Morgunblaðið - 13.12.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.12.2010, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN Afmæli MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010 Fyrir stuttu kom fram í Silfri Eg- ils erlendur sér- fræðingur í gjaldmiðlum, sem hafði meðal annars tekið þátt í því að búa til og skapa evr- una. Hann kom með frumlega tillögu, sem vert er að hlusta á og útfæra eins og greinarhöfundur gerir hér á eftir. Þetta er leið greinarhöfundar. Skapar borginni fé. Margir eða all- ir fá atvinnu. Þessi erlendi sér- fræðingur lagði til í stuttu máli að hér á landi kæmi ný króna sem annar sterkari gjaldmiðill en okk- ar veika og valta króna og til við- bótar henni. Allt stæði fast í dag og ekkert væri hægt að gera og framkvæma vegna skorts á hæfum og tryggum gjaldmiðli. Okkur vantaði meira fé. Hann lagði til, svona til að opna umræðuna, að Reykjavíkurborg gæfi út sína eig- in og nýja krónu. Þetta er vel hægt. Reykjavíkurborg gæfi út og seldi „spariskírteini borgarinnar“. Ríkið gaf út og seldi spariskírteini ríkissjóðs á sínum tíma. Þetta gekk vel og keyptu margir spari- skírteini ríkissjóðs. Var vinsæll sparnaður. Nú væru „spariskírteini borg- arinnar“ vel tryggð með ábyrgð borgarsjóðs Reykjavíkurborgar. Einnig mætti bæta við þeirri tryggingu, að greiða mætti skatta og útsvar með þessum spari- skírteinum, svo og hita og raf- magn. Þessi spariskírteini borg- arinnar væru miklu betur tryggð en bankainnstæður, enda trúa menn ekki bönkunum lengur eftir það sem á undan er gengið. Á þessum „spariskírteinum borg- arinnar“ væru heldur hærri vextir en bankarnir bjóða og greiddu á hverjum tíma. Fólk myndi græða á því að fá hærri vexti en bankarnir borga. Nú er bara að skella sér í þetta. Borgin myndi bjóða almenningi þessi „spariskírteini borgarinnar“ til kaups. Byrja rólega og láta þess getið að þetta fé myndi borg- in nota til að auka atvinnu og bæta kjör verr settra. Nú er það borgarinnar að fylla allt af framkvæmdapeningum hjá sér með sölu spariskírteina borg- arinnar. Allt fullt af peningum. LÚÐVÍK GIZURARSON, hæstaréttarlögmaður. Spariskírteini Reykjavíkurborgar Frá Lúðvík Gizurarsyni Lúðvík Gizurarson Eyvindur Pétur Ei- ríksson – faðir minn, strákur, töffari, bylt- ingarsinni, sjómaður, kennari, fræðimaður, fróðurmaður, lektor, afi, Vestfirðingagoði, rithöfundur og skáld – er sjötíu og fimm ára í dag. Hann vann hefð- bundna vinnu fram yf- ir fimmtugsaldur, en tók svo stóra stökkið og gerðist rithöfund- ur. Hann var reyndar búinn að skrifa og skálda allt sitt líf, gaf út sína fyrstu bók „Hvenær“ 1974 og þar næst „Hvaðan – Þaðan“ 1978, ljóðabækur sem ég lærði utan að sem barn og man betur en flest sem ég hef síðar lært. Sumt meira en annað: „Þú ráfar um húsið og reynir að vera til í rigningu haustsins og festir ei hendur við neitt. Andvaka hugur þinn sækir á sokkin mið, Sumar og vetur renna og hverfa í eitt.“ (Hvenær s. 36) „Pabbi, matur! Sonur minn. Hvernig heldurðu að ég geti unnið mér sess í bókmenntasögunni ef alltaf er verið að trufla mig?“ (Hvaðan – Þaðan s. 82) Hann skrifaði sig þó varanlega inn í bókmenntasöguna með „Múkkinn“ 1988, sem er vafalítið frumlegasta sjómannasaga sögunnar og „Landið handan fjarskans“ 1997 sem hann fékk Laxnessverðlaunin fyrir. Fulla yfirsýn yfir verk höfundar og afreka- skrá er m.a. að finna á „Bókmennta- vefurinn“ og á „Bókmenntir.is. Hann er ekki í miklu uppáhaldi hjá hefðbundnum gagnrýnendum, né þeir hjá honum. Þó gerir vart við sig vaxandi skilningur á sérstæðu lífsviðhorfi mannsins og viðurkenn- ing á hæfni hans til að koma því til skila með sérkennilegum stíl, þétt- ofnum framandi orðum og auðugu málfari. „Engin rétt þula til! En þessi má vel vera sú, sem þú átt einn, sú sem er hverjum manni nauðsyn, ef hann vill ekki vera manntætlur einar. Ger- ir hann að manneskju. Og hver sá sem þröngvar sinni þulu um eyra annars, hann skemmir þar við bæði heyrn og hlust. Og hver sá sem reyn- ir að læra annars manns þulu, hann ruglast á lífi og geði. Og hverjum er hollast að lifa sína þulu, manni, gengli, ármanni og vætti, safna henni í sarpinn sinn, svo sem rjúpa laufi sínu. Sá sem hefur lært hana til loka, fái hann frið til þess, hann get- ur dáið hverjum þeim drottni eða draug sem honum sýnist, Guði, Gas- pod, Jehóva, Júmala, Deusi, Þeosi, Þór eða Alexíusi afa, sýnist honum svo. Svo nú skalt þú bara hlýða á þinn hollæk og hlusta eftir rödd bróður þíns dauða í bárunni og gol- unni í sinugresinu.“ (Þar sem blómið vex og vatnið fellur, s. 352) Hann er rithöfundur frumlegur, já sérstakur. Hann notar ekki þekktar klisjur eða frasa, notar eigin klisjur. Fer ekki meðalveginn, heldur ekki beinu brautina, hefur aldrei gert. Fer eigin leiðir, sína leið. Er ekki mikið fyrir mála- miðlun. Gefur ekki eft- ir mikilvæg mál og gefur lítið fyrir dæg- urmál. Um fjöregg þjóðarinnar: „Þeir koma úr djúpu kafinu og geta ekki aðlagast, úttútnir af þrýstingnum, sem kemur að innan og ekkert heldur á móti í þessum framandi heimi og augun eru blöðrur á stilk- um og maginn kemur öfugur og tæmdur út í gegnum kjaftinn og stendur eins og þaninn smokkur fram á milli skoltanna. Það er eins og hann geti snúið uppblásnum augun- um í allar áttir en hann sér ekkert og nær ekki andanum.“ (Múkkinn s. 61) Hann er handlaginn og meistari í að gera við reiðhjól, allar heimsins gerðir og gjarðir. Hann gerði líka við eigin bifreiðar, meðan hann átti slík- ar. Hann fann upp „waterrafting“ og við fórum saman niður helstu ár landsins á litlum gúmmíbát. Og svo drukkum við heitt te með sykri. Síð- an eru liðin mörg ár. „Vinur þá var annar dagur er við sátum undir galtanum í ljósaskiptunum og ágúströkkrið þéttist hægt hægt en áþreifanlega í kringum okkur og sögðum sögur sem við höfðum lesið fyrst en að lokum alltaf draugasögur kannski var þetta bara lön en minni ungs manns er á flökti og hvers vegna þar að leggja á minnið þar sem allt er hér.“ (Hvaðan – Þaðan s. 70) Til hamingju með daginn þinn, pabbi. Eiríkur Guðmundur Eyvindsson (Eiki). Fyrir um tuttugu árum kynnt- umst við honum, manninum sem minnti á indíána, bæði í útliti og klæðaburði, en gæti alveg eins verið samískur seiðmaður. Rithöfundur og málfræðingur með ákveðnar skoðan- ir á hlutunum, aldrei logn í kringum Eyvind. Eyvindur P. Eiríksson er 75 ára í dag og af því tilefni birtist þessi greinarstúfur honum til heiðurs. Leiðir okkar lágu saman í gegnum Ásatrúarfélagið þar sem hann gerð- ist fljótlega goði fyrir Vestfirðinga, ættbálkinn sinn. Honum var á sínum tíma boðin staða allsherjargoða en hann hafnaði henni. Það lýsir ágæt- lega hógværðinni sem einkennir Strandamanninn góða. Eyvindur fer sínar eigin leiðir og er ekki með framapot. Hann segir það sem hon- um finnst og fær auðvitað oft bágt fyrir. Það er ómetanlegt að hafa fræði- mann í íslenskum fræðum í fremstu röðum Ásatrúarfélagsins, og aldrei hefur hann legið á liði sínu, að sjálf- sögðu alltaf án endurgjalds. Les- hringir um Eddukvæði, sem hann stjórnaði af mikilli kunnáttu, voru einstaklega fræðandi og skemmti- legir, og urðu til þess að við báðum hann að skrifa formála að útgáfu Ásatrúarfélagsins af Hávamálum og taka saman skýringar. Að sjálfsögðu tók hann vel í það og gekk strax í verkið. Í handriti kom berlega fram van- þóknun hans á því geistlega yfirvaldi sem hefur átt að leggja okkur lífs- reglurnar frá siðaskiptum. Þá upp- hófst reiptog þar sem við reyndum að milda textann og hann hafði það á orði að búið væri að draga úr sér all- ar tennur og klær þegar nokkurs konar sættir náðust að lokum. En eftir stendur undirstöðurit, hin fyrsta útgáfa hinna fornu Hávamála sem nálgast viðfangsefnið á trúar- legum og siðrænum forsendum. Akademíkerinn Eyvindur er að sjálfsögðu á heimavelli í textafræði og málvísindum, en hér fetar magist- erinn í humátt á eftir goðanum. Hann finnur til með lítilmagnanum er skarpgreindur, hjálplegur og samkvæmur sjálfum sér. Eyvindur hefur mjög pólitískar skoðanir á mörgum hlutum og stendur fast á sínu. Sagnfræðingar framtíðarinnar munu eflaust gera honum góð skil; sjómanninum, rithöfundinum, fræði- manninum, kennaranum og goðan- um, það er af nógu að taka. Framlag hans til fagurbókmennta væri eitt og sér til að halda nafni hans á lofti með fullri sæmd. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1974 og eftir það hefur hann verið eljumaður á akri ritlista og spannar höfundaverkið fjölbreytt svið allt frá unglingabókum (sem í bókadómum fá sérstakt hrós fyrir að tala ekki niður til lesenda) yfir í ep- ísk stórvirki og má þar nefna bókina „Landið handan fjarskans“ sem hlaut bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og var einnig tilnefnd til Hinna íslensku bókmenntaverð- launa. Vinur okkar er nú í Noregi með- sinni heittelskuðu Gro Tove, sem hann orti svo fallega um í síðustu ljóðabók sinni Varstu? Við hækkandi sól – á þrítugasta og níunda ári eftir fæðingu konunnar minnar – Við hittumst tveir hvítir skuggar í tæru vatninu milli fells og skógar lögðum á leiðina fram sömu leið veginn úr austri og veginn úr vestri skamman veg lífsins langan veg lífsins og nú þekkjum við lífið á veginum en við þekkjum ekki leiðina veginn framundan. Gro Tove Þegar sólin skín — þá er sól Þegar regnið streymir — þá er ekki sól En þú? — Ert. Hvað er hægt að segja meira? Með eftirfarandi erindi úr Háva- málum, sem okkur finnst lýsa hugs- un þinni, hógværð og virðingu fyrir samferðafólki, óskum við þér og þín- um allra heilla. Ríki sitt skyli ráðsnotra hver í hófi hafa. Þá hann það finnur er með fræknum kemur að engi er einna hvatastur. Egill Brynjar Baldursson og Hilmar Örn Hilmarsson. Eyvindur Pétur Eiríksson Það er eindregin krafa eldri borgara, að núna þegar farið verður að semja um kaup og kjör, verði bætur til lífeyrisþega hækkaðar til sam- ræmis við aðrar launahækkanir. Við viljum benda á að engar hækkanir á greiðslum eða bótum hafa hækkað síðan gefin var út reglugerð, undirrituð af núverandi forsætisráðherra og þáverandi fé- lags- og tryggingamálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem þá kenndi sig við norræna velferð, í desember 2008. Það eina sem gerst hefur er að tekjutengingar og skerðingar hafa verið auknar. Það gengur alls ekki að lífeyrir aldraðra verði frystur eins og gert er ráð fyrir í frv. ríkisstjórn- arinnar um ráðstafanir í ríkisfjár- málum. Síðan þarf að tryggja að aldr- aðir fái sömu hækkun og launþeg- ar semja um. Gylfi Arnbjörnsson hefur lýst því yfir að lífeyrir aldr- aðra þurfi að hækka og að hann eigi að fylgja kaupgjaldi. Landssamband eldri borgara krefst þess að ASÍ gæti hagsmuna aldraðra í komandi kjarasamn- ingum og standi við orð sín. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum er gert ráð fyrir, að engin hækkun verði á lífeyri aldraðra og öryrkja á árinu 2011 þrátt fyrir fyrirsjáan- legar hækkanir á verðlagi. Áætlað er að verðlag muni hækka um 3,5% á árinu og samkvæmt því ættu bætur aldraðra og öryrkja að hækka um 2,7 millj- arða. Lagt er til í frum- varpi ríkisstjórn- arinnar að kjör aldr- aðra og öryrkja verði skert um þessa fjár- hæð og bætur verði óbreyttar á árinu 2011. Þannig gerir rík- isstjórnin nýja atlögu að kjörum aldraðra og öryrkja. Áður hefur ríkisstjórnin skert kjör þessa hóps verulega beint og óbeint. Láglaunafólk hefur fengið 16% kauphækkun frá ársbyrjun 2009 en lífeyrir eftirlaunaþega hef- ur ekkert hækkað til samræmis. Og nú á enn að höggva í sama knérunn. Verkalýðshreyfingin er að fara að gera nýja kjarasamninga og þá munu laun hækka meira á almenn- um vinnumarkaði. Ríkisstjórnin virðist ætla að halda launum lífeyrisþega niðri á sama tíma og laun annarra í þjóð- félaginu hækka. Þetta er argasta misrétti og sennilega brot á stjórnarskránni. Við eldri borgarar segjum að nú sé nóg komið og vel það. Eftir Helga K. Hjálmsson » Þegar farið verður að semja um kaup og kjör á vinnumark- aðnum verði bætur til lífeyrisþega hækkaðar til samræmis við aðrar launahækkanir. Helgi K. Hjálmsson Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður Landssamb. eldri borgara. Eldriborgarar krefjast leiðrétt- inga, án tafar, á kjörum sínum Bréf til blaðsins Ómar og Sveinn Rúnar unnu minningarmótið Ómar Olgeirsson og Sveinn Rúnar Eiríksson unnu minningarmótið um Kristján Örn Kristjánsson sem fram fór sl. laugardag á afmælisdegi Kristjáns. Þátttakan var mjög góð eða liðlega 40 pör og spiluð voru 44 spil. Ómar Olgeirss. - Sveinn R. Eiríkss. 60% Hjálmt. Baldurs. - Hermann Friðriks. 59,3% Ísak Örn Sigurðss. - Helgi Sigurðss. 59,2% Hrólfur Hjaltason - Friðjón Þórhallss.58,7% Gabríel Gíslason - Sigfús Örn Árnas.57% Garðar Garðarss. - Gunnl. Sævarss. 55,3% Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 10. desember var spilað á 15 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Katarínus Jónsson – Oddur Jónsson 361 Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimars 356 Stígur Herlufsen – Sigurður Herlufsen 345 Rafn Kristjánss. – Magnús Halldórsson 344 A/V Ásgeir Sölvason – Einar Markúss. 367 Kristján Þorlákss. – Haukur Guðmss. 355 Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónsson 351 Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðsson 346 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Síðasta spilakvöld hjá okkur fyrir jól var föstudaginn 10/12. Spilað var á 11 borðum Hæsta skor kvöldsins í N/S: Sveinn Sveinss. - Gunnar Guðmundss. 261 Unnar A. Guðmss. - Garðar V. Jónss. 257 Oddur Hanness. - Árni Hanness. 240 Austur/Vestur Björn Arnarss. - Baldur Bjartmarss. 290 Kristín Andrews - Jón Þ. Karlsson 289 Ólöf Ingvarsdóttir - Sigrún Andrews 266 Við byrjum aftur að spila á næsta ári sunnudaginn 9/1 2011. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.