Morgunblaðið - 03.01.2011, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ | 29
vigtarradgjafarnir.is
865-8407
Sjá nánar á www.vigtarradgjafarnir.is
Hefur þú viljann, þá
hef ég uppskriftina …
Íslensku
Vigtarráðgjafarnir
Lærðu að borða hollan og góðan mat
og taktu á aukakílóunum.
5 kíló á 5 vikum!
M
enn leggja ýmislegt á sig
til að bæta árangur sinn í
íþróttum og áramótin eru
líka sá tími sem flestum
hugkvæmist að taka upp betri lífsstíl
og vinna bug á vandamálum í skrokk-
num. Gísli Sigurðsson hjá Klinik í
Bæjarlind segir áhugavert að skoða
möguleika MTT-æfingameðferð-
arinnar, bæði til að efna áramótaheit
um betra líkamlegt ástand, og til að
bæta frammistöðu í íþróttum.
„Hjá Klinik sjúkraþjálfun notum
við meðal annars MTT æfinga-
meðferðina, sem byggist á að gera
sérsniðnar æfingar í trissum og vinna
þannig með líkamann. Notaðar eru
léttar þyngdir og gerðar margar end-
urtekningar, en hreyfingarnar líkjast
hreyfingum líkamans í daglegu lífi.
Æfingar af þessum toga nýtast bæði
þeim sem vilja styrkja sig almennt og
einnig þeim sem langar að búa sig vel
undir ýmsar íþróttagreinar.“ segir
Gísli, sem er sérfræðingur í stoðkerf-
issjúkraþjálfun. „Búið er til
einstaklingsmiðað þjálfunarprógram
svo að hver og einn nái sem bestum
árangri í samræmi við sínar þarfir og
markmið.“
Eymsli á þriðju holu?
Til að taka dæmi af vinsælli íþrótt
nefnir Gísli golfið, og hvernig þarf að
skoða hvern einstakling með tilliti til
hreyfanleika, styrks og jafnvægis, en
allir þessir þættir skipta miklu máli
fyrir stundun golfíþróttarinnar. „Oft
er það raunin að golfunnendur á öll-
um aldri eiga við einhver stoðkerf-
isvandamál að etja og verður til þess
að þeir geta ekki stundað íþróttina
sína af eins miklum krafti og þeir
annars vildu,“ segir hann. „Golf er
holl hreyfing en svo að vel sé þurfa
bak, mjaðmir, mjaðmagrind og hné
að vera í toppstandi. Ef eitthvað er í
ólagi getur það t.d. gerst að menn
sem eru alla jafna hressir fara
kannski að kenna eymsla á þriðju
holu og hvorki njóta leiksins né ná til-
settum árangri. Ef stoðkerfisvanda-
mál er til staðar er mikilvægt að fá
sjúkraþjálfara til að meta stöðuna og
oft þarf sérstakrar meðhöndlunar við
til að hjálpa líkamanum að ná bata.“
Þá segir Gísli að markviss þjálfun
með aðstoð sjúkraþjálfara geti hjálp-
að þeim sem þegar eru liðtækir og
sprækir í hvívetna að standa enn bet-
ur að vígi. „Það er áhugavert að skoða
þann möguleika hvort ekki er hægt
að ná t.d. meiru út úr golfsveiflunni
með MTT-æfingum. Ekki er að
ástæðulausu að þeir allrabestu í
íþróttum, hvort sem um er að ræða
golf, handbolta, knattspyrnu eða aðr-
ar íþróttir, hafa á bak við sig hóp að-
stoðarmanna og er þar iðulega að
finna sjúkraþjálfara sem hjálpar við
að halda líkamanum í toppformi.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Ernir
Hreyfing Gísli Sigurðsson brúkar trissuna sem er í aðalhlutverki í MTT meðerð.
Betri frammi-
staða með MTT
Æfingameðferð undir leiðsögn sjúkraþjálfara getur verið
góður kostur. MTT meðferð getur sérstaklega gagnast
íþróttamönnum, t.d. þeim sem stunda golf.
Hjá Klinik sjúkraþjálfun er hægt
að fá ástandsskoðun á stoðkerf-
inu, og bendir Gísli á að allir ættu
að láta framkvæma slíka skoðun
árlega. „Fólki þykir sjálfsagt að
fara til tannlæknis árlega til að
fyrirbyggja skemmdir, og fer með
bílinn reglulega í ástandsskoðun,
en leitar sér oft ekki aðstoðar
með stoðkerfið fyrr en vart verð-
ur við verki og vandamál hafa náð
að þróast,“ segir hann og minnir
um leið á hversu miklu máli skipt-
ir fyrir lífsgæði fólks og virkni að
stoðkerfið sé í lagi.
Hægt er að leita beint til
sjúkraþjálfara til að fá slíka skoð-
un. „Hún fer þá þannig fram að
farið er yfir liðferla líkamans og
hreyfigetu, vöðvastyrkur er
mældur og framkvæmt jafnvæg-
ispróf. Ef í ljós kemur að eitthvað
er ekki eins og best verður á kos-
ið má vinna með heildrænum
hætti að lausn og forvörnum.“
Fylgjast þarf
vel með stoð-
kerfinu