Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011
✝ Hilmar Tómassonfæddist á Siglu-
firði 17. júlí 1975.
Hann lést af slysför-
um 27. desember
2010.
Foreldrar Hilmars
eru Sigurborg Jóna
Hilmarsdóttir, fædd
22. júlí 1955, búsett í
Reykjavík, og Tómas
Leifsson, fæddur 20.
janúar 1956, búsettur
á Akureyri.
Foreldrar Sig-
urborgar Jónu eru
Hilmar Steinólfsson, vöruflutn-
ingabílstjóri frá Siglufirði, fæddur
17. júlí 1925, dáinn 7. janúar 2008,
og Hulda Steinsdóttir, fædd 4. febr-
úar 1927. Jóna er í sambúð með Ara
Má Torfasyni. Bróðir Hilmars sam-
mæðra er Árni Þór Árnason, fædd-
ur 29. mars 1987.
Foreldrar Tómasar voru Leifur
Tómasson, fæddur 5. mars 1932, dá-
inn 23. nóvember 1995, og Erla El-
ísdóttir, fædd 24. maí 1932, dáin 14.
apríl 2010. Sambýliskona Tómasar
er Sigríður Gunnarsdóttir, þeirra
börn eru Ragnheiður Tinna, Salome
og Gunnar Elís.
Hilmar flutti ungur með móður
sinni til Reykjavíkur og gekk í
Álftamýrarskóla og Iðnskólann í
Reykjavík. Hann flutti til Akureyrar
1994, tók meirapróf og hóf störf hjá
flutningafyrirtækjum og Skeljungi.
Fljótlega skipti Hilmar um starfs-
vettvang, gerðist deildarstjóri hjá
Ölgerðinni á Akureyri. Undanfarin
sex ár hefur Hilmar verið sölumað-
ur hjá sælgætisverksmiðjunni
Freyju á Norðurlandi.
Sölumannsstarfið átti
sérstaklega vel við
Hilmar, hann þekkti
alla og allir þekktu
hann. Bílstjórastarfið
togaði líka alltaf í
Hilmar, honum fannst
gaman að keyra og
leið vel í flutn-
ingabílum. Hann tók
oft aukavinnu hjá
Flytjanda og fór túr
og túr milli Akureyr-
ar og Reykjavíkur.
Sambýliskona
Hilmars frá árinu 1998 var Sig-
urlína Dögg Sigurðardóttir, fædd 7.
ágúst 1978. Eignuðust þau tvær
dætur, Helenu Dögg, fædda 2. maí
1999, og Hildi Jönu, fædda 29. jan-
úar 2005. Hilmar og Sigurlína slitu
samvistum í febrúar 2010.
Áhugamál Hilmars voru marg-
vísleg, hann var mikill fjöl-
skyldumaður, útivistarmaður,
áhugasamur um matargerð og
garðrækt og er garðurinn við hús
Hilmars á Akureyri sérstaklega fal-
legur. Hilmar hjólaði mikið, var
góður skíðamaður og varði stórum
hluta frítíma síns í Hlíðarfjalli með
stelpunum sínum. Hilmar starfaði í
barna- og unglinganefnd Skíða-
félags Akureyrar og til stóð að hann
tæki sæti í Andrésarnefndinni en afi
hans, Leifur Tómasson var einn af
stofnendum Andrésar Andar-
leikanna 1975.
Hilmar verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn
7. janúar 2011, og hefst athöfnin kl.
13.30.
Tekinn var litríkur fífill frá mér
og ferðast einn um sinn.
Í kærleiksljósi leita að þér
og leyndardóminn finn.
Kyrrum klökkum tregarómi
kveð nú vininn hljóða.
Af sálarþunga úr sorgartómi
signi drenginn góða.
Þögul sorg í sál mér mæðir
sár og vonarmyrk.
En Drottinn ætíð af gæsku græðir
og gefur trúarstyrk.
(Jóna Rúna Kvaran)
Mamma.
Þá ertu farinn allt of snemma.
Þetta gerðist allt of fljótt, ég fékk
skilaboð um að þú hefðir lent í slysi
og þremur tímum seinna heyrði ég
þessa setningu „ég er með vondar
fréttir, Hilmar er dáinn“.
Það var aldrei möguleiki að þú
mundir fara þegar ég frétti af slys-
inu, orðið „tvísýnt“ eða „lífshætta“
var aldrei möguleiki hjá mér en
þetta gerðist nú samt. Ég hugga mig
við það að þú sért í góðu yfirlæti hjá
Hilmari afa núna, þið hafið eflaust
nóg að tala um.
Þær eru óteljandi minningarnar,
þú kenndir mér t.d. að hjóla upp og
niður tröppur, sem er kannski ekki
merkilegt, en þegar maður er sjö ára
gutti og sér stóra bróður sinn hjóla
niður tíu tröppur þá er það auðvitað
mest töff í heiminum.
Síðan er stóri bróðir kominn á
flutningabíl. Þú sóttir mig oft í
Skarðshlíðina á flutningabíl frá
Dreka þegar þú fórst til Dalvíkur og
Ólafsfjarðar. Ef einhverjir krakkar
úr skólanum löbbuðu framhjá mér
þegar þú varst að keyra upp götuna
veifaði ég til þín og vonaði að krakk-
arnir tækju eftir því að þetta væri,
sko, Hilmar bróðir sem væri að
koma og sækja mig því ég væri að
fara með honum til Dalvíkur og
Ólafsfjarðar. Farið var á hina og
þessa staði og síðan gafstu mér pítsu
á Pizza67 á Dalvík og síðan var brun-
að aftur heim. Þetta var alveg topp-
urinn, að vera með þér á flutninga-
bílnum, ég leit upp til þín og geri það
enn.
Ég skála í einum G&T í kvöld í
þína minningu, kæri bróðir, ég elska
þig og sakna þín.
Þinn bróðir,
Árni Þór.
Tilveran er fallvölt. Allt sem er í
dag getur breyst á morgun, í einni
svipan. Við erum minnt á þessa nöt-
urlegu staðreynd þegar við kveðjum
Hilmar Tómasson, eða Hilla Tom
eins og hann var jafnan nefndur hér í
Oddeyrarskála. Hilmar lést með
sviplegum hætti, góður og lífsglaður
drengur, langt um aldur fram.
Hilmar kom nær daglega í Odd-
eyrarskála, stundum sem viðskipta-
vinur en hann var sölustjóri Sælgæt-
isgerðarinnar Freyju á Norðurlandi,
og stundum sem samstarfsmaður því
hann vann í hlutastarfi hjá Eim-
skipafélagi Íslands. Það þekktu hann
allir í húsinu og það af góðu einu.
Hann var ósérhlífinn og röskur og
leysti öll verkefni með bros á vör.
Glaðværð var samt sá þáttur í skap-
ferli Hilmars sem var mest áberandi,
því hann var einstaklega jákvæður
og glaður drengur og hvers manns
hugljúfi.
Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem
veittu starfsfólki Eimskips aðstoð
við að vinna úr því mikla áfalli sem
skyndilegt andlát Hilmars er. Við er-
um öll harmi slegin. Við kveðjum
góðan viðskiptavin og samstarfs-
mann en umfram allt frábæran fé-
laga með virðingu og þökk fyrir sam-
fylgdina. Hún var að öllu leyti
ánægjuleg. Við sendum dætrum
Hilmars, foreldrum, systkinum og
öðrum ástvinum hugheilar samúðar-
kveðjur. Minningin um góðan dreng
mun lifa með okkur.
Fyrir hönd starfsfólks Eimskips
í Oddeyrarskála,
Einar Eyland.
Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá
aftur hug þinn og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Aldrei hefði ég trúað því að fyrsta
minningargreinin sem ég myndi
skrifa væri um besta vin bróður
míns.
En hvað lífið getur verið ósann-
gjarnt. Þú varst gull af manni, fal-
legur að innan sem utan.
Aldrei var langt í brosið og þú
varst alltaf tilbúinn að hjálpa.
Það var aldrei lognmolla þar sem
þú varst.
Þú lifðir svo hratt, varst svo mikið
að flýta þér í lífinu eins og þú þyrftir
að klára svo mikið á stuttum tíma.
Við áttum nokkur góð samtöl og
gafst þú mér góð ráð, sem ég mun
Hilmar Tómasson
Ekki er stjórnarfylk-
ing fríð,
feigðar rætist spáin.
Nú er úti norðan
hríð,
nú er Grímur dáinn.
(IA)
Mikið fjaðrafok
hefur orðið á stjórn-
arheimilinu eftir að
þrír þingmenn VG
létu valdboð að ofan sem vind um
eyru þjóta en samvisku sína og
sannfæringu ráða og sátu hjá við
afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Í
stjórnarskrá Íslands, 47. grein,
segir: Sérhver nýr þingmaður skal
vinna drengskaparheit að stjórn-
arskránni þegar kosning hans hef-
ur verið tekin gild. Og áfram í 48.
gr.: Alþingismenn eru eingöngu
bundnir við sannfæringu sína og
eigi við neinar reglur frá kjós-
endum sínum. Fjárlög voru ekki í
hættu enda samþykkt, 32:0. Þre-
menningarnir færðu góð og meira
en fullgild rök fyrir hjásetu sinni.
Formaður vor, Steingrímur J. Sig-
fússon, hér eftir SJS, segir að
þessi hjáseta muni hafa afleið-
ingar og nú beri að athuga sinn
gang. Því er ég hjartanlega sam-
mála.
Þeir sem í glerhúsi búa
Fáir eru svo vel að heiman bún-
ir að mikil og langvarandi völd
spilli þeim ekki. Sem stofnfélagi í
VG og einlægur aðdáandi þre-
menninganna sem hér um ræðir
ásamt auðvitað Ögmundar og Guð-
fríðar Lilju, hef ég átt andvöku-
nætur nú um hátíðarnar við að at-
huga minn gang. Þá rifjaðist það
upp fyrir mér þegar Davíð Odds-
son leiddi SJS fyrst á alvarlega
glapstigu í eftirlaunafrumvarpinu
alræmda, hafði þar lítið ef nokkurt
samráð við þingflokkinn og hefur
aldrei almennilega gengist við
þessum afglöpum. Ég minntist
þess líka þegar SJS hafði allt á
hornum sér varðandi AGS áður en
hann varð ráðherra en settist síð-
an á Lilju Mósesdóttur af öllum
sínum þunga fyrir að
sjá ekki geislabauginn
um þá stofnun. Eftir
heitstrengingar um
einarða andstöðu í
síðustu kosningabar-
áttu gegn aðild-
arumsögn að Evrópu-
sambandinu voru þau
loforð svikin fyrir
ráðherrastóla. Í nefnd
um endurskoðun fisk-
veiðistjórnunarkerf-
isins var af okkar
hálfu skipaður maður,
mjög handgenginn SJS, og auk
þess á launaskrá hjá einum harð-
svíraðasta sægreifa útgerð-
arauðvaldsins. Og var ekki
Magma-málið og þess skelfilegu
lyktir fyrst og fremst á borði SJS?
Og svo kom þriðja útgáfan af Ice-
save-samningi.
Mitt Ungverjaland
Fyrrum lengi samsýslungur
minn, Páll Ásgeirsson, bóndasonur
frá Þúfum í Vatnsfjarðarsveit,
bloggaði á Eyjunni: „Síðustu miss-
erin hefur svo ítrekað komið í ljós
að íslenskir vinstrimenn stjórna
með samskonar skammsýni,
frændhygli og poti og aðrir flokk-
ar. Hvað eftir annað hafa þeir sem
trúðu á þessa ríkisstjórn mátt
gnísta tönnum til þess að bila ekki
frekar en gömlu Stalínistarnir í
Ungó forðum. Síðasta og stærsta
áfallið er sá hörmulegi áfell-
isdómur sem kveðinn er upp yfir
leiðtogum þessarar ríkisstjórnar
með nýjum Icesave-samningum.
Nú blasir við að fúsk vorra bestu
manna hafi næstum kostað þræl-
ana á Volgubökkum hundrað og
eitthvað milljarða. Allt sem tova-
rítsj Steingrímur og hans nótar
sögðu um nauðsyn þess að bæta
þeim böggum á þrautpískaðar og
öróttar hrygglengjur okkar reynd-
ist áróður og lygi. Það voru Ólafur
Ragnar Grímsson grís og kampa-
vínshreyfingin, kennd við Inde-
fence, sem björguðu oss frá Gú-
laginu. Þetta er beiskur kaleikur
en á honum verður að bergja og
viðurkenna það sem rétt er. Ég
fæddist árið sem uppreisnin var
gerð í Ungverjalandi. Ég hef kosið
vinstriflokka í öllum kosningum
sem ég hef haft rétt til að taka
þátt í og stutt þeirra málstað og
þeirra hugmyndir. Þetta er mitt
Ungverjaland og hér lýkur minni
samfylgd og mínum stuðningi.“
Við þetta hef ég því einu að
bæta að áðurnefndir fimm þing-
menn Vg voru í þessu máli á réttu
róli en SJS ekki.
Nýja Ísland
Mér er ekki skemmt þegar for-
ingjaræði í mínum stjórnmála-
samtökum steytir hnefann að þeim
þingmönnum okkar sem helst eiga
virðingu og traust skilið. Þetta
framferði er gamla Ísland fjór-
flokksins holdi klætt og leggur af
því ódauninn langar leiðir. Ég
legg því til að SJS stígi til hliðar,
Katrín þótt ólétt sé taki við stýr-
inu um sinn og Lilja Mósesdóttir
fari í fjármálaráðuneytið. Evrópu-
sambandsruglinu verði hætt og
þeir miklu fjármunir sem þar
sparast renni til heilbrigðiskerf-
isins. Nái þetta ekki fram að
ganga tel ég einboðið að efna til
nýrra samtaka, undirstrika: ekki
flokks, yst á vinstra væng. Vinnu-
heiti þeirra gæti verið Kattafólkið.
Kettir eru virðingarverð dýr, erf-
iðir í smölun því að þeir fara sinna
eigin ferða, eru röskir við að halda
meindýrum niðri, sjá í myrkri og
geta því komist um skúmaskot og
undirheima – án þess að óhreinka
sig, samanber „kattþrifinn“. Og
svo hafa kettir níu líf. Til vara,
vegna þeirra sem kunna að hafa
ofnæmi fyrir umræddri dýrateg-
und, legg ég einnig til að við nefn-
um okkur Nýja Ísland.
Fáein orð í fullri meiningu
Eftir Indriða
Aðalsteinsson »Höfundur segir aðtími sé kominn til að
Steingrímur stígi til
hliðar og Katrín taki við,
þótt ólétt sé, og Lilja
Mósesdóttir verði fjár-
málaráðherra.
Indriði Aðalsteinsson
Höfundur er bóndi á Skjaldfönn
við Djúp.
Eftir að bankarnir
hrundu og mörg ís-
lensk stórfyrirtæki
riðuðu til falls mynd-
aðist tómarúm sem
nú er að fyllast. Emb-
ættis- og stjórn-
málamenn ásamt líf-
eyrissjóðum og
verkalýðshreyfingunni
virðast hafa tryggt
sér völdin. Hið nýja
spilverk Íslands er
knúið áfram af innmúruðum afæt-
um. Aldrei áður hefur íslenskum
stórfyrirtækjum verið stýrt af
jafnmörgum þriðja flokks leik-
stjórum. Ekki kemur þetta þó á
óvart þar sem græðgin er í al-
gleymingi og er ríkisvædd. Afæt-
urnar eru að nota stríðsþokuna í
kjölfar hrunsins til að koma sér
vel fyrir í spilverkinu og nurla
saman til elliáranna. Í nið-
urstöðum Rannsóknarskýrslu Al-
þingis kemur fram að ein af helstu
ástæðum hrunsins voru óeðlileg
krosseignatengsl íslenskra banka
og fyrirtækja. Einnig var sett út á
eftirlitsstofnanir eins og Fjármála-
eftirlitið (FME) sem brást skyldu
sinni. En hefur eitthvað breyst?
Nei, það hefur því miður ekkert
breyst. Í dag er FME meðvirkt í
spillingu hins nýja spilverks þjóð-
arinnar.
Í skjóli eldgoss í Eyjafjallajökli
og öskufalls í Evrópu síðastliðið
sumar valdi Icelandair
Group að fara í hluta-
fjáraukningu. Einhver
hefði nú haldið að sá
tími væri ekki hent-
ugur til útboðs á
hlutabréfum í flug-
félagi en þessi tími
hentaði mjög vel nýju
yfirstéttinni þ.e. líf-
eyrissjóðum, skila-
nefndum, verkalýðs-
hreyfingunni ásamt
gömlum pólitískum
flokksgæðingum til
þess að kaupa hluta-
bréf í félaginu.
Framtakssjóður Íslands sem er í
eign 16 stærstu lífeyrissjóða lands-
ins og Lífeyrissjóður versl-
unarmanna keyptu síðastliðið sum-
ar ¾ af hlutafé Icelandair Group.
Þar af var Lífeyrissjóður versl-
unarmanna með ¼ af seldu hlutafé
eða 1 milljarð af fjórum. Fram-
haldshlutafjárútboði lauk síðan á
Þorláksmessu þar sem lausir end-
ar voru hnýttir. Þess má geta að
varaformaður Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna, Ragnar Önundarson,
er einnig varaformaður Framtaks-
sjóðs Íslands og forstjóri Ice-
landair Group, Björgólfur Jó-
hannsson er náinn samstarfsmaður
til áratuga forstjóra Framtaks-
sjóðs Íslands, Finnboga Jónssonar,
sem einnig er varformaður stjórn-
ar Icelandair Group. Allt þetta
blessar síðan FME og telur þessa
aðila, Framtakssjóð Íslands, Líf-
eyrissjóð verslunarmanna og Ice-
landair Group óskylda aðila. FME
hefur einnig gefið undanþágu fyrir
því að svona stór hlutur sé á svona
fárra höndum og telur ekki að um
yfirtökuskyldu sé að ræða (sic).
Við þetta bætist svo að skilanefnd
Glitnis hefur keypt 3,3% af hlutafé
Icelandair Group í þessu síðasta
desemberútboði og segir skila-
nefndin að þeir séu að verja eign
sína! Fyrir hverjum? spyr ég.
Ég tel þúsundir smárra hluthafa
hafa verið hlunnfarna, því félagið
var stórlega vanmetið í þessum
viðskiptum og kæmi það mér ekki
á óvart að málaferli séu í farvatn-
inu. Í öllu stjórnleysinu, ótta og
ranghugmyndum embættis- og
stjórnmálamanna við réttlæti og
gegnsæi, þrífst spillingin sem er
helsti dragbítur samfélagsins
ásamt háum sköttum og atvinnu-
leysi. Allar leiðir liggja til Rómar
og þetta hefði ekki getað gerst
nema með blessun og fyrir til-
stuðlan fjármálaráðherra, hins
nýja Rómarkeisara „Alþýðu-
lýðveldisins Íslands“.
Sama leikrit í nýjum búningi?
Eftir Guðmund F.
Jónsson »Ég tel þúsundir
smárra hluthafa
hafa verið hlunnfarna,
því félagið var stórlega
vanmetið í þessum við-
skiptum...
Guðmundur Franklín
Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður Hægri grænna.