Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 10
Chanel Rósbleikar varir fyrir vorið 2011.
Áberandi og rauðglans-
andi varir hafa verið í
tísku síðustu misserin en
samkvæmt tískuspekú-
löntum mun kveða við
nokkuð nýjan tón árið
2011. Þá munu varirnar
vilja snúa aftur til síns
náttúrulega útlits og rós-
bleikir og mildari varalitir
verða vinsælli. Það þykir
líka vera kostur að hárið
festist minna í slíkum
varalitum heldur en miklu
glossi þar sem allt kless-
ist saman. Þessir litir fara
líka vel með augnförðun í
dekkri kantinum t.d. með
gráum augnskuggum.
Tíska
Rós-
bleikar
varir
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga áleiklist, örugglega að hluta til af þvíað foreldrar mínir eru leikarar. Éghef alltaf verið heilluð af leik-
húsmenningunni og alltaf þótt gaman að fara í
leikhús. Síðustu fjögur sumur er ég búin að
vera í götuleikhúsinu í Hafnarfirði og svo er ég
búin að vera virk í leikfélaginu í MR síðan ég
byrjaði þar,“ svarar Eygló, spurð hvort leik-
listaráhuginn hafi alltaf verið til staðar. Hún er
dóttir leikaranna Sóleyjar Elíasdóttur og
Hilmars Jónssonar og er alin upp í Hafnar-
firði. Hún verður nítján ára á þessu nýhafna
ári og er í fimmta bekk í Menntaskólanum í
Reykjavík. En hvernig endaði Hafnfirðing-
urinn í menntaskóla í miðbæ Reykjavíkur?
„Ég ætlaði aldrei að fara í MR. Ég á
marga vini sem fóru í Versló og ætlaði líka að
fara þangað en ég komst ekki inn þrátt fyrir að
vera með átta í meðaleinkunn. Þá var lífið búið
og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég sótti
um MR, komst inn og fór gjörsamlega alein
þangað. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa ekki
komist inn í Versló því ég hef kynnst góðu fólki
og lært mikið í MR,“ segir Eygló. Hún er sem
von er mjög virk í einu elsta leikfélagi lands-
ins, Herranótt, leikfélagi Menntaskólans í
Reykjavík. Situr í stjórn þar annað árið í röð
og mætir á fund við blaðamann með handrit í
hönd.
Gaman að afreka eitthvað
þannig að aðrir taki eftir
Eygló Hilmarsdóttir fer með hlutverk Höllu í kvikmyndinni Gauragangi sem nú er sýnd í bíóhúsum
landsins. Um er að ræða fyrsta kvikmyndahlutverk Eyglóar sem er 18 ára MR-ingur með áhuga á leik-
list og söng. Áramótaheit hennar var að læra almennilega á eitthvert hljóðfæri og það kemur ekki á
óvart að þessi hæfileikaríka unga kona stefnir á leiklistarnám eftir menntaskóla.
„Við erum að fara að setja upp Draum á
Jónsmessunótt og ég mun fara þar með rullu
Títaníu álfadrottningar. Gunnar Helgason
leikstýrir okkur og það verður frumsýnt 25.
febrúar í Norðurpólnum,“ segir Eygló sem sér
einnig um kynningarmálin fyrir Herranótt.
Athyglissjúkari en Halla
Gauragangur er fyrsta kvikmyndin sem
Eygló leikur í og fannst henni það áhugaverð
reynsla. „Það kom mér á óvart hvað það er
ólíkt að leika í kvikmynd og á sviði. Hlutverk
mitt í Gauragangi er annars ekki það veglegt
að ég geti dæmt það mikið, ég var mikið í
mynd en kannski ekki með margar línur.
Mér finnst æfingarferlið í leikhúsi vera
skemmtilegra en í kvikmynd, mér finnst gam-
an hvernig persónan þróast og síðan að leika á
sviðinu sjálfu, ég fæ svo mikið kikk út úr því að
vera á sviðinu, þar getur allt gerst.“
Spurð hvernig hún fékk hlutverkið í
Gauragangi segir Eygló sér hafa verið bent á
að fara í prufu. „Prufuferlið var nokkuð langt,
það liðu margir mánuðir frá fyrstu prufu þang-
að til þetta fór af stað, enda um sjöhundruð
unglingar prófaðir.
Ég mundi eftir sögunni frá því hún var
skyldulesning í grunnskóla og fannst mjög
spennandi að leika í mynd eftir henni. Leik-
ritið í Borgarleikhúsinu sá ég aftur á móti ekki
fyrr en tökum á myndinni lauk í sumar. Það
var meðvitað gert.“
Eygló fer með hlutverk Höllu sem er
besta vinkona Orms. „Halla er jarðbundin
stelpa, róleg, klár, traust og skynsöm, sem ég
er í raun ekki. Ég er alveg lík Höllu að mörgu
leiti en ég myndi segja að ég væri athygl-
issjúkari, það heyrist meira í mér en henni,“
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011
Vefur fyrir drottningar er yfirskrift nýrrar ís-
lenskrar lífsstílsvefsíðu sem opnuð var nýlega á
slóðinni Bleikt.is, eða nánar tiltekið var opnuð
um hádegi 10. desember 2010. Ritstjóri síð-
unnar er Hlín Einarsdóttir.
Þessi síða er aðallega ætluð fyrir kvenfólk og
ber þess öll merki. Síðunni er skipt í nokkra
flokka, þeir eru; Samskipti kynjanna, gult (slúð-
urfréttir), leyndó og ráð, fegurð og heilsa, tíska
og hönnun, matur og vín, fjölskyldan og spurt
og svarað. Stjörnuspeki má einnig finna ásamt
mörgu öðru.
Síðan byggist mikið upp á pistlaskrifum frá
ungum kvenmönnum og karlmönnum. Pistlarnir
snúast flestir um samskipti kynjanna sem virð-
ist vera málefni sem er fólki mjög hugleikið
miðað við vinsælustu færslurnar á flestum vef-
síðum landsins.
Pistlahöfundar Bleikt.is deila margir af eigin
reynslu og virðist það vera vinsælast, þeir þýða
einnig erlend ráð og pistla af netinu og mikið er
um færslur um t.d tíu atriði sem karlmenn þola
ekki í fari kvenna eða um fimm kosti karl-
manna.
Útlit síðunnar er í anda heitis hennar, hún er
bleik og björt og auðveld í notkun.
Vefsíðan www.bleikt.is
Vefsíða fyrir
drottningar
Reuters
Vefur fyrir drottningar Ætli Elísabet Eng-
landsdrottning skoði Bleikt.is?
Nú er nýtt ár er gengið í garð og ófáirsem leggja það í vana sinn að strengjaáramótaheit. Þessi heit geta veriðmargvísleg en ganga þó flest á einn
eða annan hátt út á það að verða betri mann-
eskja en á árinu sem leið. Fólk virðist þó eiga
miserfitt með að standa við þessi heit.
Manneskjan er í stöðugri baráttu við sinn
innri mann og hef ég ósjaldan heyrt fólk tala
um „að finna sig“. Öll ættum við að kannast
við þessa baráttu, hvort sem við gengum
í gegnum þetta tímabil sem börn, á ung-
lingsaldri eða glímum enn þann dag í
dag við þessar „betrumbætingar“.
Ég hef hitt fyrir fólk sem er svo
djúpt sokkið í þessar hugleiðingar að
það hreinlega gleymir að vera það
sjálft. Í þessari stöðugu leit verður
nefnilega til blekking, sem mætti
kalla eins konar hliðarsjálf. Þetta
hliðarsjálf verður til þegar mann-
eskjan sættir sig ekki við sitt eigið
sjálf, heldur að hún viti hvers konar
manneskja hún vill vera en gleymir að taka
eigið sjálf inn í myndina. Hún hegðar sé
eins og hún telur að rétt sé og setur upp
grímur, en undir niðri leynist óhamingjusöm
manneskja sem telur sig vera í djúpri sjálfs-
skoðun, en er í raun að virða að vettugi eigin
velferð. Þessar manneskjur koma ekki alltaf
vel fyrir og virka á einhvern hátt óþægileg-
ar og falskar. Þessar manneskjur eru í
feluleik við eigið sjálf. Sé manneskjan ekki
sátt við þann innri mann sem hún
hefur að geyma, kemst hún aldrei á
rétta braut til að skapa eigið sjálf.
Ég hef því haft það að leiðarljósi,
og varð það vendipunktur í lífi mínu þeg-
ar ég áttaði mig á speki írska leikskálds-
ins George Bernard Shaw, „Lífið snýst
ekki um að finna sjálfið. Lífið snýst um að
skapa sjálfið.“
»Öll ættum við að kannast viðþessa baráttu, hvort sem við
gengum í gegnum þetta tímabil sem
börn, á unglingsaldri eða glímum
enn þann dag í dag við þessar „betr-
umbætingar“.
Heimur Rebekku
Eygló segir að hún og hin ungmennin sem
léku í Gauragangi séu góðir vinir og hittist
reglulega.
„Auðunn sem leikur Þór er einn besti
vinur minn en hann er líka í MR og leikur
einmitt asnann sem Títanía verður ást-
fangin af í Draumi í Jónsmessunótt. Ég og
Hildur, sem leikur Lindu, höfðum unnið
saman í götuleikhúsinu í Hafnarfirði og
svo kannaðist ég við flesta hina í gegnum
ýmislegt áður en ég kynntist þeim við tök-
urnar.
Ég á marga vini í gegnum leiklistina,
maður kynnist fólki ótrúlega náið í þessu
starfi. Það er eitt af því sem mér finnst
svo skemmtilegt við leiklist því mér finnst
svo gaman að kynnast fólki, prófa nýjar
aðstæður og tileikna mér einhvern karakt-
er.“
Gaman að
kynnast fólki
VINSKAPUR
Nú eru flestar verslanir farnar af stað
með útsölur. Janúarútsölur eru oft
mjög góðar og það er sniðugt að nota
tækifærið til að gera góð kaup fyrir
vorið. Athugið hvað verður í tísku í
vor og sumar og sjáið hvort þið getið
ekki fundið eitthvað nothæft á útsöl-
unum, það er meira að segja mjög lík-
legt að svo verði.
Vetrarföt er helst að finna á útsöl-
unum og veturinn er nú ekki aldeilis
búinn hér á landi, enn nokkrir góðir
peysu-mánuðir eftir. Verið bara alveg
viss um að þið munið nota flíkina áð-
ur en þið fjárfestið í henni, sama
hversu ódýr hún er.
Endilega …
… gerið góð
fatakaup
Reuters
Sumar Kjóll Alma Aguilar á tískuvik-
unni á Spáni fyrir vor/sumar 2011.
Á síðasta ári nefndi Pan-
tone Color Institute nokkra
liti sem yrðu þeir heitustu
árið 2011. Voru þar á meðal
litir eins og hunangslitur,
blár og ljósgrænn. Núna
hafa þeir valið einn lit sem
þeir spá að verði sá heitasti
á nýhöfnu ári, er það lit-
urinn „honeysuckle“ sem
gæti útlagst sem hunangs-
brjóst. Þetta er ein útgáfa
af bleikum, bleik-kóral litur,
sem er örvandi og áberandi.
Nokkrar stórstjörnur hafa
þegar sést skarta klæðum í
þessum lit.
Tíska
Heitasti lit-
urinn 2011
Bleikar Gweneth Paltrow og Rachel Bilson í hinum nýja bleika lit.