Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011 Erfða-fjárskatturtvöfald- aðist um áramótin úr 5% í 10%, en hann er einn þeirra skatta sem höfðu verið lækkaðir verulega áður en velferðarstjórnin fór að láta til sín taka. Skattar á áfengi hækkuðu og sama er að segja um eldsneyti. Þessar hækkanir leggjast ofan á fyrri hækkanir velferðarstjórnarinnar á þessar vörur. Ríkisstjórnin fann ýms- ar aðrar matarholur og má í því sambandi nefna útvarpsgjald og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, sem hækka verulega. Þá má ekki gleyma hækkun fjármagnstekjuskatts, tekju- skatts á fyrirtæki og auðlegðar- skatt sem tóku gildi um ára- mótin. Þetta er ekki tæmandi upp- talning á nýjustu skattahækk- unum ríkisstjórnarinnar. Þó má ljóst vera að hér er um veru- legar hækkanir að ræða enda hefur Alþýðusambandið metið hækkanirnar þannig að þær leiði til 1% rýrnunar á ráðstöf- unartekjum heimila landsins. Í vikunni var fjármálaráð- herra spurður út í þessar hækkanir og svör hans segja mikið um viðhorf velferðar- stjórnarinnar til skattlagn- ingar: „Menn blanda hér saman ólíkum hlutum og fá út úr því ýktar myndir af skattahækk- unum sem satt best að segja eru mjög óverulegar hjá ríkinu um þessi áramót.“ Þegar hann var spurður hvort hann óttaðist ekki að þessar hækkanir yrðu til þess að fólk drægi úr neyslu, var svarið skýrt, nei, hann ótt- aðist það ekki, enda væri að lifna yfir hagkerfinu og neyslan að aukast. Nú má segja að Steingrími J. Sig- fússyni sé vorkunn að einu leyti að líta svo á að skattahækkanirnar um þessi áramót séu óverulegar. Hann hefur samanburðinn frá síðustu áramótum og í þeim saman- burði má að minnsta kosti segja að þetta séu ekki mestu skatta- hækkanir sem sést hafi. Þrátt fyrir það er ekkert óverulegt við skattahækkanir ríkis- stjórnarinnar um þessi áramót og nægir að nefna að skatta- hækkunin sem lendir á við- skiptavinum Icelandair á þessu ári nemur eitt þúsund millj- ónum króna. Forsvarsmenn ferðaþjónust- unnar hafa lýst sérstökum áhyggjum af áhrifum skatta- hækkana á greinina. Fyrir þeim eru slíkar skattahækkanir ekki óverulegar og það skýtur skökku við þegar talað er um vaxtarmöguleika ferðaþjónust- unnar og á sama tíma hrúgað á greinina auknum álögum. Ein- ungis þeir sem hafa engar áhyggjur af að skattar hafi áhrif á hegðun fólks geta talað með svo óábyrgum hætti. Fjármálaráðherra blæs á gagnrýni á nýjustu skatta- hækkanir ríkisstjórnarinnar og telur hækkanirnar ýktar því þær séu í raun óverulegar. Fólkið í landinu, sem berst í bökkum en þarf nú að bæta á sig nýjustu skattahækkunun- um, hefur allt aðra sögu að segja. Fyrir það eru skatta- hækkanirnar verulegur baggi. Ríkisstjórnin hefur misst öll tengsl við veruleika almenn- ings í landinu} „Mjög óverulegar“ skattahækkanir? Ársrit Sam-keppniseft- irlitsins er komið út og þar má sjá að stofnunin er býsna ánægð með störf sín á liðnu ári. Þá vill stofnunin leggja sitt af mörkum við endurreisn ís- lensks atvinnulífs og ekki skal efast um mikilvægi þess. Um árangurinn á liðnu ári er aftur á móti ástæða til að efast og víst er að margir atvinnu- rekendur sjá lítinn árangur af starfi stofnunarinnar þar sem þeir eiga í ósanngjarnri sam- keppni við fyrirtæki sem rekin eru í skjóli banka, jafnvel ríkisbanka. Þó að stofnunin hafi inn- heimt talsverðar sektir á liðnu ári breytir það ekki því að æði margt virðist fara framhjá stofnuninni eða taka langan tíma í afgreiðslu, hvort sem þar er um að ræða áhuga- eða getuleysi. Stofn- unin getur að vísu státað af fjölda ákvarðana á liðnu ári, en hvaða gagn hafa þær gert? Ýmis skilyrði eru til dæmis sett fyrir samrunum en efast má um að þau hafi al- mennt mikið að segja, ekki síst þau sem stofnunin kýs að halda leyndum. Það getur verið ágætt að vera hóflega ánægður með eig- in verk, en hæfileg sjálfs- gagnrýni er ekki síður mik- ilvæg. Hún er nauðsynleg forsenda þess að gera betur, en því miður fer lítið fyrir henni í nýju ársriti Samkeppn- iseftirlitsins. Sjálfsgagnrýni er af skornum skammti hjá Samkeppniseft- irlitinu} Árangur þarf að sjást S agnfræðin er oft ósanngjörn og eins og klisjan segir er hún iðulega skrif- uð af sigurvegurunum. Stundum er lítið við þessu að gera, því sigurveg- arar í stríðum forn- og miðalda sýndu minjum og skjalasöfnum sigraðra óvina sinna sjaldnast mikla virðingu. Bókmenntir Karþagómanna eru því týndar og gleymdar, þótt þær hafi þótt afbragðsgóðar á sínum tíma. Ritaðar heimildir um Karþagó eru nær allar eft- ir rómverska og gríska höfunda, en rödd borg- ríkisins er þögnuð. En einnig eru dæmi þar sem til er gnótt forn- minja, ritaðra heimilda og annarra gagna sem hægt væri að nota til að segja sögu fallinna menningarsamfélaga, en af einhverjum ástæð- um er lítill áhugi á slíku. Í evrópskum sögubókum er fall Rómaveldis gjarnan talið hafa átt sér stað árið 476 þegar gotneskur herforingi steypti síðasta keisaranum af stóli og titlaði sjálf- an sig konung. Þetta er hins vegar alls ekki rétt. Róm- verska keisaradæmið lifði í tæp þúsund ár í viðbót þótt hjarta þess og höfuðborg væru í Konstantínópel en ekki Róm. Austrómverska keisaradæmið var vissulega frá- brugðið forvera sínum. Þar var töluð gríska og keisararnir töldu, með réttu, að þeir væru beinir arftakar Konstan- tínusar og Ágústusar. Í vestrinu voru brotakenndar leifar klassískra meist- araverka af veikum mætti varðveittar í klaustrum en á sama tíma litnar hornauga þar sem höfundar þeirra voru heiðnir. Í Konstantínópel litu kirkjufeðurnir hins vegar á þennan menningararf sinn sem mikilvægan þátt í kristilegri heimspeki. „Se- neka er oft einn okkar,“ sagði Tertullian. Í Konstantínópel voru háskólar þar sem forn meistaraverk voru kennd og fræðimenn frá öll- um heimshornum sóttu í. Oft er talað um að arabar hafi varðveitt rómverska menningararf- inn þar til Vestur-Evrópa var tilbúin að taka við honum aftur þegar endurreisnin hófst. Það er rétt, en aðeins að hluta. Fræðimenn kalífans tóku við kyndlinum af Austrómverska keisara- dæminu, sem varðveitt hafði þessar bækur á meðan villimenn brenndu þær í Vestur-Evrópu. Eftir fall Konstantínópel árið 1453 flúðu margir fræðimenn vestur og tóku með sér bækur og þekkingu og styrktu þar með endurreisnina. Í þau þúsund ár sem Austrómverska keisara- dæmið hélt velli ríktu þar góðir og vondir keisarar og trúar- legar deilur skóku veldið með reglulegu millibili. Nútíma- maðurinn myndi væntanlega ekki kunna við sig í trúarlegu einræði keisarans, en í þessi þúsund ár stóð Konstantínópel á milli Evrópu og íslams. Án keisaradæmisins hefði saga Evrópu orðið allt önnur. Vestur-Evrópa hefur aldrei metið þessar fórnir að verð- leikum. Svokallaðir krossfarar fóru ránshendi um borgina árið 1204 og fræðimenn síðari tíma hafna því að um róm- verskt ríki hafi verið að ræða, heldur kalla það Byzantium eftir þorpinu sem borgin var byggð á. Hinir grísku Róm- verjar eiga betra skilið. Bjarni Ólafsson Pistill Bjargvættur vestursins Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is T íðni banaslysa í umferð- inni var lægst á Íslandi af öllum Norðurlönd- unum á síðasta ári. Fjöldi þeirra sem létust er 2,5 miðað við hverja 100 þúsund íbúa en samkvæmt bráðabirgðatölum frá öðrum Norðurlöndum er fjöldi látinna þar frá 2,9 og upp í 5,1 á sé sama viðmið um fólksfjölda notað. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi um umferðaröryggismál sem Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hélt í gærmorgun. Átta manns létust í banaslysum í umferð- inni á síðasta ári. Það er umtalsverð fækkun frá fyrra ári og fyrri árum. Fjöldi banaslysa er mjög rokkandi milli ára en á sl. ári voru slysin hér heldur færri en til að mynda í Svíþjóð sem hefur lengi verið fremst meðal þjóða í umferðaröryggi. Sveiflurnar eru miklar „Síðustu árin hafa verið miklar sveiflur í þessum tölum og við skulum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda áfram að fækka slysunum. Við skulum halda árvekni okkar og stefna áfram að umferð án banaslysa á sama hátt og við viljum slysalaust flug og siglingar og höfum raunar náð miklum árangri að því mark- miði,“ sagði Ögmundur á blaða- mannafundinum í gærmorgun. Ár- angur sem náðst hefur í umferðaröryggismálum á síðustu ár- um segir Ögmundur enga tilviljun. Löggæsla sé markvissari en áður og megi þar til dæmis nefna markviss- ara eftirlit með nýliðum í hópi öku- manna sem missi prófið ef þeir fá fjóra refspunkta á fyrstu mánuðum ökuferils síns. Með þessu hafi þeim nýliðum sem gerast brotlegir snar- fækkað aukinheldur sem ökukennsla og umferðarfræðsla sé nú tekin mun fastari tökum en raunin var til skamms tíma. Fleira kemur til. Hjá Vegagerð- inni er nú unnið að úrbótum á þeim vegköflum þar sem slysatíðni hefur verið há og einnig hafa stafrænar myndavélir lögreglu veitt aðhald og dregið úr hraðakstri. Þannig voru hraðakstursbrot sem skráð voru með stafrænu myndavélunum 22.160 á sl. ári eða 974 færri en árið áður miðað við bráðabirgðatölur. Má þar nefna að meðalökuhraði á tíu stöðum á hringveginum var 93,4 km á klst. í fyrrasumar en 97 km 2004. Færri undir álagi Svo kemur að sálrænum þáttum sem eiga ef til vill sinn þátt í fækkun slysa. Í könnun sem Umferðarstofa lét gera í október 2007 töldu um 47% aðspurðra sig vera undir álagi við akstur en aðeins um fjórðungur þeg- ar spurt var að þessu sama sl. haust. Leiðir það af sér spurninguna hvort góðærið hafi valdið streitu í umferð og hugsanlega slysum. En hverju breytir minni um- ferð? Skv. tölum Vegagerðarinnar um umferð á höfuðborgarsvæðinu, sé tekið mið af tölum frá þremur völdum talningarstöðum innan svæðis, er umferðin um 4,5% minni nú í haust en var fyrir tveimur árum. Miðað við umferð í nóvember sl. á 16 völdum talningarstöðum á hringveg- inum stefndi í mesta sam- drátt í umferð á milli ára frá því heildarakstur var fyrst reiknaður 1975. Þetta kann að hafa áhrif til fækkunar slysa en Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir fækk- unina þó meiri en samdrátt umferðar og sé því ekki hægt að álykta að þessar breyt- ur haldist í hendur. Banaslys aldrei færri en sveiflurnar miklar „Í umferðinni erum við öll ger- endur og mikið hefur breyst með fækkun slysa,“ segir Ög- mundur Jónasson innanríkis- ráðherra. Kynnt var í gær nið- urstaða könnunar á þróun umferðarhraða á fjórtán mæl- ingastöðum um allt land. Þar kemur fram að umferðarhraði hafi hvarvetna minnkað frá 2004 til 2008 en staðið í stað síðan. Hraðinn eykst þó í Norð- urárdal í Borgarfirði, í Hnappa- dal á Snæfellsnesi og á Fagradal eystra. Á Hellisheiði og á Reykja- nesbraut við Dalveg í Kópavogi minnkaði hraði ökumanna í fyrra en hafði þá aukist árið á undan rétt eins og á Vestur- landsvegi ofan við Ár- túnsbrekku sem var mælingastaður í athugun þessari. Hægari frá árinu 2004 HRAÐINN STENDUR Í STAÐ Ögmundur Jónasson Þróun banaslysa í umferð á Norðurlöndunum frá aldamótum,m.v. 100 þúsund íbúa Ár Ísland Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland 2000 11,0 9,0 8,0 7,0 8,0 2001 8,0 8,0 6,0 6,0 8,0 2002 10,1 8,6 6,9 5,8 8,0 2003 7,9 8,0 6,1 5,7 7,2 2004 7,8 6,9 5,6 5,5 7,1 2005 6,3 6,2 4,8 4,9 7,0 2006 10,1 5,8 5,2 4,7 6,3 2007 4,8 7,3 4,9 5,2 7,2 2008 3,8 7,0 5,3 4,4 6,5 2009 5,4 5,4 4,4 3,6 5,4 2010 2,5 5,0 4,4 2,9 5,1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.