Skátablaðið - 01.12.1942, Side 18
NÝR SKÍÐASKÁLI
Það hefur lengi verið mikill áhugi meðal
R.S. Skáta í Reykjavík, fyrir því að koma
upp skiðaskála.
Ur framkvæmdum hefur þó ekki orðið
fyr en síðastliðið sumar, að skíðaskálinn
hefur orðið að veruleika. Hafin var vinna
við hann snemma í vor og er honum nú
að mestu lokið.
Skálanum hefur verið valið nafnið Þrym-
heimur, en nafnið er sem kunnugt er úr
goðasögunum. Þrymheimur hét bústaður
Skaði, „en hún er öndurdis, ok ferr hon
mjök á skiðuni“, segir í Eddu.
Þrymheimur stendur undir Skarðsmýrar-
fjaíli á Hellisheiði.
Það er óhætt að segja, að vel hafi tekizt
með val á stað fyrir skálann. Staðurinn
sjálfur er fallegur, auk þess sem skíðaland
er mjög gott rétt við skálann.
Nokkur landspilda hefur verið tekin á
leigu í lengri tima og er i þvi landi hver,
sem líkur eru til, að hafa megi nokkur not
af, t. d. til að hita upp skálann og útbúa
gufubað.
Skálinn rúmar 24 í rúm, en auk þess
geta vitanlega fleiri skátar dvalið nætur-
langt, ef þörf krefur. Hann er 7 metrar á
lengd, þar af er 5 metra stofa, byggð í bað-
stofustíl, með skarsúð. í Stofunni eru 6
fastarúm, 3 hvert upp af öðru, sem á daginn
má nota sem bekki. Arinn er í öðrum enda
stofunnar. El^húsið er furðanlega rúmgotl,
þótt ekki sé það stórt. Auk þess er svo lier-
bergi með 6 fastarúmum, 3 hvert upp af
öðru eins og í stofunni, það herbergi er
um 2x2.80 metrar, Forstofa er stór og rúm-
góð og undir henni kjallari. í einu horni
forstofunnar er kamar, sem gengið er i að
utan frá.
Það má telja víst, að skálinn verði mikið
sóttur af skátum í vetur. Þangað er aðeins
einnar stundar gangur frá Kolviðarhóli og
umhverfi skálans er, eins og áður segir,
eitt hið bezta skíðaland í nágrenni Reykja-
víkur. Örskammt er í Innstadal, en þar er
oft snjór langt fram á vor, þótt snjó þrjóti
annarsstaðar.
Þótt skálinn sé almennt kallaður skiða
skáli, er langt frá því, að hann verði ekki
notaður að sumrinu, siður en svo.
Þrymheimur er á mjög hentugum stað
fyrir þá, er vilja fara gönguferðir. Heppi-
legt er að fara þangað á laugardagskvöldi.
Á sunnudag' er svo hægt að ganga t. d. í
Innstadal, þangað er aðeins % tíma gang-
ur. Á Hengil er ca. 1% tíma gangur frá
skálanum. í Dyrafjöll, sem eru mjög falleg
og sérkennileg', er um 3 tíma gangur og litlu
lengra er i Hestvík við Þingvallavatn. Að
Úlfljótsvatni er ca. 5 tíma gangur, og að
Hveragerði um 1% tíma gangur. Allar þess-
ar leiðir og fleiri eru skemmtilegar og
heppilegar sumarferðir um helgar.
Það er bent á þetta til að sýna, hve skál-
inn á mikla framtið fyrir sér, einnig sem
sumarskáli, þvi ault þess að geta verið
nokkurskonar miðstöð fyrir ýmsar göngu-
ferðir um nágrennið, þá er umhverfi skál-
ans mjög skemmtilegt og veðursæld sízt
minni en viða á láglendi, má því jafnvel
gera ráð fyrir að þar dvelji skátar i sumar-
fríum. Fyrir framan skálann eru flatir,
heppilegar fyrir tjaldbúðir.
Ég óska svo R.S. skátum til hamingju
með þetta veglega hús sitt og vona, að
Þrymheimur megi verða öllum, sem þang-
að koma, til gagns og ánægju.
Hannes Þorsteinsson.
18
DRENGJAJÓL