Morgunblaðið - 13.01.2011, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011
Jólin að baki Þessi kona gekk rösklega með framtíðina fram undan og fortíðina að baki þegar hún stikaði með barnið sitt í vagni í Ánanaustum og dró á eftir sér jólatré til förgunar.
Ernir
Kanadíska fyrirtækið
Magma hefur gengið
endanlega frá kaupum á
HS orku, frá þessu var
greint á Þorláksmessu.
Nú er þetta öfluga fyr-
irtæki, sem sveit-
arfélögin á Suðurnesjum
stofnuðu árið 1974, end-
anlega komið í eigu út-
lendinga. Með í kaup-
unum fylgir
nýtingarréttur á orkuvinnslu til 65 ára
með möguleika á framlengingu.
Arðurinn til erlendra hluthafa
Ég tel að salan á HS orku hafi verið
mikil mistök og á henni beri öll sveit-
arfélögin, sem áttu fyrirtækið, ábyrgð
auk ríkisins. Alþingi á einnig sinn þátt
í málinu með því að heimila sveit-
arfélögum framsal á nýtingu orkuauð-
linda til einkaaðila sbr. l. 58/2008. Sal-
an er mikil skammsýni og
skammgóður vermir fyrir fjárhag
sveitarfélaganna. Þrátt fyrir söluna
standa sveitarfélögin mörg hver höll-
um fæti og menn spyrja sig í hvað fóru
peningarnir? Hvað mun framtíðin bera
í skauti sér fyrir þá sem nú þurfa að
kaupa þessa mikilvægu samfélagsþjón-
ustu af fyrirtæki í eigu útlendinga?
Þrátt fyrir ákvæði í kaupsamningi
Magma, sem eiga að tryggja hag neyt-
enda, stendur það upp úr að arðurinn
af þessari mjólkurkú okkar Suð-
urnesjamanna rennur til erlendra hlut-
hafa Magma, en ekki lengur til sam-
félagsins suður með sjó, sem svo
sannarlega þarf á því að halda.
Orkuvinnsla er gullnáma
Í desember sl. heimsótti ég stjórn-
völd í Norður-Karolínufylki í Banda-
ríkjunum. Fundaði ég þar með stjórn-
málamönnum bæði frá
Repúblikanaflokknum og Demókrata-
flokknum.
Þar á meðal Fletcher Hartsell öld-
ungadeildarþingmanni. Ræddum við
m.a. orkumál. Fundarmenn voru allir
sammála um að græn orka yrði verð-
mætari með degi hverjum og þar hefði
Ísland einstaka sérstöðu. Orkuvinnsla
á Íslandi jafngilti því að eiga gull-
námu. Ég hugsaði heim til Suðurnesja
þar sem búið væri að selja öll tæki og
tól og leigja svo gullnám-
una frá sér til 65 ára,
gegn smávægilegu gjaldi.
Dýrkeypt mistök
Fyrir 50 árum fékk Al-
coa, sem er einkafyrirtæki
og rekur m.a. álverið á
Reyðarfirði, einkaleyfi til
raforkuvinnslu úr Yadkin-
ánni í Norður-Karolínu.
Fyrirtækið rekur þar 4
virkjanir sem framleiða
samtals 250MW. Þetta 50
ára einkaleyfi rann út fyrir 2 árum og
hefur Alcoa óskað eftir framlengingu
um önnur 50 ár, sem fyrirtækið telur
sig eiga rétt á.
Fletcher Hartsell öldungadeild-
arþingmaður fer fyrir hópi stjórnmála-
manna úr báðum flokkum sem berjast
fyrir því að einkaleyfið verði ekki end-
urnýjað. Hartsell sagði á fundinum að
einkaleyfið hefði verið mikil mistök á
sínum tíma. Sveitarfélögin hefðu orðið
af miklum tekjum. Arðurinn af orku-
framleiðslunni, sem væri verulegur,
færi allur til Alcoa og ekkert færi til
samfélagsins. Orkan, sem eitt sinn var
nýtt í heimabyggð, væri nú seld hæst-
bjóðanda og færi hún öll úr fylkinu.
Það er einkar athyglivert að í
Bandaríkjunum, í landi frjálshyggju og
einkaframtaks, skuli menn sjá svo
glögglega hversu dýrkeypt mistök það
voru að veita einkafyrirtæki einkaleyfi
til raforkuvinnslu til 50 ára. Skiptir þá
engu hvar í flokki menn standa, nýting
á orkuauðlindum á að vera í eigu sam-
félagsins að mati stjórnmálamanna í
Norður-Karolínufylki.
Lærum af reynslu annarra.
Viðurkennum mistökin með HS
orku, finnum leiðir til að leiðrétta þau í
sátt.
Fyrir komandi kynslóðir.
Eftir Birgi
Þórarinsson
»Ég tel að salan á HS
orku hafi verið mikil
mistök og á henni beri öll
sveitarfélögin, sem áttu
fyrirtækið, ábyrgð auk
ríkisins.
Birgir Þórarinsson
Höfundur er varaþingmaður Framsókn-
arflokks, búsettur á Suðurnesjum.
Salan á HS orku og
nýtingarréttur Magma
Hver af öðrum stíga
stjórnmálamenn nú
fram og biðja þjóðina
að líta framtíðina bjart-
ari augum. Jóhanna
Sigurðardóttir og
Steingrímur J. Sigfús-
son gerðu þannig bjart-
sýnistalið að inntaki
orða sinna um áramót.
Bentu þau réttilega á
að bölmóður, svartsýni og ótti við
framtíðina væru einn helsti vandi
þjóðarinnar. Vafalaust er það
rétt. Illu heilli virðast þessir leið-
togar þjóðarinnar hins vegar eiga
erfitt með að sjá að bölmóðurinn,
svartsýnin og óttinn eru ekki
hvað síst tilkomin vegna póli-
tískra gjörða þeirra sjálfra.
Ríkisstjórn með eitt verkefni
Við valdatöku vinstriflokka að
afloknu hruni fjármálakerfisins
stóðu stjórnvöld frammi fyrir
gríðarlegum vanda. Meira og
stærra verkefni en stjórnvöld
hafa nokkru sinni staðið frammi
fyrir. Verkefnið var að end-
urreisa efnahagslífið og takast á
við skuldastöðu heimilanna og
vinna úr nánast ókleifum ríkisút-
gjöldum. Í slíkri stöðu er for-
senda árangurs að samstilla þjóð-
ina, sneiða hjá deilum sem kljúfa
hana og fá til verksins alla þá að-
ila sem sem að því þurfa að koma.
Óháð búsetu, stjórnmálaskoð-
unum, starfsgrein, kyni, menntun
eða nokkru öðru þurfti þjóðin að
takast á við eitt risavaxið verk-
efni. Verkefnið var að endurreisa
efnahagslífið og takast á við
skuldastöðu heimilanna.
Engu skal eirt
Í þórðargleði sinni yfir óförum
hægrimanna valdi vinstristjórn
hins vegar þveröfuga leið. Engu
skyldi eirt. Upp voru teknir hinir
breiðu hnífar og sá er hlífa skyldi
hjó á báða bóga. Ekki þarf að
efast um að á bak við rangar
ákvarðanir er gott fólk. Það er
hins vegar ekki nóg. Í andstöðu
við þing og þjóð var sótt um inn-
göngu í Evrópusambandið og
Framsóknarflokkur ná til þjóð-
arinnar svo neinu nemi. Við þess-
ar aðstæður biðja stjórn-
málamenn þjóðina að vera
bjartsýna.
Við viljum vera bjartsýn
Meðal þjóðarinnar er þó eftir
sem áður ríkur vilji til að vera
bjartsýn. Við erum vinnusöm
þjóð sem veigrar sér ekki við erf-
iðum verkefnum. Við getum hert
sultarólina og unnið langan
vinnudag. Við getum sótt og varið
þegar þörf er á. Við eigum sam-
takamátt og samhug. Við viljum
líta til framtíðar og segja skilið
við umræðu um það sem miður
fór. Við viljum sameinast um það
verkefni sem stjórnmálamenn
eiga að leiða. Það sem kemur í
veg fyrir það eru þær illdeilur
sem stjórnvöld leiða ítrekað yfir
okkur.
Að sameina í stað
þess að sundra
Í þeirri stöðu sem nú er þarf að
nýta það sem vel er gert og fresta
deilum sem kljúfa þjóðina. Margt
af því sem nú er deilt um þarf að
takast á um, nú er hins vegar ekki
tími til þess. Nú þarf að nýta auð-
lindir og efla útflutning. Það þarf
að skapa atvinnu fyrir vinnufúsar
hendur. Það þarf að fresta deilum
um stjórnarskrá og auðlinda-
stjórnun. Það þarf að hætta að-
lögun Íslands að Evrópusam-
bandinu. Það þarf að hætta að
deila. Það þarf að ná sátt í sam-
félaginu og sameina þjóðina um
það eitt að endurreisa efnahags-
lífið og takast á við skuldavanda
heimila. Allt annað verður að
víkja og stjórnmálamenn sem
ekki leggja höfuðáherslu á þetta
verkefni eiga ekki erindi á tímum
sem nú. Þeirra tími er liðinn.
þjóðin klofin.
Samið var um
Icesave-
skuldbindingar
og þjóðin klofin.
Ráðist var til at-
lögu við
fiskveiði-
stjórnunarkerfið
og þjóðin klofin.
Boðuð var upp-
stokkun á
stjórnarskránni
og þjóðin klofin.
Lengi má áfram telja. Þjóðin var
klofin um allt og ekkert. Eldar
voru kveiktir um allt hið íslenska
samfélag sem þegar logaði á of
mörgum stöðum. Bálið sem log-
aði í kringum arfavitlausar
ákvarðanir misviturra fjármála-
manna var nýtt til að kveikja í
kyndlum sundrungar.
Sundrung
Nú er svo komið að sundrung
ríkir í landinu. Traust almennings
á stjórnmálamönnum og stofn-
unum ríksins er við frostmark.
Óttinn sem átökunum fylgir hef-
ur læst sig um þjóðarsálina.
Hræðslan við framtíðina er svo
mikil að í stríðum straumi velur
fólk að yfirgefa Ísland og leita
hófanna á erlendri grund. Við
sem eftir sitjum erum upptekin
við að verjast árásum hvert ann-
ars. Upptekin við að deila í stað
þess að sækja. Versti óvinur þjóð-
arinnar er ekki utanaðkomandi
heldur sá heimatilbúni ótti sem
ófriðnum hefur fylgt. Óttinn sem
lamar þrótt og takmarkar þá
djörfung sem nú er þörf á.
Trausti rúin stjórnvöld
hvetja til bjartsýni
Stjórnvöld eru trausti rúin.
Ríkisstjórnin er svo að fótum
fram komin að hennar eina mark-
mið nú er að lifa af næsta dag, að
halda völdum. Hún nýtur ekki
einu sinni stuðnings allra þing-
manna stjórnarflokkanna. Jafn-
vel við þá hörmulegu aðstöðu sem
landið er nú í með máttlausa
ríkisstjórn virðist stjórnarand-
staðan ekki ná vopnum sínum, og
er það ekki síður áhyggjuefni.
Hvorki Sjálfstæðisflokkur né
Eftir Elliða
Vignisson »Upp voru teknirhinir breiðu hníf-
ar og sá er hlífa
skyldi hjó á báða
bóga.
Elliði Vignisson
Höfundur er bæjarstjóri
í Vestmannaeyjum.
Að sameina í stað
þess að sundra