Morgunblaðið - 13.01.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011
Meginherstjórnaráætlun um inn-göngu í ESB var byggð á því
að þjóðin væri illa að sér um málið
og því væri hægt að láta eins og um-
sóknin væri annað en reglur ESB
segja til um.
Slík áætlun er dæmd til að mistak-ast nema hægt sé að ljúka ferl-
inu með leifturhraða. Því var talað
ótt og títt um hraðferð Íslands inn í
sambandið. „Sækja verður um á
meðan Svíar eru í for-
svari“ var herhvötin.
Enginn man lengur
hvenær sænskir fóru
síðast með puntrullu
innan sambandsins.
Þjóðinni var sagt aðumsóknin væri
„hvað er í pakkan-
um“-umsókn. Hver
getur verið á móti svo-
leiðis umsókn sögðu
herstjórarnir flissandi
hver við annan.
En ferlið tók aðhiksta. Það spurðist út að Ís-
lendingar væru óafvitandi komnir í
aðildarferli. Talsmenn ESB sögðu að
það hefði alltaf legið ljóst fyrir
„hvað væri í pakkanum“.
Nú segir Árni Þór Sigurðssonskyndilega, að það sé hugsan-
legt að rétt verði að hætta umsókn-
arferlinu áður en því lýkur. En hvað
verður þá um „hvað er í pakkanum“-
slagorðin? Og hvað verður um að
þjóðin fái að kjósa slagorðin?
Ekkert vandamál.
Það er að renna upp fyrir sífelltfleirum að pakkinn er búinn að
vera galopinn fyrir allra augum
lengi og þess vegna getur þjóðin
kosið strax. Og senn munu herstjór-
arnir verða eins og pakkinn: Ber-
rassaðir fyrir allra augum.
Össur
Skarphéðinsson
Sandrennandi
STAKSTEINAR
Árni Þór
Sigurðsson
Veður víða um heim 12.1., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík 0 snjókoma
Akureyri -1 alskýjað
Egilsstaðir 0 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 1 skýjað
Nuuk -7 léttskýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló -6 heiðskírt
Kaupmannahöfn 1 léttskýjað
Stokkhólmur -1 snjókoma
Helsinki -2 skýjað
Lúxemborg 3 skúrir
Brussel 7 skúrir
Dublin 11 skúrir
Glasgow 2 skýjað
London 12 skúrir
París 10 skýjað
Amsterdam 7 skúrir
Hamborg 2 skýjað
Berlín 3 skýjað
Vín 6 skýjað
Moskva -1 snjókoma
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 16 heiðskírt
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 12 skýjað
Winnipeg -17 snjókoma
Montreal -7 snjókoma
New York -1 skýjað
Chicago -3 skýjað
Orlando 6 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:00 16:14
ÍSAFJÖRÐUR 11:34 15:50
SIGLUFJÖRÐUR 11:18 15:32
DJÚPIVOGUR 10:37 15:36
Árið 2009 fækkaði
komum barna til
tannlækna um
15% og að sögn
Sigurðar Bene-
diktssonar, for-
manns Tann-
læknafélags
Íslands, er ekki
útlit fyrir að heim-
sóknum hafi fjölg-
að í fyrra. Guð-
bjartur Hannesson, velferðar-
ráðherra, segir það eitt af brýnustu
verkefnum ráðuneytisins á nýju ári
að bæta aðgengi barna að tann-
læknaþjónustu og stuðla að betri
tannheilsu almennt. „Það er augljóst
að við getum ekki sætt okkur við
þetta ástand eins og það er og það er
sameiginleg ábyrgð okkar og tann-
læknanna að finna lausn á þessum
vanda,“ segir Guðbjartur.
Hann segir ráðuneytið hafa lagt
fram tillögu um að stofnaður verði
sérstakur tannverndarsjóður fyrir
börn og þannig verði tryggt að ekkert
barn fari á mis við tannlækna-
þjónustu af efnahagslegum ástæðum.
Hann segir enn fremur að Tann-
læknafélagið hafi sett fram stefnu-
mótunartillögur sem ráðuneytið eigi
eftir að fara yfir og vinna betur úr og
ítrekar að þetta sé verkefni sem verði
að vinna að í sameiningu, en m.a.
verði að skoða að stilla saman gjald-
skrár Sjúkratrygginga og tannlækna.
holmfridur@mbl.is
Brýnt að
bæta tann-
heilsu barna
Vill leysa málið í sam-
vinnu við tannlækna
Guðbjartur
Hannesson
Í dag kl. 20:30 standa samtökin Ný
dögun fyrir samverustund í safn-
aðarheimili Háteigskirkju þar sem
fjallað verður um sorg vegna fráfalls
maka. Hulda Guðmundsdóttir guð-
fræðingur ræðir þar um makamissi
og boðið verður upp á umræður og
fyrirspurnir. Á undan eða kl. 19:30
er opið hús á sama stað þar sem fólk
getur komið, spjallað og fengið sér
kaffi. Allir eru velkomnir. Nánari
upplýsingar má sjá á www.sorg.is.
Að missa maka
Dr. Kári Stefánsson, stofnandi, forstjóri og yfirmaður rannsókna
Íslenskrar erfðagreiningar, flytur fyrsta erindi í röð
hátíðarfyrirlestra rektors á aldarafmæli Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu,
laugardaginn 15. janúar kl. 15.
Allir velkomnir
HÖNNUN MANNS
hvernig maðurinn skapast af samspili erfða og umhverfis
FYRIRLESTRARÖÐ Á ALDARAFMÆLI HÁSKÓLA ÍSLANDS
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
11
00
58