Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. F E B R Ú A R 2 0 1 1
Stofnað 1913 44. tölublað 99. árgangur
HEILSUSKÓLI
KEILIS BÝÐUR UPP
Á ÞJÁLFARABÚÐIR
VESTURPORT
SETUR STEFNUNA
Á BROADWAY
HELDUR TÓN-
LEIKA Í TILEFNI
AFMÆLISINS
HAMSKIPTIN Á SVIÐ? 32 BÓ SEXTUGUR Í APRÍL 30ENGIN STÖÐNUN Í FAGINU 10
Morgunblaðið/hag
Engin opinber stofnun hefur látið
vinna sjálfstætt mat á virði eigna-
safns Landsbankans. Þetta segir
Kristján Þór Júlíusson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og nefnd-
armaður í fjárlaganefnd Alþingis.
Kristján segir að skilanefnd Lands-
bankans hafi farið ítarlega yfir eig-
ið mat á virði eignasafns Lands-
bankans með fjárlaganefnd, en
ekki heimilað nefndarmönnum að
halda eftir gögnum. Kristján segir
það skiljanlegt upp að vissu marki,
enda um ákveðna viðskiptahags-
muni að tefla. Hins vegar sé nauð-
synlegt að almenningur geti sótt
sér upplýsingar um eignasafnið, til
að geta tekið upplýsta ákvörðun um
ríkisábyrgð á Icesave-kröfum
Breta og Hollendinga. »14
Ríkið lét ekki vinna
sjálfstætt mat á
eignasafni
Þarf lagabreytingu
» Ef ákveðið verður að kjósa
samhliða um Icesave og til
stjórnlagaþings þarf Alþingi að
taka þá ákvörðun með laga-
breytingu, að mati lagapró-
fessors.
» Hann segir að að öðru leyti
sé ekkert því til fyrirstöðu.
Einar Örn Gíslason
Gísli Baldur Gíslason
Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarand-
stöðunnar í Icesave-samninganefnd-
inni síðustu, segist ekki reikna með
því að Bretar og Hollendingar höfði
bótamál hér heima, þótt það sé
vissulega möguleiki, heldur muni
niðurstaða EFTA-dómstólsins, sem
er aðeins ráðgefandi og óbindandi,
og vísan í EES-samninginn verða
notuð til þess að þrýsta á Íslend-
inga um greiðslu.
„Sjálfur tel ég að menn muni
stilla okkur upp við vegg og segja:
Nú er það komið í ljós að þið upp-
fyllið ekki þessi skilyrði, og þá þurf-
ið þið að borga það sem upp á vant-
ar,“ segir Lárus.
Sameining rædd alvarlega
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra segir að nú standi yfir
„mjög alvarleg umræða“ um að
sameina þjóðaratkvæðagreiðslu
vegna Icesave-laganna og kosningu
til stjórnlagaþings. Össur segir
enga ákvörðun hafa verið tekna um
dagsetningu kosninganna. Heimild-
ir Morgunblaðsins herma að líkleg-
ast sé að þær fari fram hinn 16.
apríl nk.
Össur segir að utanríkisráðuneyt-
ið hafi verið í sambandi við fulltrúa
breskra og hollenskra stjórnvalda í
gær. „Þau viðbrögð sem við höfum
fengið eru vonbrigði, en enginn æs-
ingur. Yfirveguð viðbrögð,“ segir
Össur.
MÞrýst á Íslendinga »12, 16
Býst ekki við bótamáli
Samninganefndarmaður á ekki von á lögsókn Breta og Hollendinga
Utanríkisráðherra segir hugmyndir um tvöfalda kosningu ræddar alvarlega
Morgunblaðið/Golli
Vinna Starfsfólk missir réttindin
þegar fyrirtæki skipta um kennitölu.
Margir starfsmenn fyrirtækja sem
tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta
og þar með skipt um kennitölu
standa nú frammi fyrir því að hafa
misst áunnin kjararéttindi á borð við
uppsagnarfrest og orlofs- og veik-
indarétt. Samkvæmt gildandi lögum
yfirfærast áunnin kjararéttindi við
venjuleg aðilaskipti en ekki við
gjaldþrot.
Gylfi Arnbjörnsson, formaður
ASÍ, segir samtökin hafa sett fram
þá kröfu við ríkisstjórnina í byrjun
janúar síðastliðins að lögunum yrði
breytt til að vernda réttindi starfs-
fólks gagnvart svokölluðu kenni-
töluflakki.
„Lög um aðilaskipti kveða á um
það að réttarstaða launafólks á að
vera óbreytt í aðilaskiptum. Nú eru
fyrirtækin hins vegar að stofna nýja
kennitölu, færa reksturinn á milli og
skilja hitt eftir í gjaldþroti og þá
halda ekki aðilaskiptalögin,“ segir
Gylfi.
Hann segir svokölluð flutnings-
ákvæði vernda réttindin í einhverj-
um tilfellum, eða gera fólki kleift að
ávinna sér þau fljótt aftur, en það
eigi þó ekki alls staðar við. »6
Margir missa réttindin
Fólk glatar kjararéttindum eftir kennitöluskipti fyrirtækja
Átök í Líbíu fara stigvaxandi og fregnir herma
að hundruð manna hafi látist er öryggissveitir
skutu á mótmælendur. Samkvæmt sjónvarps-
stöðinni Al-Jazeera voru gerðar sprengjuárásir
á höfuðborgina Trípolí í gær.
Stuðningsmenn uppreisnarmanna mótmæltu
við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna þar sem
sendinefnd Líbíu lýsti yfir stuðningi við fólkið í
landinu. »15, 16
Ofbeldisfullar aðgerðir gegn mótmælendum
Reuters
Hafnsögumað-
urinn, sem fylgdi
Goðafossi úr
höfn frá Fred-
rikstad í Noregi,
fór fyrr frá borði
en öruggt var.
Goðafoss strand-
aði skömmu eftir
að lóðsinn yfir-
gaf skipið, sem var þá enn innan
þeirra marka sem hafnsögumaður
átti að vera viðstaddur. Hafn-
sögumaðurinn hefði þurft að vera
um borð tæpum tíu mínútum lengur
til að tryggja að skipið myndi ekki
stranda. »2
Hafnsögumaður fór
of snemma frá borði
Þrítugur karlmaður sem dæmd-
ur var fyrir fjöldann allan af brot-
um í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær skal gangast undir meðferð
við áfengis- og vímuefnafíkn í stað
þess að sæta fangelsi í tvö og hálft
ár. Símon Sigvaldason, dómari í
málinu, taldi næg rök fyrir því að
binda refsingu mannsins skilorði
með þeim fyrirvara að hann geng-
ist undir dvöl á „hæli“ í allt að eitt
ár í því skyni að komast yfir áfeng-
is- og vímuefnafíkn. Þessari heim-
ild er sárasjaldan beitt. Skv. heim-
ildum Morgunblaðsins er maðurinn
á leið í meðferð hjá SÁÁ. Sam-
kvæmt dómnum skal hann hefja
meðferðina eigi síðar en viku eftir
dómsuppkvaðningu. »6
Sendur í meðferð í
stað fangelsisvistar
Gylfi segir ASÍ hafa rætt málið
við SA í yfirstandandi kjara-
viðræðum en það sé þó ríkis-
stjórnarinnar að gera nauðsyn-
legar breytingar.
„Það þarf ekki mikið til að
breyta þessu og það ætti að
vera útgjaldalítið af hálfu ríkis-
sjóðs að verða við þessari
kröfu, en þetta skiptir starfs-
fólkið gríðarlega miklu máli,“
segir Gylfi.
Útgjaldalítið
og mikilvægt
RÉTTINDI