Morgunblaðið - 07.01.2011, Side 6

Morgunblaðið - 07.01.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011 „Illsmalanlegu kettirnir“ eða „órólega deildin í VG“ kann að spekjast um hríð, en næsta mánudag heldur stríðið áfram. FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Áfram heldur svikalognið í þing- flokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, eftir mikinn átakafund sem stóð með hléi frá há- degi í fyrradag og fram á kvöld. Að vísu heitir það nú opinberlega að fundurinn hafi verið „góður. Hreinskiptnar og opinskáar um- ræður“ hafi farið þar fram. Þetta þýðir á mannamáli að flokksforystan beitti flokkssvipunni óspart á fundinum og þeir sem haldið hafa uppi opinberri gagnrýni á störf og stefnu ríkisstjórnarinnar voru hundskammaðir, einkum og sér í lagi fyrir að bera raunir sínar á torg og gefa þannig fjölmiðlum tækifæri til þess að „blása upp ágreining innan flokksins og gera að sérstöku umfjöllunarefni“. Formaðurinn og stjórn þing- flokksins voru ómyrk í máli og kröfðust þess að þingmenn héldu sig við það að takast á málefnalega á eigin fundum og um efni þeirra funda ætti að ríkja trúnaður. Allt annað væri stórskaðlegt fyrir flokk- inn. Enginn friður í sjónmáli Það ríkti alls enginn friður í VG fyrir þennan þingflokksfund og við- mælendur Morgunblaðsins úr röð- um VG sögðu í gær, að það væru engar horfur á friði í flokknum á næstunni. Sá friður næðist einvörð- ungu með breytingum á áherslum í Evrópusambandsmálum, samstarf- inu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ríkisfjármálum og vinnubrögðum flokksforystunnar. Stjórn þingflokksins, þau Árni Þór Sigurðsson, starfandi þing- flokksformaður, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Þuríður Backman lögðu fram tillögu að bókun á fund- inum, sem ákveðið var eftir all- nokkrar umræður að skoða betur og ræða nánar á næsta þingflokks- fundi sem verður haldinn nú á mánudag, þann 10. janúar. Árni Þór var í gær spurður hvers eðlis þessi tillaga að bókun hefði verið: „Við lögðum fram hugmynd að ákveðnu vinnulagi í mörgum lið- um. Meðal annars að gerð yrði bók- un um árangur af starfi ríkisstjórn- arinnar til þessa, hver væru helstu verkefni næstu vikna og mánaða. Við gerðum tillögu um að settir yrðu á laggirnar ákveðnir starfs- hópar á vegum þingflokksins vegna þeirra mála sem verða fyrirferðar- mikil á næstunni, svo sem ESB- málið, sjávarútvegsmálin og fleira. Þá lögðum við til að skipulögð yrði fundaherferð flokksins í samvinnu við stjórn flokksins og fleira í þess- um dúr.“ Tillaga ekki dregin til baka Árni Þór segir það ekki rétt að stjórn þingflokksins hafi dregið bókun sína til baka, vegna þess að þau Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafi lýst því yfir að þau gætu ekki stutt slíka bókun. Tillagan hafi alls ekki verið dregin til baka. Þingmenn hafi einfaldlega sagt, eftir að tillögunni hafi verið dreift á fundinum, að þeir þyrftu tíma til þess að skoða hana og gera sínar eigin athugasemdir, ekki síst hvað varðaði þann þátt er laut að ríkisfjármálum og end- urmótun efnahagsstefnunnar. Við því hafi að sjálfsögðu verið orðið og málið verði áfram rætt á næsta þingflokksfundi á mánudaginn. Fullyrt var af VG-félögum í gær, að þremenningarnir, þau Atli, Ás- mundur Einar og Lilja hafi verið múlbundin á þessum þingflokks- fundi og því hafi þau talað með þeim hætti sem þau gerðu eftir þing- flokksfundinn í fyrrakvöld, þ.e.a.s. þau Ásmundur Einar og Lilja, en Atli hefur enn ekki sagt eitt orð eft- ir fundinn. „Það má kannski segja að tímabundið hafi þau þrjú verið barin til hlýðni með svipum flokks- agans, en ég fæ ekki séð að sú hlýðni muni vara lengi, því ekkert breyttist á þessum fundi og þau lof- uðu engu – hvorki því að skipta um skoðun, né því að láta af gagnrýni á það sem þau telja gagnrýnivert. Enda væru þau með slíku að bregð- ast bæði sjálfum sér og kjósendum VG,“ segir gamalreyndur VG- félagi. Viðmælendur segja, að þótt stað- an sé þessi nú, þá muni hún vart vara lengi, því sama undiralda og ólga óánægju kraumi áfram undir yfirborðinu og muni vafalítið brjót- ast upp á yfirborðið á ný, áður en varir. Þessi þingflokksfundur hafi í raun ekki verið annað en veik til- raun flokksforystu og þingflokks- forystu til þess að þjappa þing- flokknum saman á málefnalegum grunni og sú tilraun hafi mistekist. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun stórum hluta fund- artímans hafa verið varið í umræð- ur og deilur um það aðlögunarferli að regluverki Evrópusambandsins, sem „órólega deildin“ og raunar mun fleiri telja að sé löngu hafið. Það sé einfaldlega ferli, sem aldrei hafi verið samþykkt af VG að yrði hafið og því sé augljóslega um ský- laus svik við stefnu flokksins að ræða. Án heimildar frá þjóð og þingi Raddir í þá veru að þeim farvegi sem Evrópusambandsmálin eru nú komin í verði að breyta, eru langt í frá þagnaðar. Umræðum um ESB verður fram haldið á þingflokks- fundi á mánudaginn og menn voru í gær ekkert sérstaklega bjartsýnir á að á þeim fundi fengist einhver botn í umræðuna sem allir í þing- flokknum gætu unað við. Menn eru ekki á einu máli um það hvað beri að gera, en meðal þess sem rætt hefur verið um í þingflokki VG er möguleikinn á þjóðaratkvæðagreiðslu strax, draga umsóknina um aðild að Evrópusam- bandinu til baka og/eða láta reyna sérstaklega á okkar helstu og stærstu hagsmunamál strax, eins og sjávarútvegs- og landbún- aðarmál. Í þeim efnum sé brýnt að setja fram skilyrði Íslands gagn- vart ESB, því skilyrði ESB liggi klár fyrir. Koma verði málinu upp úr því aðlögunarferli sem það er komið í og hefur verið í um skeið og tryggja meira gegnsæi í ferlinu en verið hefur. Hægt og bítandi sé ver- ið að nudda Íslandi inn í Evrópu- sambandið, án þess að þjóð og þing hafi nokkurn tíma heimilað slíkt. Morgunblaðið/Ómar Átök Þingflokksfundur VG í fyrradag var mikill átakafundur, hvað sem orðum flokksforystunnar líður. Evrópusambandsmál voru helsta deiluefnið og ekki er búist við að þar verði breyting á í bráð. Agasvipum flokksins beitt af hörku gegn órólegu deildinni  Engar líkur eru taldar á því að hörðum átökum í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði linni í bráð Þeir í VG sem reynt hafa að gera lítið úr málefnalegri andstöðu þingmanna flokksins við stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópusam- bandsmálum og ýmsum öðrum málum, vísa gjarnan til þess að hér sé einungis um lítið brot af þingflokknum að ræða, þrjá þingmenn af fimmtán. Þetta er ekki nema hálfur sannleikur, því hið sanna er, að það eru a.m.k. sex þingmenn flokksins, eða 40% þingmann- anna, sem eru þeirrar skoðunar að rangt sé að halda áfram því aðlögunarferli sem Ísland er nú komið í, í aðildarviðræðunum við ESB. Þetta eru þau sem Jó- hanna Sigurðardóttir nefndi „illsmalanlega ketti“, Atli Gísla- son, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir. En auk þeirra eru sömu skoðunar ráð- herrarnir Jón Bjarnason og Ög- mundur Jónasson og svo Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks VG, sem er í barneignarfríi. Er 40% andstaða lítið brot? EKKI MIKILL MUNUR Á MILLI FYLKINGA Lilja MósesdóttirJón Bjarnason Ögmundur Jónasson Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Atli Gíslason Ásmundur Einar Daðason Steingrímur J. Sigfússon Árni Þór Sigurðsson Lilja Rafney Magnúsdóttir Þuríður Backman Flokkssvipur eru þekkt fyrirbæri í breskum stjórnmálum og er ætlað að hafa aga á eigin flokksmönnum. Formaður VG og stjórn þingflokksins brugðu sér í gervi flokkssvipna í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.