Morgunblaðið - 13.12.2010, Page 19

Morgunblaðið - 13.12.2010, Page 19
spennandi var í jólakassanum frá þeim. Hvar sem Gógó kom var hlátur eða bros ekki langt undan, hún hafði þann einstaka eiginleika að kæta umhverfið í kringum sig bara með því að vera hún sjálf, sagði skemmti- lega frá, var fróð um margt og sýndi öðrum einlægan áhuga. Hún bjó fjöl- skyldunni fallegt og hlýlegt heimili og helgaði krafta sína umönnun hennar, hún var alltaf til staðar. Samband Gógóar og Odds var ein- stakt. Í orðsins fyllstu merkingu hafa þau leiðst hönd í hönd alla tíð, passað upp á og styrkt hvort annað í gleði og sorg, máttu ekki hvort af öðru sjá. Saman hafa þau ferðast ut- an lands sem innan, kynnst veröld- inni í kringum okkur og notið þess fegursta sem íslensk náttúra hefur að bjóða. Þau urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa Smára Kristján son sinn af slysförum aðeins 22 ára gamlan, nærri má geta að slík reynsla mark- ar fólk fyrir lífið en saman tókust þau á við þetta mikla áfall af æðru- leysi og stillingu. Jóhanna Halldóra dóttir þeirra á tvær dætur sem hafa verið augasteinar ömmu og afa frá fæðingu og veitt þeim ómældar ánægjustundir. Það var dýrmætt að Gógó gat fagnað útskrift þeirra beggja úr skóla sl. vor áður en hún veiktist alvarlega af þeim sjúkdómi sem nú hefur tekið hana frá okkur allt of snemma. Við kveðjum Gógó með sorg í hjarta og þakklæti fyrir að hún hefur verið partur af lífi okkar í meira en hálfa öld. Elsku Oddur, Hanna, Ket- ill, Gunna Dís og Svandís, hugheilar samúðarkveðjur til ykkar allra frá Hjallanesfjölskyldunni. Þið hafið misst mikið en minningin um ynd- islega eiginkonu, móður og ömmu lif- ir um alla framtíð og veitir ykkur styrk til að takast á við sorgina. Pálína Magnúsdóttir. Það er svo undarlegt að hugsa til þess að þú sért farin yfir móðuna miklu, elsku Gógó. Allt frá því að við bræðurnir munum eftir okkur hefur þú verið hluti af tilveru okkar. Þið Oddur ásamt Hönnu og Smára heitnum hafið verið órjúfanlegur hluti af fjölskyldu okkar gegnum ár- in þar sem einstök vinátta og sam- hugur hefur ætíð einkennt öll sam- skipti. Við munum ekki eftir því að meira en vika hafi liðið milli frétta af ykkur – ýmist með heimsóknum eða gegnum mömmu. Það sem einkenndi þig var glað- lyndi og ekki síður hversu fróð þú varst um marga hluti, einkum sem tengdust ættfræði. Heimili ykkar Odds var einn af okkar uppáhalds- stöðum, enda ætíð notalegt að koma til ykkar. Þið Oddur eruð samrýnd- ustu hjón sem við höfum þekkt, ástin og virðingin fyrir hvort öðru endur- speglaðist í því að þið leiddust alltaf hvar sem þið komuð. Einstök um- hyggja ykkar hjónanna fyrir fjöl- skyldu og vinum, ekki síst barna- börnunum, stendur einnig upp úr þegar litið er til baka. Kæra Gógó, við þökkum þér hjart- anlega fyrir samfylgdina og allar ánægjustundirnar gegnum tíðina. Elsku Oddur, Hanna, Ketill, Gunna og Svandís María. Missir ykkar er mikill en minningin um kærleiksríka og yndislega konu mun lifa um ókomna tíð. Gunnar, Halldór og Sævar Kristinssynir. Með sorg í hjarta kveð ég í dag mæta konu sem kenndi mér svo margt í lífinu. Gógó hef ég þekkt frá því ég man fyrst eftir mér enda var ég daglegur gestur á heimili hennar og Ármanns alla mína æsku. Mig langar að minnast hennar með örfá- um orðum. Minningarnar eru marg- ar og efst í huga er góðvild og hlýja þeirra hjóna í minn garð og síðar dóttur minnar Jóhönnu. Ferðalögin öll með fjölskyldunni, innanlands og seinna utanlands sem mér var boðið í voru skemmtileg og naut ég þar gjaf- mildi þeirra og gæsku. Gógó var ein- stök manneskja með hlýja og glað- lega framkomu. Það var gott að vera nálægt henni því hún hafði þann eig- inleika að láta manni líða vel. Hún var hafsjór af fróðleik, vel lesin og sérstaklega vel að sér í ættfræði. Hún hafði gott auga fyrir fötum og tísku og var flink saumakona. Það eru forréttindi að hafa þekkt Gógó og fengið að njóta ljúfmennsku hennar og umhyggju í öll þessi ár. Ármanni, Hönnu, Katli, Gunnu Dís og Svandísi Maríu vottum við Jó- hanna okkar innilegustu samúð. Guðrún. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. (Höf. ók.) Sæl, Gógó mín. Sæl, Fjóla mín. Svona byrjuðu alltaf símtölin okk- ar. Í yfir 50 ár höfum við alltaf átt mikið og gott samband, sem aldrei bar skugga á. Þú varst mikið lesin og minnug, ef ég þurfti að vita um ein- hvern þá var alltaf hægt að spyrja þig, þú mundir alltaf og varst fljót að fletta upp í huganum. Margar ferðirnar er ég búin að fara austur og bíltúra um bæinn með Gógó og Oddi. Það var alltaf sjálf- sagt að bjóða mér með. Ég á margar góðar minningar um ferðirnar með þeim. Oft þegar þau vissu af mér einni þá komu þau og hresstu upp á einveruna og tíminn leið hratt, þökk sé þeim. Ég á eftir að sakna Gógóar mikið, hún var einn fasti punkturinn í til- verunni. En mest missir Oddur bróð- ir minn, þeirra samvera var sérstök. Ég votta Oddi, Hönnu, Gunnu Dís, Svandísi og Katli mína dýpstu sam- úð. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Elsku Gógó, vertu Guði falin. Saknaðarkveðja, Fjóla Pálsdóttir. Góð vinkona er fallin frá. Gógó, Ármann og börnin þeirra voru góðir vinir og nágrannar af Álfhólsvegin- um og frá fyrstu kynnum skapaðist einlægur vinskapur milli frumbyggj- anna á hæðinni. Þegar sest er niður rifjast upp góðar minningar. Þau ný- flutt og við systurnar tókum fljótlega eftir þessari fallegu ungu konu. Það kom í ljós að Gógó var ekki bara fal- leg heldur einstaklega elskuleg og góðviljuð. Hún var höfðingi heim að sækja og tók ætíð vel á móti okkur og seinna meir börnum okkar. Það lýsti Gógó vel að í hvert sinn er við systurnar kvöddum stóð hún í gætt- inni og horfði á eftir okkur heimleið- is, það var notaleg tilfinning. Hún var vel lesin og fróð og lagin við að segja frá og vekja áhuga á góðum bókum. Við viljum þakka Gógó fyrir vináttuna og tryggðina sem hún sýndi foreldrum okkar, systkinum og öllu okkar fólki ævinlega. Minn- ingin um Gógó hverfur ekki heldur mun lýsa upp líf allra þeirra sem elskuðu hana og dáðu. Eftir áralanga vináttu kveðjum við Gógó og þökk- um henni samferðina góðu. Ár- manni, Hönnu, Katli, Gunnu Dís og Svandísi Maríu sendum við okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Ásta og Þorbjörg. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010 ✝ Ömmusystir okkar, AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Skólastíg 14 a, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi miðvikudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 14. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Orgelsjóð Stykkishólmskirkju Í Heimahorninu, sími 438 1110. Jófríður Sveinbjörnsdóttir, Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir, Stefán Þór Sveinbjörnsson. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA BJARNEY ÞORSTEINSDÓTTIR, GÓGÓ, Lyngholti 13, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðastliðinn föstudag, 10. desember. Útförin auglýst síðar. Haraldur Hafsteinn Ólafsson, Þorsteinn Haraldsson, Jan Haraldson, Guðmundur Sighvatsson, Sigrún Haraldsdóttir, Björn Oddgeirsson, Ólöf Haraldsdóttir, Ásgeir Þórisson, Sigurður Halldór Haraldsson, Una Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og amma, HULDA ALDA DANÍELSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 3. desember. Jarðarförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi þriðjudaginn 14. desember kl. 13.00. Anna H. Guðmundsdóttir, Sigurður A. Guðmundsson, Hans Eirik Dirlie. Ástkær systir okkar og mágkona, ANDREA KRISTÍN HANNESDÓTTIR, Ásvallagötu 65, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 3. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. desember kl. 13.00. Sesselja Hannesdóttir, Ólafur Hannesson, Þorbjörg Valgeirsdóttir, Jóhann Hannesson, Margrét Sigfúsdóttir, Sigurður Hannesson, Þorbjörg Hannesdóttir, Guðmundur Haraldsson, Guðrún Árnadóttir, Margrét Hallgrímsdóttir. ✝ Sveinn Sæmunds-son fæddist í Vestri-Móhúsum, Stokkseyri, 8. nóv- ember 1929. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 4. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sæmundur Guð- jón Sveinsson, f. 29. júlí 1898, d. 1979 og Júlíana Jónsdóttir, f. 27. júlí 1899, d. 1931. Systir Sveins er Jó- hanna, f. 1928, maki hennar er Valdimar Gunnarsson. Hinn 17. júní 1955 kvæntist Sveinn Önnu Magðalenu Vil- hjálmsdóttur, f. 16. október 1931, hún lést 27. maí 2007. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Jóhanns- son, f. 5. desember 1902, d. 1978 og Sigríður Gísladóttir, f. 5. nóv- ember 1908, d. 2010. Systkini hennar voru Kristinn, f. 1933, d. 1999, maki Soffía Árnadóttir, d. 2009, Viðar, f. 1937, d. 2005, maki Lóa Helgadóttir, Svan- laug, f. 1944, maki Þorsteinn Jóhann- esson. Sveinn og Anna eignuðust tvö börn, þau eru Júlíana, f. 13. maí 1955, börn hennar eru Sveinn Daði og Berglind Anna Ein- arsbörn, og Vilhjálmur, f. 16. ágúst 1957, eiginkona hans er Hulda Fríða Berndsen, sonur þeirra er Ísak. Stjúpbörn: Ingvi Reynir, Mikael og Lilja. Útför Sveins fer fram í Grafar- vogskirkju í dag, 13. desember 2010, kl. 13. Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu og hættur að þjást af þessum ömurlega sjúkdómi sem hefur hrjáð þig. Ég mun sakna þín gríðarlega og aldrei gleyma því hvað þú varst alltaf góður. Ég man þegar ég var lítill og þú tókst mig með í vinnuna, það var með því skemmtilegra sem ég gerði. Svo fórum við alltaf í sund saman og eftir sundið fengum við okkur hádegismat sem amma var búin að hafa til fyrir okkur. Eftir matinn hlustuðum við saman á há- degisfréttirnar og spiluðum Olsen Olsen. Svo varstu alltaf svo duglegur. Þegar það þurfti að gera eitthvað, þá var ekkert verið að bíða með það. Ef það rigndi smá, þá varstu farinn út að þurrka af bílnum. Og ef að það þurfti að dytta að einhverju, þá varstu farinn í verkið við fyrsta tækifæri. Ég mun gera mitt besta til að verða eins góður maður og þú varst, þú varst mér mikil fyrir- mynd. Ég elska þig, afi, skilaðu kveðju til ömmu. Þinn Sveinn Daði. Í dag er til moldar borinn vinur minn Sveinn Sæmundsson er lést að kvöldi dags laugardaginn 4. des- ember síðastliðinn. Hann er einn af vinum mínum úr Keflavík sem nú eru horfnir yfir móðuna miklu. Sveinn var ljúfur drengur og mér mjög kær. Við kynntumst fljótlega eftir að ég kom til Keflavíkur haust- ið 1945, en þá hafði ég fengið vinnu í Stóru-Milljón um veturinn og hús- pláss þar strax um haustið. Um veturinn kynntist ég mörgu ungu fólki úr Keflavík og tók þátt í hinum ýmsu félagsmálum og skemmtunum með þeim. Til dæmis skátunum Heiðarbúum en þar starfaði Svenni af miklum krafti. Svenni hafði veg og vanda af fjöl- mörgum ferðum mínum með skát- unum og svo var það Ungó og templararnir. Við höfðum mjög gaman af að dansa og böllin í Ungó og Krossinum voru vel sótt af okkur og nánum vinahópi okkar. Það var heldur betur tekið á skrið er stór- hljómsveitir á borð við hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar, Björns R. Einarssonar, Svavars Gests og fleiri slíkar komu í húsin. Þá byrjuðu böllin kl níu og dansað fram á nótt og ekki þurfti neitt í vökvaformi til að hreyfa við okkur. Stundum tók- um við leigubíl til að skreppa á ball að Hreðavatni, Ölveri í Hafnarskógi eða að Laugarvatni, en enginn okk- ar átti bíl á þessum árum. Þá var samið við Steina Lása, vin okkar, um að keyra og bíða eftir að ballið væri búið. Hann var mikill tjúttari og kom gjarnan inn að skemmta sér með okkur. Einnig er minnisstæð ferð til Vestmannaeyja árið 1948 sem pabbi Svenna, Sæmundur, bauð okkur í. Tilefnið var stórhátíð á vegum Fé- lags Árnesinga. Esjan var tekin á leigu um góða helgi og þar beið hún eftir okkur allan tímann. Matur og svefn um borð og skemmtun í landi. Við höfðum fjögurra manna klefa á fyrsta plássi, Svenni, Sæmundur pabbi hans, Jóhanna systir hans og ég, flott á því. Einnig fórum við til Glasgow árið 1973 með Keflvíking- um í fótboltaferð. Þar spiluðu okkar menn við lið í Edinborg og var það góður hópur stuðningsmanna sem var þar á ferð. Þetta var fyrsta ferð okkar hjónanna til útlanda og einn- ig Önnu konu Svenna. Svenni hafði áður farið sem ungur skáti á Jamboree mót í Frakklandi. Já, Anna var ljós í lífi Svenna. Þau giftu sig 17. júní 1955. Anna var hjartahlý kona og þau áttu vel sam- an. Það var enginn asi á þeim en allt gott og fallegt í kringum þau. Hann góður smiður og hún frábær húsmóðir. Svenni og Anna fluttu í Graf- arvoginn árið 2000 í fallega íbúð, þá voru þau nær börnunum sínum og barnabörnum. Anna lést árið 2007, hún vissi að hverju dró og hún hafði áhyggjur af Svenna af því hann var kominn með Alzheimer. Hún reri að því öllum árum að koma honum í gott skjól og hafði það í gegn að hann fékk pláss á Eir áður en hún féll frá. Hún var hetja sem gott var að eiga að vini, sem og Svenna minn. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar Vilhjálmur og Júlíana og annarra ættingja frá okkur Ernu. Guð blessi ykkur. Ásvaldur Andrésson og Erna María Jóhannsdóttir. Sveinn Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.