Morgunblaðið - 22.02.2011, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Forsetinnskipaði sér ísveit með
þjóðinni gegn
nokkrum flokksfor-
ingjum. Það gafst
honum vel síðast.
En það besta var að
það gafst þjóðinni vel líka. Og
nú er áróðursherferðin byrjuð.
Og er öllu þar snúið á haus. Rík-
isútvarpið lætur enn eins og
EFTA-dómstóllinn sé varnar-
þing Icesave-máls ef það geng-
ur til dómstóla á annað borð.
Ríkisútvarpið hlýtur að vita að
það er eins og hvert annað rugl.
En samt fimbulfambaði það um
að það þyrfti samþykki Breta
og Hollendinga til að málið
gengi til EFTA-dómstólsins og
Íslendinga til að málið gengi til
Evrópudómstólsins. Og útvarp-
inu þótti rugl sitt og áróðurs-
tilburðir ekki hafa gengið nógu
langt og var líka komið með
málið fyrir Alþjóðadómstólinn.
Sjálfsagt er að þakka þessari
sérkennilegu ríkisstofnun fyrir
að hún telji ekki rétt að málið
gangi til stríðsglæpadómstóls-
ins á þessu stigi. Enda þyrfti þá
sjálfsagt að leita samþykkis
Gadaffis og Ben Alis til að það
gengi fram.
Nú liggur fyrir að gangi þessi
deila til dóms þá er varnarþing
málsins á Íslandi, en það var
eina atriðið sem stofnunin
nefndi ekki, enda eina atriðið
sem skiptir máli. Og nú er sagt
að Íslendingar þurfi að ákveða
með þjóðaratkvæði hvort þeir
fari samningaleiðina eða dóm-
stólaleiðina. Er það? Þjóðar-
atkvæðið snýst eingöngu um lög
um ríkisábyrgð á tugum eða
hundruðum milljarða, sem lög
segja að Íslendingar eigi ekki
að borga. Íslendingar þurfa því
eingöngu að hafna hinum
hættulega Icesave-samningi,
sem flestir viðurkenna að styðj-
ist ekki við lagarök. Þegar þeir
hafa hafnað svikasamningnum
er málið úr sögunni af Íslend-
inga hálfu. Þeir eru ekki að fara
að stefna nokkrum
manni. Ef Bretar
og Hollendingar
vilja ekki una nið-
urstöðu íslensku
þjóðarinnar verða
þeir að bera málið
fram á réttu varn-
arþingi, sem er í Reykjavík. Ís-
lenskir dómstólar eru ekki
heimadómstólar. Þeir dæma
eftir lögunum. Það hafa Íslend-
ingar því enga ástæðu til að ótt-
ast. Þess vegna eiga þeir að láta
hinn ógeðfellda hræðsluáróður
sem vind um eyrun þjóta.
Forstöðumaður ESA hefur
hagað sér á óviðeigandi hátt og
tilkynnt niðurstöðu sinnar
stofnunar án þess að umfjöllun
hennar liggi fyrir. Hann hefur
jafnframt tilkynnt að EFTA-
dómstóllinn dæmi jafnan í sam-
ræmi við pantanir frá ESA og
það muni hann einnig gera í Ice-
save-málinu, þótt málið heyri
ekki undir hann. Þegar embætt-
ismaðurinn hafði áttað sig á
hvað þau ummæli voru skaðleg
fyrir málstað hans sjálfs bætti
hann því við að þær afgreiðslur
færu jafnan á þann veg vegna
þess að ESA stefndi bara
öruggum málum fyrir dóm. Og
þótt menn gefi sér að EFTA-
dómstóllinn sé stimpilpúði af
þeirri gerð sem forstöðumað-
urinn lýsti þá er það ekki ís-
lenskur höfuðverkur. Þessi
stimpilpúðastofnun hefur ekk-
ert með málið að gera. Því fyrr
sem menn láta af svo ómerki-
legum hræðsluáróðri því betra
fyrir heilbrigða umræðu.
Þá er auðvitað ekki átt við
RÚV, enda er borin von að sú
stofnun muni gæta minnsta
hlutleysis í málflutningi sínum.
Þar hræða sporin og allir vita
hverjir ráðskast með stjórn
mála í því félagsheimili. Það eru
ekki þeir sem gæta þjóðarhags-
muna, þótt þjóðin sé látin nauð-
ug borga þann brúsa. Það er
nóg að borga hann og þjóðin
mun ekki láta hræða sig til að
borga óborganlega brúsann.
Hræðsluáróðurinn
virkaði illa á þjóðina
síðast. Og þjóðin
hefur ekki enn þá
misst kjarkinn}
Heimskulegur
hræðsluáróður
Átökin í Mið-austurlöndum
hafa orðið æ harð-
ari og mannskæð-
ari. Í Túnis og
Egyptalandi
hrökkluðust leið-
togarnir frá völdum í mótmæl-
um sem fóru tiltölulega frið-
samlega fram og án mikils
manntjóns. Ástandið er með
allt öðrum hætti í Líbíu þar
sem harðstjórinn Gaddafí tekst
nú af fullri hörku á við það sem
líkist meira vopnaðri byltingu
en friðsamlegum mótmælum
og hundruð manna hafa fallið í
valinn. Takist að
bylta Gaddafí
munu fáir sakna
hans, enda ekki
ástæða til.
Ástandið er eld-
fimt víðar, svo sem
í Barein, Jórdan og Jemen.
Fullkomin óvissa ríkir um
hvert ólgan mun leiða þennan
heimshluta, en héðan í frá
verður ekki aftur snúið og
miklar breytingar eru í vænd-
um. Vonandi munu þær leiða af
sér lýðræði og réttarríki, en
ekki bara nýja harðstjóra. Um
það er þó of snemmt að spá.
Mikil umskipti eru
að verða í Miðaust-
urlöndum, en hvers
eðlis verða þau?}
Bylting í Líbíu
H
eimurinn er oftar en ekki frem-
ur kaldranalegur staður. Eftir
hlýju og öryggi frumbernsk-
unnar, í faðmi foreldra okkar,
kemur fyrr en varir að því að
við verðum að verja hendur okkar gegn of-
beldi annarra. Mannskepnan er stundum
grimm og miskunnarlaus; ekki síður í bernsku
en seinna á lífsleiðinni. Oft er ofbeldið yfir-
þyrmandi og mannskemmandi – það þekkja
margir úr skóla eða af vinnustað.
Þess vegna verðum við snemma að læra að
standa með sjálfum okkur, gegn ofríki ann-
arra. Við verðum að gæta eigin hagsmuna og
taka ábyrgð á þeim, því við getum ekki treyst
á neinn annan í þeim efnum. Ef við lyppumst
niður við ágang annarra, og leyfum þeim að fá
sínu framgengt möglunarlaust, hefur það
slæm áhrif á sjálfsmynd okkar.
Öll berum við þessa ábyrgð gagnvart sjálfum okkur,
en sumum er falið veigameira hlutverk í samfélaginu.
Þeir eru kosnir til þess að gæta hagsmuna annarra.
Ábyrgð þeirra er gríðarleg.
Þannig er ábyrgð þeirra mikil, sem falið hefur verið að
gæta hagsmuna Íslendinga gagnvart erlendum þjóðríkj-
um. Núverandi valdhafar hafa ekki staðið undir þeirri
ábyrgð og sinnt henni illa. Reyndar má með rökum segja
að þeir hafi gerst talsmenn andskota þjóðarinnar; ráða-
manna erlendra ríkja sem „lánuðu“ íslenskum skatt-
greiðendum, að þeim forspurðum, hundruð milljarða
króna til að greiða skuldir einkabanka. Með
ofbeldi og yfirgangi hafa þessar þjóðir sótt
hart að íslenskum ráðamönnum og krafist
ríkisábyrgðar á þessari skuldbindingu, þótt
slíkt eigi sér enga stoð í lögum. (Enda þyrfti
þá engin lög um slíka ábyrgð!) Hér er um að
ræða fordæmalítið ofbeldi gagnvart íslensku
þjóðinni. Endurheimtur og áhætta skipta
engu máli í þessu samhengi. Ef áhættan er
engin þarf enga ríkisábyrgð.
Mótstöðuleysi vinstristjórnarinnar er
vissulega háalvarlegt mál og verður vafalaust
skoðað í framtíðinni sem einn af svörtustu
blettum íslenskrar stjórnmálasögu. Það sem
svíður þó enn meir er afstaða þess manns
sem treyst hefur verið fyrir því að veita
stjórnvöldum mótspyrnu í þessu máli. For-
maður Sjálfstæðisflokksins hefur gefið eftir
og snúist á sveif með þeim öflum sem vilja þola órétt og
yfirgang gagnvart íslensku þjóðinni. Þvert á skýra álykt-
un landsfundar flokksins fyrir nokkrum mánuðum.
Með þessari framgöngu getur Bjarni Benediktsson,
jafn ágætur maður og hann annars er, ekki gert sér von-
ir um glæsta arfleifð í íslenskum stjórnmálum. Hann hef-
ur sýnt að honum er ekki treystandi til að standa með ís-
lensku þjóðinni gegn erlendu ofríki. Hann aðstoðar
stjórnvöld við að brjóta niður sjálfsmynd og stolt Íslend-
inga sem fullveðja þjóðar. Slíkan dóm sögunnar vill eng-
inn stjórnmálamaður eiga yfir höfði sér.
ivarpall@mbl.is
Ívar Páll
Jónsson
Pistill
Kyndilberinn sem brást
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Andri Karl
andri@mbl.is
B
urtséð frá því hvaða
skoðanir menn hafa á
því að kjósa um Icesave
og til stjórnlagaþings
samhliða þykir ljóst að
ekkert sé því lagalega til fyrirstöðu,
að því gefnu að ákvörðun um slíkt
verði tekin með lagabreytingu. Slík-
ar lagabreytingar voru skoðaðar í
ráðuneytum í gær auk þess sem
nefnd forsætisráðherra, sem skipuð
var í kjölfar ákvörðunar Hæsta-
réttar að ógilda stjórnlagaþings-
kosningarnar, hefur farið yfir breyt-
ingar sem gera þarf á lögum um
stjórnlagaþing.
Þær lagagreinar sem horft er til
við mat á því hvort hægt sé að kjósa
um málin tvö á sama kjördegi eru 26.
gr. stjórnarskrárinnar og 4. gr. laga
um framkvæmd þjóðar-
atkvæðagreiðslna, en þær eru birtar
hér til hliðar. Sigurður Líndal
lagaprófessor telur að ákvæðin beri
að túlka þröngt og með þeim rökum
að almennt sé óheppilegt að vera
með of margar atkvæðagreiðslur á
sama tíma. „Af þeim sökum tel ég,
að það sé mjög hæpið og jafnvel and-
stætt 26. gr. að efna til atkvæða-
greiðslu um önnur efni á sama tíma
og greitt er atkvæði um lög sem for-
setinn hefur synjað.“
Greinin þegar skýrð
Þessu mati er Eiríkur Tómas-
son ekki sammála en hann segir
þingið nú þegar gera ráð fyrir öðr-
um kosningum. „Alþingi hefur þegar
sett lög þess efnis að það megi efna
til þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu
samhliða öðrum kosningum. Þar
með hefur þingið skýrt 26. gr. þann-
ig að hún komi ekki í veg fyrir að það
sé gert,“ segir Eiríkur en hann telur
ekkert því til fyrirstöðu að kosningin
fari fram á sama tíma, að því til-
skildu að það sé ákveðið með lögum.
Þegar hann er spurður nánar út
í þá lagasetningu bendir Eiríkur á að
ekki sé minnst á stjórnlagaþings-
kosningar í 4. gr. laga um þjóðar-
atkvæðagreiðslur. „En þetta eru al-
menn lög sem Alþingi hefur sett og
þau eru ekkert rétthærri en önnur
lög. Þannig gæti Alþingi til dæmis
breytt ákvæðum í lögum um stjórn-
lagaþing þannig að kveðið sé á um að
hún verði haldin samhliða þjóð-
aratkvæðagreiðslunni.“
Sigurður Líndal segir rétt að
hægt sé að breyta lögum þannig að
hægt sé að kjósa um málin tvö sam-
hliða. En hann segir engu að síður
vissara að vísir menn fari yfir 26. gr.
til að fullvissa menn um að kosning-
arnar séu í samræmi við stjórnar-
skrána.
Hvað sem svo snýr að lagalegu
hliðinni segist Sigurður á þeirri
skoðun að það sé „gjörsamlega út úr
kortinu“ að kjósa einnig til stjórn-
lagaþings á sama tíma og þjóðin
greiðir atkvæði um Icesave-
samningana. „Nógu snúið var það nú
fyrir [að kjósa til stjórnlagaþings] og
mér finnst sem slíkar hugmyndir
séu settar fram til að drepa at-
kvæðagreiðslunni á dreif. Það sem
ég held að muni gerast, er að fólk
mæti ekki á kjörstað.“
Spurning um tíma
Af ofansögðu má telja víst að
hægt sé lagalega að halda kosningar
um bæði mál á sama kjördegi. Þá
vaknar aðeins spurning um
hvernig þingið tekur á
málinu og hvort tekst að
samþykkja þær breyt-
ingar sem gera þarf til að
af báðum kosningum verði.
Fyrir utan það auðvitað að
ákvörðun um tilhögun
kosninganna lá ekki fyrir í
gærdag, þrátt fyrir stíf
fundahöld.
Ákvörðun tekin
með lagabreytingu
Morgunblaðið/Kristinn
Þjóðaratkvæðagreiðsla Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greiðir
atkvæði í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana.
Greinarnar tvær sem lagapró-
fessorarnir tveir hér til hliðar
vísa til eru eftirfarandi.
26. gr. stjórnarskrár Íslands:
Nú synjar forseti laga-
frumvarpi staðfestingar, og
fær það þó engu að síður laga-
gildi, en leggja skal það þá svo
fljótt sem kostur er undir at-
kvæði allra kosningabærra
manna í landinu til samþykktar
eða synjunar með leynilegri at-
kvæðagreiðslu. Lögin falla úr
gildi, ef samþykkis er synjað,
en ella halda þau gildi sínu.
3. mgr. 4. gr. laga um fram-
kvæmd þjóðaratkvæða-
greiðslna: Heimilt er að
halda þjóðaratkvæða-
greiðslu sam-
kvæmt lögum
þessum sam-
hliða kosn-
ingum til
sveitarstjórna
eða Alþingis
eða forseta-
kjöri.
Heimilt sam-
hliða öðrum
GREINARNAR TVÆR