Morgunblaðið - 03.01.2011, Page 12

Morgunblaðið - 03.01.2011, Page 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ Í slendingar eru farnir að vilja fá svo lítinn hita í kroppinn með suðrænni sveiflu svo Latin- tímarnir okkar hafa verið mjög vinsælir uppá síðkastið og verða það eflaust líka á árinu 2011,“ segir Haf- dís Jónsdóttir fram kvæmdastjóri World Class þegar hún er beðin um að spá fyrir hvað verði vinsælast hjá líkamsræktar stöðvunum nú eftir áramótin. „Áður fyrr voru mjúkir þolfimi- tímar afar vinsælir og þetta kemur í raun í staðin fyrir þá, en við bætist þessi mjúka sveifla, svo þátttak- endur ná púlsinum vel upp. Þetta er skemmtileg hreyfing fyrir alla.“ Flestir geta rifjað upp einhver lík- amsræktaræði sem gengið hafa í gegnum tíðina og Hafdís tekur undir það. „Íslendingar eru mikil delluþjóð og það hefur verið gaman að fylgjast með ýmsum æðum sem hafa tekið sig upp í gegnum tíðina í heilsu ræktinni. Oft eru þetta æfingar af sama meiði en kallast hitt og þetta með smávægilegum breytingum,“ segir hún og bætir við að Íslend- ingar séu afar opnir fyrir nýjungum. „Við tökum allt með svolitlu trompi, ef maður skoðar til dæmis tísku og matarmenningu þá erum við rosalega opin fyrir nýjungum, frá bæði austri og vestri. En það góða við dellurnar er að það situr alltaf eitthvað eftir og það eru alltaf ein hverjir sem festast í reglulegri lík amsrækt í kjölfarið.“ Fleira starfsfólk í janúar Nú í byrjun janúar er háannatími hjá heilsuræktarstöðvum. Margir drífa sig af stað í upphafi nýs árs og hyggj ast efna áramótaheitið um að koma sér í gott form á nýju ári. „Já við bætum alltaf við okkur auka mannskap í janúar, í þjálf- urum, afgreiðslu og öðru,“ segir Hafdís. En ekki ílengjast allir í líkams- ræktinni og heldur fækkar iðk- endum þegar líða tekur á vorið. „Við erum sífellt að auka fjöl- breytnina svo sem flestir fjölskyldu- meðlimirnir finni einhvað sem hent- ar þeim hjá okkur og finnist það skemmtilegt. Það eru alltaf ein- hverjir sem kíkja við í mánuð og síð- an ekki söguna meir. Þeim fer samt fjölgandi sem hafa heilsuræktina að lífsstíl.“ Hafdís segir útgáfu frístunda- korta um áramót einnig hafa áhrif á aukna ásókn í janúar. „Það lifnar yfir þátttöku í dans- stúdíóinu okkar um áramótin því frí- stundakortin eru gefin út um ára- mótin. Það tók okkur smá tíma að átta okkur á því. Við höfum velt fyrir okkur hvort ekki væri sniðugra að gefa kortin út á haustin og miða þau við skólaárin í staðin fyrir almanaks- árin.“ Hafdís segir World Class fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og þau geri sér far um að taka vel á móti fólki og leiðbeina þeim sem eru að leita að heilsurækt við sitt hæfi. „Við erum með áðurnefnda latin- tíma, Zumba og Marenge. Harðari tímar eru svo CrossFit, Herþjálfun og Ketilbjöllur, en það er tiltölulega nýtt hjá okkur. Kviður og bak eru vinsælir hálf tíma tímar hjá okkur, það eru mjög margir landsmenn slæmir í bakinu. Hot Yoga er vin- sælt, og nýjung hjá okkur verður Hot Rope Yoga. Það hefur þróast þannig að við hitum orðið upp alla salina fyrir jógatím ana, þátttak- endur vilja það. Það er sami hiti og sótt er í í suðrænu sveifl unni. Bol- lywood-dansarnir verða svo áfram á dagskrá hjá okkur. Í dansstúdíóinu verða svo Michael Jackson dans- arnir, Freestyle og Street dansarnir áfram á dagskrá.“ Ráðleggur fólki að setja sér markmið Þar sem Hafdís hefur verið í þess- um bransa í hátt í þrjá áratugi er freistandi að spyrja hana um helstu breytingar sem hafi átt sér stað á líkams rækt landsmanna. „Það eru alltaf æ fleiri sem stunda líkamsrækt sér til heilsubótar. Sú kynslóð sem hóf að stunda líkams- rækt að staðaldri fyrir 25 árum síðan er enn að og svo bætast nýjar kyn- slóðir auðvitað við. Svo er gaman frá því að segja að eldri borgarar eru í auknum mæli farnir að stunda lík- amsrækt, fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á það að það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig,“ segir Hafdís. En hvaða ráðleggingar hefur hún fyrir fólk sem langar að drífa sig af stað og stunda reglulega líkams- rækt? „Það er alltaf erfitt að drífa sig af stað og ákveðin áskorun falin í því. Það þýðir ekkert annað en að taka sig tak, þetta er eitthvað sem enginn getur gert fyrir mann,“ segir Hafdís. „Ég ráðlegg fólki að setja sér markmið, að mæta tvisvar til þrisvar í hverri viku og gefa sér einhverjar sex vikur til að prófa. Ef eftir þann tíma fólki finnst þessi tiltekna hreyf- ing ekki beint henta sér þá er um að gera að prófa eitthvað annað, það er svo mikilvægt að gefast ekki upp. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi en það tekur mislangan tíma að leita að því. Við rekum fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og við er um bara hérna fyrir fólkið og reyn- um að koma til móts við þarfir hvers og eins.“ Íslendingar eru opnir fyrir nýjungum Morgunblaðið/Árni Sæberg Í tækjasalnum „Það eru alltaf æ fleiri sem stunda hreyfingu sér til heilsubótar,“ segir Hafdís í Wold Class. Morgunblaðið/Golli Hraust „Svo er gaman frá því að segja að eldri borgarar eru í auknum mæli farnir að stunda líkamsrækt, fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á það að það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig.“ Janúarmánuður er há- annatími hjá líkamsrækt- arstöðvum enda margir sem hafa strengt þess áramótaheit að koma sér í gott form. ’Íslendingar eru mikildelluþjóð og það hef-ur verið gaman að fylgjastmeð ýmsum æðum semhafa tekið sig upp í gegn- um tíðina í líkamsræktinni www.madurlifandi.is Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðarsmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710 Hafnarborg 220 Hafnarfirði Sími: 585 8720 Hveitikím Inniheldur 28% prótein Ríkt af andoxunarefnum og Omega-3 fitusýrum Einstaklega trefjaríkt Eykur uppbyggingu vöðva Bætir meltinguna 990 kr.Hveitikímkjúklingaloka með grænmeti, avókadó og wasabi kremi Prófaðu þessa! Nýr próteinríkur heilsubiti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.