Morgunblaðið - 07.01.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.01.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011 ● Skráð voru 117 ný einkahlutafélög í nóvember á síðasta ári samanborið við 208 einkahlutafélög í sama mánuði 2009, sem jafngildir tæplega 44% fækkun milli ára. Á sama tíma voru 101 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta, samanborið við 80 fyrirtæki í nóvember 2009, sem jafngildir rúmlega 26% aukningu. Fram kemur í nýjum upplýsingum Hagstofunnar, að heildarfjöldi ný- skráðra einkahlutafélaga var 1483 fyrstu 11 mánuði ársins 2010 og fækk- aði nýskráningum um rúmlega 37%. Nýskráðum einkahluta- félögum fækkar mjög Morgunblaðið/Sverrir Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Þeim einstaklingum sem tóku þátt í stofnfjár- aukningu Sparisjóðs Svarfdæla (SpSv) árið 2007 barst í vikunni bréf frá Saga Capital, þar sem boðið er upp á breytingu á greiðsluskil- málum vegna lána sem tekin voru vegna stofnfjáraukningar SpSv. Stofnfé sjóðsins var aukið um hálfan milljarð króna á árinu 2007. Stofnfjáreigendur sjóðsins voru þá 150 talsins. Að meðaltali fjárfesti hver og einn þeirra í 3,5 milljónum af nýju stofnfé, en nánast allir stofnfjáreigendur tóku þátt í aukningunni. Að- gerðin var sögð nauðsynleg til að auka sam- keppnishæfni SpSv. Jafnframt átti stofnfjár- aukningin að vera liður í hlutafjárvæðingu hans. Meðalaldur þeirra sem tóku þátt í aukn- ingunni var rúmlega 60 ár. Í öllum tilvikum var um að ræða heimamenn sem höfðu átt stofnfé í sparisjóðnum til langs tíma. Kæri stofnfjáreigandi Eftirfarandi bréf, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, barst öllum stofnfjáreigendum SpSv hinn 29. nóvember 2007: „Kæri stofn- fjáreigandi, stjórn Sparisjóðs Svarfdæla hefur óskað eftir því við Saga Capital Fjárfestinga- banka hf., að bankinn taki að sér að fjármagna kaup stofnfjáreigenda, sem þess óska, við stofnfjáraukningu sparisjóðsins sem nú stend- ur yfir.“ Síðar í bréfinu eru kynntir tveir lána- möguleikar. Fyrri leiðin fól í sér að stofnfjár- eigendur fengju erlent lán með 7,9% breytilegum vöxtum. Sú síðari var krónulán með 18,9% breytilegum vöxtum. Lánin áttu að greiðast til baka á fjórum og hálfu ári. „Fyrstu þrjú árin eru aðeins greiddir vextir og afborganir af láninu þegar og ef arð- greiðslur verða greiddar frá Sparisjóðnum og greiðast arðgreiðslur því sem afborganir af láninu,“ segir í bréfinu frá Saga Capital. Heimildir Morgunblaðins herma að einhverj- um þeirra sem tóku lán af þessu tagi hafi verið tjáð að arðgreiðslur SpSv myndu að öllum lík- indum nægja til að greiða niður lánið. Hagn- aður SpSv hafði árin á undan fyrst og fremst byggst upp á gengishagnaði hlutabréfa, þá einkum og sér lagi vegna eignar í fjárfestinga- félaginu Exista. Hægt að krefjast aukinna trygginga Í bréfinu segir einnig að til tryggingar lán- inu yrðu lögð þáverandi stofnbréf lántaka auk þeirrar aukningar sem viðkomandi skrái sig fyrir. Í lánasamningum vegna stofnfjáraukn- ingarinnar er þó að finna eftirfarandi ákvæði: „Setji lánveitandi fram kröfu um tryggingar/ viðbótartryggingar, skal lántaki leggja fram fullnægjandi tryggingar innan 10 daga frá því að slík krafa hefur verið sett fram.“ Ekki er minnst á þetta ákvæði í sendibréfinu sem stofnfjáreigendum barst. Lán þeirra sem tóku erlent lán standa í dag í um átta milljónum, en þeirra sem tóku ís- lenskt lán í rúmlega fimm milljónum. Sam- kvæmt tillögu Saga Capital að skilmálabreyt- ingu, eiga skuldarar að greiða 50.000 krónur á mánuði næstu 15 árin og eiga greiðslur að hefjast 1. febrúar næstkomandi. Svarfdælir eiga að borga til baka Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynj. Dalvík Sparisjóður Svarfdæla á Dalvík hefur verið starfræktur í meira en 120 ár.  Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarfdæla fengu nánast allir lán til að taka þátt í stofnfjáraukningu ár- ið 2007  Saga Capital fjármagnaði  Tillögur að skilmálabreytingum bárust lántökum í vikunni Stofnfjáraukning 2007 » Þeim sem tóku lán til að taka þátt í stofnfjáraukningu Sparisjóðs Svarfdæl- inga árið 2007 hefur borist tillaga að skilmálabreytingu frá Saga Capital. » Lán sem átti upphaflega að greiðast upp með arðgreiðslum sparisjóðsins á í mesta lagi fjórum og hálfu ári, þarf nú að greiðast til baka á 15 árum, með 50.000 króna greiðslum hvern mánuð. » Meðalaldur þeirra sem tóku þátt í stofnfjáraukningunni var rúmlega 60 ár. » Í bréfi sem Saga Capital sendi stofn- fjáreigendum í nóvember 2007 áttu stofnbréfin ein að vera trygging fyrir greiðslu. Í lánaskilmálum eru hins vegar ákvæði um að hægt sé að krefjast auk- inna trygginga innan 10 daga frá því að lánveitandi leggi inn slíka beiðni. ● Íslandsbanki hefur ákveðið að hætta útsendingu reikningsyfirlita til ein- staklinga í viðskiptum við bankann. Yfirlitin verða aðgengileg öllum við- skiptavinum í netbanka, en þeir við- skiptavinir sem óska þess sérstaklega geta fengið yfirlitin prentuð út og send á pappír. Bankinn segir, að þetta sé gert til þess að spara kostnað auk þess sem Ís- landsbanki leggi áherslu á að vera um- hverfisvænn vinnustaður. Íslandsbanki Sendir ekki yfirlit. Íslandsbanki hættir að senda reikningsyfirlit ● Atvinnuleysi á Írlandi mælist nú 13,4%. Rúmlega 12 þúsund manns bættust á atvinnuleysiskrá í desembermánuði. Margir Írar hafa misst vinnuna í vetur og miklir erfiðleikar eru þar í efnahagsmálum. Núna eru liðlega 437 þúsund Írar án atvinnu. Gríðarlegur halli er á rekstri ríkissjóðs og hefur ríkisstjórnin neyðst til að skera mikið niður í ríkisút- gjöldum. 13,4% atvinnuleysi á Írlandi ● Tekjujöfnuður ríkissjóðs á fyrstu ell- efu mánuðum ársins 2010 var neikvæð- ur um 60 milljarða króna. Tekjur námu 412 milljörðum en gjöld 471 milljarði. Tekjurnar voru 22 milljörðum hærri en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir, en það stafar einkum af hagnaði vegna svonefnds Avens-samkomulags, sem ekki var reiknað með í fjárlögum. Ef sá hagnaður er tekinn frá var fjárlagahall- inn 79 milljarðar króna, en áætlun fjár- laga ársins 2010 gerði ráð fyrir 87 millj- arða halla á öllu árinu. Handbært fé frá rekstri á tímabilinu var neikvætt um 73 milljarða króna, en á sama tíma í fyrra var það neikvætt um 123 milljarða. 60 milljarða halli                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-,+ +./-01 ++2-33 3/-14 +4-,4, +2-+14 +3/-33 +-1/+. +2.-14 +03-2+ ++,-.4 +./-4. ++2-0, 3/-00 +4-201 +2-+44 +3/-0, +-1/04 +24-/3 +05-+1 3/.-1,.1 ++2-+2 +.+-13 ++2-4 3/-,+ +4-.+3 +2-314 +3/-4 +-1+ +24-00 +05-02–– Meira fyrir lesendur MEÐAL EFNIS: Viðtöl við leikmenn Íslenska liðsins og þjálfara. Kynning á liðunum. Dagskrá mótsins. Ásamt öðru spennandi efni Þetta er blaðið sem allir íþrótta- unnendur hafa við höndina þegar keppnin verður sýnd í sjónvarpinu. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 7. janúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Erling Adolf Ágústsson erling@mbl.is Sími: 569-1221 Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað 13. janúar 2011 um heimsmeistaramót karlalandssliða í handbolta þar sem landslið Íslendinga er meðal þátttakenda. Keppnin er haldin í Svíþjóð og stendur yfir frá 13. – 31. janúar. HM KARLA sé rb la ð Í HANDBOLTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.