Morgunblaðið - 13.12.2010, Síða 24

Morgunblaðið - 13.12.2010, Síða 24
24 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010 Bíó Paradís býður upp á átta nýklassískar myndir til jóla. Það eru myndir eins og Das Boot sem var ein fyrsta bíó- myndin frá Þjóðverjum sem leyfði sér að gera þýska her- menn að tragískum hetjum en hún segir frá hryllingi kafbáta- stríðsins í seinni heimsstyrjöld- inni. Þá verður einnig banda- ríska grínmyndin Ghostbusters sýnd og aðrar klassískar mynd- ir eins og Fried Green Tomatoes, My Left Foot, Tootsie, In the Line of Fire, As Good As It Gets og The Fisher King. Fyrirhugað er að þetta sé upp- hafið að reglulegum sýningum á hvers kyns eldri kvikmyndum víðsvegar að úr heiminum. Bíóperlur Bíóklassík fyrir jól- in í Bíó Paradís Das Boot. Tvær skáldkonur af Skaga kynna nýjar bækur sínar í kvöld klukkan 20 á bókasafni Akraness. Sigurbjörg Þrast- ardóttir rithöfundur kynnir ljóðabók sína Brúður, sem er um brúðkaup. Skyldulesning fyrir einhleypa, kaldhæðna, hamingjusamlega gifta og rómantíkera. Steinunn Jó- hannesdóttir kynnir bók sína Heimanfylgju: skáldsögu um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggða á heim- ildum um ættfólk hans. Steinunn hefur rannsakað líf og skáldskap Hallgríms um árabil. Félagar úr Kammerkór Akraness syngja lög við ljóð Hall- gríms undir stjórn Sveins Sæmundssonar. Bókaupplestur Kvöldvaka á Bóka- safni Akraness Sigurbjörg Þrast- ardóttir Tónleikar verða haldnir í Ís- lensku óperunni á morgun, þriðjudaginn, kl. 12.15 og taka rúman hálftíma í flutningi. Má þar meðal annars heyra hátíð- lega jólatónlist, íslenska sem erlenda, á borð við Panis An- gelicus eftir César Franck, Jól- in allstaðar eftir Jón Sigurðs- son og Í dag er glatt í döprum hjörtum eftir W.A. Mozart. Flytjendur eru úr röðum ungra íslenskra einsöngvara, en Antonía Hevesí leikur á píanó. Sérstakur gestasöngvari á tónleik- unum er engin önnur en Dísella Lárusdóttir, sem heillaði landsmenn sem Adina í Ástardrykknum í Íslensku óperunni í fyrra. Hádegistónleikar Jólatónleikar í Óp- erunni á morgun Dísella Lárusdóttir Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ljóst er að Ég man þig, draugasaga Yrsu Sigurðardóttur, mun verða ein af metsölubókum ársins. Í bókinni eru sagðar tvær sögur. Önnur er saga fólks sem gerir upp hús í eyði- þorpi þar sem ýmislegt miður geðs- legt fer að gerast. Í hinni sögunni segir frá lækni sem býr að erfiðri lífsreynslu en ungur sonur hans hvarf og fannst aldrei. Sögurnar tengjast svo á vissan hátt. En af hverju ákvað Yrsa að takast á við hryllingssöguformið eftir að hafa skrifað röð vinsælla glæpasagna þar sem lögfræðingurinn Þóra er að- alpersónan. Býst alltaf við hinu versta „Ég hef alltaf verið skotin í þessu formi og mér finnst mjög gaman að lesa hrollvekjur,“ segir Yrsa. „Mig langaði til að taka mér hlé frá því að skrifa glæpsögur þar sem Þóra er í aðalhlutverki, þar virðist ég ein- ungis hafa þolinmæði fyrir fimm bækur í röð. Þannig að ég skrifaði þessa sögu að sumu leyti fyrir mig. Hrollvekjuformið er ekki mjög þekkt á Íslandi og ég átti ekki von á þessum góðu viðtökum.“ Það má sannarlega tala um góðar viðtökur því auk þess að seljast vel engin pressa væri á mér þá myndi ég bara taka mér frí og ekkert skrifa. Bækurnar mínar yrðu heldur ekki tvisvar sinnum betri ef ég tæki mér lengri tíma í þær.“ Ertu byrjuð á næstu bók? „Nei, en ég er byrjuð að hugsa hana. Þetta verður Þórubók. Mig langar til að sjór komi við sögu, en ég er ekki komin lengra en það.“ Les ekki íslenskar glæpasögur Lestu mikið af glæpasögum? „Ég hef lagt það til hliðar að lesa íslenskar glæpasögur meðan ég er sjálf í þessu brölti og hlakka til að eiga myndarlegan bunka til góða. Ég þori ekki að lesa íslenskar glæpasög- ur af ótta við að verða fyrir of mikl- um áhrifum.“ Lestu þá ekki bækur Arnaldar Indriðasonar? „Ekki lengur, ég hætti því á ákveðnum tímapunkti, en ég var ákaflega hrifin af öllum bókum hans sem ég las. Ég les erlendar spennu- sögur í flugvélum, en er mikill klaufi þegar kemur að því að velja þessar bækur. Ég heillast af titlum eins og Atlantis og öðrum sem í eru orð eins og „scrolls“ og „temple“. Ég tek allt- af bækur sem eru svo skelfilega lé- legar að ég klára þær aldrei. En ein- hvern daginn mun ég lenda á góðri bók.“ ekki mjög mikið á ferðalögum við að kynna bækur mínar,“ segir hún. „Ég fer á glæparáðstefnur erlendis og mætti í kynningar hjá erlendum for- lögum þegar þau setja bækur mínar á markað í fyrsta sinn, en það er enginn óskaplegur áhugi að fá mann í heimsókn hvað eftir annað. Reynd- ar mæti ég árlega á kynningar á bók- um mínum á Bretlandi og í Banda- ríkjunum. Ég reyni samt að hafa hóf á því, annars færi alltof mikill tími í ferðalög, tími sem ég á ekki til.“ Yrsa starfar sem verkfræðingur og skrifar í frístundum. „Þetta hef ég alltaf gert,“ segir hún. „Skrift- irnar eru mínar frístundir. Það koma þrír mánuðir á ári þegar mér finnst ég vera að fara yfir um af stressi og er með bauga og vöðva- bólgu en hinir níu mánuðirnir bæta þetta upp.“ Alltaf erfitt að byrja Finnst þér gaman að skrifa? „Já, þegar ég er farin af stað. Mér finnst alltaf mjög erfitt að byrja því ég veit að þegar ég er byrjuð þarf ég að klára.“ Þú gefur út eina bók á ári, finnst þér ekki vera pressa á þér vegna þessa? „Sú pressa truflar mig ekki. Ég er bara ánægð með að það sé áhugi á bókum mínum. Ég held líka að ef hefur bókin fengið lofsamlegar um- sagnir flesta gagnrýnenda og fleiri en einn þeirra hefur sagt bókina ver- ið bestu bók Yrsu. „Þessi góða gagn- rýni gleður mig mjög og það má segja að hún hafi komið mér á óvart,“ segir Yrsa. „Ég vissi ekkert út í hvað ég væri að fara og vissi ekki á hverju ég átti von. Ég býst alltaf við hinu versta, ég er bara þannig.“ Maður getur ekki hrætt sjálfan sig Gætirðu hugsað þér að skrifa fleiri hrollvekjur? „Jú, en reyndar eru takmörk fyrir því hversu oft maður getur skrifað um að það marri í gólffjöl! Ég þyrfti að gefa mér góðan tíma til að hugsa aðra slíka sögu og gera hana ferska.“ Hafðirðu engar áhyggjur af því þegar þú varst að skrifa bókina að hún yrði kannski ekki nægilega óhugguleg og enginn yrði hræddur? „Maður getur ekki hrætt sjálfan sig þannig að ég hafði enga tilfinn- ingu fyrir því hvort sagan væri að virka eða ekki og stundum hvarflaði að mér að hún væri of máttlítil.“ Bækur Yrsu hafa verið þýddar á fjölda tungumála og hún hefur feng- ið góða dóma erlendis. Velgengnin hefur ekki raskað lífi hennar. „Ég er Morgunblaðið/Ernir Yrsa Sigurðardóttir „Ég hef lagt það til hliðar að lesa íslenskrar glæpasögur meðan ég er sjálf í þessu brölti og hlakka til að eiga góðan myndarlegan bunka til góða. Ég þori ekki að lesa íslenskar glæpasögur af ótta við að verða fyrir of miklum áhrifum.“ Ég hef alltaf verið skotin í hrollvekjuforminu  Yrsa Sigurðardóttir sendir frá sér draugasöguna Ég man þig Æfingar eru í fullum gangi í Borg- arleikhúsinu fyrir frumsýningu á Ofviðrinu sem verður þann 29.des- ember. Leikstjórn er í höndum Oskaras Korsunovas og eru ís- lensku leikararnir sammála um að leikstjórn hans sé með allt öðrum hætti en íslenskra kollega hans. Magnús Geir Þórðarson borgarleik- hússtjóri segir að það sé unun að fylgjast með honum við vinnu. Þeir í Svíþjóð virðast vera sammála Magnúsi því síðasta sýningin sem hann leikstýrði þar fékk eftirfar- andi ummæli í Dagens Nyheter: „Sýningin er hreint kraftaverk sem allir verða að sjá“ og í Svenska Dagbladet var skrifað: „Tímamóta- sýning með stórt hjarta og mikla dýpt. Vaðandi húmor, músíkalitet og útgeislun“. Ofviðrið er frægt verk eftir Shakespeare og gerist á eyju, „ein- hvers staðar og hvergi – í ríki hug- arflugsins,“ segir í fréttatilkynningu frá leikhúsinu. Þar ræður ríkjum Prospero (Ingvar Sigurðsson) sem búið hefur í útlegð árum saman ásamt ungri dóttur sinni (Lára Jó- hanna Jónsdóttir), skrímslinu Kali- ban (Hilmir Snær Guðnason) og Ar- iel (Kristín Þóra Haraldsdóttir) þjóni sínum. Það má segja að Of- viðrið hverfist um heiftarleg átök hinna æðri og lægri hvata. Leikrit sem fjallar um fegurðina í dyggð- inni og fyrirgefninguna. Viðrar vel fyrir Of- viðrið  Borgarleikhúsið undirbýr óveður Óveður Af æfingum á leikritinu Of- viðrið í Borgarleikhúsinu. Fullburða spennu- saga er þetta alls ekki. Sagan er fyrirsjáanleg og endurtekningarsöm á köflum. Þetta er dæmigerð formúlubók. 25 » Tímaritið Stína er nýkomið út en það kemur út tvisvar sinnum á ári. Meðal efnis eru ljóð eftir Matthías Jo- hannessen, Berglindi Ósk Bergsdóttur, Harald Jónsson og Kormák Bragason. Einnig eru greinar og brot úr verkum höfunda á borð við Guðberg Bergsson, Thor Vil- hjálmsson, Hertu Muller og Ragn- ar Arnalds. Í ritstjórninni hafa verið frá upphafi Guðbergur Bergsson, Kristín Ómarsdóttir og Kormákur Bragason. Ritið kemur út tvisvar á ári og kostar árgang- urinn 6000 krónur. Stína kemur út fyrir jólin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.