Skátablaðið - 01.05.1940, Page 15
Á náttúran nokkurn rétt á sér. Framh.
Hafi maður búið þannig um sig og komið
sér upp skýli í hæfilegri fjarlægð, þýðir
ekki að setjast þar að þegar í stað. Þau
verða að vera mannlaus að minnsta kosti
einn sólarhring* í hvert skipti, er þau hafa
verið færð til. En sjái fuglinn mann koma
að skýlinu og hverfa þar, flýr hann óðar í
burt í ofboði. En við þessu er auðvelt að
gera. Menn fara þangað tveir saman. Annar
sezt að í skýlinu, en hinn fer þaðan aftur og fer
að engu gætilega, til þe.ss að sem mest beri á
brottför hans. Þetta er nær óbrigðult og
fuglinn situr kyrr á hreiðrinu. Því er svo
varið að það er ]>rautreynt, að fæstir fuglar
kunna að telja. Sjái þeir tvo menn koma í
nágrennið og annar hverfur skyndilega, en
liinn fer augsýnilega á brott, — þá er enginn
í nándlog fuglinn er rólegur og öruggur um
sig. En gæta verður þess, að fuglinn hefir
aldrei augun af skýlinu fyrst í stað og allar
óvenjulegar hreyfingar eða þrusk, vekja þeg-
ar i stað tortryggni.
Síðastliðið sumar voru teknar dásamlegar
myndir hérlendis, bæði af fálkum og örnum,
á hreiðrunum og hjá þeim, úr skýli, sem ekki
var annað en skjólgarður úr grjóti og torfi,
sem var laglega hlaðinn fyrir klettaskoru í
nánd við hreiðrin.
Þó er ekki ráðandi til þess öðrum en þolin-
móðum og samvizkusömum fuglavinum, sem
heldur sætta sig við að bíða ósigur og fara
erindisleysu, en að valda þvi að fuglarnir
afræki egg eða unga.
Um eggjatöku eða eggjarán, ræði ég ekki
við skáta. Þó er ekki svo að skilja, að ég*
fordæmi algerlega eggjatöku til matar, í sér-
stökum kringumstæðum, frá þeim fuglum,
sem mikil rnergð er af og ekki eru strang-
íriðaðir. En egg allra friðaðra fugla eru jafn
" friðhelg og fuglarnir sjálfir. En aldrei ætti
þó að alræna hreiðrin, því að það er aldrei að
Ireysta þvi, að sami fuglinn hafi kringumstæð-
ur til þess að verpa aftur á því sumri. Og
fæstir fuglar una þvi að tekinn sé helming-
urinn, hvað þá meira. Þótt þeir kunni ekki
að telja, sjá þeir þó missmíði á, er hópurinn
eða hrúgan minnkar.
Og höfum það ávallt í hyggju, að fugl-
arnir eiga vissulega fullan rétt á þvi að lifa
í landinu eins og við, —- jafnvel þó að við
teljum þá suma skaðlega okkur og að þeir
Ú t v e g a
smábáta mótora
15—35 hestafla
frá hinni heimsfrægu
verksmiðju
HEILDVERZLUN
GARÐARS GÍSLASONAR
Slmi 1500
SUMARKÁPUR
og swaggerar ávallt fyrirliggjandi.
Verð við allra hæfi.
Einnig peysufataefni.
KÁPUBÚÐIN Laugaveg 35.
séu það. Við getum þá þakkað þeim eitlhvað
þegar við rekumst- á við þá, en við höfum
engan rétt til þess að gjöreyða þeim. Við
eigum að skila eftirmönnum okkar náttúr-
unni umhverfis okkur á engan hátt lakari
en við tókum við henni, en allra helzt auð-
ugri, fegurri og betri, og til þess ‘getum við
margt gert, ef vilji og skilningur er til.
SKÁTABEAÐIÐ
15