Morgunblaðið - 13.12.2010, Síða 11
Vetur Snjóalög eru eitt af því sem einkennir veturinn á Akureyri.
þátt þannig að bókin er sannarlega
fjölskylduverkefni. Lena Margrét
var „tölvan“ hans Gísla eins og hann
segir. Sló inn textann og hafði tölvu-
samskipti við alla sem þurfti vegna
útgáfunnar. Bókin er tileinkuð Lenu
Margréti.
Edda Sólveig, dóttir Gísla og
Lenu Margrétar, markaðsstjóri
Bláa lónsins, var í Háskólanum á
Akureyri á sínum tíma og þekkir
bæinn því vel. Hún lagði sitt af
mörkum, ef svo má segja. „Edda
Sólveig var grimmur gagnrýnandi;
sá grimmasti reyndar!“ segir Gísli.
„Hún tætti bókina í sig þegar langt
var komið í ferlinu og lagði til ýmsar
breytingar. Það var sársaukafullt en
mjög skemmtilegt verkefni.“
Vert er að geta þess að Hjalti
Jón Sveinsson, skólameistari Verk-
menntaskólans á Akureyri, skrifar
formála að bókinni og Pétur Hall-
dórsson útvarpsmaður skrifar sögu-
legan texta og í þeim kafla eru birt-
ar myndir úr safni Hallgríms
Einarssonar, hins þekkta ljósmynd-
ara á árum áður, en þær eru nú
varðveittar á Minjasafninu á Akur-
eyri.
Önnur sýn Mynd sem Anna Fjóla tók úr lofti af kirkjugarðinum á Akureyri.
Skemmtilegt sjónarhorn sem Akureyringar sjá ekki oft sjálfir.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010
Jólakötturinn er kominn
á kreik.
Nú eru jól að nálgast,
nú á hann leik.
Hann skýtur upp stórri kryppu
og klærnar brýnir
kötturinn sá.
Þegar jólin færast nær hann nærsýnn
rýnir
og nefið rekur á kaf í íbúaskrá
og leitar að fórnarlömbum
með lúsakömbum,
að fólki því
sem fær ekki fötin ný
að fara í.
Enda er hann illa liðinn líka,
hjá landsins dætrum og sonum.
Þeir sem engum nýjum flíkum flíka
fá það hlutskipti að lenda í honum.
Jólakötturinn
EFTIR ÞÓRARIN ELDJÁRN
En hann er ekki allur
illur, köttur téður.
Nei, hann er ekki allur,
ekki allur þar sem hann er séður.
Fyrir því má færa rök
að hann sé almennt hafður
heldur betur fyrir rangri sök:
Hann vinnur á kvöldin við að flokka föt,
flikka upp á þau og stoppa í göt
og kemur þeim í notkun á ný
út um borg og bý.
Hann á
skrá
yfir þá
sem föt þurfa að fá.
Hann þekkir best
hvar þörfin er mest.
Íslensk fjöll Kærleikskúlan fyrir jólin 2010 er eftir Katrínu Sigurðardóttur.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
hefur gefið út Kærleikskúlu fyrir hver
jól frá því árið 2003. Kúlan er aldrei
eins og í hvert sinn er íslenskur lista-
maður fenginn til að hanna nýja kúlu.
Kærleikskúlan í ár er gerð af Katrínu
Sigurðardóttur en hún er með sýn-
ingu í Metropolitan safninu um þess-
ar mundir. Nýja kúlan hennar Katrín-
ar nefnist Fjarlægð og er sett
íslenskum fjöllum en þau eru dregin
upp af ljósmyndum sem Katrín tók
eða safnaði af íslenskum fjöllum á
árinu 2010.
Kærleikskúlan er seld í 15 daga í
desember og sölunni lýkur 18.desem-
ber. Tilgangurinn með sölu hennar er
að auðga líf fatlaðra barna og ung-
menna, en ágóðinn af sölunni rennur
til þess að efla starfsemi sumarbúð-
anna í Reykjadal.
Kærleikskúlan er afhent fyrirmynd
eða fyrirmyndum á ári hverju og
hlutu Bjöllukórinn og Valgerður Jóns-
dóttir stjórnandi hans Kærleikskúl-
una í ár. Margir af meðlimum Bjöllu-
kórsins hafa verið í sumarbúðunum í
Reykjadal.
Segja má að Kærleikskúlan sé
komin í útrás, því fyrsta kúlan kom út
í Færeyjum í fyrra og gefa þeir nú út
sína aðra kúlu.
Jólakötturinn og ljóð um hann
Félagið gefur einnig út óróa fyrir
hver jól þar sem íslensk jól eru í aðal-
hlutverki. Fyrri ár hafa nokkrir af ís-
lensku jólasveinunum verið settir í
stál en í ár varð jólakötturinn fyrir
valinu hjá hönnuðunum Snæfríði Þor-
steins og Hildigunni Gunnarsdóttur.
Þórarinn Eldjárn hefur ort nýtt kvæði
um kisa sem fylgir með óróanum.
khk@mbl.is
Jólaórói Íslensk jól eru í aðal-
hlutverki í óróanum.
Kærleikskúlan og jólakötturinn
©
20
10
Ot
ic
on
In
c.
Al
lR
ig
ht
sR
es
er
ve
d.
Pantaðu tíma í
heyrnarmælingu í síma
568 6880
og prófaðu Agil
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s
Komdu út úr skelinni...
...og njóttu þess að heyra með Agil heyrnartækjum
Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt?
Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn
þín sé farin að versna.
Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu.
Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi
minni en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni.
Ekki draga þig í hlé vegna heyrnarskerðingar. Komdu út úr skelinni og njóttu þess að heyra
eins vel og mögulegt er með Agil heyrnartækjum.
„Að geta heyrt tónlistina sína aftur eins
og hún á að hljóma er lítið kraftaverk
- ég heyri aftur söng fuglanna“
Bubbi Morthens
Útnefnt umboðsmann til að sinna
sínum málum á vefnum.
Þótt margir geti nýtt sér þjónustu á
vefnum er ekki hugmyndin að draga
úr þjónustu við þá sem ekki geta nýtt
sér vefinn. Það græða allir á rafrænni
þjónustu, líka þeir sem nota hana
ekki. Eftir því sem fleiri afgreiða sig
sjálfir því meiri tíma hefur starfsfólk
til þess að aðstoða þá, sem ekki geta
nýtt sér rafræna þjónustu,
Ef ég er búin(n) að týna veflyklinum?
Hafi veflykill glatast er auðvelt að
panta nýjan á skattur.is. Best er að
óska eftir að fá hann sendan í heima-
banka. Eins má fá hann í pósti á lög-
heimili.
Prófaðu, við hjálpum
Lífeyrisþegar eru hvattir til að prófa
rafrænu þjónustuna. Starfsfólk
Tryggingastofnunar og umboða um
land allt er til taks ef með þarf.
Eins eru þeir sem aðstoða lífeyris-
þega hvattir til að skoða kosti þess
að aðstoða þá rafrænt.
Tryggingastofnun ríkisins