þar sem félagsmálaráðuneytið og
samgönguráðuneytið eru í dag.
Fjársýsla ríkisins mun fara upp í
Vegmúla í húsnæði heilbrigðisráðu-
neytisins. Ákveðið hefur verið að aug-
lýsa eftir nýju húsnæði undir Vinnu-
málastofnun sem er nú í
Hafnarhúsinu og á fleiri stöðum.
Reyna að lágmarka kostnað
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu-
neytisstjóri í forsætisráðuneytinu,
segir að stefnt sé að því að halda
kostnaði við flutninga í lágmarki og
húsbúnaður verði ekki fluttur á milli
húsa þó að starfsmenn flytji sig. Ekki
sé gert ráð fyrir því að sótt verði um
aukafjárveitingu heldur eigi kostnað-
urinn að rúmast innan fjárheimilda
ráðuneytanna.
Samkvæmt lögum um sameiningu
ráðuneytanna á að bjóða öllum núver-
andi starfsmönnum ráðuneytanna
áfram vinnu hjá nýju ráðuneytunum.
Skipulagi verður hins vegar breytt og
t.d. verður skrifstofustjórum fækkað.
Stórfelldir flutningar ráðuneyta
Tekur nokkra mánuði að flytja ráðuneytin milli húsa
Kostnaður við flutningana á að rúmast innan fjárheimilda Ný ráðuneyti verða til við sameiningu
Vegmúli 3
Skuggasund 3
Sölvhólsgata 7
Hafnarhúsið
Í dag: Samgöngu-
og sveitarstjórnar-
ráðuneyti
Í dag: Dóms- og
mannréttindaráðuneyti
Nýtt: Innanríkis-
ráðuneyti verður
við Sölvhólsgötu
(Sameinast)
(Sameinast)
Í dag: Heil-
brigðisráðuneyti
Í dag: Félags- og
tryggingaráðuneyti
Nýtt: Velferðar-
ráðuneyti verður
í Hafnarhúsinu
Staðsetning í dag Flutningar og/eða sameiningar
(Flytur)
Í dag: Efnahags- og
viðskiptaráðuneyti
Í dag: Fjár-
sýsla ríkisins
(F
ly
tu
r)
Í dag: Vinnu-
málastofnun
(Verið að leita
að húsnæði)
Nokkrir þing-
menn Vinstri
grænna hafa sl.
daga rætt hug-
myndir um að
gerðar verði enn
frekari breyt-
ingar á fjárlaga-
frumvarpi ríkis-
stjórnar. „Þetta
eru skoðanaskipti
og engar beinar tillögur eru komnar
fram,“ segir Atli Gíslason, þingmað-
ur flokksins í Suðurkjördæmi.
Verulegar breytingar urðu á fjár-
lagafrumvarpinu milli 1. og 2. um-
ræðu. Niðurskurður fjárveitinga
m.a. til heilbrigðisstofnana var mild-
aður en Atla þykir þó ekki nóg að
gert. Draga verði betur í land. Hann
vill og auka tekjur ríkissjóðs með
leigu aflaheimilda í helstu fiskteg-
undum sem geti jafnframt bætt
stöðu útgerða.
Atli segir afstöðu sína nú ekki
þurfa að koma á óvart. Hann hafi til
að mynda gert skýra grein fyrir hug-
myndum sínum þegar atkvæði voru
greidd um hvort fjárlagafrumvarpið
skyldi fara til þriðju umræðu. Hann
vill ekki gefa upp hvaða þingmenn
eru með honum í þessum bollalegg-
ingum. Minna má þó á að Lilja Mós-
esdóttir hefur lýst því yfir að hún
styðji ekki fjárlagafrumvarpið eins
og það lítur út núna.
Stjórnarflokkarnir á Alþingi hafa
35 þingmenn; VG 15 og Samfylkingin
20. Í liði stjórnarandstöðu eru 28, svo
að ef fjórir þingmenn úr stjórnarliði
hlaupast undan merkjum hefur
stjórnin ekki lengur meirihluta fyrir
fjárlagafrumvarpinu. sbs@mbl.is
Vilja breyta
fjárlaga-
frumvarpi
Miklar bollaleggingar
eru í þingflokki VG
Atli Gíslason
Jólaskógur Skógræktarfélags Reykjavíkur í Hjalladal í Heiðmörk var opn-
aður um helgina. Borgarstjórinn Jón Gnarr mætti með fjölskyldu sinni og
valdi sér tré til þess að setja upp heima hjá sér, en Jón hjó það sjálfur.
Kristján Bjarnason hjá Skógræktarfélaginu segir það vera hefð hjá mörg-
um fjölskyldum að velja sjálf sitt tré í Hjalladal og njóta um leið útiveru og
jólastemningar í Heiðmörkinni.
Morgunblaðið/Kristinn
Jólaskógur opnaður í Heiðmörkinni
Sýslumaðurinn í Keflavík hefur til-
kynnt lokun útibús síns í Grindavík
frá 1. mars nk. Íbúar þurfa að
rækja erindi sín á skrifstofu sýslu-
manns í Keflavík. Tveimur starfs-
mönnum embættisins hefur verið
sagt upp störfum, að því er fram
kemur á vef Grindavíkurbæjar.
Tveir starfsmenn Íslandspósts
missa vinnuna í janúar þegar póst-
húsinu verður lokað og afgreiðslan
færð í Landsbankann.
Tveimur vinnustöð-
um færra í Grindavík