Morgunblaðið - 03.01.2011, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.01.2011, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ | 23 Í Baðhúsinu borgar þú aðeins 5.990* kr. á mánuði og færð aðgang í alla opna og LOKAÐA tíma. Hot jóga - innifalið Heilsuátak - innifalið Tabata - innifalið Afró - innifalið Magadans - innifalið Bollywood - innifalið Les Mills tímar - innifalið Salsa -innifalið Flamenco - innifalið Tæbox - innifalið o.mfl. Og auðvitað hefurðu líka aðgang að heitri laug, vatnsgufu, sauna og notalegu hvíldarhreiðri. Baðhúsið - fyrir klárar konur Vertu velkomin. Má bjóða þér aðgang að öllum tímum, jafnt opnum sem lokuðum námskeiðum? Í Baðhúsinu borgar þú aðeins 5.990* kr. á mánuði og hefur aðgang að öllu þessu með þátttöku í KK klúbbnum. Klárar konur sjá hvaða leið er hagstæðust. 5.990* á mánuði í KK áskriftarklúbbnum, lágmarkstími 12 mánuðir. Hægt er að velja um 3 leiðir, Skólaáskrift, Grunnáskrift og Eðaláskrift. Frír aðgangur að lokuðum tímum fylgir Grunn- og Eðaláskrift. w w w. b a d h u s i d . i s S í m i 5 1 5 1 9 0 0 Eitt verð - fyrir klárar konur Nánari upplýsingar á www.badhusid.is/kk Lj ós m yn da ri Ve ra Pá ls d. Komdu strax í klúbbinn og byrjaðu að æfa, fyrsta greiðsla kemur ekki fyrr en í febrúar! Kynntu þér úrval tíma í stundaskrá á www.badhusid.is Það er ýmislegt hægt að gera til að koma blóðinu á smá hreyfingu þó svo að seta á óæðri endanum ein- kenni daginn. Hér eru nokkur góð ráð sem ættu að auka vellíðan á vinnustað og auka afköst að sama skapi.  Stattu upp á klukkutíma fresti og hreyfðu þig aðeins. Labbaðu stuttan hring, um vinnusvæðið eða töltu út fyrir og andaðu að þér fersku lofti í nokkrar mínútur.  Drekktu vatn. Það getur verið hluti af hreyfingunni á klukkutíma fresti að rölta að vaskinum og fá sér glas af köldu vatni.  Ef vinnustaðurinn er á fleiri en einni hæð er sniðugt ráð að nota kló- sett á annarri hæð, eða bara það kló- sett sem er hvað lengst frá vinnu- svæðinu. Þá er hægt að teygja enn betur úr sér á leiðinni.  Skildu eitthvað viljandi eftir í bílnum sem þú neyðist til að sækja, til dæmis hádegismatinn. Þá get- urðu fengið þér smávegis ferskt loft í leiðinni.  Fáðu þér handfrjálsan búnað á farsímann. Símtöl má oft afgreiða gangandi um, passið bara að trufla ekki vinnufélagana of mikið.  Lítil handlóð komast vel fyrir í skrifborðsskúffunni og þau geta komið sér vel þegar gerðar eru smá- vægilegar æfingar í sætinu.  Notaðu hádegishléið til hreyf- ingar. Ferð í sund eða göngutúr í há- deginu getur gert kraftaverk. birta@mbl.is Leikfimi Þessi stelling er kannski ekki á allra færi, en gott er að hver og einn finni sér viðeigandi hreyfingu til að teygja úr sér við skrifborðið. Hreyfing Það getur verið gott að grípa í lóðin við tölvuna. Hreyfing í vinn- unni Margir eyða vinnu- eða skóladögum sitjandi í stól við tölvu. Í því felst ekki mikil hreyfing og því er gott og hollt að teygja úr sér reglulega og gera jafn- vel smávægilegar æfingar. M argir kannast því við þyngdaraukn- ingu, hækkun blóðþrýstings, bólgu- myndum, bjúgsöfnun og mikinn þorsta eftir jólahátíðina. Sigríður Guðjohnsen, jógakennari hjá Nordi- caSpa, segir mjög nauðsynlegt að hreinsa líkam- ann af þessum óæskilegu efnum bæði með sér- stöku mataræði sem og réttri hreyfingu, en Sigríður hefur kennt jóga og líkamsrækt í mörg ár. Sigríður er að fara af stað með námskeið á NordicaSpa sem heita 28 daga hreinsun með mat- aræði og hreyfingu og gengur út á að hreinsa lík- amann af þessum óæskilegu uppsöfnuðu eitur- efnum. Með svona hreinsun aukum við getu líkamans til að vinna rétt úr fæðunni, aukum lið- leika og styrk og komum fólki af stað í nýjan lífs- stíl. „Ég leiði fólk í gegnum hreinsun líkamans á þessum 28 dögum og það er ekki sama fólkið sem labbar út eftir námskeiðið og kom inn, svo mikil er breytingin. Mikið af lífsstílstengdum sjúkdómum s.s. hár blóðþrýstingur, hátt kólesterol, offita, gigt, maga- og ristilvandamál, sykursýki II, bólg- ur í liðum og jafnvel þunglyndi er mjög mat- artengt og með þessari hreinsun getur fólk snúið til baka og lagt af stað í nýjan lífsstíl,“ segir Sig- ríður. Hreinsun líkamans Hluti íslenska jólamatarins inniheldur ýmis óæskileg efni sem líkaminn á erf- itt með að vinna úr og veldur fólki ýmsum óþægindum og kvillum eftir jólin. Hreinsun Sigríður Guðjohnsen, jógakennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.