Morgunblaðið - 07.01.2011, Side 28

Morgunblaðið - 07.01.2011, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011 Í nýrri banda- rískri útgáfu Ævintýra Stik- ilsberja Finns, sem inniheldur þekktustu sögur bandaríska rit- höfundarins Mark Twain (1835-1910), Stik- ilsberja Finnur og Tumi Sawyer, hefur orðalagi verið breytt nokkuð frá útgáfu höf- undarins. Gegnum alla bókina, alls 219 sinnum, nefur orðinu „nigger“ verið skipt út fyrir orðið „slave“ – í stað orðs sem lýsir blökkumanni en þykir niðrandi í dag, er komið orðið þræll. Hugmyndin að breytingunni kom, að sögn The New York Times, frá bókmenntaprófessor sem þótti erfitt að taka sér hið niðrandi orð í munn. Fjöldi lesenda hefur sent út- gáfunni mótmæli og kallað breyt- inguna óásættanlega ritskoðun og „pólitíska rétthugsun“. Orðalagi breytt í sög- um Twain Mark Twain Í næstu viku verða um 300 myndlistarverk og munir úr eigu leikarans Dennis Hopper seldir á uppboði í New York. Átta mán- uðir eru síðan Hopper lést úr krabbameini, 74 ára gamall. Hopper átti rómað safn mynd- verka en talið er að margir vilji eignast silkiprent eftir Andy War- hol, af Maó formanni, en stuttu eftir að Hopper keypti verkið árið 1972 skaut hann tveimur byssukúlum gegnum það. Warhol sá götótt verkið skömmu síðar, var ánægður með viðbæt- urnar og skrifaði „viðvörunarskot" við annað gatið og „gat eftir byssu- kúlu“ við hitt. Meðal annars verða boðin upp verk eftir Marcel Duchamp, Ger- hard Richter og Wallace Berman, auk útskrifaðs handrits leikarans að kvikmyndinni Easy Rider. Selja mynd af Maó með kúlnagötum Mynd Warhols af Mao. Kvæðamannafélagið Iðunn hefur félagsstarf sitt á nýju ári með fræðslu- og skemmtifundi í kvöld, föstudag kl. 20 í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi. Rímnalaganefnd sér um dagskrá fundarins sem að þessu sinni verður með ára- mótasniði. Steindór Andersen formaður kvæðamannafélags- ins stýrir fundinum. Þuríður Guðmundsdóttir ásamt kvæða- konum flytur nokkrar vísur, Smári Ólason flytur erindi um heilagar meyjar, Magnús Ögmundsson les upp úr þekktu verki Halldórs Laxness og Spil- menn Ríkínís líta við. Auk þess má vænta annarra óvæntra uppákomna. Félagsstarf Skemmtifundur kvæðamanna Steindór Andersen Hópurinn Fimm í tangó flytur íslenskan og finnskan tangó í Gerðubergi á morgun, laugar- dag, kl. 14. Flytjendur eru Ágúst Ólafsson söngvari, Ást- ríður Alda Sigurðardóttir pía- nóleikari, Íris Dögg Gísladóttir fiðluleikari, Kristín Lárus- dóttir sellóleikari og Vadim Fedorov harmónikkuleikari. Í tilkynningu segir að enginn tónlistarhópur á Íslandi hafi áður spilað þessa tegund tónlistar að staðaldri. Hópurinn hefur með sköpun íslenskrar útgáfu hins finnska tangós, vakið athygli. Léttar veitingar verða í boði í kaffihúsi Gerðu- bergs frá kl. 13 - 16. Tónlist Flytja íslenskan og finnskan tangó Ágúst Ólafsson Bók Áhugaleikhúss atvinnu- manna 2010, lárétt rannsókn kom út 31. desember í tengslum við sýningu leik- hússins á annál ársins 2010, 12 örverkum um áráttur, kenndir og kenjar. Þetta er í fyrsta sinn sem gefið er út bókverk sem tekur á samtímasviðslist og markar útgáfan því tímamót í skrán- ingu á samtímaviðburðum í sviðslistum. Í bókinni eru m.a. viðtöl við leikara Áhugaleikhúss atvinnumanna um listina og hlut- verk leikhússins í samtímanum, umfjöllun Stein- unnar Knútsdóttur, listrænnar ráðskonu, um bakgrunn örverkanna og vinnuaðferðir hópsins. Útgáfa Gefa út bók um samtímasviðslist Steinunn Knútsdóttir Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á laugardaginn verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði sýningin Brot úr náttúrunni en á henni getur að líta abstraktverk sem Eiríkur Smith (f. 1925) málaði á árunum 1957-1963. Er þetta önnur sýningin í sýningaröð þar sem Hafnarborg kynnir margbreyttan feril listmálar- ans. Í eigu Hafnarborgar eru um 400 verk eftir Eirík en þorra þeirra hef- ur hann gefið safninu. Flest verk- anna á sýningunni koma úr þessu úrvali en að auki eru nokkur fengin að láni. Ólög K. Sigurðardóttir er for- stöðumaður Hafnarborgar og jafn- framt sýningarstjóri þessarar sýn- ingar. Hún segir að á fyrstu sýningunni í þessari röð, þar sem unnið er með verk Eiríks í safneign- inni, hafi verið verk frá tímabilinu frá því hann kom heim frá námi og til ársins 1957. Þá tók hann þá af- drifaríku ákvörðun að brenna mörg af þeim verkum sem hann hafði mál- að fram að þeim tíma. „Hann sagði þá skilið við strang- flatarlistina og lét undan tilfinningu fyrir landinu og náttúruupplifun, sem sóttu sterkt á hann,“ segir Ólöf. Litbrigði landsins „Árið 1957 sýndi hann fyrst verk þeirrar gerðar sem eru á þessari sýningu, Brot úr náttúrunni. Hann hélt síðan áfram að vinna úr þeirri myndgerð til ársins 1963, en þá varð hann tjáningarríkari og gaf í á annan hátt. Sótti meira í átt bandarísku ex- pressjónistanna en á því tímabili sem við sýnum núna.“ Ólöf segir að á þessu tímabili sem nú er til skoðunar horfi Eiríkur iðu- lega niður í svörðinn, við sjáum mik- ið litbrigði landsins, jarðlitir og svartur eru áberandi. „Þetta er stutt tímabil, mjög af- markað, en þegar horft er á verkin á sýningunni sést vel þróunin sem á sér stað innan þess. Það er áhugavert að skoða Eirík út frá því hvað hann tekur miklar kúvendingar á ferlinum en engu að síður er hann svo heill í því sem hann fæst við hverju sinni.“ Eins og fyrr segir er sýningin lið- ur í því að skoða verk Eiríks í safn- eign Hafnarborgar og feril hans. Ár- ið 2008, á aldarafmæli Hafnarfjarðar, var hann útnefndur heiðurslistamaður Hafnarfjarðar- bæjar og þá vann Aðalsteinn Ing- ólfsson úttekt á safnkostinum og er vinnan við sýninguna byggð að hluta á þeirri úttekt. „Meðan við vinnum þessar sýn- ingar, vinnum við jafnframt jafnt og þétt úr heimildasafni sem Eiríkur færði safninu á síðasta ári. Þær upp- lýsingar nýtast okkur mjög vel við vinnuna,“ segir Ólöf. Lét undan náttúruupplifun sem sótti sterkt á hann Morgunblaðið/Ómar Listamaðurinn Eiríkur Smith leit inn í Hafnarborg í gær, þar sem verið var að hengja upp verkin á sýningunni.  Málverk Eiríks Smith frá 1957-1963 sýnd í Hafnarborg Ég tel að sprenging verði þegar að út- gáfu kemur... 30 » Myndlistarmenn- irnir Ásmundur Ásmundsson og Ragnar Kjart- ansson standa fyrir sínum ár- lega jólasveina- gjörningi í Ný- listasafninu í dag, föstudag, klukkan 17.30. Þeir hafa stað- ið fyrir samskonar gjörningum ár- lega síðustu níu árin, í Nýló, Kling & Bang og Safni. Listamennirnir hyggjast koma gestum verulega á óvart með jóla- skensi og kunna Bjúgnakrækir og Kertasníkir að líta í heimsókn. Fólk er hvatt til að taka börnin með í Nýlistasafnið og gleyma ekki jólaskapinu heima. Jólasveina- gjörningur í Nýló í dag Ragnar Kjartansson Það hefur lengi verið heldurhljótt um Véstein Lúðvíks-son miðað við hve hannvar áberandi er hann birt- ist á sjónarsviði íslenskra bók- mennta á árunum í kringum 1970, fyrst með smásagnasafninu fína Átta raddir úr pípulögn sem ölvaði mjög ungt fólk á þeim tíma með ein- mana röddum út úr heimi firringar og hlutgervingar eins og það hét í þá daga, og þá ekki síður með tveggja binda þjóðfélagslega stór- virkinu Gunnar og Kjartan, en á þeim árum voru skáldsögur af því tagi nokkurt fágæti á markaði hér. En með árunum hljóðnaði í kringum Véstein, hann mun æ meir hafa far- ið að halla sér að austrænni speki og horfið til fræðistarfa á því sviði, og á síðari árum hafa helst komið frá honum lífspekitextar eða afor- ismar úr hljóðlátum en heillandi heimi búddisma, eða zen; það er ekki fyrir leikmenn að skilgreina og skiptir kannski heldur ekki öllu máli. Ég man ekki eftir að hafa séð mikið af ljóðum eftir Véstein, manni hefur fundist hann fyrst og fremst prósahöfundur, en hér er komin lítil og yfirlætis- laus bók, hvít að mestu, og um sumt innblásin af þeirri hugsun að náttúra, sam- hljómur og eilífð séu stærri bauki mannskepnunnar með öllu sínu brauki og bramli. Eitt ljóð heitir „Rjúpa“: „Svo hvít / í fannferginu / hennar verður ekki vart.“ Svo kem- ur millikafli þar sem bregður fyrir manni einhversstaðar í fjarska að því er manni finnst en með þrá til fjalla en með líka hugsun til „vélar sem kemur upplýst að vestan“ en svo endar ljóðið á þessari fallegu mynd: „Þúsund heiðar / hvorki fugl né maður – aðeins / ósofið auga / sem heyrir / sporðakast í minnstu vökinni“. Þetta er fáorð bók með knöppum ljóðum sem láta ekki allt uppi, sum- part eflaust vegna þess að skáldið „Veit ekki alveg hvað skal segja / Nú veit ég aldrei hvað skal segja“ en í hina röndina vegna þess að það er verið að fanga stemningu orð- lausrar undrunar; lítið ljóð um vind af fjalli sem kyssir gárur á víkinni endar svona: „Þegar fara saman / þakklæti og undrun / á fyrsta at- kvæðið ekki / alltaf heimangengt.“ Það verður enginn verri maður af því að hleypa þessari litlu bók ná- lægt sér. „Sporðakast í minnstu vökinni“ Enginn heldur utanum ljósið bbbbn Eftir Véstein Lúðvíksson. Bjartur 2010. EINAR KÁRASON LJÓÐABÓK Vésteinn Lúðvíksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.