Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 9

Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður haldið í Orkugarði, Grens- ásvegi 9 í Reykjavík í dag, þriðju- daginn 22. febrúar. Þingið verður sett kl. 13.30 og því verður slitið klukkan 16.00. Dagskráin er fjölbreytt en fjallað verður um vinda, ský, hita, úrkomu og öskufoksmælingar. Flutt verða átta erindi um fram- angreind efni. Aðgangur að þinginu er ókeypis og þingið er opið öllum er áhuga hafa á veðri og veðurfari. Á síðustu árum hefur orðið vart aukins áhuga almennings á veðr- inu og tilbrigðum þess. Þorraþing veður- fræðinga öllum opið Í dag, þriðjudag, kl 12.05-13.00, stendur Sagnfræðingafélag Ís- lands fyrir hádegisfundi í Þjóð- minjasafni Íslands sem er hluti af fyrirlestraröðinni „Hvað er kynjasaga?“ Aðgangur er ókeyp- is og öllum opinn. Rósa Magnúsdóttir sagnfræð- ingur mun halda fyrirlestur und- ir heitinu „Þóra og Kristinn: Ævisaga – hjónasaga – kyn- slóðasaga – kynjasaga?“ Þar fjallar hún um hjónin Þóru Vig- fúsdóttur og Kristin E. Andr- ésson og samband þeirra við kvennabaráttuna, sjálfstæðisbar- áttuna, kommúnismann, Sov- étríkin og alþjóðahyggjuna. Fyrirlestur um kynjasögu STUTT www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Gallabuxur Str. 36-54 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Allra síðasta vika útsölunnar í EDDUFELLI -- 1.000 kr. -- -- 2.000 kr. -- -- 3.000 kr. -- ÚTSÖLU- LOK Pantanir teknar í síma 694 2196 frá kl. 10-12 Opið frá kl. 15-19 Miðvikudag, fimmtudag, föstudag Verð frá 50 kr. Fornbóka- markaður Langholtsvegi 42 www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Líkt og Morgunblaðið greindi frá í gær sendi SP-Fjármögnun hluta við- skiptavina sinna, sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara, bréf fyrir helgi þar sem til- kynnt var að bíla-kaupleigusamning- um hefði verið rift og var fólkið beðið að skila bifreiðum sínum innan fimm virkra daga. Að sögn Kjartans Georgs Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra SP-fjármögnunar, fengu um áttatíu einstaklingar umrætt bréf og býst hann við að sú tala eigi eftir að hækka. „Ég vona að þetta eigi eftir að ýta við ráðuneytinu og menn geri lagabreytingu.“ Samkvæmt lögum er einstakling- um sem sótt hafa um greiðsluaðlögun ekki heimilt að greiða af lánasamn- ingum. „Við teljum að þetta [kaup- leigusamningar] séu lánasamningar en fjármálafyrirtækin telja að þetta séu leigusamningar,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara og vísar í dóm Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í júní á síðasta ári, máli sínu til stuðnings. Að sögn Svanborgar hefur umboðsmaður rætt við stjórnvöld um þessi mál og má vænta frétta innan tíðar. Sumir kjósa að skila bílunum SP-Fjármögnun er ekki ein á báti í þessum efnum því svipað er upp á teningnum hjá öðrum fyrirtækjum sem hafa boðið viðskiptavinum sínum upp á þann möguleika að kaupa bíla á kaupleigu. Fjármögnunarfyrirtækið Avant hefur sent sambærilegt bréf til um fimmtíu til hundrað viðskiptavina sem sótt hafa um greiðsluaðlögun. „Það sem við erum fyrst og fremst að óska eftir er að fólk hafi samband við okkur,“ segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant. Að hans sögn hafa einhverjir kosið að skila bíl- um sínum en aðrir leitað eftir því að leggja spilin á borðið. „Það er eðlilegt að fá fólk að borðinu þar sem það kemur með sína sýn á það hvernig hægt sé að leysa úr málunum. Við horfum á greiðslusögu viðkomanda og aðstæður. Auðvitað verður það að viðurkennast að oft á tíðum er ekki búið að greiða af samningnum í lang- an tíma og svo kemur þetta bara til viðbótar, þá verðum við að átta okkur á því hvernig staðan er og hvernig hægt sé að greiða úr henni.“ Að sögn Magnúsar er ekki áætlað að senda fleiri viðskiptavinum bréf. „Við erum ekki búin að gera þetta en okkur sýnist það vera það eina í stöðunni,“ segir Halldór Jörgensen, forstjóri eignaleigufyrirtækisins Lýsingar. Aðspurður segist hann ekki geta nefnt þann fjölda viðskipta- vina sem fær bréf sent, ef af sending- unum verður. „Það bætist sífellt í þennan hóp sem sækir um greiðslu- aðlögun svo þetta er tala sem er fljót- andi.“ Guðný Helga Herbertsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að ekkert hafi verið gert varðandi þessi mál hjá bankanum og að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvað verði gert í framtíðinni. Vilja ekki í stríð Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra segir að verið sé að skoða hvort þörf sé á að setja lög á túlkun leigufyrirtækjanna. „Þetta er lán en ekki leiga og við viljum að þetta verði meðhöndlað sem slíkt. Þarna virðast menn fara fram með öðrum hætti en við erum sátt við, svo bæði ráðuneytið og fulltrúar félags- og trygginga- málanefndar hafa verið að skoða mál- ið og sjá hvernig hægt er að grípa inn í þetta og stöðva það að þessi fram- kvæmd verði notuð.“ Hann segir að ekki eigi að fara með kaupleigusamninga öðruvísi en önn- ur lán því annars verði niðurstaðan sú að sumir aðilar fái greitt fyrir vörur sína á sama tíma og aðrir fái ekkert. „Auðvitað eru álitamál í þessu eins og öðru og þar með verðum við að vanda okkur,“ segir Guðbjartur. Að sögn Magnúsar er málið komið inn á borð hjá samtökum fjármálafyr- irtækja. „Ég vona að það fáist farsæl lausn svo við þurfum ekki að standa í neinu stríði við viðskiptavini.“ Íhuga lagasetningu á túlkun fyrirtækja Morgunblaðið/Ernir Bíllinn Málið er komið inn á borð hjá samtökum fjármálafyrirtækja.  Kaupleigusamn- ingar eru lán, segir velferðarráðherra Riftun samninga » 80 viðskiptavinir sem eru með bíl á kaupleigu hjá SP- fjármögnun og hafa sótt um greiðsluaðlögun fengu bréf fyrir helgi þar sem samn- ingnum er rift. Fleiri geta átt von á slíku bréfi. » Avant hefur sent nokkrum tugum viðskiptavina sinna sambærilegt bréf. » Engin bréf hafa borist frá Ís- landsbanka né Lýsingu. Í þættinum Þetta gerðist … í Morgunblaðinu sl. föstudag var sagt að mótorbáturinn Stuðlaberg frá Seyðisfirði hefði farist 18. febr- úar 1962. Hið rétta mun vera að báturinn fórst 17. febrúar 1962. Leiðréttist þetta hér með. Bókabúð annað en forlag Rétt er að árétta að Bókmennta- félagið Mál og menning, sem á helmings hlut í Forlaginu við Bræðraborgarstíg, hefur ekkert að gera með Bókabúð Máls og menn- ingar við Laugaveg. Bókaútgáfa Forlagsins gengur vel en þegar greint var frá gjaldþroti Máls og menningar við Laugaveg í blaðinu sl. laugardag láðist að geta þess að um bókabúðina var að ræða og er beðist velvirðingar á ónákvæmn- inni. LEIÐRÉTT Stuðlaberg fórst 17. febrúar 1962 Hádegisfundur um millidómstig fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag kl. 12-13. Fundurinn ber yf- irskriftina Millidómstig – Hvers vegna, hvernig og hvenær? og verður hann haldinn í salnum Fön- ix 3 á 1. hæð skólans. Frummælendur eru Sigurður Tómas Magnússon, atvinnu- lífsprófessor við lagadeild HR, með erindið Af hverju þarf milli- dómstig á Íslandi og hvernig verð- ur því best fyrir komið?, og Símon Sigvaldason, formaður Dómstól- aráðs, með erindið Raunasaga millidómstiga á Íslandi. Fundurinn er öllum opinn og að- gangur ókeypis. Fundur um millidóm- stig haldinn í HR Sigurður Tómas Magnússon Símon Sigvaldason Guðmundur Ingvi Sig- urðsson hæstaréttar- lögmaður lést á hjúkr- unarheimilinu Eir í gær, 88 ára að aldri. Guðmundur fæddist á Akureyri 16. júní 1922. Foreldrar hans voru Halldóra Ólafs- dóttir húsmóðir og Sigurður Guðmunds- son skólameistari. Guðmundur var einn af stofnendum lögmannsstofunnar LEX árið 1959. Þar starfaði hann til árs- ins 2001, þegar hann lét af lög- mannsstörfum. Hann var prófdóm- ari við lagadeild Háskóla Íslands frá 1973-2005, kennari við Fóstru- skóla Sumargjafar 1957-1958 og 1959-1960 og dómarafulltrúi hjá Sakadómi Reykjavíkur 1947-1960. Guðmundur var nokkrum sinnum setudómari í Hæstarétti og var heiðursfélagi Lögmannafélags Ís- lands. Guðmundur sat í stjórn Lög- fræðingafélags Ís- lands 1958-1962 og var formaður samtaka dómarafulltrúa 1959- 1960. Hann sat í stjórn Lögmanna- félags Íslands 1969- 1971 og var formaður stjórnarinnar 1970- 1971. Hann sat í stjórn Íslandsdeildar norrænu lögfræði- þinganna 1972-1987 og var formaður stjórnar námssjóðs Lögmannafélags Ís- lands 1974-1984. Guðmundur lauk lögfræðiprófi frá HÍ, varð héraðsdómslögmaður 1950 og hæstaréttarlögmaður 1962. Hann stundaði nám í af- brotafræðum í Kaupmannahöfn og við Pennsylvaníuháskóla í Fíladel- fíu í Bandaríkjunum. Guðmundur var kvæntur Krist- ínu Þorbjarnardóttur en hún lést í lok árs 2008. Þau láta eftir sig þrjú börn, Sigurð, Þórð Ingva og Þórunni. Andlát Guðmundur Ingvi Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.