Morgunblaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010
✝ IngibjörgIngvarsdóttir
fæddist í Hafnarfirði
21. febrúar 1931.
Hún lést á heimili
sínu 5. desember
2010. Ingibjörg var
dóttir hjónanna
Ingvars Gunn-
arssonar, kennara í
Hafnarfirði, f. 4.11.
1886, d. 23.10. 1961,
og Margrétar
Bjarnadóttur hús-
freyju, f. 10.11. 1892,
d. 17.10. 1983, en
þeirra börn önnur voru, Kristín, f.
25.6. 1922, d. 16.1. 1991, Gunnar,
f. 28.8. 1924, d. 11.8. 1998, og
Árni, f. 23.11. 1926.
Ingibjörg giftist Halldóri Jó-
hannssyni lækni árið 1954 og
eignuðust þau fjögur börn, Mar-
gréti Halldórsdóttur sálfræðing,
f. 20.6. 1955, gift Marinó Krist-
inssyni, f. 6.11. 1955, Stefaníu
Halldórsdóttur dýralækni, f. 18.8.
1956, gift Lars
Meyer-Myklestad, f.
22.2. 1955, Höllu
Halldórsdóttur
lækni, f. 10.1. 1964,
gift Einari Páli Indr-
iðasyni, f. 8.5. 1963,
og Jóhann Hall-
dórsson lögfræðing,
f. 24.2. 1968, kvænt-
ur Valgerði Margréti
Backman, f. 11.3.
1967. Barnabörn
Ingibjargar og Hall-
dórs eru 11.
Ingibjörg ólst upp
í Hafnarfirði og lauk versl-
unarprófi frá Verslunarskóla Ís-
lands 1950. Ingibjörg vann margs
konar störf í verslun og þjónustu
en síðstu tvo áratugi starfsævi
sinnar vann hún við bókhald hjá
Garðabæ.
Ingibjörg verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13.
desember 2010, og hefst athöfnin
kl. 13.
Ingibjörg tengdamóðir mín var
mikil heiðurskona, glæsileg og full af
reisn og vinsemd. Hún tók mér opn-
um örmum þegar ég kynntist Höllu
1988 og bauð mig velkominn í fjöl-
skyldu sína. Ég var fljótur að kunna
að meta allt það sem hún gerði fyrir
mig sem og alla aðra á heimilinu.
Heimili hennar og Halldórs hefur
alltaf laðað stórfjölskylduna til sín,
hvort sem er til umræðna, góðra
ráða eða til þess að njóta þess góða
matar sem Ingibjörg framreiddi. Ég
leit ekki eingöngu á Ingibjörgu sem
tengdamóður mína heldur fremur
sem afar góðan vin sem ég gat alltaf
leitað til. Það var því ekki erfitt að
setjast að í húsinu við hliðina á
tengdó þegar við fluttum heim.
Ingibjörg var mjög stolt af börn-
um og barnabörnum sínum og fylgdi
þeim gjarnan þangað sem þau fóru.
Þegar við Halla fluttum til Svíþjóðar
kom hún því að sjálfsögðu með okk-
ur og aðstoðaði við að skipuleggja
nýtt heimili erlendis. Þær urðu
margar ferðirnar sem Halldór og
Ingibjörg komu út til okkar og alltaf
var mikið framkvæmt þegar á heim-
sóknunum stóð enda á ferðinni kona
sem ekki átti auðvelt með að sitja
aðgerðarlaus.
Ég hef notið þess í tuttugu og tvö
ár að þekkja þessa glæsilegu konu
og er þakklátur fyrir allar þær fjöl-
mörgu skemmtilegu og lærdómsríku
samverustundir sem við höfum átt.
Einar Páll.
Farsæl lífsganga frænku okkar
Ingibjargar Ingvarsdóttur er að
enda komin en hún einkenndist af
gjörvileika og glæsimennsku. Þar
kom til gott veganesti frá æsku-
heimili, traustum förunauti, barna-
láni; hún gleymdi ekki sjálfri sér og
hafði bæði vilja og burði til að njóta
þess umhverfis sem til staðar var á
göngunni. Foreldar Ingibjargar
fluttust af Vatnleysuströnd til Hafn-
arfjarðar á þriðja áratugi síðustu
aldar og nokkru síðar foreldar Mar-
grétar, móður Ingibjargar, ásamt
föður okkar, en þá hófst sambýli
sem varði um þrjátíu ár að Hverf-
isgötu 37 sem var æskuheimili henn-
ar. Þannig hófst samferð okkar
barna Þórðar, móðurbróður Ingi-
bjargar, við hana sem náð hefur yfir
allt okkar lífshlaup. Samferð þar
sem aðilar vissu hver af öðrum og
væntumþykja var til staðar. Ingi-
björg ólst upp í Hafnarfirði, á menn-
ingarheimili þar sem jafnræði ríkti
milli foreldra hennar. Hún lauk
námi við barnaskólann þar sem faðir
hennar var kennari og sótti að því
loknu nám við Verslunarskóla Ís-
lands. Að loknu námi dvaldi Ingi-
björg um tíma í Skotlandi og að því
loknu hóf hún sinn starfsferil fyrst
við verslun og þjónustu en síðustu
tvo áratugi starfsævi sinnar við bók-
hald hjá Garðabæ.
Ingibjörg frænka okkar var sér-
staklega vel gerð kona, glæsileg í
sjón og raun, með fastmótaða skap-
gerð og óvanalega tryggð öllum
þeim sem af henni höfðu kynni. Þá
var eftirtektarvert hversu mikill
fagurkeri hún var í öllu sem sneri að
kvenlegum klæðaburði og hún var
ætíð flott í tauinu. Ekki síður birtist
þessi sýn hennar okkur í umgjörð
heimilisins. Hún fylgdist vel með
þjóðmálum og hafði gaman af orð-
ræðum um þau mál. Mikill gæfudag-
ur var í lífi frænku okkar þegar hún
gekk að eiga eftirlifandi eiginmann
sinn, læknanemann frá Norðfirði,
Halldór Jóhannsson, 1. október
1954. Hófst þá sambúð sem ein-
kenndist af jafnræði og virðingu.
Þau bjuggu sér heimili, fyrst erlend-
is og síðan hér heima, er bar vott um
smekkvísi og viðmót sem gott var að
njóta þegar heim var sótt. Hvaða
betra hlutskiptis geta foreldrar ósk-
að sér í lífinu en að eiga miklu
barnaláni að fagna. Börn þeirra
fjögur hafa öll lokið langskólanámi
og hafa fundið sitt hlutverk í sam-
félaginu. Þá geta Ingibjörg og Hall-
dór ekki síður verið stolt með
tengdabörnin og barnabörnin. Sú
mikla samheldni sem einkennt hefur
fjölskyldu Ingibjargar er á margan
hátt aðdáunarverð og kom fram m.a.
í umhyggju þeirra allra í veikindum
hennar.
Nú þegar Ingibjörg Ingvarsdóttir
er kvödd og hennar lífsgöngu er lok-
ið, verður ekki annað sagt en að hún
hafi verið björt og göfug og þeir sem
sakna hennar geta þakkað fyrir að
hafa átt hana og haft kynni af henni.
Við systkinin, ásamt okkar fólki,
vottum Halldóri, börnum og fjöl-
skyldum þeirra og öðrum aðstand-
endum okkar samúð.
Sigurður Þórðarson.
Elsku vinkona.
Mig langar að minnast þín með
nokkrum orðum. Ég kom inn á
heimili ykkar Halldórs fyrir nokkr-
um árum og eignaði ég mér vissan
sess inni á fallega heimilinu ykkar
og átti þar góðar minningar með
þér. Það var alltaf gaman að vera
nálægt Immu og Halldóri og tengd-
ist ég börnum þeirra og fjölskyldu
líka vel. Imma var falleg og tíguleg
kona, fallega klædd og vel tilhöfð
enda bar hún aldur sinn vel. Það er
ekki sjálfgefið að eignast vinkonu
sem er þetta eldri en maður sjálfur
og geta deilt með henni leyndarmál-
um sínum og hún hlustaði. Þegar
Imma mín veiktist tók hún því með
æðruleysi og barðist eins og hetja
fram á síðustu stundu.
Elsku vinkona, ég er þakklát fyrir
að hafa getað deilt með þér nýju
leyndarmáli mínu áður en þú kvadd-
ir og ég veit að þú samgladdist mér.
Elsku Imma mín, ég kveð þig nú
um sinn og við hittumst síðar mín
kæra.
Ég þakkir færi því nú skilja leiðir.
Þigg þú litla gjöf úr hendi mér.
Ég bið að þínir vegir verði greiðir.
Ég veit að ég mun aldrei gleyma þér.
Elsku Halldór og fjölskylda, guð
styrki ykkur í þessari miklu sorg.
Ykkar vinkona,
Fjóla Reynis.
Ingibjörg Ingvarsdóttir
✝ Þórhallur StefánSkjaldarson
fæddist á Siglufirði
þann 15. ágúst árið
1953. Hann lést á
heimili sínu í Osló
13. nóvember sl.
Þórhallur Stefán
var sonur Brynju
Guðmundsdóttur,
framreiðslumanns, f.
27. ágúst 1937 og
Skjaldar Stef-
ánssonar, útibús-
stjóra f. 11. júlí 1935,
d. 3. sept. 2008.
Brynja er dóttir Sigrúnar L.
Björnsdóttur, húsmóður, f. í
Ólafsfirði 21. febr. 1911, d. 24.
okt. 1960. Þórhallur Sölvi Barða-
son, fyrrum stýrimaður og versl-
unarmaður, f. á Siglufirði 9. júní
1912, d. 31. júlí 2010, gekk
Brynju í föðurstað. Eiginmaður
Brynju er Bjarni Kjartansson,
bankaritari, f. 31. júlí 1933. Þau
eiga fjögur börn: Helgu Björk,
Sigrúnu, Kjartan og Guðmund
Grétar.
Skjöldur var sonur hjónanna
Kristrúnar Friðrikku Jóhanns-
dóttur, húsmóður, f. á Siglufirði
15. mars 1912, d. 30. ág. 1982 og
Stefáns Stef-
ánssonar, sjúkra-
samlagsstjóra, frá
Móskógum f. 5. des.
1905, d. 24. jan.
1984. Eiginkona
Skjaldar er Sigríður
Kristín Árnadóttir,
f. 2.nóv. 1934. Þau
eiga fjögur börn:
Pálínu Hrönn, Stef-
án, Árna Óttarr og
Skjöld Orra.
Þórhallur Stefán
ólst upp á Siglufirði
til sex ára aldurs
hjá móðurömmu sinni og afa en
bjó síðan hjá móður sinni og
manni hennar í Reykjavík. Í æsku
fór Þórhallur Stefán oft í Búð-
ardal til að dvelja með föður sín-
um, fósturmóður og systkinum.
Þórhallur Stefán, oft kallaður
Halli Stebbi eða Stebbi, fór í
Verslunarskólann og þaðan í Hót-
el- og veitingaskólann. Hann
vann sem þjónn á Hótel Sögu allt
þar til hann flutti til Noregs árið
1976. Veitingastörf og rekstur
veitingastaða varð hans ævistarf.
Útför Þórhalls Stefáns fór
fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 22. nóvember 2010.
Halli vinur minn er látinn langt
fyrir aldur fram. Við kynntumst 12
ára og vorum vinir allar götur síðan.
Við vorum saman í Fram og árin þar
voru okkur ætíð kær. Þótt Halli flytti
til Noregs upp úr tvítugu og byggi
þar síðan var hann fyrst og fremst
Frammari.
Við brölluðum margt á unglingsár-
unum eins og stráka er siður og flest
af því þoldi vel dagsins ljós. Síðar tók
við ólíkt lífshlaup en vináttan hélst
alla tíð. Það var alltaf tilhlökkun á
mínu heimili þegar Halli var vænt-
anlegur. Hann kom alltaf heim á jól-
um og gjarnan oftar og færði þá
börnum mínum gjafir en hann var
einstaklega barngóður og gjafmildur.
Um tíma þegar ég og fjölskylda mín
bjuggum í Skógum átti Halli orlofsí-
búð í Þingholtunum. Þegar hann
keypti hana rétti hann mér lykla og
sagði að þarna ætti ég að vera eins og
heima hjá mér þegar ég kæmi með
fólkið mitt í borgina. Halli var spurð-
ur hvort hann þyrfti að eiga íbúð hér
þótt hann kæmi heim nokkra daga á
ári. Hann svaraði að bragði: „En hvar
á þá Sverrir að vera með fjölskylduna
þegar hann kemur í bæinn?“ Þetta
lýsir ekki bara höfðingsskap Halla og
traustri vináttu heldur var líka alltaf
stutt í gáskann og hnyttin tilsvörin.
Það sækir að mér mikill tregi að
sjá á eftir góðum vini. Ég votta
Brynju, Bjarna, systkinum og öðrum
aðstandendum mína dýpstu samúð á
erfiðum tímum.
Sverrir.
„Dáinn, horfinn“ – harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En eg veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgrímsson)
Halli, besti fjölskylduvinurinn okk-
ar, er dáinn. Þrátt fyrir að vera bú-
settur í Ósló var hann einhvern veg-
inn alltaf nálægt okkur og
heimsóknir hans miklar gleðistundir.
Halli hafði óvenju hlýja nærveru og
raðaði öðrum alltaf ofar sjálfum sér.
Hann sýndi því ávallt áhuga sem við
tókum okkur fyrir hendur, var góður
hlustandi og einstaklega næmur á til-
finningar okkar. Halli var skemmti-
legur og glaðvær og nennti að leika
við okkur börnin. Röddin var kímin
og hlýjan í augunum svo yndisleg.
Þrátt fyrir mikla velgengni steig hún
honum aldrei til höfuðs, hann var eð-
almaður að innan sem utan.
Nú þegar Halli er horfinn frá okk-
ur finnum við svo mikinn söknuð. Við
héldum að hann yrði eldgamall mað-
ur og við hlökkuðum til að gefa hon-
um til baka allar þær gleðistundir
sem hann gaf okkur. Við minnumst
margra stunda í fallegu íbúðinni hans
á Grundarstígnum. Við bjuggum þá
úti á landi og Halli gantaðist með það
að hafa keypt þessa íbúð til þess að
við fjölskyldan gætum haft öruggt
skjól í borginni. Það var svo sann-
arlega rétt hjá honum, við nutum
þess að dvelja á Grundarstígnum og
eftirminnilegur er skápurinn uppi
hægra megin (þar var nammið – ).
Halli var hógvær og lítillátur en
einstaklega gjafmildur. Hann naut
þess að gefa en átti erfitt með að
þiggja. Allar góðu stundirnar um jól-
in og einstaklega vel valdar jólagjafir
sem hittu alltaf beint í mark eru
ógleymanlegar. Við erum þakklát
fyrir að eiga í minningasjóðnum allt
það góða sem Halli gaf okkur. Við
munum í framtíðinni nota það sem
kraftinn til að takast á við verkefni
lífsins. Góða ferð, elsku Halli okkar.
Þín
Helena, Anna Pála, Sindri
og Sunna Mjöll.
Þórhallur Stefán
Skjaldarson
Hann Nonni frændi
er dáinn, upp í hug-
ann kemur fjöldi
minninga. Nonni
frændi var aðalféhirðir í Iðnaðar-
bankanum og fljótlega eftir að ég
fæddist stofnaði mamma bankabók
í bankanum hans Nonna. Auglýs-
ing í sjónvarpinu þar sem Nonni
frændi er að loka peningageymsl-
unni kemur upp í hugann. Alla tíð
síðan hef ég haldið viðskiptum
mínum við þennan banka og þar
fór ég einnig á jólaböll sem barn í
boði Nonna frænda.
Minningar um heimsóknir í stórt
einbýlishús í Garðahreppi þar sem
maður fór ekki út í kjörbúð heldur
kjörbíl og það rann lækur í bak-
garðinum, þvílíkt ævintýri. Ljós-
vallagata 24 á auðvitað sérstaklega
stóran sess í lífi Bergmanns-fjöl-
skyldunnar með Nonna og Gústu á
efstu hæðinni. Ég minnist þín sem
glaðlynds manns, ávallt í góðu
skapi og síflautandi. Lengi verður
það í minnum haft þegar þú varst
að vinna með Halldóri í pípulögn-
um og varst búinn að flauta sama
lagið allan daginn, kannski líka
daginn áður og Halldór sagði: Ef
þú hættir ekki þessu flauti þá er
ég farinn, svarið var einfalt: Farðu
þá bara, en ert þú ekki annars
Jón G. Bergmann
✝ Jón G. Bergmannvar fæddur á Eyr-
arbakka 31. október
1920. Hann lést á Elli-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 22. nóv-
ember 2010.
Útför Jóns fór fram
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 3. desmber
2010.
með þetta verk.
Eftir að þú hættir
í bankanum gerðist
þú „Alltmúligmann“
og hringdir oft í
mig til að fá ráð-
leggingar eða lánuð
verkfæri og var það
mikill heiður fyrir
mig.
Ég minnist þín
með mikilli virðingu
og stolti. Megi
minning þín lifa um
ókomin ár. Hvíl í
friði.
Þinn frændi og bróðursonur,
Guðmundur Karl Bergmann.
Það er margt sem mótar okkur í
uppvextinum en kannski helst það
sem fyrir okkur er haft, ég held að
ég geri mér meir og meir grein
fyrir því eftir sem árin líða og
þakka ömmu og afa þann mann
sem ég hef að geyma en ég held að
þau eigi ekki minna í mér en for-
eldrar mínir. Ég átti því láni að
fagna að vera heimalingur á heim-
ili afa míns og ömmu lengi framan
af uppvaxtarárunum og naut ást-
úðar þeirra og uppeldis þó meira
hafi verið gaukað að manni nammi
og aur heldur en lífsreglum og
aga. Það var stutt að fara úr kjall-
aranum á Ljósvallagötu 24 upp á
4. hæð til afa og ömmu en þessa
leið skundaði ég oft á dag og enn
oftar á aðventunni, þá helst með
þá von í hjarta að amma væri búin
að taka fram postulínsjólasveininn
og afi að fylla hann með gotterí
fyrir okkur krakkana.
Við vorum ansi mörg barnabörn-
in en alltaf gat maður gengið að
því að vera tekið á 4. hæðinni með
miklum virktum. Var þá amma í
forystuhlutverki en afi sat í hæg-
indastólnum sínum inni í stofu og
gluggaði í moggann. Hann virkaði
alltaf á mig sem frekar hæglátur
maður og orðvar, hann afi minn,
en átti sín gullkorn sem við geym-
um með okkur til minningar um
hann.
Afi var alla tíð mjög virkur í fé-
lagsstarfi og man ég þegar ég kom
eitt sinn í heimsókn að afi var að
fara á fund í Oddfellow uppstríl-
aður í kjólföt og fínerí með alls
konar heiðursmerki á barminum.
Mér fannst hann einhvern veginn
vera svo virðulegur í sínu fínasta
pússi. En það er einmitt það sem
ég hugsa mest um þessa dagana,
þessi virðing sem ég hef alltaf bor-
ið fyrir honum afa. Hann átti líka
sínar mjúku hliðar sem komu bet-
ur í ljós seinni árin. Ein sterkasta
minning mín um afa er ekki nema
ársgömul en ég var ásamt konu
minni og barni á heimili pabba og
mömmu á aðfangadagskvöld þar
sem amma og afi ætluðu að vera
hjá okkur. Eftir mikið át og marga
pakka var amma orðin þreytt og
vildi leggja sig aðeins og afi með
henni. Seinna um kvöldið þegar við
fjölskyldan erum að fara þá lít ég
inn í herbergi til að kasta á þau
kveðju, liggja þau þá þétt hlið við
hlið og afi heldur svo fallega um
ömmu eins og til að passa hana.
Ég ætla rétt að vona að við hjónin
eigum eftir að bera svona ást
hvort til annars eftir 68 ára hjóna-
band eins og ég varð vitni að þetta
kvöld.
Við kveðjum þig nú, afi minn, en
minning þín verður okkur leiðar-
ljós í lífinu um ókomin ár. Skilaðu
kveðju til Jónasar og Ömmu
Gústu.
Arnar, Ýr, Hnikarr Örn
og Björgvin Þór.