Morgunblaðið - 13.01.2011, Page 32
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 15-23 m/s og 23-28 með suðurströndinni, en mun
hægari vindur á NA- og A-landi. Snjókoma eða él. Frostlaust syðst, annars 0-5 stiga frost.
Goddur heldur fyrirlestur í hádeg-
inu í dag í Þjóðminjasafni Íslands
undir yfirskriftinni Hvað er handan
spegilsins? Þessi fyrirlestur fjallar
um notkun listamanna á ljósmynd-
um. Farið verður yfir hugmyndasögu
tuttugustu aldar og ljósmyndin sem
tæki listamanna sett í samhengi við
hana.
Hvað er handan
spegilsins?
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 13. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Vinunum fækkaði eftir óléttu
2. Brúður fannst látin á hóteli
3. Glæpamenn nefbrutu ofurhetju
4. Svaf í Oddskarðsgöngum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Menntaskólarnir eru nú að fara af
stað með leiksýningar sínar. MR og
Verzló ætla að kljást við Shakespeare
en MS ætlar að setja upp Hairspray
og er það Pétur Einarsson sem leik-
stýrir. »28
MS setur upp söng-
leikinn Hairspray
Tónleikar til stuðnings níumenn-
ingunum verða haldnir í kvöld á Nasa.
Fram koma Páll Óskar, Sin Fang
Bous, Diskóeyjan, KK og Ellen, Para-
bólurnar, Reykjavík!, Ein-
ar Már, Múm, Steini úr
Hjálmum, Prins Póló,
Ellen K. og Pétur H., Elín
Ey, Arnljótur, Idir, ákærð-
ur níumenn-
ingur og
fleiri
óvæntir
gestir.
Spilað til stuðnings
níumenningunum
Á föstudag Austlæg átt, víða 10-18 m/s. Rigning eða slydda við suðurströndina, annars
snjókoma eða él, einkum eystra. Frost 0-5 stig, en 0-5 stiga hiti syðst.
Á laugardag Norðaustan 8-13 m/s og slydda eða snjókoma við norðvesturströndina,
annars hægari breytileg átt og skúrir eða él, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.
VEÐUR
Zoltán Belányi, fyrrum
handknattleiksmaður, sem
áður var Ungverji en nú Ís-
lendingur, segir að lið þjóð-
anna séu skipuð mjög
áþekkum leikmönnum. „En
þegar horft er á liðsheildina
er hún miklu betri hjá ís-
lenska liðinu. Svo spila ís-
lensku strákarnir allir mikið
erfiðari leiki en þeir ung-
versku sem vinna flesta
deildaleiki sína með miklum
mun,“ sagði Zoltán. »1
Liðsheildin miklu
betri hjá Íslandi
Körfuboltalið Tindastóls frá Sauð-
árkróki hefur sótt mjög í sig veðrið
undanfarið og er komið í undanúrslit
bikarkeppninnar. Þar fékk það erfitt
verkefni, útileik gegn KR. „Það verður
gaman að fara í KR-heimilið og við
komum brjálaðir
til leiks þar,“
sagði Helgi
Rafn Viggós-
son, leik-
maður Sauð-
krækinga,
við Morgun-
blaðið. »3
Komum brjálaðir til
leiks í KR-heimilið
Valur lagði Fram í uppgjöri tveggja af
bestu liðum landsins í kvenna-
handboltanum í gærkvöld. Fram-
konur náðu aðeins að skora þrisvar í
seinni hálfleiknum og Valur vann að
lokum sjö marka sigur. „Við hleyptum
lífi í þessa deild með sigrinum,“
sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
sem lék frábærlega í vörn Valskvenna
í gærkvöld. »4
Fram skoraði 3 á 30
mínútum gegn Val
ÍÞRÓTTIR
HM Í SVÍÞJÓÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Staðan er einfaldlega þannig að
við náðum í silfur á Ólympíu-
leikunum og það kom brons á síð-
asta stórmóti. Ég held þess vegna
að meira sé um að hin liðin svitni
við það að mæta Íslandi heldur en
öfugt. Í gegnum tíðina hafa sum
liðin ekki þolað að mæta Íslandi því
við gefumst aldrei upp. Þess vegna
skiptir svo miklu máli að halda því
við og sýna í fyrsta leik á móti
Ungverjum að Íslendingar séu
mættir á mótið til að gera góða
hluti. Þegar okkur tekst vel upp í
fyrsta leik þá er búið að setja
ákveðið viðmið og hin liðin vita þá
að við erum mættir. Þá er sál-
fræðistríðið okkar megin,“ segir
Sigfús Sigurðsson, einn af silf-
urverðlaunahöfum Íslands á síð-
ustu Ólympíuleikum, í viðtali í HM-
blaði Morgunblaðsins í dag.
HM-blaðið er afar veglegt, 32
síður að stærð, og þar er fjallað ít-
arlega um mótið í Svíþjóð. Rætt við
marga um íslenska liðið og mögu-
leika þess, leikjadagskráin er
kynnt, sem og leikmennirnir sjálfir.
Við vorum ekki algjörir asnar
Ennfremur er saga Íslands á
heimsmeistaramótum í handknatt-
leik frá upphafi rakin, í fimm blað-
síðna úttekt Ívars Benedikts-
sonar.
Þar kennir margra
grasa, enda hefur Ísland
tekið þátt í 15 heims-
meistaramótum á rúm-
lega 50 árum. Sagt er frá
gleði- og sorgarstundum, vitnað í
fleyg orð leikmanna og þjálfara,
og magnaðar lýsingar íþrótta-
fréttamanna Morgunblaðsins á
gangi mála.
Rætt er við tvo af þeim sem
léku með íslenska landslið-
inu á fyrstu heimsmeistaramót-
unum, þá Birgi Björnsson og Karl
Jóhannsson.
„Við vorum ekki algjörir asnar
þegar keppni hófst á HM þó að-
stæður innanhúss hér heima væru
ekki eins og best varð á kosið,“
segir Birgir Björnsson, og fram
kemur að Íslendingar hafi strax frá
byrjun tekið mið af bestu hand-
knattleiksþjóðum Evrópu.
Dagur Sigurðsson, fyrrum lands-
liðsfyrirliði, segir að það verði erf-
itt fyrir íslenska liðið að reyna að
vinna til verðlauna á þriðja stór-
mótinu í röð. „Það væri með ólík-
indum ef þeim tækist að halda sér
á þeim stalli ef maður horfir raun-
hæft á málið,“ segir Dagur m.a. í
ítarlegu viðtali í HM-blaðinu.
Sum þola ekki að mæta Íslandi
Veglegt 32 síðna
HM-blað fylgir
Morgunblaðinu í dag
Morgunblaðið/Golli
HM Róbert Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Ungverjum í Norrköping á morgun.
Áhugamenn um íslenska lands-
liðið í handknattleik karla geta
fylgst mjög vel með gengi liðsins
á heimsmeistaramótinu í Sví-
þjóð í Morgunblaðinu og á
mbl.is. Kristján Jónsson
íþróttafréttamaður fylgir
íslenska liðinu í leikjum
þess í Svíþjóð og fjallar
ítarlega um það.
Á mbl.is verða m.a.
myndskeið með við-
tölum við leikmenn, þjálfara og
fleiri aðila frá Svíþjóð og öllum
leikjum Íslands verður lýst í bein-
um textalýsingum. Í Morg-
unblaðinu verður frammistaða
liðsins krufin nákvæmlega eftir
leikina og fjallað um allt sem ger-
ist innan vallar sem utan.
Fyrsti leikur Íslands er gegn
Ungverjalandi á morgun, föstudag,
og hann hefst klukkan 16 að ís-
lenskum tíma.
Beinar lýsingar á mbl.is
UMFJÖLLUN UM HM Í SVÍÞJÓÐ