Morgunblaðið - 13.01.2011, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nú þegar ár er liðið frá jarðskjálftanum á Haítí
býr enn um milljón manna í búðum fyrir heim-
ilislausa, þar af 400.000 börn að því er talið er.
Mörg þeirra misstu foreldra sína í hamför-
unum og bíður hjálparsamtaka mikið starf að
koma lífi þeirra í eins eðlilegan farveg og kost-
ur er miðað við aðstæður.
Jarðskjálftinn er einn sá mannskæðasti í
sögunni en talið er að allt að 230.000 hafi týnt
lífi, að frátöldum öllum þeim sem slösuðust.
Leita foreldra barnanna
Georg Willeit, starfsmaður SOS Barna-
þorpa í þorpinu Santo á Haítí, segir samtökin
leggja megináherslu á að sameina fjölskyldur.
„Við höfum starfað á Haítí í hátt í 31 ár og
þar af 26 ár hér í bænum Santo. Við höfðum því
verið hér í langan tíma og átt í samstarfi við
heimamenn í áraraðir þegar skjálftinn reið yf-
ir. Eftir skjálftann komum við börnum sem
voru ein síns liðs eftir hamfarirnar fyrir í þorp-
inu. Þegar mest var voru þar yfir 600 börn en
þau voru upphaflega um 130. Okkur hefur þeg-
ar tekist að sameina 176 börn foreldrum sínum
eða fjarskyldari ættingjum […] Það eru nokk-
ur börn í þorpinu og þúsundir í neyðarbúð-
unum sem kynnu að eiga foreldra á lífi. Það
reynist hins vegar erfitt að finna þá.“
Aðspurður um þá greiningu Unni Karu-
nakara, forseta samtakanna Lækna án landa-
mæra, Médecins Sans Frontières, að skortur á
samhæfingu standi hjálparstarfinu fyrir þrif-
um, líkt og fjallað er um á miðopnusíðu Morg-
unblaðsins á mánudag, segir Willeit að hafa
verði í huga að fyrir skjálftann hafi Haítí verið
eitt fátækasta ríki heims. Um 40% íbúanna hafi
verið læs. Því sé erfitt að finna hæfa heima-
menn til samstarfs, auk þess sem stjórnmála-
ástandið fyrir og eftir hamfarirnar hafi verið
óstöðugt.
Af þeim sökum geti það reynst hjálpar-
samtökum örðugt að gera langtímaáætlanir í
samvinnu við stjórnvöld. Til að gera illt verra
hafi margir starfsmenn ríkisins og hjálp-
arstofnana farist í hamförunum.
„Þetta þýðir að allt gengur fremur hægt
fyrir sig en samstarfið á milli hjálparstofnana
og sjálfstæðra samtaka gengur hins vegar
nokkuð vel. Þessi vinna er innt af hendi skref
fyrir skref. Verkefnið sem framundan er mun
taka nokkur ár […] Í apríl sl. lögðum við fram
tíu ára áætlun. Við horfum til langs tíma þegar
við skipuleggjum starfsemina.“
Aðspurður hvað hann telji að það muni
taka langan tíma að endurbyggja samfélagið
segir Willeit vissa ónákvæmni felast í því orða-
lagi. Haítí hafi verið þróunarland og því snúist
markmiðið um að stuðla að því að lýðræði
skjóti dýpri rótum og hagkerfið komist í gang.
„Þetta verður að gerast í samvinnu við heima-
menn. Utanaðkomandi aðilar geta ekki gert
þetta á eigin spýtur,“ segir Willeit og leggur
áherslu á mikilvægi þess að mennta og þjálfa
heimamenn.
Hann víkur síðan að starfi SOS Barna-
þorpa í landinu sem hafi metnað til að reisa 10
skóla í landinu í samvinnu við stjórnvöld, með
því skilyrði að þeir verði að lokum opinberir
skólar. „Fátækt fólk hér á Haítí þurfti að borga
upp undir 40% af árstekjum sínum í skólagjöld
hjá einkaskólum. Það er ástæða þess að svo
mörg börn fóru á mis við nám.“
Týndist í húsarústunum
Ástralinn Ian Woolverton hjá samtök-
unum Save the children, eða Barnaheill, segir
að brak úr rústum húsa sé til mikils trafala í
höfuðborginni Port-au-prince. Til að gera illt
verra hafi fjöldi pappíra sem staðfesti eign á
landi og fasteignum týnst í braki. Það eitt skapi
flækju sem taki mörg misseri að greiða úr.
Þá sé áætlað að það muni taka þrjú ár að
hreinsa borgina. Til að auka á vandann taki
kólerufaraldur sem komið hafi upp í landinu
tíma og orku frá öðrum verkefnum en talið er
að um 120.000 af níu milljón íbúum hafi smit-
ast.
Brýnt sé að koma börnum í skóla. Þar fái
þau skjól og félagsskap frá jafnöldrum.
Níundi hver er enn heimilislaus á Haítí
Uppbygging er skammt á veg komin ári eftir jarðskjálftann mannskæða Hjálparstofnunum
reynist örðugt að gera langtímaáætlanir Óhreinsað brak tefur uppbyggingu í höfuðborginni
Ljósmynd/SOS Barnaþorp/Christian Martinelli
Forvitnar Þessar stúlkur eru með blik í auga
þrátt fyrir allt sem á daga þeirra hefur drifið.
Blóðtaka
» Menntakerfið á Haítí varð fyrir mik-
illi blóðtöku í hamförunum.
» 600 kennarar og um 200 sam-
starfsmenn þeirra í menntamálaráðu-
neyti landsins fórust í skjálftanum.
» Um 60% af um níu milljón íbúum
landsins voru ólæs fyrir skjálftann.
» 912 börn eru í skóla SOS Barna-
þorpa í Santo og er skólinn tvísetinn til
að anna eftirspurn.
» Þegar ekki er rúm í skólanum fer
kennslan fram í tjöldum.
» Markmiðið er að opna annan skóla í
október fyrir allt að 450 börn.
» Sá verður einsetinn.Ljósmynd/SOS Barnaþorp/Christian Martinelli
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Síðasta verk ástralska táningspilts-
ins Jordan Rice áður en hann lést
var að hjálpa 10 ára gömlum bróður
sínum að komast á þurrt land.
Bræðurnir sátu fastir á bílþaki
ásamt móður sinni í flóðunum í
Queensland í Ástralíu. Fjöldi vegfar-
enda stóð á þurru landi og fylgdist
ráðþrota með þeim þar til vörubíl-
stjóri greip til þess ráðs að festa
reipi um sig miðjan sem bundið var í
vörubílinn og vaða út í strauminn.
Þegar hann kom að bílnum ýtti
hinn 13 ára gamli Jordan bróður sín-
um til mannsins og bað um að honum
yrði bjargað fyrst. Örfáum mínútum
síðar hreif straumurinn mæðginin
burt og þau drukknuðu bæði.
Sagan af dauða Jordan Rice hefur
hreyft mjög við Áströlum, sem hylla
hann sem hetju. Hann er einn af 13
manns sem staðfest er að hafi látist í
hamfaraflóðunum í borgunum Bris-
bane og Ipswich. 43 er saknað, þar af
er óttast að a.m.k. 9 séu látnir.
Tjónið margfalt meira en áður
Vatnið tók að sjatna í gærkvöldi
en Anna Bligh, ríkisstjóri Queens-
land, varaði Brisbane-búa við því að
þeir kynnu að fá áfall yfir ástandinu í
birtingu í dag og skyldu búa sig und-
ir það versta. Þúsundir flýðu heimili
sín og kl. 4 að staðartíma, þegar
vatnshæðin náði hámarki í 4,46 m,
var Brisbane draugabær. Íbúar í
Brisbane eru ekki alls ókunnugir
flóðum því Brisbane-áin hefur flætt
yfir bakka sína um annað hvert ár að
meðaltali síðustu áratugi og teljast
flóðin árin 1893 og 1974 til hamfara-
flóða. Þótt vatnsyfirborðið nú hafi
mest verið um metra lægra en í síð-
asta aftakaflóði er tjónið meira en
nokkru sinni enda var Brisbane að-
eins 6.000 manna bær fyrir 37 árum
en er nú þriðja stærsta borg Ástr-
alíu með um tvær milljónir íbúa.
Til að hamfaraflóð verði virðast
margir samhangandi þættir þurfa að
koma saman. Sjávarfalla gætir í ánni
og nú hittist þannig á að háflóð fylgir
í kjölfar gríðarlegra rigninga. Áin er
afar bugðótt og rennur hægt til hafs
sem þýðir að verði mikil vatnssöfnun
inn til landsins hækkar yfirborðið ört
og það leiðir til öflugra skyndiflóða.
Dagblaðið The Australian sagði að
fyrir áratug hefðu vísindamenn og
verkfræðingar lýst í leynilegri
skýrslu til stjórnvalda miklum
áhyggjum af yfirvofandi eyðilegg-
ingu og hættu af flóðum í Brisbane-
ánni. Skýrslunni hefði verið stungið
undir stól og ráðleggingum sérfræð-
inganna um breytt deiliskipulag og
smíði neyðaráætlana alfarið hafnað.
Vatnið tekið að sjatna eftir
hámark hamfaraflóðanna
Reuters
Beljandi Mórauð Brisbane áin hefur rutt með sér heilu húsunum og skilur eftir sig rústir einar þakktar leðju.
Íbúar Brisbane voru viðbúnir því versta í birtingu Þúsundir heimila á kafi
Eyðileggingin vegna
flóðanna í Brisbane-
ánni er gríðarleg. Raf-
magnslaust er á
113.000 heimilum
og búist var við
því að í dag yrðu
um 30.000 heim-
ili á kafi í vatni.
Í gær byrjaði að
flæða inn á fyrstu
hæð húss Erlu
Margrétar Gunnarsdóttur náms-
manns í Brisbane. Sjálf býr hún
á þriðju hæð og segist ekki í
hættu, en hún hefur þó flutt
stóran hluta innbúsins á örugg-
an stað. Erla segist hafa séð
ótrúlegustu hluti fljóta niður
ána. „Við höfum séð kofa, hús-
bíla, heybagga, bryggjur, báta og
fleira.“ Erla segist ekki geta
ímyndað sér hvernig borgin líti
út þegar flóðin taka að sjatna.
Hús, bílar og bryggjur á floti
TJÓNIÐ NEMUR HUNDRUÐUM MILLJARÐA KRÓNA
Erla Margrét
Gunnarsdóttir
„Við erum já-
kvæð en það
breyttust að-
stæður mjög
snögglega, við
ætluðum ekki að
flytja á flóða-
svæði,“ segir
Erla Sigurlaug
Sigurðardóttir
sem ásamt manni
sínum Guðjóni
Víglundi Helgasyni og tveimur ung-
um börnum er að flytja til Brisbane.
Fjölskyldan lagði af stað í flugi til
Ástralíu í morgun og stefnir á að
lenda í Brisbane um hádegi á laug-
ardaginn.
„Við höfum fylgst með fréttum og
verið í sambandi við fólk sem býr
úti. Ég fékk alþjóðlegan Rotary-
námsstyrk til að fara í mastersnám í
friðar- og átakafræðum í Brisbane.
Það er Rotary-fólk úti sem ég er
samskiptum við, það reynir að lýsa
aðstæðum fyrir mér en veit voða lít-
ið enda einangrað á sínu heimili. Við
ætluðum að gista hjá þeim til að
byrja með á meðan þau aðstoðuðu
okkur við að finna húsnæði en það
mun eitthvað dragast, svo enn sem
stendur veit ég ekki hvar við gist-
um. Flugvellinum í Brisbane hefur
ekki verið lokað svo við erum bjart-
sýn á að lenda þar og finna okkur
svo samastað í gegnum Rotary-
netið,“ segir Erla og hljómar ekki
smeyk.
Ætluðum ekki að fresta för
„Við ætlum ekki að stefna okkur í
neina hættu. Brisbane er stórt svæði
og við verðum þar sem óhætt er að
vera. Skólinn hjá mér byrjar ekki
fyrr en í lok febrúar en skólinn hjá
sex ára dóttur minni átti að byrja 24.
janúar svo ég veit ekki hvað verður
með það, við verðum bara að vinna
okkur áfram eins og allir hinir sem
búa í Brisbane. Þetta er óvissa en
ekki inni í myndinni að fresta för.
Ég er búin að kaupa flugfar fyrir
alla fjölskylduna, það er ekki hægt
að tryggja sig fyrir náttúruhamför-
um svo það er ekki annað en að
leggja af stað hvar sem við lendum,“
segir Erla. ingveldur@mbl.is
Ætluðu ekki
að flytja á
flóðasvæði
Erla Sigurlaug
Sigurðardóttir