Morgunblaðið - 13.12.2010, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 347. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Vopnað rán á Selfossi
2. Skemmdarvargurinn formaður
3. Með kalsár á suðurpólnum
4. Gomes tryggði Tottenham …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hin fyndna og sérkennilega, nánast
hrollvekjandi, finnska jólamynd Rare
Exports er sýnd í Bíó Paradís fyrir há-
tíðarnar. Myndin fjallar um uppruna
jólasveinsins og hefur vakið mikla at-
hygli.
Sýnd er finnsk jóla-
mynd í Bíó Paradís
Hljómsveitin
Mukkaló fer
ásamt Júníusi
Meyvant í tón-
leikaferð um land-
ið þar sem komið
verður fram í
þjóðkirkjum
landsins. Hefjast
tónleikarnir í
Sauðárkrókskirkju á miðvikudaginn
klukkan 20.00. Á fimmtudaginn
verða þau á Siglufirði og á föstudag-
inn á Húsavík.
Þjóðkirkjutúr hjá
Mukkaló
Í fyrra voru haldnir 75 ára afmæl-
istónleikar Ragnars Bjarnasonar í
Laugardalshöll. Þeir voru teknir upp
og eru nú loksins komnir
út á DVD. Á mynd-
disknum eru 30 lög
sem öll eru fyrir löngu
búin að öðlast sess í
íslenskri þjóðarsál,
lög eins og Kokkur
á kútter frá Sandi,
Ship ohoj, Óli
rokkari og Vor-
kvöld í Reykjavík.
Afmælistónleikar
Ragga Bjarna
Á þriðjudag Suðvestanátt, 13-18 m/s norðvestantil, annars víða 8-13. Súld eða rigning,
fyrst V-lands, en þurrt á A-landi. Hiti 3 til 10 stig.
Á miðvikudag Norðvestan 10-15 og él, en léttir til á S- og V-landi. Frystir um allt land.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Bjartviðri fyrir norðan og austan, skýjað með köflum en úrkomulít-
ið SV- og V-lands. Hiti 0 til 8 stig, en vægt frost í innsveitum á norðaustanverðu landinu.
VEÐUR
Ármenningar urðu Íslands-
meistarar í sveitakeppni í
júdó eftir harða keppni um
helgina. Þeir þurftu samt að
hefja allar viðureignir 0:1
undir, því einn liðsmanna
var fastur í sálfræðiprófi og
gat ekki mætt til leiks. „Það
var smáklúður en ungu
mennirnir stóðu sig vel og
tryggðu okkur sigurinn,“
sagði Þorvaldur Blöndal,
júdómaðurinn reyndi í liði
Ármenninga. »8
Meistarar þó einn
væri fastur í prófi
Eygló Ósk Gústafsdóttir lét flensu
ekki hindra sig í því að verða tvöfald-
ur Norðurlandameistari í sundi um
helgina. Hún sigraði í bæði 800
metra skriðsundi og 200 metra bak-
sundi í Kaupmannahöfn. Eygló slær
ekki slöku við um jólin
og á þá gífurlega
erfitt æfinga-
prógramm fyrir
höndum en hún
syndir 24 kíló-
metra á dag um
hátíðirnar. »1
Flensan stöðvaði ekki
Eygló í Kaupmannahöfn
Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari í
knattspyrnu, hefur verið settur dóm-
ari á leik Liverpool og Utrecht í
Meistaradeild UEFA á miðvikudags-
kvöldið og fimm íslenskir dómarar
fylgja honum þangað til að taka þátt í
verkefninu. Þar á meðal er Ólafur
Ingvar Guðfinnsson sem mun enda
ferilinn á því að dæma á hinum sögu-
fræga velli Anfield. »1
Kristinn dæmir og
Ingvar kveður á Anfield
ÍÞRÓTTIR
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Í dag er ég í góðum bata enda hef
ég mikilvægan stuðning víða að. Þá
skiptir ekki síst máli að vera kominn
út úr þrúgandi umhverfi stofnana í
sjálfstæða búsetu þar sem ég get um
frjálst höfuð strokið,“ segir Gunnar
Gunnarsson, íbúi í þjónustuíbúðum
við Flókagötu í Reykjavík.
Algjör straumhvörf
Því var fagnað sl. föstudag að
átaksverkefnið Straumhvörf er
komið í heila höfn, en inntak þess
var að koma 160 geðfötluðum ein-
staklingum sem dvalist höfuðu á
stofnunum í sjálfstæða búsetu eða
búsetu með stuðningi. Árið 2006 var
átaki þessu ýtt úr vör. Margir hafa
komið að verkefninu. Ný hug-
myndafræði í málefnum fatlaðra,
þar sem virk þátttaka í þjóðfélaginu
er höfð að leiðarljósi, hefur rutt sér
til rúms og nær allir sem upphaflega
stóð til að fengju úrlausn sinna mála
eru nú komnir í skjól. Umtals-
verðum fjármunum hefur verið ráð-
stafað til þessa. Alls 84 þeirra ein-
staklinga sem verkefnið nær til búa í
Reykjavík.
„Ég veiktist af geðhvarfasýki um
þrítugt, eða um það leyti sem ég var
að ljúka námi. Þetta hafa verið erfið
ár og stundum hef ég farið langt nið-
ur í þunglyndi. Ég var þrjú ár á Ási í
Hveragerði og ámóta langan tíma í
lítilli íbúð á Kleppsspítala. Nú eru
um tvö ár síðan ég komst í sjálf-
stæða búsetu hér við Flókagötuna
og hef verið í góðum málum síðan. Í
raun hafa orðið straumhvörf í lífi
mínu,“ segir Gunnar.
Þekki takmörkin
Í glímu við geðsjúkdóma segir
Gunnar að hverjum manni sé mik-
ilvægt að þekkja sín eigin takmörk
og haga daglegu lífi samkvæmt
þeim.
„Ef ég finn til einhverra ónota
finnst mér gott að fara út að ganga
og þá fer ég daglega í sund. Þá finnst
mér einnig ákaflega nærandi fyrir
sálina að skoða þær fjölmörgu
skemmtilegu sýningar sem eru hér
úti á Kjarvalsstöðum enda ekki
langt að fara þangað. Regla í öllu líf-
erni skiptir einnig miklu máli; að
hvílast vel, fá nægan svefn, borða
hollan mat, láta máltíðir ekki falla úr
og svo framvegis. Allt svona skiptir
miklu máli og á þátt í bata mínum,“
segir Gunnar sem er rúmlega sex-
tugur að aldri. Síðastliðinn vetur las
hann listasögu við Háskóla Íslands
en einbeitir sér nú að píanónámi á
vegum Fjölmenntar. Það þykir hon-
um góð dægradvöl og enginn efast
um töframátt tónlistarinnar.
Algjör straumhvörf í lífi mínu
160 geðfatlaðir
eru komnir í sjálf-
stæða búsetu
Morgunblaðið/Kristinn
Heima Gunnar Gunnarsson er í þjónustuíbúð við Flókagötu. Að losna úr þrúgandi umhverfi stofnana segir hann
hafa gert sér afar gott. Einnig sé mikilvægt að stunda daglega hreyfingu og listsýningar séu nærandi fyrir sálina.
„Með sjálfstæðri búsetu fá not-
endur tækifæri til þess að eignast
eigið heimili og öðlast hlutverk í
lífinu,“ segir Jóna Rut Guðmunds-
dóttir, verkefnisstjóri hjá velferð-
arsviði Reykjavíkurborgar. Vegna
nýrra áherslna í búsetumálum
voru stofnaðir ellefu starfshópar
sem ýmsir hagsmunaaðilar koma
að og mynda hóparnir nokkurs
konar bakland einstaklinga sem
búsetuúrræðanna njóta. Segir
Jóna Rut þessi
vinnubrögð
hafa gefist vel.
Fyrir tveimur
árum hafi að-
eins um 30%
notenda þjón-
ustu fyrir geð-
fatlaða tekið
virkan þátt í
samfélaginu. Nú sé hlutfallið orðið
helmingi hærra.
Heimili og öðlast hlutverk
JÓNA RUT GUÐMUNDSDÓTTIR VERKEFNISSTJÓRI