Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 31
Þú færð Natufood vörurnar í öllum helstu verslunum landsins. Fyrir heilbrigðara og betra líf Hveitikímklattar 5 bollar ferskt hveitikím 3-4 msk lífræn ólífuolía krydd að vild 2 1/2 teskeið vínsteinslyftiduft sjávarsalt 2 egg Þurrefnum blandað saman, olíu og eggjum hrært saman við, vatni bætt út í þar til deigið verður eins og þykkur grautur. Kókosolía sett á heita pönnu og klattarnir mótaðir og steiktir við vægan hita. Heilsu-boost 2 dl ferskt hveitikím 3 bollar vatn 6-8 jarðarber ananas-mangósafi frá Beutelsbacher Allt sett í blandara og hrært vel saman. Natufood er merki um gæði og gott verð. Hveitikím . Hveitikímolía . Omega 3-6-9 olía Hveitikím er ein næringarríkasta fæðutegund sem til er. MORGUNBLAÐIÐ | 31 SKRÁÐU ÞIG NÚNA á worldclass.is og í síma 55 30000 I rl l .i í í H reyfiland er heilsurækt sem sker sig frá öðrum að því leyti að þar eru gestirnir sennilega þeir yngstu á landinu. Krisztina Agueda er stofnandi fyrirtækisins, en hún er íþróttaþjálfari með sér- menntun í þjálfun barna að 3 ára aldri. „Við bjóðum í dag upp á svo- kallaða bumbufimi fyrir verðandi mæður, mæðrafimi fyrir nýbak- aðar mæður og snillingafimi fyrir börn á aldrinum 3 til 12 mánaða. Loks er hreyfifimi fyrir börn frá 1 til 3 ára,“ segir Krisztina. Hreyf- iland hefur starfað frá árinu 2003 og er nú með aðstöðu hjá fim- leikadeild Stjörnunnar í Ásgarði, Garðabæ. Gott fyrir þroskann En þurfa ungbörn að stunda líkamsrækt? „Góð hreyfing örvar þroska barnanna að mörgu leyti. Í tímanum er ég meðal annars að kenna foreldrunum hvernig best er að láta barnið hreyfa sig, og ná fram mestum áhrifum á jafnvæg- isþroska, styrkingu líkamans og andlega örvun,“ útskýrir hún. „Við syngjum, hoppum og dönsum mikið saman, og þegar komið er upp í eldri hópana er farið í leiki þar sem t.d. er skriðið og rúllað og börnin læra að hafa stjórn á hreyfingum sínum. Haft er að leiðarljósi að tímarnir séu bæði skemmtilegir fyrir börnin og for- eldrana, og til viðbótar við æfing- arnar sem við gerum saman læra foreldrarnir að gera æfingar heima með börnunum sínum.“ Að sinna líkamlegri þjálfun barna með þessum hætti segir Krisztina að sé ekki aðeins ánægjulegt bæði fyrir börnin og foreldrana, heldur geti líka haft fyrirbyggjandi áhrif. Hún vitnar í rannsóknir sem benda til já- kvæðra áhrifa á lærdómsgetu á fyrstu árum og möguleika ung- barnaþjálfunar til að hjálpa börn- um sem eiga við einbeitingarleysi að stríða á fyrstu stigum skyldu- náms. Æft með barn í maganum Æfingarnar geta raunar byrjað strax meðan barnið er í móð- urkviði, og hefur jákvæð áhrif bæði á móður og barn. „Í gegnum æfingarnar í bumbufiminni erum við að örva barnið inni í mag- anum. Gæta þarf að því að gera slíkar æfingar undir leiðsögn vel- menntað sérfræðings, og lík- amlegar þarfir móður og barns leyfa aðeins suma hreyfingu og kalla á sérstaka varkárni, t.d. hvað varðar álag á bakið,“ segir Krisztina sem m.a. hefur sent frá sér geisladisk með bumbufimi- æfingum. Krisztina minnir á að mikilvægt sé fyrir barnshafandi konur að hugsa vel um heilsuna, og þurfi rétt líkamsrækt að vera liður í því. „Meðal aðferða sem við not- um í tímanum er að gera æfingar með bolta til að koma í veg fyrir bakverki, og lögð er áhersla á slökunar- og öndunaræfingar.“ Að sögn Krisztinu hefur góð líkamsrækt mjög jákvæð áhrif á heilsufar kvenna á meðgöngu. „Leikfimi á meðgöngu hjálpar til við að draga úr algengum fylgi- kvillum eins og æðahnútum, bjúg, veikindum, náladofa, mæði og þreytu. Eins hafa rannsóknir sýnt að hríðir kvenna sem stunda lík- amsrækt eru að meðaltali hálf- tíma styttri en þeirra sem ekki stunda reglulega hreyfingu, og minni líkur eru á að þörf verði á keisaraskurði.“ Þegar barnið er komið í heim- inn þarf svo að hjálpa líkamanum að jafna sig. „Í mæðrafiminni gerum við léttar og mjúkar æf- ingar sem byggja upp orku og þol.“ ai@mbl.is Jafnvægi, styrkur og andleg örvun Morgunblaðið/Ernir Sprækar „Haft er að leiðarljósi að tímarnir séu bæði skemmtilegir fyrir börnin og foreldrana,“ segir Krisztina. Með á myndinni er Carmen Íris. Með æfingum má bæta líkamlegan þroska barna og eins líðan mæðra á meðgöngu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.