Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 25

Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 25
Hvaðan fáum við D-vítamín? D-vítamín myndast í húðinni fyrir tilstilli útfjólublárra geisla sólar. Hægt er að fá nægilegt D- vítamín með því að vera úti í sól með bert andlit og hendur í stuttan tíma á dag að sumri en á veturna er sól ekki nægilega hátt á lofti til að D-vítamín myndist í húðinni. Hér á Íslandi getur D-vítamín til dæmis aðeins myndast í húð frá því um miðjan mars og fram í september. Því miður er ekki nóg að borða fjölbreytt og hollt fæði til að fá nóg af D-vítamíni. D- vítamín er í fáum fæðutegundum en þorskalýsi og feitur fiskur eru þær fæðutegundir sem hafa mest af D-vítamíni. Eggjarauða inniheldur einnig nokkurt magn D-vítamíns og eins eru Fjör- mjólk og Stoðmjólk D-vítam- ínbættar. Af hverju er D-vítamín mikilvægt? D-vítamín gegnir mikilvægu hlutverki í kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir upp- byggingu beina. Einnig er talið hugsanlegt að D-vítamín geti haft hlutverki að gegna við að fyrirbyggja krabbamein, sjálfs- ónæmissjúkdóma, hjartasjúk- dóma og gigt. Auk þess að stuðla að auknum vöðvastyrk og þannig draga úr líkunum á að fólk bein- brjóti sig við fall. Ráðleggingar Samkvæmt ráðleggingum Lýð- heilsustöðvar er hæfilegt að börn og fullorðnir, að 60 ára aldri, fái 10 míkrógrömm af D-vítamíni á dag en þeim sem komnir eru yfir sextugt er ráðlagt að fá 15 mík- rógrömm á dag. Ein teskeið af þorskalýsi (5 ml) veitir ráðlagð- an dagskammt af D-vítamíni fyr- ir börn og fullorðna að 60 ára aldri, en eldri en 60 ára þurfa eina og hálfa teskeið. Sérstök ástæða er til að benda foreldrum 6 ára grunnskólabarna á að muna eftir lýsinu. Hingað til hafa þau flest fengið lýsið í leik- skólanum og því hefur ekki þurft að huga að því heima. Ítarefni Ráðleggingar um mataræði og næringarefni – fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri – bæklingur (sjá sérstaklega bls. 16 og 17). www.lydheilsustod.is/media/ manneldi/utgefid//mat- araedi-lowres.pdf Vítamín og steinefni – fræðslubanki (D-vítamín) www.lydheilsustod.is/ vitamin/d-vitamin Mikilvægara að fá nóg D- vítamín en ríflegt magn af kalki www.lydheilsustod.is/frettir/ naering-og-holdafar/nr/1224 Sterk bein brotna síður www.lydheilsustod.is/ greinar/greinasafn/mann- eldi/nr/218 Bryndís Elfa Gunnarsdóttir, verkefnastjóri næringar, Lýðheilsustöð. D-vítamín og skammdegið Á þessum árstíma þegar sól er lágt á lofti minnir Lýðheilsustöð á nauð- syn þess að fá sér dag- lega þorskalýsi eða ann- an D-vítamíngjafa. ’Hér á Íslandi getur D-vítamín til dæmis að-eins myndast í húð fráþví um miðjan mars ogfram í september. MORGUNBLAÐIÐ | 25 Þinn árangur - okkar metnaður! Aðgang að einkaþjálfara í tækjasal• Sérsniðna æfingaáætlun• Mælingar, aðhald og eftirfylgni• Aðgang að fjölbreyttum tímum• Handklæði við hverja komu• Herða- og höfuðnudd í heitum pottum• Aðgang að Spa-svæði með vatnsgufu• Aðgang að sauna og hvíldarlaug• Afslátt af þjónustu og námskeiðum• Persónulega þjónustu og hlýlegt viðmót• Hilton Reykjavík Nordica - Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 - www.nordicaspa.is Meðlimskort NordicaSpa Með kortinu færð þú: Nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og verð finnur þú á nordicaspa.is eða í síma 444-5090. Ný árangursrík námskeið hefjast 10. og 11. janúar 2011 Nýrlífsstíllánýjuári Lúxusnámskeið NordicaSpa Gunnar Már heilsugúru kemur þér fantaform! Mikil brennsla, bætt melting, aukinn kraftur og betra þol. Mikið aðhald, fræðsla, mælingar og matseðlar. 28 daga hreinsun - með hreyfingu og mataræði Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af óæskilgum eiturefnum, aukum getu hans til að vinna rétt úr fæðunni og komum þér af stað í nýjan lífsstíl. Frábær árangur! Nauðsynlegt öllum eftir jólaátið! Ungt fólk (16-25 ára) Árangursríkt námskeið fyrir ungt fólk sem hefur lítið hreyft sig, vill breyta um lífsstíl og koma sér í gott form. Léttara líf Einstaklingsmiðað námskeið fyrir fólk í umframþyngd. Mikill stuðningur, næringarráðgjöf, eftirfylgni og umhyggja. Stykjum stoðkerfið Námskeið fyrir fólk með stoðkerfisvandamál (bakverki, axlarmeiðsl ofl.). Einstaklingsmiðuð æfingaáætlun sem bætir líðan, heilsu og lífsgæði. Lífsgæði 60+ Skemmtilegt heilsunámskeið fyrir fólk 60 ára og eldri sem vill auka lífsgæði sín í góðum félagsskap. Hentar einnig þeim sem eru að glíma við of háan blóðþrýsing, umframþyngd, sykursýki II ofl. Latin-fitness – dansnámskeið Lærðu að dansa um leið og þú kemur þér í frábært form. Þú þarft ekki dansfélaga – mætir bara einn. Brjálað fjör! Zumba-fitness Nýjasta líkamsræktaræðið í dag! Auðveld spor fyrir allan aldur í takt við geggjaða suður-ameríksa tónlist. NÝTT! NÝTT! NÝTT! NÝTT! NÝTT!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.