Morgunblaðið - 03.01.2011, Side 27
C
andida sveppasýking, ein-
kenni og lyfjalaus meðferð
nefnist bók sem nú hefur
verið endurútgefin hjá
Sölku. Þessi bók kom upphaflega
út árið1995 og er eftir Hallgrím Þ.
Magnússon og Guðrúnu G. Berg-
mann. Hún var svo endurprentuð
1997 og 1999. Vegna mikillar eft-
irspurnar er
hún nú gefin út
aftur en í þetta
skipti betr-
umbætt og
endurskrifuð í
ljósi ýmissa
nýrra rann-
sókna um
þennan algenga
en leynda
kvilla. Sjúk-
dómseinkenni
eru útskýrð, fjallað um fæðu-
samsetningu og fjallað um leiðir til
að vinna bug á sýkingunni. Hinn 8.
janúar munu þau Hallgrímur og
Guðrún halda fyrirlestur í tilefni af
útgáfu bókarinnar og í kjölfarið
verða haldin námskeið fyrir áhuga-
sama sem verða auglýst síðar.
Velsæld eða vansæld
Máttur viljans er nýstárleg bók
eftir Guðna Gunnarsson sem kem-
ur út í febrúar. Guðni er stofnandi
og upphafsmaður Rope Yoga-
hugmyndafræðinnar og einn af
frumkvöðlum Íslands á sviði lík-
ams- og heilsuræktar. Hann hefur
starfað við fagið í meira en 25 ár,
hér og erlendis, og er m.a. fyrsti
einkaþjálfarinn á Íslandi. Bókin
fjallar um hvort við viljum setja
lífið á sjálfstýringu og búa við
skort og vansæld – eða taka
ábyrgð og stjórna sjálf hvert við
stefnum. Velsæld eða vansæld;
okkar er valið því það skiptir öllu
máli að hverju við beinum athygl-
inni.
Þú getur það!
Lousie L. Hay er bandarískur
rithöfundur
og fyrirles-
ari sem á
sér stóran
aðdáenda-
hóp um all-
an heim.
Fyrir
nokkrum
árum kom
út eftir
hana á ís-
lensku bókin Læknaðu sjálfan þig
sem varð eins og biblía margra
sem áttu við veikindi að stríða.
Væntanleg er svo ný bók sem heit-
ir því hvetjandi nafni: Þú getur
það! Þar útskýrir höfundur mátt
þess að staðfesta hið góða í lífinu
til þess að gera óskir og markmið
að veruleika. Bókinni er skipt í
stutta kafla, og hver og einn er
helgaður vissum staðfestingum um
heilsu, fyrirgefningu, sköp-
unargáfu, ástarsamböndum, sjálfs-
virðingu og fleira.
FISKUR! fyrir lífið
Fyrir nokkrum árum kom út hjá
Sölku bókin FISKUR! en þar er
útskýrt hugmyndakerfi sem hefur
bætt starfsárangur og vinnugleði
fólks víða um heim. Í nýrri bók,
FISKUR! fyrir lífið, er þessi
magnaða lífsspeki færð inn á
heimilið þar sem fólk glímir við sín
persónulegu málefni. Það má segja
að hugmyndafræði FISKS! felist í
eftirfarandi reglum: Leikum okk-
ur, gerum öðrum daginn eft-
irminnilegan, verum til staðar og
veljum okkur viðhorf.
birta@mbl.is
Rope Yoga Guðni Gunnarsson
gefur út bók sem fjallar um hvort
við viljum setja lífið á sjálfstýr-
ingu og búa við skort og vansæld
– eða taka ábyrgð og stjórna sjálf
hvert við stefnum.
Fiskur og
máttur viljans
Margir nýta sér fróðleik í bókum þegar nýtt og heilsu-
samlegra líferni er á dagskránni. Því er ekki úr vegi að
benda á nokkrar slíkar bækur sem fást hér á landi.
MORGUNBLAÐIÐ | 27
Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar af
Nicotinell lyfjatyggigúmmíi mega aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Þeir sem hafa fengið ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, að
meðtöldu Prinzmetal afbrigði hjartaangar, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega, eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Sjúklingar með háþrýsting sem ekki hefur náðst stjórn á, stöðuga hjartaöng,
sjúkdóm í heilaæðum, teppusjúkdóm í útlægum slagæðum, hjartabilun, sykursýki, ofstarfsemi skjaldkirtils eða krómfíklaæxli, auk alvarlega skertrar nýrna- og/eða lifrarstarfsem skulu gæta varúðar við notkun á
Nicotinell. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare.
Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ.
Nicotinell er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
®