Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011
geyma vel og nýta mér í lífinu.
Í hugann koma margar minning-
ar, t.d. kom nú fyrir að þú reddaðir
mér áfengi korter í djamm og réttir
mér flösku með bros á vör og sagðir
mér að passa mig á strákunum.
Rétt fyrir síðustu páska sendir þú
mér skilaboð og baðst mig að kíkja á
þig, þegar ég væri búin að vinna, það
gerði ég. Þá vildir þú gefa mér
páskaegg – það var prinsessuegg.
Mikið gladdi það litla hjartað mitt.
Eitt sinn varst þú frekar flottur
þegar þú hringdir í mig og sagðir:
Mig vantar hjálp, eins og þú veist get
ég margt, nánast allt, en að skúra –
það bara kann ég ekki.
Ég fór að hlæja, en mætti á svæðið
og skúraði og kannski svolítið meira.
Þú hafðir nú oftar en einu sinni orð
á því, hvað bróðir minn væri mikill
snillingur og hvað þér þætti vænt um
hann – ég veit líka að honum þótti
ekki síður vænt um þig.
Þú munt verða með honum áfram
og þessum kolruglaða flotta vinahóp,
Lionsklúbbnum Kidda, í öllu því sem
þeir munu taka sér fyrir hendur.
Elsku bestu og fallegu stelpurnar
þínar sem þú varst svo stoltur af,
þær munu halda áfram að gera þig
svo stoltan og munu geyma allar fal-
legu og góðu minningarnar um þig
fast í hjarta sínu. Þú munt gæta
þeirra í hverju fótspori.
Missir þeirra er svo mikill og okk-
ar allra.
Öll munum við ylja okkur við fal-
legar myndir og góðar minningar.
Mikið vorum við lánsöm að eiga
svo góðan vin.
Megi góður Guð leiða og blessa
stelpurnar þínar, fjölskyldu og vini á
þessum erfiðu tímum.
Takk fyrir alla þá hlýju sem þú
sýndir mér, elsku vinur.
Hvíldu í friði.
Þín vinkona,
Rúna Hrönn.
Það er sárt að kveðja góðan vin og
hugsa til þess að við getum ekki tal-
ast við daglega eða hist.
Vin sem er tekinn frá störfum allt
of snemma.
Þær eru óteljandi stundirnar sem
við höfum átt saman. Alltaf var jafn
gaman þegar við hittumst, sama
hvort það var í útilegum, sumarbú-
stað eða annars staðar, ekkert nema
grín og það lýsir því best hvernig
mann þú hafðir að geyma, alltaf
varst þú boðinn og búinn að redda
öllu, sama hvað það var, að ekki sé
talað um að koma til ykkar norður,
það voru yndislega stundir sem við
áttum saman.
Við kveðjum þig, kæri vinur, með
söknuði og vitum að þú er á góðum
stað sem við hittumst á síðar.
Englar guðs vaki yfir stelpunum
þínum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Sighvatur og Helga.
Elsku, yndislegi vinur okkar,
Hilmar. Við trúum því vart enn að
við eigum ekki eftir að hitta þig,
faðma þig, hlæja með þér og eiga
yndislegar stundir saman aftur með
þér. Þær eru ógleymanlegar stund-
irnar sem við áttum saman með ykk-
ur Línu, Helenu og Hildi. Okkur var
alltaf tekið með opnum örmum og
brosi á vör inn á fallega heimilið ykk-
ar og þið dekruðuð við okkur og lét-
uð okkur líða eins og við værum
heima hjá okkur.
Það er ógleymanlegt þegar þú
settir upp svuntuna í eldhúsinu og
töfraðir fram ljúffengar máltíðir eins
og á eðal-veitingahúsi handa okkur
og svo var það toppað með því að
fara út í heita pottinn að lokum og
þar var slakað á og horft yfir þennan
glæsilega garð ykkar sem þú hugs-
aðir um eins og alvöru garðyrkju-
bóndi, enda einn mesti snyrtipinni
allra tíma.
Ekki má gleyma aðal-sumarbú-
staðarferð sögunnar í Skagafirði,
þar sem þú, Lína, Sighvatur, Helga
og við fórum á kostum, eins og okkur
einum er lagið. Þið strákarnir tókuð
ykkur til og ætluðu að vera æðislega
flottir á því og færa okkur dömunum
drykki og svo gerðir þú þessar girni-
legu snittur og þið færðuð okkur
þetta í heita pottinn. Við dömurnar
skildum ekkert í því af hverju þið
strákarnir stóðuð yfir okkur á meðan
við borðuðum snitturnar og þið hlóg-
uð eins og vitleysingar. Það var ekki
fyrr en seinna um kvöldið sem við
komumst að því að þegar þú varst að
leggja af stað með snitturnar á bakk-
anum út til okkar hafðir þú flogið á
hausinn og snitturnar hentust út um
allt gólf. En þú varst ekki lengi að
redda því og settir þær bara saman
aftur og færðir okkur þær með þessu
yndislega glotti þínu. Við gætum
endalaust talið upp frábærar minn-
ingar og samverustundir sem við átt-
um með þér, elsku fallegi vinur okk-
ar.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún.)
Elsku Hilmar okkar, við kveðjum
þig með söknuði og trega og biðjum
Guð að vaka yfir fjölskyldu þinni. Þú
varst einstakur vinur, elsku Hilmar.
Ólafur Óskar og Guðrún Inga.
Með sorg og trega kveð ég í dag
vin minn og félaga Hilmar Tomm
sem nú er farinn langt fyrir aldur
fram.
Það er margs að minnast, Hilmar
var góður drengur, opinn, einlægur
og traustur og ég vissi alltaf hvar ég
hafði hann, það mat ég mikils í fari
hans. Við hittumst nánast daglega og
spjölluðum mikið saman og oftar en
ekki sagði Hilmar mér sögur og
fréttir af stelpunum sínum sem voru
stolt hans og yndi. Það var alltaf
stutt í húmorinn og glaðværðina,
jafnvel pínu prakkaraskap og fannst
okkur oft við vera ansi sniðugir en
hvað öðrum fannst skipti ekki eins
miklu máli.
Hilmar átti marga vini og hann
var duglegur að rækta vinskapinn,
alltaf tilbúinn í spjall eða eitthvert
bras, boðinn og búinn að aðstoða og
leiðbeina ef hann mögulega gat.
Skarð Hilmars verður vandfyllt og
erfitt er að hugsa sér lífið án hans en
minningin um góðan félaga lifir með
okkur sem hann þekktum.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Hörpu þinnar, ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Dætrunum Helenu Dögg, Hildi
Jönu og öðrum aðstandendum sendi
ég mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Jóhann Ingi Pálsson.
Fleiri minningargreinar um Hilm-
ar Tómasson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Sigríður Jóns-dóttir húsfrú í
Hafnarfirði fæddist í
Nýjabæ í Garði 12.
febrúar 1915. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut aðfaranótt
mánudagsins 27.
desember 2010.
Foreldrar hennar
voru Hrefna Klara
Sigurlín Jósdóttir f.
1895, d. 1947 og Jón
Þorbergur Bene-
diktsson f. 1889, d.
1963.
Systkini Sigríðar; albróðir
Hjalti f. 1913, d. 2003, hálfsystir
samfeðra Gyða f. 1930, d. 1999
og bræður sammæðra Haukur
Bogason f. 1919 og Guðjón Guð-
mundsson f. 1923, d. 2006.
Sigríður giftist 22. nóvember
1936 Einari Sigurðssyni múr-
arameistara f. 19. desember
1913, d. 24. janúar 1996, frá Ertu
í Selvogi og bjuggu þau allan
sinn búskap í Hafnarfirði, lengst
af á Hringbraut 35. Börn Sigríð-
ar og Einars: 1) Jón Rafn f. 1937,
hann á Ragnheiði, Guðmund, Sig-
urð, Kristján og Sigríði, sextán
barnabörn og þrjú barna-
barnabörn. 2) Húnbjörg f. 1941,
gift Garðari Gíslasyni, þau eiga
Einar Þór, Halldór og Ásdísi, sjö
barnabörn og tvö barna-
barnabörn. 3)
Hrefna f.1945, gift
Þorleifi Guðmunds-
syni, þau eiga Sig-
ríði, Guðmund og
Berglindi, sjö
barnabörn og eitt
barnabarnabarn. 4)
Kristín Ása f. 1951,
hún á Huld og Ás-
gerði og þrjár
dótturdætur. 5)
Guðrún f. 1954,
gift Pétri Árna-
syni, þau eiga Írisi
og Hildi og tvö
barnabörn.
Sigríður var húsmóðir af
gamla skólanum og hafði hún
mikla ánægju af hannyrðum og
var útsaumur þar í uppáhaldi,
eða þar til að sjón hennar hrak-
aði svo að hún varð að leggja þá
iðju niður. Sigríður tók virkan
þátt í hvers konar handavinnu
með öldruðum, bæði í Hraunseli
og að Sólvangsvegi 1, þar sem
hún bjó í átta ár, en síðustu tvö
árin bjó hún á Hrafnistu í Hafn-
arfirði. Sigríður tók þátt í starfi
ýmissa kvenfélaga í Hafnarfirði,
m.a. kvenfélaginu Hrund og var
hún fyrsti formaður félagsins og
síðar gerð að heiðursfélaga.
Útför Sigríðar fer fram í dag,
föstudaginn 7. janúar 2011, frá
Hafnarfjarðarkirkju og hefst at-
höfnin kl. 13.
Elsku mamma, hafðu kæra
þökk fyrir allt og allt.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þínar dætur,
Húnbjörg, Hrefna,
Kristín Ása og Guðrún.
Kvenfélagskonur í Kvenfélag-
inu Hrund, kvenfélagi iðnaðar-
manna í Hafnarfirði, sjá nú á bak
dyggri félagskonu, Sigríði Jóns-
dóttur, en hún var ein af stofn-
endum félagsins.
Sigríður var fyrsti formaður fé-
lagsins og gegndi síðan ýmsum
trúnaðarstörfum. Hún var mjög
virk í öllu starfi félagsins og var
ánægjulegt að sjá hana á fundum
fram á síðustu ár. Sigríður var
kosin heiðursfélagi Hrundar eftir
margra ára óeigingjarnt starf en
hún var mikil hannyrðakona og
margt til lista lagt.
Kvenfélagskonur í Hrund
þakka Sigríði samfylgdina í gegn-
um árin og minnast hennar með
hlýju.
Fyrir hönd kvenfélagsins
Hrundar,
Guðrún
Hallgrímsdóttir.
Sigríður Jónsdóttir
✝
Elskulegur frændi okkar, bróðir og mágur,
ÁRNI BJÖRN JÓNSSON
frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal,
Fellsmúla 18,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu-
daginn 30. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
10. janúar kl. 13.00.
Guðný Elín Jónsdóttir,
systkini hans og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær vinkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
HAFRÚN INGVARSDÓTTIR,
Suðurhólum 14,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 2. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
11. janúar kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elliði Magnússon,
Finnbogi Oddur Karlsson,
S. Ingibjörg Karlsdóttir, Jakob Jónsson,
Jóhanna María Karlsdóttir, Sigmundur Hagalín Sigmundsson,
Halldór Jónsson,
Sigurður Hólmar Karlsson,
Valgerður Lísa Gestsdóttir, Björn Auðunn Magnússon,
Hlynur Þór Gestsson.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
LISELOTTE GUNNARSSON,
áður til heimilis að Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 3. janúar.
Útförin auglýst síðar.
Olga Guðmundsdóttir, Pétur Björnsson,
Björn Óli Pétursson, Birna Sigurðardóttir,
Liselotta E. Pétursdóttir, Einar Kristján Jónsson,
langömmu- og langalangömmubörn.
✝
Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
DANIVAL FINNBOGASON,
Garðavegi 2,
Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðvikudaginn
5. janúar.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn
17. janúar kl. 15.00.
Guðný Ólafsdóttir,
Ólafur Danivalsson,
Laufey Danivalsdóttir, Tómas Ibsen,
Katrín Danivalsdóttir, Sveinbjörn Björnsson,
Herdís Danivalsdóttir, Páll R. Valdimarsson,
Guðný H. Danivalsdóttir, Egill H. Lárusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og
langamma,
PÁLDÍS EYJÓLFS,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
aðfaranótt miðvikudagsins 5. janúar.
Halldóra Konráðsdóttir, Þorvaldur Sigurbjörnsson,
Elísabet Konráðsdóttir, Sigurður Halldórsson,
Elín Konráðsdóttir, Guðni Bergsson,
Arna Björk,
Sindri Páll, Hanna Birna,
Tómas Páll, Edda Þuríður,
Halldór Smári,
Bergur, Steinunn,
Davíð Steinn,
Páldís Björk,
Konráð Pétur,
Rakel Elísabet.