Skátablaðið - 01.05.1940, Síða 8
S'var:
í fyrsta lagi flugvélasprengjur. Vigt 100—
500 kg. Sprengjan byggð úr þunnum stál-
veggjum, en með miklu sprengiefni. Verk-
efni sprengjunnar: Tætir i sundur hús og
mannvirki. Fer í gegnum húsið og springur
neðst, geta verið „innstilltar“ (tímasprengj-
ur) til þess að springa eftir mismunandi
langan tíma, eftir að þeim hefir verið varpað
út. Til dæmis allt frá 10 mín. til 10 tíma.
Sjáist þess vegna stórar sprengjur liggjandi
í húsum, skal tafarlaust flytja allt fólk í burtu,
svo og úr næstu húsum í allt að 100 metra
fjarlægð, girða svæðið af, og tilkynna lög-
reglunni. Sprengjubrotasprengja. Vigt 15—
100 kg. Verkefni: eyðijeggur smærri mann-
virki og fólk. Sprengjan er með þykkum
stálveggjum og tiltölulega litlu sprengiefni.
Lendi sprengjan í húsi springur liún ofar-
Iega í húsinu, eða strax og hún nemur við.
Aðalhættan stafar af sprengjubrötum, sem
með miklum krafti þjóta í allar áttir. Brotin
ein geta jafnvel eyðilagt hús. Gassprengjur.
Vigt allt að 50 kg. Innihald banvænt gas.
Sprengingin sjálf ekki mjög hættuleg, en
gas dreyfist um allt nágrennið. Vörnin er i
því fólgin að binda blautt handklæði eða
annað fyrir vitin, ef gasgrima er ekki fyrir
hendi. Ennfremur að standa undir steypi-
baði svo allt gas skolist af fötum og líkama.
íkveikjusprengja 1—2 lil 5—10 kg. Inni-
heldur „Termit“ eða önnur mjög eldfim
efni, sem mynda mjög mikinn liita, detta
venjulega gegnum þakið og stöðvast á loft-
hæðinni. Er varpað út svo hundruðum skipl-
ir í einu. Forðist að láta vatn á sjálfa sprengj-
nna. (Aðeins á að nota vatn þar sem kvikn-
að hefir út frá sprengjunni). Láta skal þurr-
an sand yfir sprengjuna, og þar næst bera
hana út á skóflu. Af íkveikjusprengju er litil
sprengjubrotahætta.
4. spurning: Hvað skal gera, ef maður er
staddur á bersvæði og loftárás er gerð?
Svar:
Leita skjóls í holum eða skurðum (t. d.
hilaveituskurðum). Þekkzt hefir að skotið
hefir verið á fólk á götum úti með vélbyss-
um, og þá er um að gera að liggja á grúfu
algerlega hreyfingarlaus.-Að reyna að flýja
á hlaupum er mjög hættulegt.
Verklegar æfingar:
Notkun handklæða, skátaklúta og þ. m. við
gasárás. Kunna að loka fyrir aðalæðar vatns,
gass og rafmagns í húsum. Hver skáti á að
vita, hvar lokað er fyrir gas, vatn og' raf-
magn i húsi því, sem hann býr í. Hver skáti
á að vita hvernig bezt er að slökkva sem
fljótast eld í kolaofnum og miðstöðvum. —
Kunna að bjarga sér og öðrum út úr brenn-
andi húsum.
3. æfing.
1. spurning: Hvaða tæki álitur þú að þurfi
til þess að veita fyrstu hjálp þeim, er særzt
hafa við bruna, jarðskjálfta, loftárásir eða
önnur slys?
Svar:
Fullkominn sáraumbúðakassa, einkum
brunabindi, gult vaselín (euflavine) kom-
pressur og sárabindi, sjúkrabörur, teppi og
kodda.
2. spurning: Hvaða útbúnað álitur þú
þurfa, ef heimilisfólkið þarf að flýja húsið
og hafast við á viðavangi óákveðinn tíitía?
Svar:
Helzt tjald, kodda og teppi (svefnpoka).
Nauðsynlegustu suðuáhöld ef hægt er. Ann-
ars verður að gera ráð fyrir að elda á hlóð-
um. Það sem liægt er að ná til að flytja með
sér af matvælum, og að allir búist þeim
hlýjustu og' hentugustu fötum sem til næst.
Einkum stígvél, tvenna sokka, hálsklút, regn-
kápu'. Munið að pappír milli fata er mjög
hlýr.
3. spurning: Hvert álítur þú heppilegasl
að flýja, ef nauðsynlegt er að yfirgefa bæ-
inn og hvaða leið ber að velja?
Svar:
Forðast skal að hatda til á sléttlendi og
nálægt þeim stöðum, sem líklegt er að loft-
árás verði gerð á. (Hafnarvirki, olíugeima,
vatnsveitur, raf- og útvarpsstöðvar, flugvelli
og stórhýsi). Þurfi fólk að fela sig eru hraun-
gjótur tilvaldar. Forðast skal að ferðast eftir
vegum, einkum þjóðvegum og símalínum.
Verklegar æfingar:
Hjálp í viðlögum. Mikil áherzla lögð á
opin sár og brunasár, beinbrot og köfnun,
lífgun úr dauðadái, taugaáfall (shok) flutn-
ing á særðum mönnum. Meðferð tjalda og
eldunaráhalda. — Áríðandi að kunna að
8
SKÁTABLAHH)