Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 4

Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 Nú standa yfir vetrarfrí í flestum grunnskólum Reykjavíkur og þeir eru ófáir sem hafa nýtt sér þessa löngu helgi til að bregða sér út fyrir borgarmörkin eða njóta þess til fulls sem höfuðborgin hefur upp á að bjóða. Vegna þess hve samræmd fríin eru orðin hjá skólunum hafa frí- stundamiðstöðvar, félagsmið- stöðvar og sundlaugar ÍTR tekið upp á því að bjóða upp á fjölbreytt frístundastarf í vetrarfríinu. Má þar m.a. nefna fjölskylduskemmt- anir, skákmót og þrautakeppnir. Auk þeirra sem leggja síðan leið sína í sumarbústaði eða til ann- arra áfangastaða á landsbyggðinni virðast margir nýta helgina til þess að fara utan. Að sögn Guð- jóns Arngrímssonar, upplýsinga- fulltrúa Icelandair, var uppbókað til vinsælla skíðaáfangastaða síð- astliðna helgi sem og til Orlando og segir hann valdar dagsetningar benda til þess að þar sé á ferðinni fjölskyldufólk í löngu og góðu helgarfríi. Löng helgi hjá grunn- skólabörnum í vetrarfríi Vetrarfrí » Í dag verður haldið skákmót í Hlöðunni við Gufunesbæ kl. 12.30-14.30. » Kl. 13-16 verður efnt til fjöl- skylduskemmtunar í Vestur- bæjarlauginni þar sem m.a. verður hægt að gæða sér á kleinum og heitu kakói. Morgunblaðið/Sigurgeir S Í sundi Börnin eru eflaust hæstánægð með að fá langa helgi, geta sofið út og ef til vill skellt sér svo í sund.  Taka þátt í frístundastarfi eða njóta jafnvel frísins erlendis Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nokkur loðnuskip voru í gær við veiðar og vinnslu út af Snæfellsnesi og önnur fylltu sig þar um helgina. Útgerðarmaður sem rætt var við í gær var ánægður með gang mála: „Þetta er orðin hörkuvertíð, það hef- ur tvisvar verið bætt við kvótann, gott verð hefur fengist fyrir mjöl og lýsi og hrognavinnslan er framund- an,“ sagði hann. Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræð- ingur, sagði að ekki væri ólíklegt að fremsta gangan gengi inn á Breiða- fjörð og hrygndi þar. Slíkt væri ekki óalgengt, en oft næði gangan ekki svo langt áður en hún hrygndi við Reykjanes og í Faxaflóa. Loðnan hefur gengið hratt síðustu daga og sagði Sveinn að göngurnar færu oft um 20 mílur á dag þegar aðstæður væru þannig og kraftur væri kominn í hrygningargönguna. Elías Kristinsson, stýrimaður á Ingunni AK var á leið af miðunum og til Akraness um hádegi í gær með 15-1600 tonn. Aflinn fékkst vestur af Svörtuloftum í sex köstum. Elías sagði að ætlunin væri að kreista hrogn úr loðnunni og frysta svoköll- uð iðnaðarhrogn, en þau fara m.a. á markaði í Austur-Evrópu. Hrognafrysting í vikulokin Hrognafylling var í gær 22-24% og er talið að hægt verði að frysta hrogn fyrir Japansmarkað í vikulokin, hugsanlega fyrr. Fulltrúar jap- anskra kaupenda hafa verið hér á landi síðustu tvær vikurnar og fylgj- ast þeir grannt með þroska og gæð- um hrognanna. Loðnubræðsla var í gær í flestum verksmiðjum frá Þórshöfn suður og vestur um til Akraness. Boðun verk- falls í verksmiðjum fyrr í mánuðin- um hafði þau áhrif að margir veiddu grimmt fyrri hluta vertíðar til að forðast að brenna inni með kvóta, en til verkfalls kom ekki. Loðnutorfur er víða að finna við suðurströndina og vestur úr. Loðna veiddist t.d. við Vestmannaeyjar í síðustu viku. Fremsta gangan inn á Breiðafjörð  Fulltrúar japanskra kaupenda fylgjast grannt með hrognaþroska og gæðum Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu var í gær búið að landa tæplega 180 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni. Nokkur skip voru á landleið með afla, þannig að eitthvað meira er búið að veiða. Heildarheimildir til loðnu- veiða á fiskveiðiárinu eru 390 þúsund tonn. Þar af fara um 317 þúsund tonn til íslenskra fiski- skipa. Í síðustu viku var kvótinn aukinn um 65 þúsund tonn. 180 þúsund Loðna Jón Kjartansson SU við veið- ar í Faxaflóa veturinn 2008. SAXAST Á LOÐNUKVÓTANN Reglubundinn sparnaður Ein besta leiðin til að spara er með reglubundnum sparnaði. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.