Morgunblaðið - 13.01.2011, Page 23
DAGBÓK 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011
Sudoku
Frumstig
4 5 3
5 9
9 6 4
4 3 7 6 2
2 7
5 8
2 5
2 6 3 4 7
5 4 2 3 6
6 2
6 4 5
1 3 8
7 8 5
1 8 6 7 2
5 8
3 1
3
2 6
6 1 5 4
9 7
3
1 7 5 2
8 4
1 4 6
6 8 9 5
8 7 4 5 6 2 3 9 1
6 1 3 8 4 9 7 5 2
2 5 9 3 7 1 8 4 6
5 3 6 4 2 7 1 8 9
4 8 1 6 9 3 2 7 5
9 2 7 1 8 5 6 3 4
7 6 2 9 5 8 4 1 3
1 9 8 2 3 4 5 6 7
3 4 5 7 1 6 9 2 8
5 1 8 9 3 4 7 2 6
3 7 6 8 5 2 9 4 1
9 4 2 6 1 7 3 8 5
2 3 4 1 9 6 5 7 8
7 8 5 4 2 3 6 1 9
1 6 9 7 8 5 2 3 4
4 5 1 2 7 9 8 6 3
6 2 3 5 4 8 1 9 7
8 9 7 3 6 1 4 5 2
9 6 1 2 4 3 7 5 8
4 8 5 6 9 7 3 2 1
2 3 7 8 1 5 4 9 6
1 5 9 4 7 6 2 8 3
7 4 8 3 2 1 5 6 9
3 2 6 9 5 8 1 7 4
5 9 3 7 6 4 8 1 2
6 7 4 1 8 2 9 3 5
8 1 2 5 3 9 6 4 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 13. janúar,
13. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Jesús horfði á þá og
sagði: „Fyrir mönnum eru engin ráð
til þessa, en fyrir Guði. Guð megnar
allt.“ (Mk. 10, 27.)
Um þessar mundir spígsporarhinn virti leikari Derek Jacobi
um svið leikhússins Donmar Ware-
house í London í hlutverki Lés kon-
ungs eftir Shakespeare. Uppfærslan
fékk frábæra dóma í blaðinu New
Yorker um áramótin og segir þar að
Jacobi sýni einhvern sinn besta leik
á glæstum ferli. Um nokkurt skeið
hefur verið gengið á Jacobi um það
hvenær hann myndi takast á við Lé
konung og hann hefur alltaf sagt að
hann væri ekki nógu gamall. „Mér
hefur fundist ég vera of ungur, en nú
er ég 72,“ sagði hann við blaðið
Guardian. Þess má geta að Lér kon-
ungur á að vera áttræður.
x x x
Arnar Jónsson er Lér konungur ásviði Þjóðleikhússins þessa
dagana. Arnar er ekki jafngamall
Jacobi. Hann verður 68 ára á árinu.
Hann á það hins vegar sammerkt
með hinum breska kollega sínum að
standa sig frábærlega í hlutverki
konungsins, sem afsalar sér völdum
til tveggja dætra sinna, útskúfar
þeirri þriðju fyrir að elska sig ekki
nóg og uppsker svik, lausung, glund-
roða og blóðbað. Hápunktarnir eru
margir á ferli Arnars og í hlutverki
Lés slær hann sjálfum sér við, fer
hreinlega á kostum.
x x x
Naoto Kan, forsætisráðherraJapans, á ekki sjö dagana
sæla. Vinsældir stjórnar hans eru
komnar undir 30% og kjósendur eru
óánægðir með frammistöðu hennar
bæði í efnahags- og utanríkismálum.
Í þokkabót gefur kona hans, Nobuko
Kan, honum engin grið. Í gær sagði
hún að hún myndi ekki giftast hon-
um aftur ef hún myndi endurfæðast.
„Ég er þegar búin að lifa þessu lífi
og það væri ekkert gaman að endur-
taka það,“ sagði hún. Forsætisráð-
herrafrúin heldur manni sínum við
efnið og hann segir auðveldara að
vera grillaður á þinginu en að mæta
konu sinni. Hún kveðst hughreysta
hann með því að benda honum á að
takmörk séu fyrir því hvað ástandið
geti orðið slæmt: „Vinsældirnar geta
ekki farið undir núllið.“
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 faðir, synir og sona-
synir, 8 vélarhlutum, 9 grunar,
10 þakskegg, 11 dauf ljós,13
glatar, 15 mergð 18 samfest-
ingur, 21 ýlfur, 22 skordýrið,
23 dysjar, 24 hagkvæmt.
Lóðrétt | 2 svað, 3 rödd, 4
bátaskýli, 5 ilmur, 6 ljómi, 7
illgjarn, 12 reyfi, 14 vinnu-
vél, 15 bjáni, 16 ölæra, 17
dútla, 18 heilabrot, 19 fim,
20 sjá eftir.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 demba, 4 hjarn, 7 lýgur, 8 eitur, 9 set, 11 rönd, 13
fann, 14 ótrúr, 15 fant, 17 álft, 20 æða, 22 rógur, 23 netið, 24
armar, 25 tindi.
Lóðrétt: 1 dulur, 2 megin, 3 aurs, 4 hret, aftra, 6 nýrun, 10 eyr-
að, 12 dót, 13 frá, 15 ferja, 16 nógum, 18 lotan, 19 tíðni, 20 ærir,
21 annt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 h6 8. Bh4 Db6
9. Dd2 Rbd7 10. O-O-O Dc7 11. Be2 b6
12. Bf3 Bb7 13. Hhe1 g5 14. fxg5 hxg5
15. Bxg5 Bg7 16. Kb1 Re5 17. h4 Rc4
18. De2 Rd7
Staðan kom upp í fyrstu deild Ís-
landsmóts skákfélaga en fyrri hluti
mótsins fór fram í Rimaskóla sl. októ-
ber. Franski stórmeistarinn Igor-
Aleksandre Nataf (2541) hafði hvítt
gegn Gunnari Gunnarssyni (2221). 19.
Rxe6! fxe6 20. Bh5+ Hxh5 21. Dxh5+
Kf8 22. Hf1+ Kg8 23. Df7+ Kh8 24.
Bf6! og svartur gafst upp enda fátt um
fína drætti í stöðu hans.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Vindhögg. S-Allir.
Norður
♠8742
♥ÁD75
♦62
♣D86
Vestur Austur
♠DG10 ♠3
♥8 ♥G10932
♦K1087543 ♦G9
♣103 ♣G9754
Suður
♠ÁK965
♥K64
♦ÁD
♣ÁK2
Suður spilar 6♠.
Veraldarvanir spilarar kunna þá list
að kasta mótherja inn á réttu andar-
taki og þiggja greiða í staðinn. Útspilið
er ♠D. Suður tekur ♠Á-K og sér að
vestur á trompslag. Nú verður það
verkefni sagnhafa að endaspila vestur
til að komast hjá svíningu í tígli. En
undirbúninginn þarf að vanda.
Hið alsjáandi auga lesandans strípar
vestur vandræðalaust af útgönguspil-
um í mjúku litunum, en við borðið veit
sagnhafi ekkert um skiptinguna og
gæti freistast til að taka slagina í
óheppilegri röð. Til dæmis má ekki
spila laufi þrisvar strax, því þá trompar
vestur og kemur sér skaðlaust út á
hjarta. Rétta tæknin er að taka á ♥K
og spila hjarta að blindum. Þá er nóg
að vestur sé með eitt hjarta, því hann
heggur í vindinn ef hann trompar það
næsta.
13. janúar 1976
Snarpur jarðskjálfti varð
skammt frá Kópaskeri. Mörg
hús í þorpinu skemmdust eða
jafnvel eyðilögðust. „Víða var
illstætt,“ sagði í Veðráttunni.
Nokkrar kindur drápust er
fjárhúsveggur féll á þær.
Skjálftinn var 6,3 stig og því
einn sá allra mesti í byggð á
tuttugustu öld. Hann fannst
um allt norðanvert og austan-
vert landið.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„Það tilheyrir svona stóru afmæli að gera eitthvað
þannig að ég er búin að bjóða stórum hópi ætt-
ingja, vina og vinnufélaga til að fagna áfanganum
með mér seinni partinn,“ segir Guðbjörg Edda
Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, sem
verður 60 ára í dag.
„Mér finnst ég ekkert hafa breyst síðan á fimm-
tugsafmælinu. Þá hélt ég afmælið heima hjá mér
og húsið fylltist af fólki. Það er með eftirminnileg-
ustu afmælisdögum mínum því vinnufélagarnir
færðu mér að gjöf óperusöngvara með undirleik-
ara sem mættu óvænt á svæðið. Þetta var mjög
skemmtilegt,“ segir Guðbjörg og býst því við hverju sem er í kvöld
þegar vinnufélagarnir eru annars vegar. Hún hefur starfað hjá Act-
avis og forvera þess í 30 ár, byrjaði í lyfjageiranum hjá Pharmaco ár-
ið 1980. Hún tók við stöðu forstjóra Actavis á Íslandi í september sl.
Það er skammt stórra högga á milli hjá henni þessa vikuna því á
morgun, föstudag, opnar Actavis nýjan hluta verksmiðjunnar í Hafn-
arfirði, sem mun auka framleiðslugetuna um 50%. Þangað er boðið
nokkur hundruð manns til móttöku þannig að Guðbjörg Edda segir að
veisluhöldum ljúki á skikkanlegum tíma í kvöld. bjb@mbl.is
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir 60 ára
Stór vika hjá Actavis
Flóðogfjara
13. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 5.28 3,6 11.44 1,0 17.43 3,3 23.49 0,9 11.00 16.14
Ísafjörður 1.09 0,7 7.26 2,1 13.53 0,6 19.35 1,8 11.34 15.50
Siglufjörður 3.07 0,5 9.21 1,3 15.50 0,3 22.23 1,1 11.18 15.32
Djúpivogur 2.40 1,9 8.53 0,6 14.41 1,6 20.48 0,4 10.37 15.36
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Hlutirnir reynast oft aðrir og erfiðari
en manni virðist við fyrstu sýn. Fólk finnur
upp á undarlegustu hlutum, en það er
ágætt og setur krydd í tilveruna.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Gættu þess að hlusta af kostgæfni á
það sem aðrir segja. Þú finnur fyrir aukinni
dirfsku og hreinskilni og ert til í að taka
hverju sem að höndum ber.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú mátt búast við miklu umtali.
Kannaðu undirtektir áður en þú lætur til
skarar skríða. Notaðu svo eigin dómgreind
og fylgdu hjarta þínu er taka þarf ákvörðun.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Nú verðurðu að hægja aðeins á þér
og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum
persónuleg mál sem þola enga bið. Njóttu
hamingjunnar.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Kímnigáfa þín og rausnarskapur gera
það að verkum að flestum líkar vel við þig.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þrátt fyrir að vera umvafin/n fjöl-
skyldu og vinum finnur þú fyrir einmana-
leika og depurð.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Hefur þú látið heillast af einhverjum
töfrandi? Þú ert að minnsta kosti gagn-
tekin/n. Eitthvað mun fara úrskeiðis.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Ólík öfl togast á hið innra með
þér og þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt að
stíga. Leitaðu ráða með þau mál, sem þú
getur ekki leyst sjálf/ur.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert í góðu formi og nýtur
þess að vera til. Enginn veit hvenær eitt-
hvað bjátar á og þá er gott að hafa hlutina í
lagi.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú átt ekki eftir að sjá eftir því að
styðja einhvern sem þarf aðstoð. Sýndu
fólki að þú kunnir að meta það sem gert er
fyrir þig og gakktu glaður/glöð að verki.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það er engin ástæða til þess að
gala út um allar jarðir þótt þú hafir haft
heppnina með þér. Sýndu skilning og láttu
samstarfsmenn þína finna að þú metir þá.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Einhver kemur þér á óvart með gjöf
eða ánægjulegum greiða. Vertu auðmjúk/ur
gagnvart lífskraftinum og láttu ekki blett á
skjöld þinn falla.
Stjörnuspá
Guðrún Lára
Aradóttir er sex-
tug í dag, 13. jan-
úar. Í tilefni þess
býður hún ætt-
ingjum og vinum
í kaffi laugar-
daginn 15. jan-
úar milli kl. 15 og
17 í Vigdísarhúsi á Sólheimum í
Grímsnesi.
60 ára
Halldór Gunn-
arsson, sóknar-
prestur í Holti
undir Eyjafjöll-
um, verður sjö-
tugur á morgun,
14. janúar. Hann
og kona hans,
Margrét Jóns-
dóttir, verða með opið hús í félags-
heimilinu Heimalandi á afmælis-
daginn, á milli kl. 20 og 23.
70 ára
Þorvaldur
Jónsson, tónlist-
armaður frá
Torfastöðum, til
heimilis í Álfta-
hólum 4, 7c,
Reykjavík, er
áttræður í dag,
13. janúar. Þor-
valdur verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
80 ára
;)
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd
og nöfn foreldra, á netfangið
barn@mbl.is