Morgunblaðið - 13.01.2011, Side 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Hljómsveitin Hjaltalín ætlar að
fara í hljóðver í febrúar til að taka
upp nokkur lög. Þetta staðfestir
Högni Egilsson, forsprakki sveit-
arinnar, sem hefur vakið mikla at-
hygli fyrir hljóðversplötur sínar
Terminal og Sleepdrunk Seasons.
„Við ætlum að taka upp þrjú
eða fjögur lög. Við erum nánast
tilbúin með þau,“ segir hann en að
hluta til er um að ræða lög sem
sveitin spilaði með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í sumar en
önnur eru glæný. Sveitin gaf ein-
mitt út tónleikaplötuna Alphanon
á síðasta ári, sem inniheldur upp-
tökur frá tónleikunum með Sin-
fóníunni.
Eftir hljóðversheimsókn leggst
sveitin í víking. „Við erum að fara
í stóran Evróputúr í mars,“ segir
Högni og bætir við að þetta verði
langur og strangur túr, um mán-
aðarferðalag með stífri dagskrá.
Lofar ekki nýrri plötu á árinu
Hljómsveitin nýtir ferðalagið í
hugmyndavinnu fyrir næstu plötu
sína. „Við hlustum á músík saman
í rútunni og pælum í þessu,“ segir
Högni en Hjaltalín ætlar að spila
nýju lögin á Evrópuferðalaginu.
Hann segir hægt að greina ein-
hverja sameiginlega eiginleika
með nýju lögunum og býst við því
að hljómurinn á næstu plötu verði
„dekkri og hrynlegri. Það verður
mikið um alls kyns hrynpæl-
ingar“.
Það er þó engin tímapressa á
sveitinni. „Ég er ekki viss um að
við stefnum á plötu á þessu ári,“
segir söngvarinn og lagasmið-
urinn en eitt er víst að hennar er
beðið með eftirvæntingu.
Hjaltalín í hljóðver
Morgunblaðið/Eggert
Hljómurinn Högni segir hljóminn á væntanlegri plötu verða „dekkri og hryn-
legri“ en áður, mikið um allskyns hrynpælingar hjá Hjaltalín.
Strangur Evróputúr framundan hjá hljómsveitinni
Dekkri hljómur á næstu plötu segir forsprakkinn Högni
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Kvikmyndin Rokland var forsýnd í
fyrrakvöld í Sambíóunum í Egilshöll
en hún verður frumsýnd á morgun.
Myndin var þó fyrst sýnd á Sauð-
árkróki skömmu fyrir áramót og
voru viðtökur áhorfenda þar góðar,
að sögn leikstjóra myndarinnar,
Marteins Þórssonar. Blaðamaður sló
á þráðinn til Marteins í gær og spurði
hann fyrst hvernig viðtökur gesta
hefðu verið í Egilshöll en myndin var
sýnd í fjórum sölum. „Það var nú að-
eins mismunandi eftir sölum, hátíð-
legra andrúmsloft í sal 1 en meira
hlegið í sal 2, 3 og 4,“ svarar Mar-
teinn en hann fór á milli sala á meðan
á sýningu stóð. Á Sauðárkróki hafi
mikið verið hlegið. Hann segist þó al-
mennt sáttur við viðbrögð áhorfenda.
Rokland er byggð á samnefndri
skáldsögu Hallgríms Helgasonar og
segir hún af Bödda Steingríms sem
snýr aftur til heimabæjar síns Sauð-
árkróks eftir tíu ára námsdvöl í
Þýskalandi. Böddi hefur heldur lítið
álit á bæjarbúum og Íslendingum al-
mennt og reynir hvað hann getur að
breyta hugsunarhætti landa sinna,
m.a. með bloggskrifum þar sem
þýskar hugsjónir eru áberandi og
víkingaaldarrómantík. Sauðkræk-
ingar kunna ekki að meta þau skrif
og lánið leikur ekki við Bödda.
Saga um Íslendinga
-Er illa farið með Sauðkrækinga í
myndinni?
„Nei, það held ég ekki,“ segir Mar-
teinn og skellihlær en myndin var
tekin upp á Sauðárkróki. „Þetta er
bara saga um Íslendinga, held ég,“
bætir hann við.
-Nú las ég bókina og þótti hún
mjög skemmtileg. Hversu trúr ertu
henni í myndinni?
„Hún fylgir sögunni alveg í grunn-
inn, plottinu í sögunni, fer ekki mikið
út af sporinu þar. Reyndar er síðasti
hálftíminn með mestu breytingunum
í plottinu.“
Hallgrímur kom ekki að skrifum
handritsins en fékk þó að lesa upp-
köst að því tvisvar. „Hann sagði nú
við mig í gær að honum þætti end-
irinn á myndinni betri en í bókinni,“
segir Marteinn og hlær. Hallgrímur
hafi verið mjög ánægður með útkom-
una.
-Hvað kom til að þú ákvaðst að
gera kvikmynd byggða á þessari
bók?
„Mér fannst þetta skemmtileg bók
og rosalega athyglisverður karakter
hann Böddi. Mér fannst svo margt í
honum, þversagnir og það sem
hann var reiður út í, maður fann
Böddann í sjálfum sér. Á þessum
tíma bjó ég í Kanada, kom hingað
heim og sá svipað og Böddi því hann
er náttúrlega líka að koma heim, eftir
tíu ár í Þýskalandi, og fannst þetta
vera svolítið í ruglinu. Vildi fá and-
lega vakningu. Þannig að þetta var
bara saga sem þurfti að segja á tjald-
inu.“
Gullgrafaraæði á Íslandi
-Böddi er nú ekki gallalaus …
„Nei, ekki frekar en við öll en það
er það sem gerir hann svo mann-
legan. Mér fannst þetta svo sterk
saga, um mann sem missir allt ein-
hvern veginn og þeir sem hafa orðið
fyrir einhverjum áföllum í lífinu
skilja mjög vel hvað hann er að ganga
í gegnum,“ segir Marteinn og tekur
undir að það sé mikil samfélagsádeila
í bókinni sem var skrifuð á tímum
hins svonefnda góðæris. „Mér fannst
vera eitthvert gullgrafaraæði hérna á
Íslandi, ég bara skildi þetta ekki.
Kanada er mjög stóískt þjóðfélag,
ekki mikið kaupæði en það er nátt-
úrlega stærra þjóðfélag og kannski
sést þetta minna þar. En þetta var
svona pínu sjokk fyrir mig, hvað það
tóku margir þátt í þessu. Við erum
svolitlir villimenn,“ segir Marteinn
og hlær.
Góð tímasetning
-Þannig að þetta er ágætis tíma-
setning fyrir þessa mynd, að rifja að-
eins upp ruglið?
„Ég held að þetta sé rosalega góð
tímasetning á myndinni, það er ótrú-
legt hvernig það hefur atvikast,“
svarar Marteinn. „Við þurfum bar-
asta að passa okkur aðeins, að missa
okkur ekki í ruglinu. Eins og Böddi
segir í myndinni, hann er að skrifa
bók og er að rífast við útgefandann
og segir: „Þjóðin þarf á þessari bók
að halda“, það er ein línan. Ég held
að þjóðin þurfi á þessari mynd að
halda,“ segir Marteinn sposkur.
Með hlutverk Bödda fer Ólafur
Darri Ólafsson og ber Marteinn hon-
um afar vel söguna, hann hafi verið
ljúfur í samstarfi. „Hann er bara svo
yndislegur, svo góð manneskja, það
eru engir stælar í Darra. Hann er
góður drengur og rosalega „pro“,“
segir Marteinn um aðalleikarann. Í
öðrum helstu hlutverkum í Roklandi
eru Elma Lísa Gunnarsdóttir, Stefán
Hallur Stefánsson, Lára Jóhanna
Jónsdóttir og Laddi. Marteinn segir
stefnuna svo tekna á erlendar kvik-
myndahátíðir en hvaða hátíðir liggur
ekki fyrir að svo stöddu.
Kvikmynd sem þjóðin þarf á að halda
Kvikmyndin Rokland verður frumsýnd á morgun Góðærisruglið rifjað upp Saga um Íslend-
inga frá sjónarhóli Bödda Steingríms Víkingaaldarrómantík, þýskar hugsjónir og bylting
Á Sauðárkróki Ástin kemur líka við sögu í Roklandi. Ólafur Darri Ólafsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir í kvikmynd Marteins Þórssonar sem frumsýnd verður á morgun.
Marteinn hyggst gera kvik-
mynd upp úr bókinni Bankster
og teiknimyndasögu Hugleiks
Dagssonar, Garðarshólma, sem
verður eins konar ódýr útgáfa
af Sin City, að sögn Marteins.
Þá er Marteinn að skrifa hand-
rit sem byggt er á sannri sögu
af íshokkíliði skipuðu Vestur-
Íslendingum sem hlaut ólymp-
íugull í íþróttinni árið 1920. Þá
er hann einnig að skrifa hand-
rit að þriller í anda kvik-
myndarinnar Fargo.
Fróðleik um verk Mar-
teins og feril má
finna á vefsíðunni
tenderlee.com.
Bankster o.fl.
HVAÐ ER FRAMUNDAN?
Marteinn
Þórsson
www.rokland.is