Morgunblaðið - 03.01.2011, Side 28

Morgunblaðið - 03.01.2011, Side 28
Stuðningur til breytinga Heilsuhótelið í Reykja- nesbæ rær á ný mið. Stuðningur við sykursjúka og fólk eftir ástvinamissi. Ásgeir R. Helgason Ragnar Sær starfa við heilsuhótelið. Þá mun Ás- geir R. Helgason doktor í lækna- vísindum og dósent í sálfræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og Háskólann í Reykjavík hafa um- sjón með árangursmati starfsem- innar. Áhrifin könnuð „Markmið heilsuhótelsins er að styðja fólk til lífsstílsbreytinga og því verður höfuðáhersla lögð á að kanna áhrif dvalarinnar á lífsstíl,“ segir Ásgeir. Á herslum í starfseminni hef- ur verið breytt og við vilj- um ná til fleiri hópa en áð- ur,“ segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Heilsuhótels Íslands á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hótelið var sett á laggirnar fyrir um tveimur árum og er best þekkt fyrir svokallaða Detox-meðferð þar sem fólk er að- stoðað við að taka sér tak; með breyttu matarræði, víðtækri fræðslu, heilbrigðri hreyfingu, bólgueyðandi nuddi, gufuböðum, hvíld og slökun. Þjóna fleirum En nú er róið á ný mið á heilsu- hótelinu og starfsemin þar mun í framtíðinni ná til fleiri þátta en áð- ur. „Nú erum við í auknum mæli að fá til liðs við okkur fólk af hin- um ýmsu sviðum heilbrigðisgreina og það ætti að gefa okkur kost á að þjóna fleirum. Núna erum við til dæmis að fara af stað með öfluga meðferð og fræðslu fyrir fólk sem er með áunna sykursýki. Sú aðferð sem við byggjum á hefur ekki boð- ist hjá öðrum hér á landi,“ segir Ragnar Sær. Þá var milli jóla og nýárs á hótelinu námskeið fyrir ekkjur og ekkla, fólk sem þarf að takast á við lífið eftir sáran ástvi- namisi. Sturla Johnsen heimilislæknir er um þessar mundir að koma til „Við munum kanna hvort einföld eftirfylgni hafi áhrif á hlutfall þeirra sem breyta lífsstíl til fram- búðar. Til dæmis er stefnt að því að kanna hvort sérhannað nám- skeið fyrir fólk með sykursýki 2 auki lífsgæði og dragi úr einkenn- um meðan á dvölinni stendur og allt að ári síðar. Fyrsta skrefið verður þó könnun á líðan fólks sem dvaldi á hótelinu árið 2009. Hótelið mun áfram bjóða uppá svokallað Detox og verið er að skoða hvort það sé vísindalega mögulegt að at- huga sérstaklega áhrif einstakra þátta þess á líðan fólks,“ segir Ás- geir. sbs@mbl.is heilsuhotel.is Hótel Þjónustan sem býðst á heilsuhótelinu á Ásbrú er afar fjölbreytt. 28 | MORGUNBLAÐIÐ Fallegt Það væri nú ekki ónýtt að hlaupa maraþon með þessa fögru byggingu fyrir augum. Myndin er frá Petra í Jórdaníu. V ið bjóðum upp á gönguferð- ir, hjólaferðir, golfferðir, hlaupaferðir, gönguskíða- ferðir og svigskíðaferðir. Einnig bjóðum við upp á há- fjallagöngur í Ölpunum næsta sum- ar þá er meiningin að klífa Mt. Rosa- fjallgarðinn undir leiðsögn Einars Stefánssonar eins af Everest- förunum,“ segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Bændaferða. Á heimasíðu ferðaskrifstofunnar má finna allar upplýsingar um hinar fjölbreyttu ferðir sem í boði eru og óhætt er að segja að þar sé af mörgu að taka. Ekki bara fyrir bændur Golfferðir til Túnis í febrúar, maraþonhlaup í Rotterdam í apríl og svigskíðaferð til Saalbach – Hinterg- lemm í lok janúar er meðal þess sem í boði er. Á heimasíðu Bændaferða má einnig finna ítarupplýsingar um þá staði sem í boði eru, gistingu, far- arstjóra og dagskipulag í ferðunum góðu, en allir hreyfiglaðir ættu að geta fundið sér þar ferð við hæfi. „Þetta eru ferðir sem eru öllum opnar þó að nafnið á fyrirtækinu gefi annað til kynna. Við erum einnig með ferðir sem heita Trítlað um Ty- rol og Trítlað og siglt þetta eru gönguferðir fyrir 60 ára og eldri,“ segir Sævar. birta@mbl.is www.baendaferdir.is Trítlað um Tyrol Fallegt Úr gönguferð Bændaferða um fjallatinda Dólómítanna. Svigskíðaferðir í Alpana, hjólaferðir frá Prag til Vínar og maraþonhlaup í Jórdaníu er meðal þess sem Bændaferð- ir bjóða hreyfiglöðum einstaklingum upp á undir for- merkjum Hreyfiferða. Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | www.veggsport.is KETILBJÖLLUR KARFA GOLFHERMIR SPINNING LYFTINGAR SKVASSGUF UBAÐ Mataræði, handbók um hollustu, kom út á síð- asta ári hjá Sölku. Í bókinni eru 64 reglur um hvernig hægt er að bæta mat- arvenjur, kauphegðun og bent á hvaða innihaldsefni eru vara- söm. Micheal Pollan er marg- verðlaunaður metsöluhöfundur og þekktur fyrir hnyttinn og fá- orðan stíl. Honum finnst óþarf- lega flókið að borða nú til dags og blandar hér saman almennri skynsemi, alþýðufróðleik og nýj- ustu rannsóknum. Dæmi um slíkt má sjá í reglu nr. 2: „Borð- aðu ekkert sem langamma hefði ekki kannast við sem mat: Þið [langamma þín] standið saman við mjólkurkælinn. Hún tekur upp ílát með litríkri mjólkurafurð og hefur ekki hugmynd um hvað plasthólkurinn með litaða eða bragðbætta hlaupinu gæti inni- haldið. Er þetta matur eða tann- krem?“ Handbók um hollustu Borðaðu ekkert sem langamma hefði ekki kannast við sem mat.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.