Morgunblaðið - 22.02.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
FRÉTTASKÝRING
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Hafnsögumaðurinn, sem fylgdi
Goðafossi úr höfn í Fredrikstad í
Noregi síðastliðinn fimmtudag, fór
fyrr frá borði en öruggt var. Aðeins
um sex skipslengdum frá þeim stað
þar sem lóðsinn yfirgaf Goðafoss
sigldi skipið í strand. Það var innan
þeirra marka sem hafnsögumaður
átti að vera viðstaddur.
„Ég er alveg sannfærður um það
að ef hafnsögumaðurinn hefði fylgt
Goðafossi út fyrir skerin værum við
ekki að tala saman í dag,“ segir
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Hafnsögumaðurinn hefði þurft
að vera um borð tæpum tíu mín-
útum lengur til að tryggja að skipið
myndi ekki stranda. Siglingaleiðin
frá höfninni í Fredrikstad er nokk-
uð þröng og mikið um sker á leið-
inni. Líkt og sjá má á kortinu af
hafsvæðinu hér til hliðar er gert ráð
fyrir því að hafnsögumaður fari frá
borði þegar leiðin er orðin nokkuð
greið.
Heimilt að yfirgefa skipið
Hafnsögumaðurinn braut þó
engar reglur. Honum er heimilt að
yfirgefa skip í samráði við skip-
stjóra. Gylfi segir að þetta slys
muni ef til vill verða til þess að
strangari reglur verði settar um
viðveru hafnsögumanns.
„Mér finnst leiðinlegt að skip-
stjórnarmenn séu settir í slíka að-
stöðu, að þurfa að taka afstöðu til
þess hvort menn þurfi að fara frá
borði og geti ekki klárað vinnuna
sína,“ segir Gylfi.
Skipstjóri Goðafoss var einn í
brúnni þegar skipið strandaði. Van-
inn er að þar séu fleiri. Sá sem átti
að vera í brúnni ásamt skipstjór-
anum var staddur annars staðar,
því hann hafði þurft að fylgja lóðs-
inum frá borði.
Kvarta vegna leka
Norskir fjölmiðlar höfðu það eft-
ir lögreglunni á föstudag að við
skýrslutöku hefði skipstjóri Goða-
foss játað að hafa misreiknað
stefnu skipsins og farið út af leið.
Eimskip er ósátt við að upplýsingar
sem þessar skuli rata í fjölmiðla og
hefur beint kvörtunum til lögreglu
vegna málsins.
„Þeir tjáðu okkur að þetta hefði
verið gert með almannahagsmuni í
huga,“ segir Gylfi. Hann kveðst þó
ekki vita hvaða almannahagsmunir
það séu.
Á flot á miðvikudag
Goðafoss situr enn fastur, en bú-
ið er að stöðva olíulekann. Þrjár ol-
íugirðingar eru í kring um skipið
og hreinsibúnaður til að koma í veg
fyrir frekari olíuleka. Nú er unnið
að því að fækka gámum um borð í
skipinu til að létta það. Um fimmtíu
gámar af þeim 435 sem eru um
borð hafa nú verið fjarlægðir. Fjar-
lægja þarf að minnsta kosti hund-
rað gáma til viðbótar áður en
lengra er haldið. Vonast er til þess
að skipið verði dregið á flot af
skerinu á miðvikudagsmorgun.
„Það verða mjög ákjósanlegar
aðstæður á miðvikudaginn og þá
verður öllum undirbúningi lokið til
að taka skipið af skerinu og setja
það á öruggan stað þar sem það
verður skoðað nánar og undirbúið
til frekari flutnings á endanlegan
ákvörðunarstað til tæmingar og
viðgerðar,“ segir Benedikt Ingi El-
ísson, forstöðumaður trygginga-,
tjóna- og öryggismála fyrirtækis-
ins.
Benedikt segir ekki víst hversu
mikið fjárhagslegt tjón af slysinu
er. Ljóst er þó að það hleypur á
tugum milljóna.
Morgunblaðið/Ómar
Fréttamannafundur Gylfi Sigfússon er í miðið og með honum eru Ólafur William Hand og Benedikt Ingi Elísson, sem báðir sitja í óhappanefnd Eimskips.
Fór of snemma frá borði
Goðafoss verður líklega dreginn á flot á miðvikudag Eimskip er ósátt við
upplýsingaleka norsku lögreglunnar Lóðs var heimilt að yfirgefa skipið
Strandstaður
Goðafoss
Hafnsögumaður
fer um það bil
hér frá borði
Hér hefði hafnsögumaður
átt að fara frá borði
Fór um 10 mínútum of snemma
Goðafoss strandaði skömmu eftir
að hafnsögumaður fór frá borði.
Gert er ráð fyrir því að hafnsögu-
maður fylgi skipum lengur en
hann gerði í þessu tilviki.
ASMALØY
K IRKØY
Ekevika
Fredrikstad
(Jarðgöng)
Guðmundur Felix
Grétarsson, sem
missti báða hand-
leggi rétt fyrir
neðan axlir í
vinnuslysi árið
1998, fór í lok jan-
úar til Frakk-
lands í vikulanga
undirbúnings-
rannsókn til að fá
úr því skorið
hvort hann geti gengist undir handa-
ágræðslu. Guðmundur kom heim
fyrir tveimur vikum og hefur síðan
þá beðið með eftirvæntingu eftir
svörum. Í gær barst honum jákvæð-
ur tölvupóstur frá læknateyminu.
„Það var haldinn fundur á föstu-
daginn þar sem flestir voru sammála
um það að svona aðgerð gæti gert
mér hellings gagn. Ég kom vel út úr
öllum prófum, en áður en endanleg
ákvörðun verður tekin vilja þeir fá
mig út í fleiri rannsóknir,“ segir
Guðmundur sem svaraði póstinum
um hæl og lét vita að hann væri
reiðubúinn að fara til Frakklands
sem fyrst.
Aðspurður segist Guðmundur
vera bjartsýnn. „Jú, ég verð að vera
það. Ég væri ekki kominn hingað ef
ég væri ekki bjartsýnn. Ég er að
fara í þetta.“
Læknar
vongóðir um
ágræðslu
Telja aðgerðina
geta gert mikið gagn
Guðmundur Felix
Grétarsson
Aðeins 12% landsmanna treysta Al-
þingi en fyrir þremur árum var hlut-
fallið 40%. Þá treysta 16% borgar-
stjórn Reykjavíkur, samkvæmt
þjóðarpúlsi Gallup. Árið 2008 var
hlutfallið 9% og jókst það næstu tvö
árin á eftir en fellur nú aftur. RÚV
greindi frá þessu í gær.
Neðst á listanum situr bankakerf-
ið en það nýtur trausts aðeins 6%
landsmanna. Á toppnum tróna hins-
vegar Landhelgisgæslan (89%), lög-
reglan (80%) og Háskóli Íslands
(76%) en þetta er í fyrsta sinn sem
Landhelgisgæslan er með í könn-
uninni. Næst á eftir koma heilbrigð-
iskerfið (74%) og embætti sérstaks
saksóknara (69%) sem hefur hækk-
að um 12 prósentustig frá því í fyrra.
Alþingi nýtur
trausts 12%
landsmanna
60,7% þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun MMR segj-
ast styðja ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki
Icesave-lögin og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.
57,7% þeirra sem tóku afstöðu sögðust myndu sam-
þykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Einnig var könnuð afstaða til Icesave-laganna eftir
stuðningi við flokkana en hafa ber í huga að þá eru
skekkjumörkin meiri. Í ljós kom að þeir sem segjast
styðja Sjálfstæðisflokkinn skiptast til helminga með og á
móti lögunum, 50,1% sagðist myndu kjósa á móti, 49,9%
með. 62,6% stuðningsmanna Framsóknarflokks ætla að
kjósa á móti lögunum en 83,1% stuðningsmanna Vinstri-
grænna og 96,7% Samfylkingarfólks segjast myndu sam-
þykkja lögin. 771 einstaklingur svaraði í könnuninni, sem
gerð var 20.-21. febrúar. Könnunin náði ekki til allra ald-
urshópa kjósenda. Í úrtakinu var fólk á aldrinum 18-67
ára. Þeir sem eldri eru en 67 ára eru 14% kjósenda.
60,7% segjast styðja
ákvörðun forsetans
57,7% myndu samþykkja Fjórðungur tók ekki afstöðu
„Styður þú ákvörðun forseta
Íslands um að staðfesta
ekki nýjustu Icesave lögin
og vísa þeim í þjóðar-
atkvæðagreiðslu?“
„Ef kosið yrði um nýjustu
Icesave lögin í dag, hvort
myndir þú kjósa með
eða á móti?“
Nei Já Á móti Með
H
ei
m
ild
:M
M
R
39,3
%
60,7
%
42,3
%
57,7
%
www. tengi.is
Gæði,þjónusta og ábyrgð
- það er TENGI
TILBOÐ
ALMAR
STURTUHAUSAR
MIKIÐ ÚRVAL
ESPRITE CARRÉ
Ferkantaður 20x20cm
Tilboðsverð: 9.500,- kr
EMOTION sturtuhaus
Kringlóttur 10 cm
Tilboðsverð: 2.500,- kr
SKINNY handsturtuhaus
Tilboðsverð: 1.500,- kr