Morgunblaðið - 13.01.2011, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011
Ofurhetjan Phoenix Jones var nefbrotin um
helgina þegar hún reyndi að stöðva slagsmál sem
voru í uppsiglingu. Jones hefur vakið mikla at-
hygli upp á síðkastið fyrir að sinna hlutverki ofur-
hetju Seattle-borgar í Bandaríkjunum, en ofur-
hetjur hafa hingað til eingöngu átt heima í
myndasögum og kvikmyndum.
Tveir menn réðust á Jones með áðurgreindum
afleiðingum. „Þeir voru að þræta og við það að
fara að slást,“ segir Jones. Hann blandaði sér í
málin og reyndi að stöðva mennina.
Jones sagði mönnunum að hann hefði hringt í
neyðarlínuna og greip annan þeirra höfuðtaki. Þá
dró hinn maðurinn upp byssu. „Hann hóf að
sveifla höndum og byrjaði að slást við mig,“ segir
Jones.
Phoenix Jones gengur grímuklæddur um stræti
Seattle-borgar á kvöldin og berst gegn glæpum.
Hann er klæddur í svartan og gulllitaðan búning
og er gjarnan með skikkju og hatt á höfði. Hann
kveðst vera leiðtogi sérstakrar ofurhetju-
hreyfingar, sem nefnist „Ofurhetjur rigning-
arborgarinnar“ – sem er einmitt viðurnefni
Seattle-borgar.
Atburðir helgarinnar eru að sögn lögreglu ein-
mitt það sem hún hefur áhyggjur af þegar borg-
arar taka lögin í sínar hendur. Jones gefur lítið
fyrir þær. Hann segist ætíð hringja í lögregluna
áður en hann fer út á kvöldin og segi þeim hvert
hann hyggist fara. Hann kveðst þjálfa sig sér-
staklega fyrir hættulegar aðstæður eins og þær
sem hann lenti í um helgina.
Glæpamenn nefbrutu ofurhetju
Hetja
Phoenix
Jones
Leikarinn Colin Farrell mun fara
með sama hlutverk og Arnold
Schwarzenegger lék svo eft-
irminnilega í endurgerð kvik-
myndarinnar Total Recall.
Hinn 34 ára gamli Farrell vildi
ekki tjá sig um málið fyrr í vik-
unni en nú hefur
framleiðandi
myndarinnar,
Neil Moritz, stað-
fest orðróminn.
Aðspurður
segist Far-
rell vera
spenntur
fyrir að
leika í
mynd-
inni.
„Hand-
ritið er
svalt, gáfu-
legt og vel
skrifað,“
sagði hann í
viðtali við
fjölmiðla
vestanhafs.
Colin Farrell
fetar í fótspor
Schwarzeneggers
Töffari
Colin Farrell
Fyrirsætan og
leikkonan
Tasha de Vas-
concelos segir
Karl Bretaprins
hafa daðrað við
sig í partíi árið
1999. Þetta
kemur fram í
sjálfsævisögu
hennar sem
kemur út á
næstunni.
Tasha segir
Karl hafa beðið
sig um einka-
tískusýningu í
teiti í London.
Hún segir
prinsinn hafa daðrað við sig allt
kvöldið.
„Ég sá hann horfa á hálsmenið
mitt og líta svo niður allan líkama
minn,“ útskýrir Tasha í bókinni.
„Svo bað hann mig um einkatísku-
sýningu.“
Segir Karl
Bretaprins hafa
daðrað við sig
Flott Tasha de
Vasconcelos
Leikkonan Rachel McAdams segist
hafa farið hjá sér er hún lék á móti
Harrison Ford í kvikmyndinni
Morning Glory.
Adams og Ford mættu saman á
frumsýningu myndarinnar í London
en kvikmyndin segir frá tveimur
þáttastjórnendum sjónvarpsþáttar
sem berjast um athyglina.
„Ég fékk fiðrildi í magann þegar
ég vann með honum en hann róaði
mig niður,“ sagði Adams um mót-
leikara sinn í viðtali á frumsýning-
unni og kallar hún þó ekki allt ömmu
sína, blessunin.
Fékk fiðring í
magann út af
Harrison Ford
Flaðrað Rachel McAdams