Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 16
Þarf að henda mat ef sést í myglu? U m þessar mundir þarf að halda vandlega um pyngjuna á flestum heimlum. Matarinnkaup eru stór liður í útgjöldum meðalheimilsins og leiðinlegt að sjá á eftir mat sem hefur skemmst. Það getur jú alltaf gerst að sósukrukka, brauðpoki eða askja af ávöxtum gleymist aftast í ísskápnum og upp- götvist ekki fyrr en um seinan. Ef buddan er létt gæti verið freistandi að skafa burt mygluna og reyna að borða matinn þrátt fyrir allt. Slíkt getur þó verið varasamt. Sumu má bjarga Mygla í mat getur valdið alls kyns vandræðum, s.s. magaverkjum og uppköstum og alls kyns eitrunar- einkennum. Þá eru sumir útsettir fyrir heiftarlegum of- næmiseinkennum af völdum myglu. Ekki þarf samt að henda öllum mat sem komin er mygla í, og sumu má bjarga. Þumalputtareglan er að ef maturinn er ekki þeim mun þéttari í sér, eða með mikið rakainnihald, þá á hann að fara rakleiðis í ruslatunnuna. Þurrar og þéttar matartegundir geta enn verið ætilegar, en þá þarf að fjarlægja amk þumlung (2-3 cm) umhverfis myglublettinn. Taka þarf burt þennan stóra bita þar sem rætur myglunnar geta náð djúpt inn í matinn. Í rökum eða minna þéttum mat getur myglan náð að spíra mun lengra, og sjást þræðirnir ekki auðveldlega með berum augum. Hörð spægipylsa og harðir ostar skemmast t.d. ekki með myglu. Í tilfelli spægipylsunar má láta duga að skrúbba mygluna af yfirborðinu og talið eðlilegt að slík mygla myndist. Skera þarf burt þumlung í kringum myglublettinn á hörðu ostunum. Harðir og þurrir ávextir og grænmeti, eins og paprika og gulrætur, sleppa líka fyrir horn ef skorið er þumlung umhverfis mygluna. Tómatar og agúrkur fara hins vegar í ruslið, svo nefnt sé dæmi. Myglan nær víða Sósur, sultur, brauð, jógúrt, sýrður rjómi, pottréttir og kjöt er allt talið óhæft til átu þegar mygla sést. Ef t.d. einn ávöxtur er skemmdur er mælt með að fjarlægja eða skoða a.m.k. vandlega nærliggjandi ávexti og aðra mat- vöru þar sem myglan kann að hafa borist áfram. Til að draga úr líkum á myglu þar skv. ráðleggingum Bandaríska lyfjaeftirlitsins að þrífa ísskápinn reglulega, halda svömpum og viskustykkjum hreinum og þurrum, og reyna að halda rakastigi innanhúss undir 40%. Vita- skuld hjálpar líka að geyma matvöru í vandlega lokuðum ílátum og í góðum kæli. ai@mbl.is Ostur Sumum þykja mygluostar afar góðir. Hörðum og þurrum matvælum má í sumum tilvikum bjarga en annað fer beint í ruslið 16 | MORGUNBLAÐIÐ E ftir að ég útskrifaðist sem íþróttafræðingur fór ég að nota netið til að koma mér á framfæri. Í kjölfarið varð Heilsurækt.is til,“ segir Jóhann Björn Sveinbjörnsson, íþróttafræð- ingur og einkaþjálfari. „Síðan þá höfum við boðið upp á margvíslega þjónustu en við höfum reynt að ná bæði til einstaklinga og fyrirtækja.“ Þjónusta fyrirtækisins felst fyrst og fremst í því að leiðbeina ein- staklingum og starfsmönnum fyrir- tækja sem vilja stunda líkamsrækt sína heima eða á vinnustað. „Mér fannst þetta valkostur sem þyrfti að kynna fleirum. Sjálfur æfi ég mestanpart heima hjá mér enda kominn með fjölskyldu og fann að ég kom því ekki alltaf við að mæta fimm sinnum í viku í ræktina,“ segir Jó- hann. Líkamsþyngd nýtt til æfinga En hvernig fer heimaþjálfun fram? „Okkur finnst þetta vera alveg bráðsniðugt fyrirkomulag. Eins og allir þekkja er mikið að gera hjá öll- um og margir eiga erfitt með að finna tíma til að koma líkamsrækt- inni inn í dagsskipulagið. Við ákváðum því að bjóða fólki upp á að koma heim til þess og benda fólki á aðferðir til að nýta þær aðstæður sem heima eru til líkamsræktar. Það er hægt að gera 100 til 150 æfingar bara með því að nýta sér eigin líkamsþyngd. Við leiðbeinum fólki einnig varðandi mataræði og erum til taks fyrir viðskiptavini eftir fremsta megni,“ útskýrir Jóhann. „Nú erum við reyndar að breyta þessari þjónustu og kynnum til sög- unnar nýtt æfingakerfi. Þar fær fólk hjá okkur 10 vikna æfingapró- gramm, ýmsa fróðleiksmola, matar- dagbók og margt annað í einni bók. Inni í því eru þrjár mælingar hjá okkur og fullt aðgengi að okkur meðan á prógamminu stendur.“ Engar öfgar Sem fyrr sagði er einnig boðið upp á fyrirtækjaþjónustu. „Það er möguleiki fyrir fyrirtæki að fá okkur í heimsókn og fram- kvæma heilsufarsmælingar á starfs- fólkinu. Svo er misjafnt hvernig fyr- irtækin vilja gera þetta. Sumir vilja setja þetta upp sem keppni á milli starfsmanna, aðrir vilja nota þjón- ustuna sem heilsufarsmælingu með vissu millibili svo fólk geti metið ár- angur af æfingum sínum, hvort sem það eru færri kíló eða lægri fitupró- senta, lægri blóðþrýstingur eða hvað sem er,“ segir Jóhann. „Allar rannsóknir sýna að reglu- leg hreyfing eykur vinnuafköst og fækkar veikindadögum á vinnustöð- um.“ Áhugasamir eru hvattir til að kíkja inn á vefinn heilsuraekt.is og finna sér úrræði við hæfi, það er hægt að klæðskerasníða dagskrá fyrir hvern og einn. „Við leggjum metnað í að hafa engar öfgar í þjálfuninni og reynum að fara hinn gullna meðalveg. Það eiga allir að geta fundið eitthvað fyr- ir sig hjá okkur,“ segir Jóhann að lokum. birta@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Einaþjálfari „Sjálfur æfi ég mestanpart heima hjá mér og fann að ég kom því ekki alltaf við að mæta fimm sinnum í viku í ræktina,“ segir Jóhann. Heilsurækt heima í stofu Það er ekki allra að stunda líkamsræktarstöðvar. Sumir velja að stunda lík- amsrækt heima hjá sér og þá býður fyrirtækið Heilsu- rækt.is viðeigandi þjón- ustu. Jóhann Björn Svein- björnsson er í forsvari hjá Heilsurækt. Getty Images

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.