Skátablaðið - 01.12.1942, Síða 15
Hjálp í viðlögum
— Nokkrar nýungar. —
Alla slcáta, sem lært liafa hjálp í við-
lögum, langar eflaust til þess að fylgjast með
öllum nýungum á þvi sviði. Hér verður
minnst á þrjú atriði, sem teljast mega til
nýunga:
Sárabögglax.
Sú tegund sáraböggla (Cito- og'hermanna-
böggla), sem einkum voru hér á markaðin-
um fyrir strið, og ætlaðir vöru til þess að
leggja til bráðabirgða við svöðusár, inni-
héldu, eins og skátar munu minnast: sára-
grisju (compressu), bómull og grisjubindi,
allt sitt í hverju lagi. Var bréfræma höfð
um sáragrisjuna svo ekki þyrfti að snerta
hana með berum höndum um leið og hún
væri lögð á sárið, síðan skyldi leggja bóm-
ullina yfir grisjuna og að lokum binda um
með grisjubindinu.
Hin nýja tegund sáraböggla, sem sést hér
á myndunum, er mun auðveldari i notkun
vegna þess að-sáragrisjan og bómullin er
saumuð föst i grisjubindið.
Gæta skal þess, um leið og sárabögglarnir
eru opnaðir, að snerta ekki á sáragrisjunni
(sem er oftast gul á lit), en talca um grisju-
bindið sín hvoru megin við sáragrisjuna
og bregða henni á sárið eins og sést á
mynd nr. 2. Siðan skal grisjubindinu vaf-
ið um eins og venjulega.
Sárabögglar þessir eru einkum ætlaðir til
þess að binda til bráðabirgða um svöðusár,
þar til næst i lækni. Skátar ættu þvi að
jafnaði að bera einn slíkan böggul i treyu-
vasa sínum þegar þeir eru á ferðalögum.
Fyrir atbeina Slysavarnarfélagsins hafa
þessir nýju sárabögglar verið pantaðir hing-
að til lands, og eru leiðbeiningar um notk-
un þeirra prentaðar á íslenzku á hverjum
böggli. Utan um bögglana er vaxborið lér-
eft og þola þeir því vel að veltast í vasa.
Skyndiplástur.
Þessi handhægi plástur, með viðfestri
sáragrisju, er einkum notaður við kaun og
fleiður, sem lítið blæðir úr. Munið að þvo
kaunin áður en plásturinn er settur á þau,
og gætið þess að teygja ekki plásturinn um
leið og þið setjið hann á, þvi að þá getur
1. Skyndiplásur.
2. Sáraböggull.
hann hert um of að blóðrásinni. Myndirnar
sýna hvernig lyfta skal léreftinu, sem hylur
sáragrisjuna, um leið og plástrinum er
brugðið á.
Brunasmyrsl.
Á undanförnum árum hafa skátar eink-
um haft gult vaselin í lyfjakössum sínum
til notkunar við bruna, en eftirleiðis ættu
þeir að nota sérstakt brunasmyrsl (Sulfan-
ilamid), sem fæst í lyfjabúðum.
Brunasmyrslinu er smurt á sótthreinsaðar
umbúðir (sáragrisju), sem síðan eru lagðar
við sárið. Forðast ber að koma við sárið,
eða þann hluta umbúðanna, sem leggjast á
næst sárinu. Jón Oddgeir Jónsson.
Ráðningar 2
á gátum -1 ^3
í síðasta Skátablaði. 1
Það eru tveimur fleiri eldspýtur á borðinu.
15
DRENGJAJÓL