Skátablaðið - 01.12.1942, Page 9
SKÁTASTARF
Nú í ár, þann 2. nóvember voru liSin rétt
þrjátíu ár síðan fyrsta skátastarfsemin var
hafin hér á landi. Fyrsta skátafélagið var
stofnað hér í Reykjavík og hlaut nafnið
„Skátafélag ReykjavíkuF'. Félagið starfaði
í þrem sveitum á grundvelli þeim, er Lord
Baden Powell hafði lagt i bókinni „Scout-
ing for Boys“. Þetta félag starfaði til ársins
1917. Má meðal annars geta þess, að núver-
andi skátahöfðingi, Dr. Helgi Tómasson, var
einn af stofnendum félagsins.
Árið 1913 er svo Væringjafélagið stofnað.
Stofnandi þess var séra Friðrik Friðriks-
son. Væringjafélagið var í upphafi ekki
stofnað sem skátafélag, en strax á fyrstu ár-
um þess tóku við forystu þar, þeir A. V.
Tulinius og Ársæll Gunnarsson. Þessir tveir
menn efldu brátt félagið mjög og breyttu
starfsemi þess í skátastarf. Er óhætt að
fullyrða, að þessir menn ásamt Davíð Sch.
Thorsteinssyni hafa mótað starf og stefnu
félagsins hver á sinn hátt, og félagið síðan
mótað stefnu í áframhaldandi skátastarfi
hér á landi. Skátafélagsskapurinn fær seint
þakkað þessum mönnum hið mikla og óeig-
ingjarna starf, er þejr inntu af hendi í þágu
skátanna.
Árið 1925 var skátafélagið „Ernir“ stofn-
að. Varð félagið brátt öflugt skátafélag
og lagði fram ágætt og mikið starf i þágu
starfseminnar. Seinna, eða árið 1938 voru
svo bæði þessi félög sameinuð í eitt félag,
er nefnt var eins og fyrsta félagið „Skáta-
félag Reykjavíkur“, og er það nú fjölmenn-
asta skátafélag landsins.
Seinna bættust svo í hópinn mörg ágæt
skátafélög víðsvegar um landið, og hafa
mörg þeirra lagt fram mjög gott starf og
sýnt mikinn dugnað og má af þeim mikils
vænta í framtíðinni.
Merkasta sporið, er stigið hefir verið í ís-
lenzkum skátamálum, er svo stigið 1925,
með stofnun Bandalags íslenzkra skáta. For-
göngu um stofnun Bandalagsins höfðu fé-
lögin „Ernir“ og „Væringjar“. Með stofnun
B.Í.S., var gjört mögulegt að allir íslenzkir
skátar sameinuðust til átaka um áhugamál
sín, enda hefur það komið í ljós að þá fyrst
er Bandalagið kom til sögunnar byrjaði
skátafélagsskapurinn fyrst verulega að efl-
ast hér á landi.
Á þessum þrjátíu árum liafa skátarnir
í Reykjavík lagt fram geysimikið starf í
þágu skátanna. Má meðal annars minna á
hin mörgu skátamót er þeir hafa haft for-
göngu að og séð um. Eins hafa þeir staðið
að móttökum erlendra skáta og skátahópa
og lagt frarn mikið starf í undirbúning ut-
anlandsfara íslenzkra skáta, svo fátt eitt sé
nefnt fyrir utan hið eiginlega skátastarf,
sem auðvitað ávallt er grundvöllurinn.
Félagsforingi hin seinustu ár hefur verið
Daníel Gíslason. Daníel hefur rækt þetta
starf sitt frábærlega vel, en verður nú að
liverfa frá því vegna brottferðar af landinu.
Núverandi félagsforingi er Björvin Þor-
björnsson, sem öllum skátum er að góðu
kunnur af margra ára skátastarfi.
Leifur Guðmundsson.
DRENGJAJÓL
9