Morgunblaðið - 03.01.2011, Side 33

Morgunblaðið - 03.01.2011, Side 33
Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningar- verkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum. Lífshlaupið byrjar 2. febrúar! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 52 84 0 12 /1 0 • Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun Samstarfsaðilar Ólympíufjölskyldan Skráning og nánari upplýsingar á: www.lifshlaupid.is Fersk sending Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir: MORGUNBLAÐIÐ | 33 B ragð í baráttunni – matur sem vinnur gegn krabba- meini er ný bók sem hefur vakið athygli víða um heim. Bókin heitir á frummálinu Cooking with foods that fight cancer og er eftir þá Richard Béliveau, prófessor í lífefnafræði við Quebec-háskóla í Montreal í Kanada og leiðandi aðila í krabbameinsransóknum þar í landi, og Denis Gingras, sérfræðing í sameindalíffræði við sama skóla. Bókin hefur að geyma ítarlega umfjöllun um ýmis hráefni í mat- argerð sem talið er að geti unnið gegn myndun krabbameina. Þar er einnig að finna yfir 160 gómsætar uppskriftir sem auðvelt er að fara eftir. Með hjálp þessarar bókar get- ur fólk breytt mataræði sínu og lífs- stíl á áhrifaríkan hátt, en slíkt er af mörgum talið afar mikilvægur þátt- ur í baráttunni gegn krabbameini. „Rannsóknir áætla að hægt sé að koma í veg fyrir um þriðjung krabbameinstilvika með réttu mat- aræði, hreyfingu og með því að halda sér nærri kjörþyngd- armörkum,“ segir Oddur Bene- diktsson, formaður Krabbameins- félagsins Framfarar, í formála bókarinnar. Bókin er gefin út af Vöku-Helgafelli að frumkvæði Framfarar. Auk Krabbameins- félagsins Framfarar styrkti heil- brigðisráðuneytið, undir stjórn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, útgáf- una. Aukinheldur styrkti Helga Hjörvar verkefnið til minningar um Úlf Hjörvar. Aðrir styrktaraðilar eru Krabbameinsfélag Íslands, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Ljósið. Þýðandi bókarinnar er Þór- unn Hjartardóttir. Sítrusmaríneraður silungur Tími: 20 mín. Biðtími: 6 klst. Nokkuð auðvelt Kaupið helst appelsínur og greipaldin með þykk- um berki. Notið mjög beittan hníf til að fjarlægja börkinn og hvítu himnuna af ávöxtunum. Haldið þeim svo í öðrum lófanum og skerið varlega lóðrétt niður eftir ávextinum, á milli himna sem skipta honum í báta. Hafið skál undir fyrir safann, skerið svo ald- inkjötið í bita. 250 g hrár silungur, skorinn í bita 2 appelsínur, himnuhreinsaðar og skornar í bita 1 bleikt greipaldin, himnuhreinsað og skorið í bita 80 ml (? b.) sítrónusafi, nýkreistur ½ tsk. límónubörkur, ysta lagið, fínrifið 10 g (? b.) fersk steinselja, söxuð 30 g (¼ b.) paprika, blandaðir litir, í teningum 1 msk. laukur, mjög þunnt sneiddur 80 ml (? b.) ólífuolía salt og nýmalaður pipar 3 msk. ferskt kóríander (skraut) Blandið öllu saman í stórri glerskál og bragðbætið með salti og pipar. Setjið lok eða plastfilmu yfir og látið þetta marínerast í 6 klst. í ísskáp. Berið fram í skrautlegum bollum eða skál- um og skreytið með kóríander. (Heiðurinn af uppskriftinni á Benoit Dus- sault, matreiðslukennari við École hôtelière de la Capitale í Quebec) Matur sem vinnur gegn krabbameini Upplýsingar og uppskriftir í nýrri bók geta hjálpað fólki að breyta mataræði sínu og lífsstíl til hins betra. ’Með hjálp þessarar bókar getur fólkbreytt mataræði sínu og lífsstíl ááhrifaríkan hátt, en slíkt er af mörgum taliðafar mikilvægur þáttur í baráttunni gegnkrabbameini.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.