Morgunblaðið - 13.01.2011, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011
hana fyrir frænku. Hún var svo sterk
og flott, bráðgáfuð og ófeimin við að
koma fram á opinberum vettvangi,
ólíkt mér og öðrum feimnispúkum í
fjölskyldunni.
Skörungur er orð sem kemur upp í
hugann og af því sem ég hef heyrt
hefur hún erft það af móður sinni sem
var mikil kvenréttindakona á undan
sinni samtíð.
Helga var kennari af lífi og sál og
eins og góðum kennurum sæmir gat
hún verið ákveðin í fasi og framkomu
sem gerði það að verkum að ég var oft
hálfóstyrk í kringum hana. Þó var
hún undurgóð og ávallt með bros á
vör. Kærleikurinn stafaði frá henni og
varð einstaklega áþreifanlegur eftir
að amma Dúna (systir Helgu) veiktist
og lést. Dauðsfall hennar og síðar son-
ar hennar langt fyrir tímann höfðu
djúpstæð áhrif á Helgu og fannst mér
hún aldrei ná almennilega tökum á til-
verunni eftir þau. Þegar lífsneistinn
er farinn vill oft verða að líkaminn
fylgir í kjölfarið. Ég hefði viljað styðja
hana betur og spjalla lengur en í þess-
ar hefðbundnu fimm mínútur í afmæl-
isboðum sem hraði samfélagsins og
höft leyfa. Því sé ég eftir. Í sambandi
við kennslu og ritstörf þá hefur Helga
frænka verið mér innblástur í mörgu
því sem ég hef tekið mér fyrir hendur
og mun vera áfram. Ég hlakka til að
hitta hana aftur hinum megin og verð
þá vonandi búin að lesa allar þykku
bækurnar sem hún hefur gefið mér í
fermingar- og útskriftargjafir. Bless
Helga mín, ég bið að heilsa.
Berglind Björk Halldórsdóttir.
Kær móðursystir er látin.
Helga sem alltaf stóð eins og klett-
ur þrátt fyrir að hafa þurft að horfa á
eftir mörgum nánum ættingjum sín-
um sem yfirgáfu þennan heim allt of
snemma.
Þegar móðir mín og elsta systir
Helgu veiktist alvarlega 1991 tók
Helga okkur systkinin undir sinn
verndarvæng og studdi okkur og hug-
hreysti. Hún varð eins konar amma
barnanna okkar og voru þau Þórir,
eiginmaður hennar, viðstödd allar
helstu uppákomur fjölskyldunnar.
Fyrstu minningar mínar eru
tengdar Helgu og Jónu systur hennar
á Nýbýlavegi 12, þar sem foreldrar
þeirra ráku búskap á stóru erfðafes-
tulandi.
Þær systur voru einstaklega falleg-
ar og skemmtilegar og líka dálítið
hrekkjóttar og höfðu gaman af að
stríða litlu frænku. Ég elti þær eitt
sinn marga hringi í kringum leigubíl-
inn hans afa þangað til ég uppgötvaði
að þær voru löngu farnar og stóðu
undir vegg og hlógu að mér.
Ég man líka að þær settu salt í syk-
urkar og smurðu spýtukubba með
smjöri og kæfu og létu þá með brauð-
inu á brauðdiskinn.
Eftir að afi og amma fluttu að
Hurðarbaki í Kjós voru þær ófáar
ferðirnar sem Helga og Þórir keyrðu
okkur þangað.
Amma mín sagði mér frá því að
þegar hún var að kenna móður minni
að lesa þá hafi Helga setið á móti þeim
og fylgst með og þannig lærði hún að
lesa.
Helga segir frá því í bókinni sinni
Sveitin mín Kópavogur að hún hafi
hlakkað til árum saman að fara í
skóla, en þegar kom að því að hún ætti
að fara í vorskóla í Miðbæjarskólan-
um þá ákváðu foreldrar hennar að
hún færi ekki því hún væri hvort sem
er læs og skrifandi. Helga mótmælti
hressilega sem var ekki vani hennar
og foreldrarnir gáfust upp og þann 7.
maí 1943 hófst ævintýrið eins og hún
orðar það sjálf. Helgu leið mjög vel í
Miðbæjarskólanum og lýsir skóla-
göngu sinni þar sem einum samfelld-
um sólskinsdegi.
Veturinn 1946-47 fór Helga í Kópa-
vogsskóla, stundum nefndur Foss-
vogsskóli. Þar festi hún ekki rætur en
hún var ánægð með kennarana.
Þarna segist Helga í fyrsta sinn hafa
kynnst lestrarerfiðleikum skólabarna
og áttu illa læs börn alla samúð henn-
ar allar götur síðan og hefur hún helg-
að sig því að hjálpa þessum börnum.
Helga tók landspróf frá Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar, stúdents-
próf frá MR 1967 og kennarapróf frá
Kennaraskólanum ári síðar.
Hún lauk BA-prófi í íslensku og
sálfræði frá Háskóla Íslands 1979.
Kennsla hefur alltaf verið hennar
aðalstarf. Hún kenndi við Kópavogs-
skóla, í Víghólaskóla og í Menntaskól-
anum í Kópavogi.
Helga fór á eftirlaun árið 1999 og
árið eftir stofnaði hún eigin skóla sem
nefnist Skóli Helgu Sigurjónsdóttur.
Þar kenndi hún fjögurra og fimm ára
börnum að lesa, þjálfaði lesblint fólk,
hélt námskeið í lestrarkennslu og
sinnti ráðgjöf af ýmsu tagi.
Það er ekki nokkur vafi á því að
þessi óbilandi áhugi Helgu á kennara-
starfinu hefur haft áhrif innan fjöl-
skyldunnar. Við erum tvær systurnar
sem erum kennarar og einnig ein
dóttir mín.
Við systkinin og fjölskyldur okkar
þökkum Helgu af heilum hug vináttu
hennar og tryggð.
Herdís Jónsdóttir.
Helga vinkona mín er horfin yfir
móðuna miklu. Vel hefur verið tekið á
móti henni af ættingjum sem á undan
eru gengnir, og sé ég þar fremstan
elskulegan son hennar, Gísla Friðrik.
Nú er Helga kvödd að sinni, af ást-
kærum eiginmanni sínum, Þóri, og
börnunum Brynjólfi, Herdísi og fjöl-
skyldu hennar.
Við Helga kynntumst þegar við
innrituðumst í Menntaskólann í
Reykjavík og urðum bekkjarsystur.
Við vorum hálfgerðar sveitastelpur,
samanborið við skvísurnar úr Reykja-
vík, önnur úr Kópavoginum og hin úr
Hafnarfirðinum. Fljótlega myndaðist
vinátta á milli okkar sem við bárum
ætíð gæfu til að rækta og styrkja
meðan við lifðum báðar. Í mennta-
skólanum gengum við undir heitinu
„Helgurnar“ meðal skólasystkina og
jafnvel kennaranna. Að stúdentsprófi
loknu fórum við í Kennaraskólann og
gerðumst kennarar.
Sonur minn, Friðfinnur, sagði þeg-
ar hann frétti lát Helgu: „Mamma
mín, vertu ekki hrygg, Helga lifir í
góðu minningunum.“ Það gerir hún
svo sannarlega. Öll ferðalögin okkar,
innanlands og utan, ásamt okkar frá-
bæru eiginmönnum, þeim Þóri og
Hreini heitnum, sem urðu tryggðar-
vinir, og börnum okkar sem einnig
bundust vináttuböndum.
Minningaleiftur frá áfangastöðum
innanlands: Við sátum við grillið og
hlustuðum á Helgu segja frá þjóðsög-
um og sögnum um staðina. Minninga-
brot frá samverustundunum á
Reykjabóli í Hrunamannahreppi, þar
sem við Hreinn áttum okkar annað
heimili: Helga, göngukonan, dró okk-
ur upp um fjöll og firnindi og síðan
létum við þreytuna líða úr okkur í
Hrunalaug, eða lauginni heima. Að
lokum kórónaði Helga allt með
grjónagrautarpönnukökunum góðu.
Kvöldvökurnar, þar sem Helga las
upphátt upp úr heimsbókmenntun-
um, m.a. Atómstöðinni eftir Laxness.
Aldrei hef ég skilið hvernig Helga
fékk börnin til að hlusta af athygli og
ánægju. Held ég helst að þau hafi
skynjað ást hennar, áhuga og virð-
ingu fyrir efninu. Skíðaferðin okkar
Helgu, með Gísla heitnum og Elínu
Önnu ungum í Kerlingarfjöll, er í
minningunni eins og dýrmætt ævin-
týri.
Helga var eldheit hugsjónakona og
barðist fyrir hugsjónum sínum á hin-
um ýmsu vígstöðvum, m.a. í skólamál-
um. Hún bar hag barna sem ekki
náðu tökum á skólanáminu mjög fyrir
brjósti og vann í þeirra þágu fyrir-
byggjandi starf, sbr. fornámsdeild
Menntaskólans í Kópavogi. Helga
samdi námsefni, leiðbeindi foreldrum
og kennurum, skrifaði bækur, greinar
og hélt fyrirlestra. Hún deildi á margt
í skólakerfinu sem hún taldi að betur
mætti fara og benti á leiðir til úrbóta.
Árið 1995-1996 fengum við Helgurnar
styrk frá Hafnarfjarðarbæ til eflingar
náms nemenda í 9. og 10. bekk Hval-
eyrarskóla, þar sem ég var þá skóla-
stjóri. Verkefnið kallaðist „Ekkert
fall í Hvaleyrarskóla“. Nafnið lýsir
þeirri bjartsýni sem einkenndi vin-
áttu okkar Helgu, samskipti og sam-
starf í gegnum lífið. Helga var trygg-
ur og traustur vinur minn og minna.
Ég þakka nú af alhug við leiðarlok.
Þórir minn, Binni, Herdís og fjöl-
skylda. Við Elín Anna og Friðfinnur
biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur
og styðja í missi ykkar og sorg.
Ykkar vinur,
Helga Friðfinnsdóttir.
Ég kveð þig kæra vinkona og
þakka þér tryggð þína og vináttu til
margra ára. Við kynntumst þegar þú
og fjölskylda þín fluttust í Kópavog-
inn, en Þóri þekkti ég áður, því hann
hefur verið tannlæknirinn minn frá
því hann var í Háskólanum og er það
enn í dag. Við urðum strax góðar vin-
konur og baráttukonur. Þetta var í
upphafi hugsjónarinnar um jafnrétti
kynjanna og undanfari Rauðsokka-
hreyfingarinnar, þar sem þú varst í
fararbroddi með þína þekkingu og
víðsýni.
Kópavogshópurinn stóð fyrir fjöl-
sóttum fundi um stærsta baráttumál
kvenna þá, sem sagt, dagvistunarmál.
Þessi fundur vakti mikla athygli og
fékk m.a. góða kynningu í sjónvarp-
inu, þar sem sýnt var frá fundinum.
Áfram lágu leiðir okkar saman og
synir okkar Gísli og Sigurður urðu
líka bestu vinir og Gísla var sárt sakn-
að er hann lést í blóma lífsins. Skíða-
ferðir í Kerlingarfjöll, Skálafell og
Bláfjöll og sumarferðir. Veturinn
1980-81 bjuggum við í Gautaborg,
báðar við nám og treystust þá vina-
böndin enn fastar, bæði hjá okkur og
einnig hjá sonum okkar Sigurði mín-
um og Gísla þínum. Í Gautaborg
stjórnaðir þú einnig leshring, með
góðri þátttöku íslenskra námsmanna.
Þó að samverustundirnar hafi verið
færri síðustu árin, vegna anna, þú
með þinn frábæra lestrarskóla fyrir
ung börn og ég var kölluð til að kenna
stærðfræði ásamt að vera í myndlist-
inni, þá vorum við ávallt í góðu sam-
bandi.
Elsku Helga mín, ég kveð þig með
söknuði og þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við höfum átt saman.
Þú brostir þegar ég kvaddi þig á Eir í
síðasta skipti, það bros geymi ég í
hjarta mínu.
Við Gísli minn vottum Þóri, Brynj-
ólfi, Herdísi og fjölskyldu okkar inni-
legustu samúð.
Kær kveðja.
Margrét Guðmundsdóttir.
Fleiri minningargreinar um Helgu
Sigurjónsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Móðir mín,
EDDA SIGURÐARDÓTTIR,
er lést þriðjudaginn 28. desember, verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. janúar
kl. 15.00.
Guðný Einarsdóttir.
✝
Okkar ástkæra
FJÓLA B. BÁRÐDAL,
Messuholti,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
mánudaginn 10. janúar.
Sigurþór Hjörleifsson,
Arngunnur Sigurþórsdóttir, Ægir Sturla Stefánsson,
Steinunn Sigurþórsdóttir, Sigurður Guðjónsson,
Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Einar Sævarsson
og barnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls
elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
GUNNLAUGS JÓHANNSSONAR
frá Núpum Ölfusi,
Birkimörk 6,
Hveragerði.
Ágústa Þorgilsdóttir,
Lárus Gunnlaugsson, Guðrún Kristófersdóttir,
Haukur Gunnlaugsson, Hrefna Hreiðarsdóttir,
Jóhann Gunnlaugsson, Dagbjört Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn og bróðir,
JÓHANN BIRGIR SIGURÐSSON
rakari
frá Akureyri,
lést á sjúkrahúsi í Vancouver í Kanada fimmtu-
daginn 23. desember.
Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og
systkina,
Ingrid Sigurdsson,
Jón Svan Sigurðsson.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÁSTA TRYGGVADÓTTIR,
Mýrarvegi 111,
Akureyri,
andaðist á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn
10. janúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
20. janúar kl. 13.30.
Gísli Bergsson, Áslaug Magnúsdóttir,
Bergur Brynjar Gíslason.
✝
Elsku litli engillinn okkar og dóttir,
KAREN MIST KRISTINSDÓTTIR,
lést á heimili sínu Bjargarstíg 16, fimmtudaginn
23. desember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur
samúð, vináttu og hlýju á okkar erfiðu tímum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhanna Sigurðardóttir, Kristinn Ægir Ægisson,
Svava Kristín Ingólfsdóttir,
Sigurður Baldursson,
Elín Edda Sigurðardóttir, Kjartan Oddason,
Ragnheiður S. Spence,
Ægir Þór Harðarson,
Sigurður Benediktsson,
Elín Magnúsdóttir, Ingólfur Kristmundsson,
Jóhanna Jóhannsdóttir,
Kristín Elísabet Sigurðardóttir,
Ásdís Sigrún Magnúsdóttir,
Svava Sigurðardóttir.
✝
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGVELDUR EYVINDSDÓTTIR,
Hamrahlíð 21,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstu-
daginn 31. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum samúðarkveðjur og innilegar þakkir til starfsfólks V4 á Grund.
Sigurður Ólafur Sigurðsson, Guðrún Lilja Ingvadóttir,
Katrín Guðrún Sigurðardóttir, Gísli Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.