Morgunblaðið - 13.01.2011, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011
✝ Hörður Þorvalds-son fæddist á
Deplum í Fljótum,
Skagafirði, 12. nóv-
ember 1942. Hann
andaðist á heimili
sínu 4. janúar 2011.
Foreldrar hans
voru Þorvaldur Guð-
mundsson, bóndi og
síðar starfsmaður
Síldarverksm. rík-
isins á Siglufirði, f.
10.5. 1899 á Þrasa-
stöðum í Fljótum,
Skagaf., d. 21.7. 1989
og H. Kristjana Magnúsdóttir, f.
26.9. 1899 að Skuggabjörgum í
Deildardal, Skagaf., d. 27.5. 1989.
Systkini Harðar voru Guðmundur,
f. 27.12. 1921, d. 12.3. 2004, Magnús,
f. 24.4. 1924, d. 24.8 2004, Guðný, f.
24.1. 1929, d. 20.1. 2010 og Anna
Snjólaug, f. 17.3. 1939, d. 5.11. 1967.
Hörður kvæntist Ingibjörgu Þ.
Hallgrímsson úr Reykjavík 16.12.
1978. Hún fæddist 8.12. 1952. For-
þeirra eru Júlía, f. 30.12. 2005,
Katrín, f. 22.6. 2007, og Kristján
Hörður, f. 17.9. 2010. Börn Harðar
og Ingibjargar eru: 1) Hörn Harð-
ardóttir, f. 30.8. 1979, sambýlis-
maður hennar er Egill Tómasson.
Sonur Harnar er Úlfur Hrafn, f.
29.11. 2007. 2) Þorgeir Orri, f. 3.5.
1988, unnusta hans er Sandra
Gunnarsdóttir.
Hörður ólst að mestu upp á Siglu-
firði, en var mörg sumur í sveit í
Fljótunum þar sem hann sjálfur
fæddist. Ungur starfaði hann í síld-
arverksmiðju á Siglufirði og fór
einnig til sjós. Hann lærði bifvéla-
virkjun og starfaði í rúman áratug
hjá bílaumboðinu Heklu, síðar hjá
bílaleigunni Vegaleiðum frá 1970-
1974, uns hann hóf aftur störf hjá
Heklu. Eigin rekstur hóf hann 1975
með Níelsi heitnum Níelssyni, en
þeir ráku Bifreiðaverkstæði Harðar
og Níelsar í 29 ár í Kópavoginum.
Árið 2004 hóf hann störf hjá Há-
skóla Íslands og starfaði þar á með-
an heilsa leyfði.
Útför Harðar verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 13.
janúar 2011, og hefst athöfnin kl.
15.
eldrar hennar eru Jón
Þorgeir Hall-
grímsson, f. 20.8.
1931, og Steingerður
Þórisdóttir, f. 9.2.
1935. Börn Harðar úr
fyrra hjónabandi eru:
1) Hrönn, f. 28.1. 1965,
gift Magnúsi Rúnari
Guðmundssyni, f.
19.3. 1961. Dætur
þeirra eru Hanna
Kristín f. 16.1. 1987,
og Arna Margrét, f.
27.2. 1993. Dóttir
Hönnu Krístínar og
Einars Péturssonar er Rebekka
Hrönn, f. 11.3. 2010. 2) Vilhjálmur
Bogi Harðarson, f. 26.1. 1970, d.
25.9. 2000, sonur hans og Hörpu
Sveinsdóttur er Gabríel Sveinn, f.
25.11. 1998. Hálfsystir Gabríels
sammæðra er Silja Rut. Dóttir Ingi-
bjargar og kjördóttir Harðar er
Steingerður Gná Kristjánsdóttir, f.
16.8. 1972, maki hennar er Michael
Knorr Skov, f. 24.4. 1975. Börn
Undarlegt er að hugsa til þess að
hið erfiða ferðalag sem hófst með
veikindum pabba sé nú lokið. Hugs-
að til baka var þetta allt of fljótt að
líða en engu að síður virkilega góður
tími. Ferðin okkar norður á Sigló á
heimaslóðirnar er dýrmæt minning
en þá gekk pabbi stoltur með okkur
um bæinn og fræddi okkur um sínar
æskuslóðir. Fengum við þá m.a. að
heyra gömlu hetjusöguna um 100
kílóa síldarmjölspokana sem hann
bar í hrönnum á sínum yngri árum.
Pabbi sýndi ótrúlegan styrk og
þrek í veikindum sínum. Gaman er
að minnast á að þegar hann gat
haldið áfram störfum í Háskólanum
tók hann ekki í mál að fara á bílnum
í vinnuna og skildi hann ætíð eftir
heima handa okkur. Í starfi sínu við
Háskólann leið honum afskaplega
vel og kunnum við samstarfsfólki
hans kærar þakkir fyrir alla alúðina.
Pabbi horfði alltaf bjart fram á veg-
inn og hafði miklar hugmyndir um
hvernig næsta sumri yrði varið.
Góða og blíða lyndið var einn af
hans stóru kostum. Við systkinin
áttum til að bralla ýmislegt á okkar
yngri árum og eflaust margt við lít-
inn fögnuð foreldra okkar. Hins veg-
ar fékkst pabbi aldrei til að skamma
okkur og lét hann þá nægja að hrista
hausinn yfir vitleysunni í okkur.
Pabbi var til staðar þegar við þurft-
um á honum að halda hver sem
ástæðan var. Jafnvel þegar við læst-
um okkur úti í gamla daga þótti hon-
um ekkert tiltökumál að skreppa
heim úr vinnunni í Kópavogi og opna
fyrir okkur.
Þrátt fyrir að pabbi sé horfinn á
braut munu minningarnar um hann
verma hjörtu okkar um ókomna
framtíð. Hvíl í friði, elsku pabbi.
Hörn og Þorgeir.
Mínar fyrstu minningar um Hörð
eiga sér stað á Bræðraborgarstígn-
um árið 1978 eftir að mamma og
hann kynntust. Þau voru að fara
eitthvað út, en vegna þess að
mamma var ekki tilbúin, settist
hann hjá mér með uppáhalds Barba-
pabba-bókina mína og las hana fyrir
mig (ekki óvinsælt). Í minningunni
leið ekki langur tími frá þessu
augnabliki þar til Hörður flutti til
okkar á Bræðró með plötusafnið sitt
og Boney M-plöturnar, sem ég var
fljót að reka augun í og biðja um
leyfi til að hlusta á. Honum þótti
gaman að hlusta á tónlist, en fyrir
utan það var hann einnig mikill
tækjamaður. Þegar við bjuggum á
Vífilsstöðum kom hann t.d. einn dag-
inn heim með heljarinnar kassa og
sagði stoltur við okkur mömmu:
„Sjáiði hér, þetta er sko framtíðin.“
Þegar hann var búinn að pakka upp
innihaldi kassans, blasti við okkur
þessi fína græja sem hann kallaði
„Video 2000“. Hvað þessa framtíð-
argræju varðar hafði hann í þessu
tilfelli ekki rétt fyrir sér, en því var
nú tekið með værðarró og svo var
bara hlegið að þeim kaupmistökum.
Hörður naut útivistar. Það var
farið á skíði upp í Bláfjöll eða Hvera-
dalina, ég á svigskíði og mamma og
hann á gönguskíði. Einnig var farið
niður á Melavöllinn á skauta, þar
sem hann sýndi mér nokkrar kúnst-
ir, eins og t.d. hvernig hann gat snú-
ið sér í hring, sem ég svo reyndi að
apa eftir honum. Þegar við bjuggum
á Vífilsstöðum fórum við, þegar
veðrið var gott, í gönguferðir í Heið-
mörkina og niður að Vífilsstaða-
vatni. Mér eru þó einna minnisstæð-
astar gönguferðirnar sem við áttum
saman sumarið 2004, en þá gengum
við Michael með honum og mömmu
á Ármannsfellið, og svo einnig upp
að Glymi í Hvalfirði á meðan
mamma var í vinnunni. Þar var
reynt svolítið á klifurmúsina í okkur
þremur á leiðinni upp, en ég man að
ég hafði smá áhyggjur af Herði því
ég vissi að hann var lofthræddur, en
oft á leiðinni upp var mér sjálfri
nefnilega hætt að lítast á blikuna.
Eftir að hafa séð Glym var vaðið yfir
ána á táslunum, en ég held að við öll
höfum verið fegin því að þurfa ekki
að fara sömu leiðina til baka. Á leið-
inni heim sátu hann og Michael í aft-
ursætinu með súkkulaðirúsínurnar
frá Góu, sötruðu bjór og töluðu um
heimsmálin og hvernig best væri að
leiða fjármálakerfið á Íslandi.
Hörður hafði góða nærveru og var
mikill gestgjafi. Þegar Michael kom
í fjölskylduna var tekið á móti hon-
um með opnum örmum og þó að
Hörður hafi aldrei (svo ég muni) tal-
að dönsku við Michael, og Michael á
þeim tíma kunni ekki eitt orð í ís-
lensku, þá skildu þeir samt einhvern
veginn hvor annan, þeir voru á sömu
bylgjulengd.
Á öllum þessum árum sem ég
þekkti Hörð vorum við miklir fé-
lagar. Við gátum rökrætt og verið
ósammála um marga hluti, en óvinir
urðum við aldrei. Heppnari með
uppeldisföður hefði ég ekki getað
verið.
Ég kveð Hörð með söknuði, en ég
veit að það verður tekið vel á móti
honum fyrir handan. Blessuð sé
minning hans.
Steingerður Gná
Kristjánsdóttir.
„Hví var þessi beður búinn
barnið kæra, þér svo skjótt?“
(Björn Halldórsson í Laufási)
Þessar ljóðlínur sálmaskáldsins
koma upp í huga minn þegar ég
kveð Hörð tengdason minn í hinsta
sinn.
Kallið kom alltof skjótt. Hann lést
á heimili sínu 4. janúar sl. umvafinn
ástúð og umhyggju fjölskyldunnar
eftir langa og harða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Hann barðist hetju-
lega með dyggri aðstoð Ingibjargar,
sem hjúkraði honum fram í andlátið.
Hörður var meðalmaður á hæð,
bjartur yfirlitum – glæsimenni.
Hann var hógvær í allri framkomu
og hvers manns hugljúfi.
Það er bjart yfir þeirri minningu,
þegar Ingibjörg kynnti Hörð fyrir
okkur hjónunum, þau kynni leiddu
til góðrar vináttu okkar á milli, sem
aldrei bar skugga á.
Hann var ættaður norðan úr
Fljótum og bar ætíð sterkar taugar
til heimaslóða. En hugur hans stóð
til náms og varð bifreiðavirkjun fyr-
ir valinu. Hann vann að þeirri iðn
bróðurpartinn af starfsævinni og
var vinsæll og virtur í sínu starfi.
Að leiðarlokum kveðjum við
Steingerður ljúfan dreng og þökkum
vegferðina.
Jón Þorgeir Hallgrímsson.
Það var kalt í veðri og veturinn
sýndi ægimátt sinn morguninn þeg-
ar Inga systir mín hringdi í mig og
sagði Hörð sinn hafa látist fyrr um
morguninn. Frétt þessi kom ekki
beinlínis á óvart þar sem öllum mátti
vera ljóst að hin erfiðu og óumflýj-
anlegu veikindi sem hrjáðu hann
voru hægt og bítandi að hafa betur í
baráttu hans við þau.
Ég kynntist Herði fyrir rúmum
þrjátíu árum þegar hann og Inga
hófu samferð sína í gegnum lífið.
Hörður féll strax vel inn í fjölskyld-
una, enda fengur fyrir okkur að fá
bifvélavirkja í hópinn. Það var gott
að leita til hans á verkstæðið í Vest-
urvörinni, enda nýtti fjölskyldan sér
það óspart. Þar voru verkin unnin
fumlaust og oft á tíðum frítt. Það
ríkti greinilega mikil samheldni í
Vesturvörinni á milli Harðar, Níels-
ar og Málaranna eins og þeir voru
kallaðir. Þeir, ásamt fleirum, gerðu
sér oft glaðan dag á verkstæðinu og
skipti þá ekki alltaf máli hvaða viku-
dagur var. Í gegnum góðan vin sinn,
Eggert, sem lést langt um aldur
fram fyrir stuttu, hóf Hörður síðar
störf í Háskólanum þar sem hann
gegndi húsvörslu ásamt fleiru sem
til féll. Hörður hittir nú einhverja þá
félaga sína á nýjum stað og verða
það fagnaðarfundir. Hörður
blómstraði í vinnu sinni í Háskól-
anum, enda félagsskapurinn þar
góður og vinnan skemmtileg.
Smurningin á fingrunum var horfin
og hann naut þess að ganga eða
hjóla til vinnu sinnar í gegnum Vest-
urbæinn.
Hörður var glæsilegur maður í út-
liti og hafði það sem flestir óska sér,
góða og notalega nærveru. Hann var
gestrisinn og þótti gaman að taka á
móti gestum á Vesturgötunni, en
hélt þó alltaf sínu rólega yfirbragði.
Hörður hafði skoðanir á hlutunum
og hélt sínu fram án óþarfra orða-
lenginga. Hann var dugnaðarforkur,
en kunni þó vel að njóta lífsins.
Hann hafði yndi af því að dytta að
húseigninni að Vesturgötu og þeir
voru líka ófáir göngutúrarnir sem
hann fór með Ingu sinni og heim-
ilishundinum Sölku um Vesturbæ-
inn og Grandann. Utanlandsferðirn-
ar voru honum einnig minnisstæðar,
sem og ferðirnar í græna „Sofubíln-
um“ sem nú hefur misst húsbónda
sinn.
Hann tók veikindum sínum með
sínu eðlislæga æðruleysi og kvartaði
aldrei. Það var sárt að horfa upp á
hvernig veikindin smátt og smátt
drógu lífskraftinn úr þessum kröft-
uga og sterka karlmanni sem Hörð-
ur var, enda hafði hann alltaf verið
heilsuhraustur. Hann var heppinn
að hafa Ingu sér við hlið, sem aldrei
vék frá honum undir það síðasta og
veitti honum þá bestu umönnun sem
völ er á. Hún bjó fallega um hann í
rúminu sínu eftir að hann kvaddi og
fjölskyldan átti fallega stund með
honum langt fram á kvöld. Sá tími
verður börnum hans og okkur öllum
ómetanlegur þegar fram líða stund-
ir.
Elsku Inga mín, Hrönn, Stein-
gerður, Hörra og Þorgeir og þið öll,
við vottum ykkur okkar innilegustu
samúð. Ég veit það að Villi og Salka
hafa þegar tekið vel á móti ljúflingn-
um ykkar og okkar í himnaríki og
þau munu öll í sameiningu veita okk-
ur styrk í sorginni.
Tómas og Gyða.
Hörður svili minni og góður vinur
til rúmlega 30 ára er fallinn frá eftir
erfið veikindi. Hörður var fæddur á
Deplum í Stíflu í Skagafirði yngstur
fimm systkina sem nú eru öll látin.
Foreldrar hans, Þorvaldur Guð-
mundsson og Kristjana Magnús-
dóttir, bjuggu á Deplum í um 20 ár
eða til ársins 1943 er þau brugðu búi
og Þorvaldur fór til starfa við Skeið-
fossvirkjun um það leyti sem fram-
kvæmdir við hana hófust en þeim
lauk 1945. Þau fluttu svo til Siglu-
fjarðar þar sem faðir hans stundaði
almenna verkamannavinnu og
bjuggu lengst af í litlu húsi við Tún-
götu. Hörður ólst því að mestu leyti
upp á Siglufirði.
Föður Harðar hefur verið lýst
sem dagfarsprúðum manni og far-
sælum bónda með sterka sómatil-
finningu, réttlætiskennd og fastmót-
aðar skoðanir á þjóðmálum. Af
eðlisávísun hafði Þorvaldur gott
auga fyrir fjárrækt og ekki skorti
natni og umhirðu. Hann þótti mik-
ilvirkur og útsjónarsamur verkmað-
ur. Eðliskostir ættmenna hans voru
nýtni og búhyggindi. Móður Harðar
hefur verið lýst sem sjálfstæðri
konu í hugsun og athöfnum, höfð-
ingja heim að sækja sem veitti gest-
um og gangandi af rausn. Hún þótti
leysa húsmóðurstarfið vel af hendi
og vera myndarleg í verkum sínum.
Kristjana var hæglát kona í fram-
komu en hreinskilin, barst lítið á,
fremur seintekin, en vinur vina
sinna. (Mbl. 3.6., 10.8. og 30.9. 1989.)
Það er löngu vitað að uppruni og
umhverfi mótar manninn og til að
öðlast skilning á eiginleikum og
háttalagi einstaklinga er mikilvægt
að halda upplýsingum um slíkt til
haga. Sú mynd sem hér hefur verið
dregin upp af foreldrum Harðar á
einkar vel við hann sjálfan og er að
einhverju leyti ástæða þess að okkur
varð vel til vina.
Að leiðarlokum eru mér sérstak-
lega minnisstæðar allar stundirnar
sem við höfum átt saman við ólík
tækifæri þar sem við ræddum og
krufðum hin ýmsu mál, ekki bara
þjóðmálin, heldur allt milli himins og
jarðar því Hörður fylgdist vel með
og hafði skoðanir á flestum málum
og fór þar ekki ætíð troðnar slóðir.
Við vorum ekki alltaf sammála og
þegar svo bar undir reyndi á því
hann var sterkgreindur maður,
glöggur og fundvís á brotalamir í
röksemdum en málefnalegur og
hafði góða nærveru. Ég á eftir að
sakna samverustunda okkar og vin-
áttu en þakklæti og ánægjulegar
minningar um góðan dreng lifa.
Frosti.
Hörður Þorvaldsson
Fleiri minningargreinar um Hörð
Þorvaldsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐRÍÐUR EINARSDÓTTIR,
Trönuhólum 14,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni miðvikudaginn
5. janúar.
Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 14. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Hjartavernd og Krabbameinsfélagið.
Magnús Ingólfsson, Björg Björnsdóttir,
Erna Magnúsdóttir, Mörður Finnbogason,
Ásta Lilja Magnúsdóttir,
Ingólfur Már Magnússon.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og hetjan okkar allra,
VILBERG K. ÞORGEIRSSON,
Smáratúni 24,
Keflavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn
8. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
18. janúar kl. 13.00.
Guðrún Björk Jóhannesdóttir,
Erla Dröfn Vilbergsdóttir, Magnús Kristinsson,
Helga Jóhanna Vilbergsdóttir,
Birgitta María Vilbergsdóttir, Þorsteinn Hannesson,
Magnús Þór Vilbergsson, Harpa Sæþórsdóttir
og afabörnin.
✝
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
HAFSTEINN SIGTRYGGSSON,
Mosfelli,
Ólafsvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi
þriðjudaginn 11. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sveinbjörn Sigtryggsson,
Bjarný Sigtryggsdóttir, Ríkarð Magnússon
og aðrir aðstandendur.