Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ
Ekki gleyma að drekka Birkisafann
frá um jólahátíðina
Útsölustaðir:
Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og
heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækningabúðin,
Hagkaup, Nóatún, Lyfjaval, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land
Velkomin að skoða www.weleda.is
Safinn virkar vel á eðlilega úthreinsun líkamans
Lífrænt ræktaður, án aukaefna
Losar bjúg
Léttir á liðamótum
Losar óæskileg efni úr líkamanum
Góður fyrir húð, hár og neglur
Blanda má safann með vatni
Má einnig drekka óblandað
eilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og
Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Lyfjaval, Barnaverslanir,
Heilsuver, Apótek Hafnarfjarðar, Akureyrarapótek, Apótek Vesturlands, Reykjavíkur apótek, Árbæjar-
apótek, Á grænni grein, versl. Val Sólheimum og sjálf tætt starfandi apótek um allt land
Þ
etta byrjaði fyrir einum 18 árum þegar ég var að læra til
kokks. Þá fékk ég heiftarlegt ofnæmi, meðal annars fyrir
fiski, svo ég neyddist til að taka mataræði mitt alveg í
gegn, en það var nokkuð sem ég hugsaði ekki mikið um
fram að því,“ segir Auður Ingibjörg Konráðsdóttir, kokkur og
bakari, sem er í forsvari fyrir fyrirtækið Heilsukokkur.
„Ég hætti strax að borða fisk og tók svo mataræðið í gegn
smátt og smátt. Líðan mín snarbreyttist í kjölfarið.“
Auður hefur síðan viljað hjálpa og ráðleggja fólki sem er í sömu
stöðu og hún var.
„Ég vildi að ég hefði haft einhvern ráðgjafa til að leita til þegar
ég var að byrja á þessu. Mér finnst enn vera þörf á fræðslu af
þessu tagi,“ segir Auður en hún heldur reglulega námskeið fyrir
alla sem annaðhvort vilja eða þurfa að breyta mataræði sínu.
Fjólublár maís
Sem fyrr sagði eru hátt í tveir áratugir frá því að Auður sneri
sér að hollara mataræði. Hún segir aðstæður til að iðka hollari
lífsstíl hér á landi hafa batnað til muna á þeim tíma.
„Þó er alltaf ýmislegt sem maður saknar, en ég hef búið bæði í
Bandaríkjunum og Bretlandi. Þar kynntist ég ýmiss konar hráefni
sem ég myndi gjarnan vilja hafa á boðstólum hér,“ segir Auður og
nefnir til að mynda fjólubláan maís, ávexti og grænmeti, t.d. alls
kyns rótargrænmeti.
Á heimasíðunni heilsukokkur.is og á Facebook-síðu fyrirtækis-
ins má finna fjöldann allan af girnilegum uppskriftum úr smiðju
Auðar.
„Þetta eru alls konar uppskriftir en ég hef lagt svolitla áherslu
á hvers kyns eftirmat. Ég er svo mikill sælkeri sjálf,“ segir Auður
og bætir við að það sé lítið mál að sameina sælkerann og heilsu-
kokkinn.
Og það er ýmislegt framundan hjá Auði sem bæði ætlar að
halda áfram námskeiðshaldi í janúar en er auk þess að skipu-
leggja heilmikla ráðstefnu tileinkaða hollu mataræði sem áætlað
er að halda hér á landi í febrúar.
„Þar verða áhugaverðir fyrirlesarar og skemmtilegar uppá-
komur,“ lofar Auður að lokum.
birta@mbl.is
Heilsukokkur
og sælkeri
Heilsukokkurinn Auður Ingibjörg Konráðsdóttir
neyddist til að breyta mataræði sínu í kjölfar ofnæm-
is. Nú ráðleggur hún öðrum í sömu sporum og skrifar
afar girnlegar en heilsusamlegar uppskriftir.
Morgunblaðið/Ernir
Heilsukokkur „Ég vildi að ég hefði haft einhvern ráðgjafa til að leita til þegar ég var að byrja,“ segir Auður.
Fylltar mexíkóskar paprikur
2 Ramiro-paprikur
Fylling:
1 dl cashew-hnetur
1 hvítlauksgeiri
2 msk ólífuolía
safi úr 1 lime
2 msk lífrænn appelsínusafi
2 msk næringarger eða
1 tsk laukduft
2 tsk reykt paprika
¼ tsk ferskur chilipipar, saxaður
1 tsk himalajasalt
1 meðalstór gulrót, rifin
1 meðalstór tómatur, saxaður
2 vorlaukar, saxaðir
1 msk ferskt kóríander, saxað
1 dl graskersfræ
Skera Ramiro-paprikur í tvennt
eftir endilöngu, halda stilkinum en
skera burtu hvítu lengjurnar og fræ-
in. Setja allt efni í fyllinguna nema
grænmetið í blandara og mauka.
Blanda saman við grænmetið og
graskersfræin, smakka til með hi-
malajasalti. Fylla paprikurnar og
baka þær í ofni við 180°C í 15-20
mínútur. Bera fram með mole-sósu
og heilsu-Mojito.
Mole-sósa
1 msk hörfræ
1 rauð paprika
1 lífrænt avókadó, mjúkt
2 sólþurrkaðir tómatar, ekki í olíu
2 msk KVIK-kakó
¼-½ tsk ferskur chilipipar, fínt saxaður
1 tsk tamari
1 tsk lífrænt hunang
himalajasalt
Mylja hörfræ í kaffikvörn. Mauka
allt í blandara, smakka til með salti.
Óáfengur
heilsu-Mojito
1 flaska lífrænt límonaði
2 þunnar sneiðar lime
2 tsk limekjöt
½ tsk hrásykur
8-10 myntulauf
mulinn ís
Steyta myntu, lime-
kjöt og hrásykur í
mortéli, hella yfir mul-
inn ís í tveimur glös-
um, hella límonaði yfir
og skreyta með lime-
sneið.
Það er svo misjafnt sem
mennirnir leita að og
uppátækin eftir því ólík.
Valery Rozov stekkur
hér fyrst allra fram af Ul-
vetanna á Antartíku, en
fjallið það telur 2.931
metra. Vængjabúning-
urinn bjargaði henni frá
því að hrapa til bana, en
eftir að hafa svifið um í 45
sekúndur lenti Rozov
slysalaust með hjálp fall-
hlífar. Reuters
Er þetta
Súper-
mann?