Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 9
kveikja elcl undir berum hinini of< byggja
og elda á hlóðum. Útbúnað á hlífðarfötum
og hvernig bezt er að hafast við á víða-
vangi. Þekkja nokkrar helztu nytjajurtir ná-
grennisins. Að kunna að nota kort og átta-
vita og að átta sig. Þekkja hin leynilegu
merki skáta. Þekkja nágrenni bæjarins.
Skátar skulu, ef slys eða annað það, er
hér hefir verið talið, ber að höndum, muna
eftir, að fyrsta skilyrði til þess að geta^
stjórnað í slysatilfellum er: Að vera rólegur
og ákveðinn og að vita nákvæmlega hvað
gera skal. Að framkvæma eða láta fram-
kvæma nauðsynlegar ráðstafanir án þess að
hika. Ennfremur að reyna að sjá um að sefa
fólk, sem nýtur leiðbeiningar skátans eða
skátanna, og einkum að sjá um að fólkið
fari sér ekki að voða í hugsunarleysi og
fáti, sem oft grípur fólk, er eitthvað óvænt
ber að höndum.
Útiæfing.
Sjálfsagt er, þegar hinni bóklegu kennslu
er lokið að halda að minnsta kosti eina úti-
æfingu mánaðarlega, með vei'kefnum úr því,
sem tekið liefir verið fyrir.
Hér á eftir eru talin upp ýms verkefni,
er taka mætti tM æfinga i útilegum og æf-
ingum úti innanbæjar.
1. Björgun úr eldsvoða.
2. Notkun skátaklúta o. fl. við gasárás.
3. Að loka fyrir.gas vatn og rafmagn.
4. Ganga frá lofthæðum húsa og taka til
þau tæki, sem nota mætti, ef loftárás væri
yfirvofandi.
5. Hjálp í viðlögum, binda um sár, flutn-
ingur sjúkra, beinbrot, brunasár, lifgun úr
dauðadái, köfnun og taugaáfall.
Útilega.
1. Taka má aftur flest af því sanni og i
innanbæjaræfingu.
2. Tjöldun og meðferð tjalda. að byggja
hlóðir og elda á hlóðum.
3. Flag'gastafrófið, leynileg skátamerki. Að
fara með skilaboð.
4. Að átta sig eftir korti, áttavita og öðru.
5. Taka upp tjaldbúðirnar og flytja þær í
flýti á sem minnst áberandi stað.
(i. Hylja sem bezt tjaldbúðir og ferðast sein
minnst um áberandi svæði.
B. í. S.
tilkynnir:
Dagskrá aðalfundar B.Í.S. í Reykjavík
1.—2. júní 1940.
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara,
úrskurður um réttmæti fulltrúa.
b) Skýrslur stjórnarinnar og endurskoð-
enda, umræður til úrskurðar.
c) Kosning 5 manna í stjórn, og 5 vara-
manna. Kosning 2ja endurskoðenda og
varamanna þeirra.
d) Fjárhagsáætlun næstu 2ja ára, og i
sambandi við hana tekin ákvörðun um
skattgreiðslu félaganna.
e) Mál, sem stjórn og starfsmenn B.Í.S.
bera fram.
f) Mál, sem fulltrúar kunna að bera
fram.
Endurskoðun prófa.
Stjórnin vill vekja athygli á því, að
þann 1. júní n.k. er útrunninn frestur
til þess að bera fram breytingartillögu
við frumvarp stjórnarinnar um breytingu
á nýliða-, fyrsta- og annarsflokksprófi.
Sérprófssamkeppni.
Ný sérprófssamkeppni hefst 1. sumar-
dag í ár eftir sömu reglum og áður. Skil-
yrði fyrir þátttöku eru:
í. að i flokknum séu eigi færri en 5
skátar að meðtöldum foringja.
2. að prófað sé samkvæmt reglugerð um
skátapróf (Skátahókin bls. 62).
3. að nöfn skáta og einkenni séu færð
á eyðublöð þau, er stjórnin leggur til
4. að eyðublöðin séu komin í hendur
stjórnar B.Í.S. fyrir 1. júní 1941.
Allar nánari upplýsingar um keppnina
gefur stjórn B.Í.S. (innanlandsritari).
Stjórn B.Í.S. vill minna á tilboð bústjór-
ans á Iíorpúlfsstöðum, sem getið var um
í seinasta blaði.
SKÁTABLAÐH)
9