Skátablaðið - 01.05.1940, Page 10
Skátar, lærið að hnýta ykkur net.
Þeir skátar, er > séð hafa sjómenn hnýta
net sín, munu án efa hafa löngun til að læra
þessa „hnútaþraut“. Sjómenn og netagerðar-
menn viðhafa aðferð, sem er dálítið marg-
brotin. Við skulum þvi gera tilraun til að
hnýta net lianda okkur á einfaldari hátt, en
sem getur gagnað okkur á ýmsa lund i ferða-
lögum og útilegum. Við skulum t. d. fyrst
búa okkur til hengirúm.
Efni:
3—4 hespur netagarn (venjulegt gróft sel-
garn má einnig nota); kaðall um 8 m. langur.
þykkt hans sé á við litlafingur manns. 1 neta-
nál úr tré eða kopar.
Aðferðin:
Við byrjum með því að strengja sterkt
seglgarn á milli tveggja fastra staða, t. d.
á milli tveggja yztu, lóðréftu stólpanna á
stólbaki. Við verðum að biðja einhvern þung-
an mann um að sitja á stólnum á meðan,
en ef enginn fæst til þess, verðum við
að finna önnur ráð til þess að festa stólinn.
Þegar við höfum fest seglgarnið, tökum við
netanálina, sem netagarni hefir verið undið
á, og hnýtum lykkjubragði utan um segl-
garnið (A á mynd 1). Þvi næst losum við
ca. 3—4 cm. úr netanálinni, B. Hnýtum ann-
að lykkjubragð utan um seglgarnið A. Höld-
um þannig áfram þar til við höfum hnýtt
ca. 15 möskva. Þá er 1. umferðin búin.
Þá byrjum við á 2. umferð (2. mynd). Við
hnýtum flagghnút i möskva þann, sem auð-
kenndur er með A á myndinni. Hér verðum
við að gæta þess, að möskvarnir í 1. og 2.
umferð verði jafnlangir. Síðan hnýtum við
flagghnút í næsta möskva B og svo koll af
kolli.
3. mynd sýnir hvernig við hnýtum næstu
umferð. Þannig höldum við áfram, þar til
við höfum hnýtt 2,5 metra langt net. Þegar
garnið af netanálinni er uppnotað, förum
við eins að og á mynd 3.
Nú höfum við hnýtt rétthyrning, sem er
2,5 metra langur. Við losum hann frá stól-
bakinu og lærum að gera það, sem næst þarf
að gera, en það er:
Umgjörðin:
Við byrjum á langhliðinni A (4. mynd),
og þræðuin kaðlinum gegnum yztu möskva
langhliðarinnar, á þann hátt, sem sýnt er á
5. mynd. Þegar komið er að hornmöskvan-
um, hnýtum við lykkju á kaðalinn. Lengd
hennar skal vera um 10 cm.
Þá byrjum við á stuttliliðinni (endanum).
Hér megum við ekki fara eins að og við gerð-
um á langhliðinni, því að þá myndi netið
auðvitað renna inn að miðjunni, strax og
lagst væri upp í það. Við verðum þess
vegna að þræða möskvunum á milli kað-
10
SKÁTABLAÐIÍ)