Skátablaðið - 01.12.1942, Qupperneq 14
jókst nú mjög eftir því sem á daginn leið,
og láku tjöldin mjög. Fóru þá skátarnir frá
Úlfljótsvatni heim í skálann og sváfu þar
yfir nóttina. Hinir, sem eftir voru, hreiðr-
uðu um sig í þeim fáu tjöldum, sem ekki
láku, en hinir tjölduðu inni í stóra eldhús-
tjaldinu.
Laugardagur 27. júní.
Veður var nú heldur skárra, en nokkuð
hvasst. Ákveðið var að halda skemmtun
um kvöldið heima í skálanum að Úlfljóts-
vatni. Um kvöldið var veður mikið betra,
svo varðeldur einn mikill var haldinn nið-
ur við vatnið. Var þangað boðið Skátum og
kvenskátum frá Úlfljótsvatni, sem bæði
höfðu verið á mótinu og svo þeim, sem
komu úr bænum til að heimsækja okkur.
Sunnudagur 28. júní.
Nú var síðasti dagur mótsins runninn
upp, og var nóg verk að taka saman og
ganga frá. Var nú unnið af kappi við þetta.
Lagt af stað heim kl. 12 á miðnætti.
Ég get ekki látið hjá líða í lokin, að
minnast á hina góðu stjórn, sem var á mót-
inu. Allt fór fram samkvæmt áætlun og
býst ég ekki við að neinn hafi verið óá-
nægður þegar hann fór, heldur liafi geymt
endurminninguna um skenimtilega daga í
hollu umhverfi. Einnig vil ég minnast með
þakklæti aðstoðar þeirrar er við nutum frá
foringjum Skátaskólans á Úlfljótsvatni. Vil
ég sérstaklega minnast Jónasar B. Jónsson-
ar, Jóns Sigurðssonar og Björns Stefáns-
sonar, sem voru alltaf boðnir og búnir til
að veita okkur alla þá aðstoð, sem þeir gátu
látið okkur i té. Það var að miklu leyti þeim
að þakka, hve útilegan var skemmtileg.
Hafi Skátafélág Reykjavíkur þökk fyrir
mótið og Vestmanneyingarnir fyrir sinn
mikla áhuga, sem ruddi þessu máli braut.
Páll Gíslason.
Daníel Bíslason.
Daníel Gíslason félagsforingi Skátafélags
Reykjavíkur hefur nú látið af störfum
við félagið, og er í siglingum til Ameríku.
Skátablaðið þakkar honum ágætt starf fyrir
málefni skátanna. Vissulega mun Daníel
hefja merki skátanna að nýju, þegar hann
kemur heim aftur. Er gott til þess að vita,
að skátahreyfingin á slika ágætismenn í
liðssveitum sínum.
J. S.
Gjafir til Skátaskólans:
Haraldur Guðjónsson, Tjarnarg'. 10, færði
skólanum vandað víðtæki að gjöf í júní-
mánuði i sumar.
Gísli Pálsson, læknir, gaf 100 kr. i
bókasafnssjóð.
Þá gaf Stefán Helgason, Vm. kr. 120.00.
Lúðvíg Guðmundsson, skólastj. kr. 10.00.
Sighvatur Brynjólfsson kr. 10.00.
Magnús Guðmundsson, múrari kr. 10.00.
Sigurmundur Jónsson kr. 10.00.
Skátaskólinn þakkar gjafirnar.
J. B. J.
14
DRENGJAJÓL