Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 7

Skátablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 7
JÓLIN Oti í ríki náttúrunnar getur marga fagra sjón. Allir skátar, sem um eitt- hvert árabil hafa iðkað skátastörf, hafa átt unaðslegar stundir undir ber- um himni og eiga endurminningar sín- ar um fagrar sýnir, er þeim birtust þar.. Frá öndverðu liafa mennirnir fylgst með margvíslegum teiknum og tákn- um hins ytra heims og leitazt við að lesa úr þeim og ráða, hvað þau boð- uðu. Menn reyndu að skilja hið þögla en leiftrandi mál stjarnanna úti í himingeimnum. I gamla daga var það ti'ú margra þjóða, að á undan stórvið- burðum veraldarsögunnar, gerðust einhver undur i ríki náttúrunnar. — Oti í haganum ljómaði dýrð Drott- ins umhverfis fjárhirðana, er gættu hjarðar sinnar. Það varð nóttin lielga i meðvitund hins kristna heinis, því að orð engils- ins reyndust rétt og sönn: „Yður er i dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs“ . . Frelsari heimsins er fæddur. Það er þessi boðskapur, sem Skáta- blaðið vill með þessum linum flytja öllum lesendum sínum, jafnframt því, sem það færir þeim einlægar jólaóskir. Ef jólin hefðu ekki komið og boð- skapur Krists ekki hljómað um þessa jörð, er ekki hugsanlegt, að skáta- reglan væri til i þeirri mynd, sem liún er nú í. Þá væri skátastarfið með ein- hverjum öðrum liætti og í öðrum anda. -— Því óhugsandi er, að nokkrum dylj- ist að skátareglan starfar í þeim anda, sem boðskapur Jesú Krists ber í sér. Skátareglan vill, að skátinn elski Guð og föðurlandið og að lumn sé ávallt viðbúinn, sem sannur maður, er á hjálp hans þarf að halda í lífinu. Víðsvegar um heiminn styður skáta- reglan beinlínis og óbeinlínis starf lcirkjunnar. Margar á ég fagrar minn- ingar frá skátaguðsþjónustum og síð-^ ast í sumar að Olfljótsvatni. Kirkjan var full af skátastúlkum og skáta- drengjum. Höfðu skátarnir sjálfir málað kirkjuna fagurlega, og er hún þvi i hinum fegursta búningi nú er jólin koma. Skátinn vill, í anda Jesú Krists, gefa lífinu fegurri svip. Verkefni lians eru því óendanleg. Fyrsta skrefið er að íklæða sinn innri mann i fagran búning hinna beztu liugsana og áforma og gjöra sér síðan far um að breiða út meðal manna allt hið fegursta og bezta er skátinn veit. Mættu jólin, sem nú koma, vera þér sterk hvatning til þessa, skáti! Guð blessi skátafélögin og störf þeirra og gefi öllum skátum Gleðileg jól. Sigurgeir Sigurðsson. DRENGJAJÓL /

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.