Morgunblaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Úr safni Heilsuskóla Keilis Með honum koma Eric Cressey og Nick Tumminello. Útgangspunkt- urinn verður sem fyrr á styrktar- og ástandsþjálfun sem miðar að því að hámarka árangur og lágmarka meiðsli.“ Uppgötva nýja hluti í þjálfun Gunnhildur segir þjálfarabúð- irnar hafa opnað augu margra þjálf- ara fyrir mikilvægi styrktar- og ástandsþjálfunar samhliða íþrótta- þjálfuninni, því hægt sé að fyr- irbyggja alvarleg meiðsli með því að greina veikleika í hreyfikeðju hjá einstaklingum og byggja þá mark- visst upp. „Ég var með helminginn af íslenska handboltalandsliðinu í ÍAK einkaþjálfaranáminu hjá mér og það var magnað að sjá þegar þessir miklu íþróttakappar voru að uppgötva nýja hluti í þjálfun – sér- staklega það sem snýr að fyr- irbyggjandi þáttum gagnvart meiðslum. Menn sögðust almennt fara til sjúkraþjálfara þegar þeir kæmu úr meiðslum en það væri ekk- ert gert til að reyna að fyrirbyggja – og hér erum við að tala um rándýra skrokka!“ Kristján Ómar Björnsson, styrktar- og knattspyrnuþjálfari, tók undir það sjónarmið í samtali við blaðamann að það væri mikilvægt að fá nýja strauma, stefnur og hugs- unarhátt beint í æð. „Það nýtist manni á ýmsan hátt að hlusta á fólk með ferskar hugmyndir. Við það vakna yfirleitt fleiri spurningar hjá manni sjálfum og manni gefst tæki- færi til að skoða eigin störf og hug- myndafræði út frá öðrum vinkli. Það er yfirleitt það sem ég lít á sem mesta ávinninginn við að sitja áhugaverða fyrirlestra, sjálft efni fyrirlestrana er að sjálfsögðu oft mjög gagnlegt en sjálfsgagnrýnin sem fer sjálfkrafa af stað er ekki síð- ur verðmæt.“ Framför eða afturför Silja Úlfarsdóttir, styrktar- og íþróttaþjálfari, var líkt og Kristján Ómar, einn þátttakenda í fyrra og sagðist vera mjög upptekin af öllu því sem lyti að því að bæta sig sem íþróttamann og nefndi það sem einn aðalkost Þjálfarabúðanna. „Ég hef nýtt margt af því sem ég lærði í fyrri þjálfarabúðunum og tel mig betri þjálfara fyrir vikið. Svo hafa margir af þessum þjálfurum, sem eru að koma í búðirnar, verið fyrirmyndir hjá manni og nú get ég aðeins notið góðs af því,“ sagði Silja kímin. Kristjáni Ómari fannst styrkt- arþjálfarinn Mike Boyle hafa staðið upp úr á síðustu þjálfarabúðum, „vegna þess hversu vel honum tókst að koma að sínum einstaka krítíska hugsunarhætti og sinni nálgun í starfi,“ eins og Kristján orðaði það. „Sem þjálfari þá ertu annaðhvort að kynna þér og tileinka nýja hluti í starfi eða sitja eftir. Menn þurfa ekki annað en að skoða hversu mikið þjálfunarhættir hafa breyst sl. 20 ár í hvaða íþróttagrein sem er. Það er ekkert status quo eða stöðnun til í þessu fagi, aðeins framþróun eða afturför.“ Morgunblaðið/Ernir Handboltalandsliðið Þarf að gæta að þjálfuninni eins og önnur lið. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 Matur & vín Þann 11. mars gefurMorgunblaðið út sérblað ummat og vín. Spjallað verður við ýmsa úr veitingageiranum sem deila girnilegum uppskriftum til lesenda. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. mars. MEÐAL EFNIS: Kokkar gefa girnilegar uppskriftir Framandi matargerð. Námskeið í matargerð. Lambakjöt. Nautakjöt. Kjúklingar Villibráð. Sjávarfang. Eftirréttir. Kokkabækur uppskriftir frá höfundum. Uppskriftir. Spennandi óvissuferðir. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni. SÉ RB LA Ð Mat ur & vín Annað hlaupið í hlaupaseríu Atl- antsolíu og FH fer fram á fimmtu- daginn kemur, 24. febrúar. Vega- lengdin er 5 km og er hlaupið meðfram strandlengju Hafn- arfjarðar í átt að Sundhöll Hafn- arfjarðar við Herjólfsgötu. Leiðin sem er hlaupin er flöt og ákjós- anleg til að bæta sig og verður ná- kvæmlega mæld. Hlaupin eru þrjú í seríunni og fara fram síðasta fimmtudag í hverjum mánuði og hefjast kl. 19 fyrir utan höfuðstöðvar Atlantsolíu á Lónsbraut í Hafnarfirði. Ekki eru veitt verðlaun fyrir hvert hlaup heldur samanlagðan árangur. Skráning fer fram í klukkutíma fyrir hlaup. Síðasta hlaupið fer fram 24. mars og verðlaunahóf fyrir hlaupin fer fram í Kaplakrika hinn 25. mars. Hlaup Morgunblaðið/Ómar Hlaupið Annað hlaupið af þremur fer fram á fimmtudaginn. Hlaupasería Atlantsolíu og FH Nú er sá árstími sem margir eru að berjast við kvefpúkann og leita allra leiða til að vinna bug á honum. Í grein á Guardian segir að það að taka inn sinksíróp, munnsogstöflur eða bara sinktöflur innan við degi frá því að kvefeinkennin fara að gera vart við sig geti dregið úr alvarleika og lengd veikindanna. Þetta hefur ný rannsókn leitt í ljós en niðurstöður hennar birt- ust í Cochrane Library. Skoðaðar voru fimmtán rannsóknir sem náðu yfir 1.360 þátttakendur. Þær sýndu fram á að það að taka inn sink innan við degi frá því að kvef- einkennin gera vart við sig hefur læknandi áhrif. Bæði dró úr alvar- leika og lengd veikindanna. Eftir sjö daga höfðu fleiri sjúklingar sem tóku inn sink lagast af kvefinu en þeir sem tóku inn lyfleysu. Sink minnkaði einnig sýkla- lyfjanotkun hjá börnum. Sýklalyf virka ekki gegn vírusum eins og þeim sem valda kvefi og flensu, og ofnotk- un getur leitt til þróunar ónæmra baktería. Þessi rannsóknarniðurstaða þykir sýna fram á að sink getur gagnast sem lyf gegn hinu hefðbundna kvefi. Vitað er að sink er mikilvægt fyrir ónæmiskerfi, og skortur á því getur aukið næmi fyrir sýkingum. Hug- myndin um að sink gæti unnið gegn kvefi var fyrst sett fram árið 1984 en aðrar rannsóknir síðan þá hafa ekki komist að samræmdum niðurstöðum fyrr en nú. Flensa og kvef Það er leiðinlegt að vera með kvef eins og flestir vita. Sink getur dregið úr kvefi Heilsa » Þjálfarabúðirnar eru haldn- ar í samstarfi við ÍSÍ. Hægt er að skrá sig í búðirnar og fá nánari upplýsingar á www.keil- ir.net/heilsa. Mörg stétt- arfélög og íþróttafélög og at- vinnuleysissjóður niðurgreiða námskeið sem þetta. » Heilsuskóli Keilis er einn fjögurra skóla Keilis, mið- stöðvar vísinda, fræða og at- vinnulífs. Í skólanum er boðið upp á nám í ÍAK einkaþjálfun og ÍAK íþróttaþjálfun. » Nú vinnur starfsfólk heilsu- skólans að stefnumótun í ÍAK hópþjálfun í samvinnu við fjöl- margar heilsuræktarstöðvar en ætlunin er að bjóða upp á þá námsbraut frá og með haustinu 2011. » Keilir kappkostar við að bjóða upp á fjölbreytt stök námskeið fyrir þá sem veita ráðleggingar á sviði þjálfunar og næringar. Námskeiðin eru ýmist kennd af kennurum við ÍAK eða öðrum erlendum sem og íslenskum sérfræðingum. » Miðvikudagskvöldið 23. febrúar mun Dave Jack ræða um vaxandi heilsubresti í samfélaginu og einblína fyrst og fremst á offituvandann. Hann mun ræða við þátttak- endur sem foreldra og sem þjálfara, hvert er okkar hlut- verk? Hvað getum við gert til að grípa inn í hjá börnunum? Ókeypis aðgangur og allir vel- komnir. Einn fjögurra skóla Keilis HEILSUSKÓLI KEILIS Búðirnar Með því að bjóða upp á þjálfarabúðir á Íslandi er hægt að sækja sér þekkingu fyrir minni tíma, fyrirhöfn og pening, þótt margir kjósi einnig að sækja sér þekkingu erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.