Morgunblaðið - 13.12.2010, Side 15

Morgunblaðið - 13.12.2010, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010 Álfar Það var engu líkara en meðlimir Hjálparsveitar skáta væru álfar þar sem þeir stóðu með kyndla og blys uppi á Hamrinum í Hafnarfirði á Hamarskotshátíð sem haldin var í gær. Kristinn Þau átök sem nú standa yfir um stefnu í sjáv- arútvegsmálum snúast um það hvort Íslendingar ætli að nota samkeppni eða skipulag (áætlunarbú- skap) til að hámarka verð- mætasköpun í sjávar- útvegi. Viljum við treysta á framtak einstaklinga sem keppa hver við annan um nýtingu fiskveiðiauðlind- arinnar eða viljum við rík- isfyrirkomulag, þar sem stjórnmálamenn ákveða hver skuli framleiða hvað, með hvaða hætti, hvenær og fyrir hverja? Samkeppni er undirstaða vestrænnar verðmætasköpunar og jafnvel Kínverjar byggja sinn þjóðarhag á einstaklings- framtakinu. En hvernig getum við nýtt samkeppni við fiskveiðar og komist framhjá þeim augljósu annmörkum sem endurnýjanleg auðlind setur okkur? Er hægt að nota aðferðir samkeppni til að há- marka afrakstur af fiskveiðum? Leikreglur í sjávarútvegi Það er morgunljóst að óheft samkeppni gengur ekki upp, þar sem fiskistofnar yrðu ofnýttir með svokölluðum „ólymp- ískum“ veiðum. Setja þarf almennar leik- reglur (lög og reglugerðir) sem tryggja hagkvæma nýtingu auðlindarinnar til langs tíma litið. Hið opinbera tekur ákvörðun um hámarksafla, byggðan á ráð- leggingum vísindamanna (Hafrann- sóknastofnunin), þar sem vísindalegum aðferðum er beitt til að meta veiðiþol fiski- stofna. Með aflamarkskerfinu er nýtingarrétt- urinn falinn einstaklingum eða fyr- irtækjum með hlutfallslegri skiptingu. Það er síðan undir þeim sjálfum komið hvaða leiðir eru farnar til þess að hámarka verð- mætin úr aflahlutdeildinni. Eftirlit (Fiski- stofa) er nauðsynlegt til að koma í veg fyr- ir undanbrögð og frávik og einnig til að allir geti treyst að farið sé að reglum. Það að þörf sé á opinberu valdboði til að skapa skilyrði fyrir samkeppni sannar ekki yf- irburði skipulags yfir samkeppninni. Regl- urnar eru einmitt settar til að tryggja samkeppni, þannig að sjómenn séu ekki háðir duttlungum stjórnmálamanna. Skipulagið hins vegar gerir ráð fyrir að yfirvöld taki í auknum mæli þær ákvarð- anir sem einstaklingarnir gera í dag. Ríkið ákveður þá hverjir eigi að veiða og hve- nær. Hvaða veiðarfæri séu hagkvæmust, hvar skuli taka aflann og hvaðan skuli róið. Með fyrningarleið munu hand- hafar aflaheimilda verða undir hæl ráðamanna og háðir duttl- ungum, stefnum og straumum hverju sinni. Óvissa mun ein- kenna atvinnugreinina þar sem enginn veit hvað morg- undagurinn ber í skauti sér. Ákvarðanir markaðarins Trúir því einhver að sjáv- arútvegsráðherra geti með til- skipunum ákveðið hvort loðnuskip skuli landa í mjölvinnslu eða í frystingu til manneldis? Hvort klára eigi kvótann í mars eða dreifa veiðinni út fiskveiðiárið til að þjóna kaupendum á markaði? Hvort sjómaður eigi að róa frá Tálknafirði eða Bolungarvík? Hvort betra sé að veiða með krók eða dragnót eða hvort flytja eigi fisk- inn út frosinn eða ferskan? Hér er um svo flóknar ákvarðanir að ræða að ekkert yf- irvald getur tekið þær. Við höfum treyst einstaklingunum fyrir þeim og sett reglur sem tryggja að ákvörðun þeirra fari sam- an við hagsmuni eiganda auðlindarinnar, íslenska ríkisins. Þeir sem aðhyllast rík- isafskipti af sjávarútvegi hafa aldrei út- skýrt hvernig stilla eigi saman veiðar og þarfir markaðarins með fyrningarleið. Segja aðeins að gerðar verði „tilraunir“ með það. Frelsi eða ríkisafskipti Þó að samningaleiðin sem sáttarnefnd í sjávarútvegi samþykkti sé ekki fullkomin er hún miklu betri en fyrningarleiðin. Samningaleiðin gengur að vísu lengra í skipulagningu en nú er gert, en tryggir þó í grunninn hagkvæma samkeppni í veið- um. Íslendingar standa frammi fyrir vali um einkarekstur eða ríkisafskipti í mál- efnum sjávarútvegs og hvor leiðin sé lík- legri til hagsældar fyrir þjóðina. Eftir Gunnar Þórðarson » Viljum við treysta á framtak einstaklinga sem keppa hver við annan um nýtingu fiskveiði- auðlindarinnar eða viljum við ríkisfyrirkomulag? Gunnar Þórðarson Höfundur er rekstrarfræðingur með Ms í alþjóðlegum viðskiptum. Einkarekstur eða ríkisútgerð Fyrir tæplega tveimur árum ritaði ég grein í Morg- unblaðið undir fyr- irsögninni: „15 ára geta staðið sig betur í PISA-könnuninni.“ Mér er það sérstakt fagnaðarefni að sjá að sú er raunin eftir að niðurstöður al- þjóðlegu PISA- könnunarinnar (e. Programme for International Student Assessment) voru kynntar fyrr í vikunni. Ástæða þessara skrifa minna á sínum tíma var að menntaráð Reykja- víkurborgar hafði skipað að- gerðahóp PISA sem ætlað var að snúa vörn í sókn hvað varðaði þá þróun að íslenskir grunnskóla- nemendur væru sífellt að dragast aftur úr í alþjóðlegum sam- anburði. Fram til ársins 2009 hafði Ísland verið að dragast aft- ur úr í lesskilningi og árið 2006 var Ísland í 22.-23. sæti af 57 ríkj- um. Hins vegar á árinu 2009 snýst þróunin við og aðeins 10 lönd af 68 eru með marktækt betri frammistöðu en Ísland í les- skilningi í PISA 2009. Átta OECD-ríki af 33 hafa marktækt betri lesskilning. Þrír lands- hlutar taka mestum framförum; Austurland, Suðurland og síðast en ekki síst Reykjavík og ná- grenni. Það mælist marktækur munur á framförunum í Reykja- vík og nágrenni. Þess ber þó að geta að Ísland er að nálgast sinn fyrri árangur eða eins og hann var árið 2000. Markvisst stefnt að betri árangri Menntaráð Reykjavíkurborgar skipaði aðgerðahóp til að reyna að snúa þessari þróun við. Hlut- verk hópsins er tvíþætt. Annars vegar þarf að vinna með viðhorf til PISA-kannana með það fyrir augum að snúa vörn í sókn á árinu sem PISA var framkvæmt, þ.e. 2009. Hins vegar var að- gerðahópnum ætlað að horfa til framtíðar með það í huga að bæta árangur grunnskólanemenda á næstu árum og áratugum í al- þjóðlegum könnunum. Áður en farið var af stað í þennan leið- angur var leitað eft- ir víðtæku sam- starfi við fagaðila, foreldra og nem- endur. Eitt var víst að kynna þyrfti þessa könnun betur fyrir öllum þessum aðilum. Fagaðilar Menntaráð skip- aði aðgerðahópinn þannig að þar væru fulltrúar kennara og skólastjórnenda. Auk þess var mikið samstarf við Námsmatsstofnun og Kenn- araháskóla Íslands. Með því að stuðla að samvinnu allra þessara fagaðila voru leiðirnar að mark- miðinu skýrðar. Námsmats- stofnun hefur haldið mjög vel ut- an um þessa rannsókn fyrir Íslands hönd og aðstoðaði að- gerðahópinn ómetanlega í allri hans vinnu. Náið samstarf við fagkennara er einkar brýnt og því voru haldnir fundir hjá menntasviði Reykjavíkurborgar. Fundirnir voru vel sóttir og framlag fagkennara afar mik- ilvægt. Foreldrar og SAMFOK Alþjóðlegar og innlendar rann- sóknir hafa sýnt að áhugi for- eldra á námi barna sinna skýri einna best góðan árangur þeirra í námi. Þess vegna var það ljóst að það þyrfti að kynna könnunina betur fyrir foreldrum. Mennta- svið Reykjavíkurborgar stóð fyr- ir talsverðu kynningarstarfi í samstarfi við grunnskóla Reykja- víkurborgar, sem fólst einkum í því að kynna PISA-könnunina milliliðalaust fyrir foreldrum. Samtök foreldra grunnskóla- barna í Reykjavík (SAMFOK) áttu sinn fulltrúa í aðgerðahópn- um. Samstarf við þessi hags- munasamtök hefur ætíð verið gagnlegt og er ég sannfærð um að öflugt SAMFOK skilar sér í betra skólastarfi hjá Reykjavík- urborg. Reykvískir grunnskólanem- endur Aðgerðahópurinn var búinn að kynna sér vel rannsóknir Almars M. Halldórssonar hjá Náms- matsstofnun um að íslenskir grunnskólanemar leggja sig ekki eins mikið fram í PISA- könnuninni og í samræmdum prófum. Ljóst er að fyrir þessu kunna að vera ýmsar ástæður, t.a.m. er sú augljósasta að ein- staklingsárangur er ekki kynntur heldur aðeins árangur fyrir skóla, borgir og lönd. Menntaráð fór í umfangsmikla kynningu á PISA fyrir grunnskólanem- endum í Reykjavík og lagði mikla áherslu að ef þau myndu hrein- lega leggja sig aðeins betur fram myndi það strax skila árangri. Ólafur Stefánsson handknatt- leiksmaður gekk til liðs við að- gerðahópinn og hvatti krakkana sérstaklega til þess að leggja harðar að sér. Almar hafði til að mynda kynnt fyrir aðgerðahópn- um að ef íslenskir grunn- skólanemar legðu sig jafn vel fram í PISA og í samræmdum prófum þá yrði árangur þeirra í PISA, að öllu öðru óbreyttu, um- talsvert betri í öllum náms- greinum. Þannig að í stað þess að grunnskólanemar 21 ríkis væru betri í lesskilningi en þeir ís- lensku þá væru þau 15. Ánægju- legt er að greina frá því að aðeins 10 ríki standa framar en Ísland í lesskilningi. Íslandi ber að vera í fremsta flokki Samkeppnisfærni þjóða bygg- ist meðal annars á mennt- unarstigi þeirra. Á Íslandi hefur síðasti áratugur einkennst af stórsókn í öllu menntakerfinu. Mikil framþróun hefur orðið í öllu starfi leikskóla, grunnskólar hafa verið einsetnir og fjöl- breytni háskólanáms hefur auk- ist til muna. Allar þessar fram- farir eru fjárfesting til framtíðar og munu styrkja stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og bæta sam- keppnisstöðuna. Sú vinna sem framundan er hjá aðgerðahópn- um er mikilvæg og vænti ég mik- ils af henni. Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur Lilja Dögg Alfreðsdóttir PISA 2009 - Úr vörn í sókn » Á Íslandi hefur síðasti áratugur einkennst af stórsókn í öllu menntakerfinu. Höfundur starfar hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og er fv. formaður aðgerðahóps Pisa og fv. varaformaður menntaráðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.